Morgunblaðið - 25.04.1981, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 25.04.1981, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRIL 1981 Skagafjörður: Einmunablíða frá mánaða- mótum lia\ 24. apríl. EFTIR ERFIÐAN «k sérstak- lega óstilltan vetur «k þ« mest í útsvcitum SkaKafjaróar, hefur nú alKerlcKa skipt um, «k frá síóustu mánaóamútum hefur verið einmunahlíóa, en nú síð- ustu daga hafa vcriö frost um nætur, cn þ« KÓðvióri um há- daRÍnn. SvellalöK á túnum sem voru mjöK mikil eru nú að miklu leyti horfin en menn senja að víða sé sinulykt úr túnunum þar sem svellin láfju lenfíst. Tíðarfarið mun þó ráða miklu um hvort mikil köl verða, þar sem víða eru hlaut tún. Einstaka menn sefíja að þessi ólykt úr túnunum stafi af öskufalli frá í fyrra. Eins og vanalefja þá er «eysilejíur munur á útliti í innhéraði Skagafjarðar ofí í Austur-Fljótum, en þar sér ennþá varla á dökkan díl og klaki er þar mikill undir fönn- inni. Þetta mun Fljótamönnum ekki nýtt og ræður tíðarfarið miklu um hvernifí fer. Víða eru kvillar í fénaði ofí þó sérstaklega riðuveiki í sauðfé. Er sú veiki mörfíum hónda erfið. Á einstaka stað er sauðburður að byrja en þó er það ekki almennt. Lítið hefur verið um fiskafla inn á Skafíafirði, en er þó að fflæðast ok sama má sejya um grásleppu- veiði, sem hefur verið dáKÓð austan Skafjafjarðar, en minni að vestan þar tii nú að veiði er að filæðast. Björn í Bæ. Ríkisstjórnin ræðir virkjan- ir, þinghald og verðlagsmál Á FUNDI ríkisstjórnarinnar í gærmorgun var meðal annars rætt um verðlagsmál og hvað gert verður eftir 1. maí. Annar ríkis- stjórnarfundur verður haldinn í dag, þar sem þessi mál verða til umræðu. Þá var á fundinum í gær rætt um þinghaldið og þau mál, sem ríkisstjórn leggur sérstaka áherzlu á þrjár síðustu vikur þingtímans. Virkjanamál voru lít- illega rædd á fundinum í gær, en þau verða væntanlega nánar rædd í dag. Harður árekstur varð aðfaranótt sumardagsins fyrsta á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar er tvær bifreiðir skullu saman með þeim afleiðingum að 9 manns voru fluttir á slysadeild og báðar bifreiðirnar taidar nær ónýtar. Hér er lögreglan að stumra yfir hinum slösuðu. Ljósmynd Júlíus. Sextán slösuðust í árekstrum aðfaranótt sumardagsins fyrsta Aðalbrautarréttur gildir þegar gulu ljósin blikka SEXTÁN manns voru fluttir slasaðir á slysadeild eftir tvo árekstra aðfaranótt sumardags- ins fyrsta og ökumaður eins bíls eftir harðan árekstur í gær. Mciöslin voru mismikil, en ekki talin alvarleg. Fyrri áreksturinn var á gatna- mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar tæplega hálfeitt um nóttina, en eins og nú hefur tíðkazt um skeið voru umferðarljósin gul, blikkandi, og gildir þá aðalbrautarréttur á Miklubraut. Sá ökumaður, sem ók Kringlumýrarbrautina virti ekki þann rétt og því fór sem fór. Sex ungmenni voru í öðrum bílnum, en þrjú í hinum. Allir voru fluttir á slysadeild þar sem meiðsli voru rannsökuð. Tæpum hálftíma síðar var ekið aftan á kyrrstæða, ljóslausa bifreið á Vesturlandsvegi og stóð hún inni á veginum. Ökumaður bílsins, sem kom að, reyndi að sveigja frá þeim kyrrstæða, en hætti við vegna þess að maður var á veginum og ók því aftan á hinn. Við áreksturinn hentist sá kyrrstæði út af veginum og voru sex manns, sem í honum voru fluttir á slysadeild, en einn úr hinum. Um hádegisbilið í gær varð svo harður árekstur á mótum Kringlumýrarbrautar og Suður- landsbrautar, er bíl var ekið vestur Suðurlandsbrautina og sveigði hann síðan suður Kringlumýrarbraut í veg fyrir bíl, sem ók norður hana. Mun sá fyrrnefndi hafa ekið yfir á röngu ljósi. Ökumaður annars bílsins var fluttur slasaður á sjúkrahús, en meiðsli hans munu ekki hafa verið alvarleg. Gísli Björnsson, lögreglufull- trúi sagði, að árekstrum virtist hafa fjölgað, eftir að sú ný- breytni, að láta umferðarljósin blikka á nóttunni, hefði verið tekin upp. Það virtist sem fólk áttaði sig ekki á því, að í þeim tilfellum gilti aðalbrautarréttur annarrar götunnar alltaf, en ekki „hægri reglan" svokallaða. Hann sagöist þó vera hlynntur þessari breytingu, þar sem hún greiddi verulega fyrir umferð- inni, en teldi að þetta hefði ekki verið nægilega kynnt. Morgunblaðið sneri sér því til Guttorms Þormar, yfirverkfræð- ings hjá gatnadeild Reykjavík- urborgar, og sagði hann, að sennilega hefði mátt kynna þessa breytingu betur en gert hefði verið með fréttatilkynn- ingum í fjölmiðlum, en gat þess, að sagt hefði verið frá þessu í sjónvarpinu. Hann sagði enn- fremur, að svona mál væri aldrei hægt að kynná nægilega vel og það væri mikil nauðsyn þess að fólk áttaði sig á því, að þegar ljósin blikkuðu gilti „hægri regl- an“ ekki, heldur væru biðskyldu- merki við öll þessi gatnamót, þannig að annarri götunni bæri því réttur, sem fara yrði eftir. Þó væri vissulega nauðsynlegt að menn færu varlega yfir þessi gatnamót, því aðgát borgaði sig alltaf. Guttormur sagði ennfremur, að fyrst hefði verið gerð tilraun með þetta í júní 1977 á gatna- mótum Hringbrautar og Hofs- vallagötu og hefði hún gefist vel og hefði þáverandi umferðar- nefnd gert það að tillögu sinni, að þetta skyldi gert á fleiri stöðum. Þetta hefði svo síðan smám saman verið að færast í aukana og nú blikkuðu 17 um- ferðarljós af 19 þann tíma sem umferðin væri minnst. Hann sagði að sér væri kunnugt um 3 óhöpp síðan þetta hefði verið gert, en það væri sennilega of snemmt að draga nokkrar álykt- anir af því, en það gæti kannski stafað af ónógri kynningu. Þetta greiddi verulega fyrir umferð- inni þegar hún væri sem minnst og væri það augljós kostur. Þetta væri gert víða um heim, þessi háttur væri hafður á í Þýzka- landi og Osló, en í Stokkhólmi væri alveg slökkt á ljósunum á minnstu umferðartímunum. Ekið var aftan á þennan bíl, kyrrstæðan og ljóslausan á Vesturlandsvegi aðfaranótt sumardagsins fyrsta og slösuðust sex farþegar, sem í honum voru og bíllinn er talinn ónýtur eins og sjá rná. Ljósmynd Júlfus Afmælisrit Auðar Auðuns í FRÉTT frá Landssam- bandi sjálfstæðiskvenna og Hvöt, félagri sjálfstæð- iskvenna, sem blaðinu hefur borist, segir: Á sjötugsafmæli Auðar Auðuns fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra til- kynnti formaður Landssam- bands sjálfstæðiskvenna, Margrét Einarsdóttir þá ákvörðun landssambandsins og Hvatar, félags sjálf- stæðiskvenna, að þessi tvenn samtök myndu á sumri kom- anda standa að útgáfu sér- staks rits til heiðurs Auði. Ætlunin er, að ritið komi út hinn 19. júní. Sá dagur minnir á baráttuna fyrir réttindum kvenna. Stundum hefur þótt á skorta, að kon- um nýttust þessi réttindi. En á því sviði er Auður Auðuns tvímælalaust brautryðjandi í hópi íslenzkra kvenna á 20. öld, bæði í menntun og stjórnmálum. í ritinu verða 18 greinar um ýmis efni, flestar fræði- legs eðlis. Gert er ráð fyrir, að efnisskipan verði sem hér segir: Agnar Kl. Jónsson, fyrrv. sendiherra: „Lagadeild fyrir fimmtíu árum"; Áslaug Friðriksdóttir, skólastjóri: „Þróun fræðslumála í Reykjavík"; Baldur Möller, ráðuneytisstjóri: „Um ríkisborgararétt"; Bessí Jó- hannsdóttir, sagnfr.: Ingi- björg H., Bjarnason; Esther Guðmundsdóttir, þjóðfélags- fræðingur, form. KRFÍ: „Ný viðhorf í jafnréttisbarátt- unni“; Friðrik Friðriksson, viðskiptafr.: „Markaðsbú- skapur og mannúðarstefna"; Geir Hallgrímsson, fyrrv. forsætisráðherra: „Bæjar- stjórnarkosningarnar 1946"; Gísli Jónsson, menntaskóla- kennari: „19. júní, 1915“; Halldór Guðjónsson, dr., kennslustjóri Háskóla ís- lands: „Fræðslumál á íslandi — framtíðarsýn"; Ingibjörg Rafnar, héraðsdómslögmað- ur: „Réttarhjálp án endur- gjalds"; Kristín Norðfjörð, lögfr.: „Nokkrar andófskonur í Áustri"; Kjartan Gunnars- son, lögfr.: „Öryggis- og varnarmál við aðstæður nú- tímans"; Matthías Jóhannes- sen, skáld: „Frelsi lista- mannsins"; Ólafur Björns- son, prófessor: „Aðdragandi viðreisnarstjórnarinnar"; Ólöf Benediktsdóttir, menntaskólakennari: Þor- björg Sveinsdóttir; Sigríður Snævarr, stjórnmálafræð- ingur: „Kenning Hönnu Arendt um alræðisstefnuna"; Steinunn Margrét Lárus- dóttir, lögfræðingur: „Upp- taka ólöglegs sjávarafla"; Þórir Kr. Þórðarson, prófess- Auður Auðuns °r: „Félagsmál Reykjavíkur- borgar á sjöunda áratugn- um“. Útgefendur skipuðu í rit- stjórn bókarinnar þau Elínu Pálmadóttur, Hannes H. Gissurarson og Ragnhildi Helgadóttur. Áskrifendur geri aðvart Ætlunin er, að í bókinni verði heillaóskalisti með nöfnum vina og samstarfs- manna Auðar á ýmsum vettvangi, í Sjálfstæðis- flokknum og víðar. Án efa vilja margir með þeim hætti stuðla að því, að útgáfan verði sem veglegust. Þeir, sem vilja verða áskrifendur að bókinni, eru vinsamlegast beðnir að láta vita sem fyrst og senda áskriftargjaldið kr. 200.00, tvö hundruð krónur, svo að unnt verði að prenta nöfn þeirra á heillaóskalistann. Tilkynning og greiðsla þyrfti að berast Sigrúnu G. Jónsdóttur skrifstofu Lands- sambands sjálfstæðiskvenna og Hvatar, Valhöll, Háaleit- isbraut 1, pósthólf 1392, sími 82900. Einnig mætti hringja í hina almennu skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í síma 82900, en þar er skrifstofan opin frá kl. 9—5.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.