Morgunblaðið - 25.04.1981, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981
27
„Munum kæra Olís fyrir brot
á lögum um samkeppnishömlur
og óréttmæta viðskiptahætti“
— segir Jósteinn Kristjánsson, annar eigandi
verslunarinnar við Kópavogsbraut 115
„Onundur Ásgeirsson forstjóri
Olíuverslunar Islands hringdi í
mig í morgun, og sagði að næsta
skref yrði að teknir yrðu af
okkur bensíntankarnir, nema því
aðeins að við breyttum afstöðu
okkar og hættum að selja gegn
greiðslu á kreditkortum," sagði
Jósteinn Kristjánsson í samtali
við Morgunblaðið í gær. En eins
og Morgunblaðið hefur áður
skýrt frá hafa staðið ^fir deilur
milli Olíuverslunar Islands og
verslunarinnar við Kópavogs-
braut 115 í Kópavogi, um hvort
eigendum hennar skuli heimilt
að selja. bensín gegn greiðslum
með kreditkortum.
Jósteinn Kristjánsson sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær,
að hann hefði sent Önundi Ás-
geirssyni svohljóðandi skeyti á
miðvikudaginn:
22. apríl 1981
Hr. Önundur Ásgeirsson
f.h. Olíuverslunar íslands,
Kleifarvegi 12, Reykjavík.
Undirritaður, eigandi Bið-
skýlisins Kópavogsbraut 115,
Kópavogi, mótmæli lögmæti
afgreiðslubanns sem þér, auk
Páls Bergssonar, tilkynntuð
mér í dag á bensíni til fyrir-
tækis míns. Ástæðu af-
greiðslubannsins sögðuð þér
aðild okkar að Eurocard-kred-
itkortaþjónustunni á íslandi.
Undirritaður telur afgreiðslu-
bannið brjóta í bága við lög nr.
56 frá 1978 um verðlag og
samkeppnishömlur og órétt-
mæta viðskiptahætti, auk
grundvallarreglna í þjóðfélagi
okkar um frjálsa verslun. Þess
er krafist, að þegar í stað verði
afgreiðslubanninu aflétt. Hafi
það ekki verið gert fyrir
klukkan 12 á hádegi föstudag-
inn 24. apríl nk. mun mál
þetta kært í samræmi við lög
og reglur í þessu landi. Sér-
stök athygli er vakin á refsi-
ákvæðum laga nr. 56/1978.
Jafnframt áskilur undirritað-
ur sér allan rétt til krafna úr
hendi Olíuverslunar Islands
hf. um skaðabætur vegna
tekjutaps og fleira vegna
ákvörðunarinnar.
Athygli skal vakin á því að
einungis er farið fram á stað-
greiðsluviðskipti á benzíni við
Olíuverslun Islands.
Virðingarfyllst,
Jósteinn Kristjánsson.
Samhljóða skeyti sent stjórn-
arformanni Olíuverslunar ís-
lands.
í samtali við Morgunblaðið í
gær sagði Jósteinn, að í símtali
þeirra Önundar í gær, hafi
Önundur haldið því fram, að ef
verslunin héldi áfram að selja
gegn greiðslu með kreditkortum,
væri það Olís en ekki verslunin,
sem lánaði viðskiptavinunum
vöruna. „Mér gekk satt að segja
illa að skilja þessa röksemda-
færslu," sagði Jósteinn. „Við
höfum boðist til að staðgreiða
Olís allt bensín er við seljum frá
þeim. Það yrðum því við sem
lánuðum viðskiptavinunum
bensínið, dráttur á greiðslum
yrði okkar mál og kæmi til þess
að eitthvað af þessum greiðslum
skilaði sér ekki inn, þá væri
tapið okkar en Olís bæri- enga
áhættu. Því er röksemdafærsla
af þessu tagi út í hött.“ Að öðru
leyti kvað Jósteinn lítið um
málið að segja að sinni, en
kvaðst þó vilja þakka þeim
fjölda fólks er haft hefði sam-
bandi við sig vegna þessa máls
og vottaði stuðning sinn. „Það er
eins og margir hafi skyndilega
vaknað upp við þann vonda
draum, að hér á Islandi sé alls
ekki viðskiptafrelsi og frjáls
verslun, heldur búum við ennþá
við einokun á ýmsum sviðum,"
sagði Jósteinn að lokum.
Verslunin við Kópavogsbraut 115 i Kópavogi, sem Olis heimilar
ekki að selja bensin með kreditkortagreiðslum, jafnvel þótt verslunin
staðgreiði Olís bensinið. Bensintankur frá Olís er í forgrunni, en nú
hefur Önundur Ásgeirsson tilkynnt eigendum verslunarinnar að hann
verði f jarlægður.
Jósteinn hafnaði samskonar
samningi og aðrir hafa
— segir Önundur Ásgeirsson
forstjóri Olís hf.
„Eg hef raunverulega ekkert um málið að segja, annað en það
að umræddur aðili í Kópavogi hefur engan samning við okkur um
sölu á bensíni. Honum var hins vegar gefinn kostur á að gera við
okkur samskonar samning og allar aðrar bensínsölur í Reykjavík
hafa,“ sagði Önundur Ásgeirsson forstjóri Olís í samtali við
Morgunblaðið.
Að öðru leyti kvaðst Önundur ekki vilja tjá sig um þetta mál, en
sagði þó að Olíuverslunin hf. væri ekki til viðræðu um að breyta
þeim samningi er gerður væri við útsöluaðila. Olíufélögin væru
hætt að nota kreditkort sem þau hefðu notað þar til fyrir
nokkrum árum, og samkomulag væri um að nota þau ekki í
viðskiptum af þessu tagi.
UM ÁRABIL hafa ísraelar haldið
alþjóðlega keppni, annað hvert ár,
í ýmsum ritum Gamla Testament-
isins og hefur þátttökuþjóðum
fjölgað ár frá ári. Sendiherra
ísraels á tslandi. Hava Hareli,
hefur haft mikinn áhuga á að
koma slíkri keppni á laggirnar
hér og hefur nú verið skipuð
undirhúningsncfnd og er ætlunin
að forkeppnin verði haldin 30. maí
nk. Keppcndur þurfa þá að svara
skriflegum spurningum og geta
gert það á heimaslóðum undir
forsjá ábyrgðarmanns, sem nefnd-
in fengi til starfa. Þeir sem hafa
hug á að taka þátt i keppninni
Sr. Bernharður Guðmundsson
Keppni í ýmsirni ritum
Gamla testamentis
tilkynni það til sr. Bernharðs
Guðmundssonar hjá Biskupsstofu
fyrir 15. mai og geta fengið að
vita nánar um tilhögun keppninn-
ar o.fl.
Það skal tekið fram að allir sem
eru 18 ára og eldri geta verið með
og í keppninni er lögð áhersla á
ákveðin efni, frið, félagslegt rétt-
læti og jafnrétti og einingu meðal
mannanna. Bækurnar sem spurt er
úr eru Mósebækurnar fimm, Jósúa
bók, Spámennirnir, Dómarabókin,
Fyrsta og önnur Konungabók,
Sálmarnir og Rutarbók.
Sá sem ber sigur af hólmi í
keppninni í hverju landi heldur
síðan til ísraels í byrjun september
og bera Israelar allan kostnað af
ferð viðkomandi og uppihaldi.
Einnig verður keppendum boðið í
ferðir um landið og fleira.
Það skal ítrekað að tilkynn-
ingafrestur er til 15. maí. Sr.
Bernharður Guðmundsson er for-
maður nefndarinnar og með honum
eru Gunnlaugur Jónasson, blaða-
maður, Jóhanna Kristjónsdóttir,
blaðamaður og Jónas Jónasson,
dagskrárfulltrúi. Dr. Þórir Kr.
Þórðarson prófessor verður dómari
spurningakeppninnar.
Bæjarstjórn Njarðvikur:
Mælir með takmörkuðum
dragnótaveiðum í Faxaflóa
Á FUNDI bajarstjórnar Njarð-
víkur 7. apríl 1981, var eftirfar-
andi tillaga samþykkt:
„Bæjarstjórn Njarðvíkur skorar
á hið háa Alþingi að samþykkja
framkomið frumvarp til laga, um
að takmarkaðar veiðar með
dragnót í Faxaflóa skuli leyfðar.
Bæjarstjórnin bendir á að þess-
ar veiðar hafa mikla þýðingu fyrir
bæjarfélagið, þar sem þær hafa
síðustu 2 ár veitt um 60 manns
atvinnu í allt að 4 mánuði á ári, á
þeim tíma sem flest fólk er á
vinnumarkaðnum.
Varðandi skaðsemi dragnóta-
veiða, vísar bæjarstjórnin til álits
þeirra fiskifræðinga sem fylgst
hafa með tilraunum síðustu ár og
hafnar með öllu þeirri skoðun, að
þessar takmörkuðu veiðar með
dragnót spilli lífríki flóans.
Að lokum leggur bæjarstjórnin
áherslu á að þau hús sem þegar
hafa búnað til þess að fullvinna
kolann, fái þau leyfi sem veitt
verða til dragnótaveiða í Faxaflóa,
enda munu þau fullfær um að nýta
það magn sem væntanlega yrði
leyft að veiða.“
Fundur Félags Sjálfstæðismanna í Árbæjar- og Seláshverfi:
Athugasemdir við skipu-
lagstillögur borgar-
stjórnarmeirihlutans
Félaj; sjálfstæðismanna
í Árbæjar- og Seláshverfi
efndi til almenns fundar
um skipulagstillöRur
meirihlutans í borgar-
stjórn og fór hann fram í
safnaðarheimili Árbæjar-
sóknar hinn 15. apríl síð-
astliðinn. 60 fundargestir
sóttu fundinn. Frummæl-
endur voru Davíð Oddsson
og Magnús L. Sveinsson
borgarfulltrúar og Hilmar
ólafsson arkitekt. Fundar-
stjóri var Guttormur Ein-
arsson en fundarritari
Örn Baldvinsson.
Fyrir fundinum lágu teikn-
ingar af skipulagstillögum meiri-
hlutans í borgarstjórn og til
samanburðar teikningar af eldri
skipulagstillögum fyrir Reykja-
vík. Auk þess voru kynntar á
fundinum skipulagstillögur
Fáksmanna að athafnasvæði
hestamanna í Víðidal og ná-
grenni. Að loknum framsöguræð-
um tóku 12 fundargestir til máls,
— 9 töluðu gegn fyrirhuguðu
skipulagi en 3 mæltu með því.
Að loknum framsöguræðum
voru samþykktar athugasemdir
o
INNLENT
við skipulagstillögu meirihlutans
í borgarstjórn með öllum greidd-
um atkvæðum. Eru athugasemd-
irnar í átta liðum sem eru í
meginatriðum þannig.
1) Fundurinn mótmælir alfar-
ið hugmyndum um byggingu
iðnaðarhúsnæðis á auðu land-
ræmunni meðfram Hraunbæ að
norðanverðu og bendir á, að
íbúum í Árbæjar- og Seláshverfi
standi nú þegar til boða full-
nægjandi atvinnutækifæri í
næsta nágrenni, svo sem í Borg-
armýri og á Ártúnshöfða. Skorar
fundurinn á borgaryfirvöld að
taka nú þegar upp viðræður við
íbúa hverfisins um nýtingu þessa
svæðis í þágu ibúanna sjálfra,
bæði fyrir samfélagsleg og ein-
staklingsafnot.
2) Fundurinn mótmælir þeirri
fyrirætlun meirihluta borgar-
stjórnar að leggja tengibraut frá
væntanlegum ofanbyggðavegi
eða Suðurlandsvegi framhjá Sel-
ási í Suðurhóla með brúargerð
yfir Elliðaárnar. Þessi vegagerð
brýtur gefin loforð í samþykktu
skipulagi fyrir Selás og Breið-
holt. Umferð eftir þessum vegi
yrði mikil og myndi valda miklu
ónæði í báðum hverfunum.
3) Fundurinn lýsir eindregn-
um stuðningi við skipulagstillög-
ur Fáksmanna fyrir athafna-
svæði hestamanna í Víðidal og
nágrenni og skorar á borgaryfir-
völd að draga nægilega saman
fyrirhugaða byggð á nýjum
svæðum í Selási, svo það nái
fram að ganga.
4) Fundurinn vísar alfarið á
bug hugmyndum um vegarlagn-
ingu frá ofanbyggðavegi yfir
Suðurhóla í Breiðholti, og af
þeim sökum er ekki lengur fyrir
hendi sá möguleiki væntanlegra
íbúa við Rauðavatn að sækja
þjónustu í Breiðholtshverfi.
Fundurinn telur röksemdir
meirihlutans í borgarstjórn um
að 15.000 manna byggð við
Rauðavatn gæti komist af með
þær þjónustustofnanir sem fyrir
eru í Árbæjar- og Seláshverfi, út
í hött, enda ljóst að með viðbót-
arbyggð í Selási og Ártúnsholti
yrði álagið á þessar stofnanir of
mikið og því stefnt í algert
öngþveiti með fyrirhuguðu
skipulagi.
5) Fundurinn mótmælir þeirri
hugmynd meirihluta borgar-
stjórnar að skerða golfvöllinn við
Grafarholt með skipulagningu
byggðar á því svæði. Með slíkum
áformum heggur meirihlutinn í
sama knérunn, hvað snertir vel
nýtt útivistarsvæði Reykvíkinga,
svo sem áður er getið um at-
hafnasvæði hestamanna.
6) Fundurinn telur óráðlegt að
skipuleggja byggðasvæði við
Rauðavatn og Grafarholt vegna
vatnsbóla við Bullaugu, sem nú
eru nýtt fyrir vatnsveitu Árbæj-
ar- og Seláshverfis.
7) Fundurinn leggur eindregið
til að ekki verði skipulögð byggð
svo nálægt Árbæjarsafni að þar
verði eki unnt að koma fyrir
landsbyggðarsafni í framtíðinni.
8) Fundurinn telur fyrirhug-
aðar byggingaframkvæmdir
fyrir norðan Stekkjabakka í
Breiðholti I brot á þeim loforð-
um, sem fólust í samþykktu
skipulagi fyrir hverfið, og sem
íbúar þess tóku góð og gild, er
þeir byggðu þar. Þá eru bygg-
ingaframkvæmdir norðan við
Stekkjabakka bein ögrun við
útivistarsvæðið í Elliðaárdal.