Morgunblaðið - 25.04.1981, Síða 35

Morgunblaðið - 25.04.1981, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981 35 Dr. Gunnar Thoroddsen ílytur erindi sitt á ráðstefnunni. Einnig eru á myndinni Pétur Raínsson fundarstjóri og Valdimar Bragason fundarritari. Ráðstefna SUS um kjördæmamál: Breytingar á kjördæma- skipan á þessu kjörtímabili - Fjölgun þingmanna er óhjákvæmileg sögðu fulltrúar stjórnmálaflokkanna í siðustu viku efndi Samband un^ra sjálfstaeðismanna til ráð- stefnu um kosninKafyrirkomulaK ok aðrar stjórnarskrárbreyt- inKar, ok var monnum úr ollum flokkum boðið til að kynna sjón- armið sinna flokka. Ráðstefnan skiptist i nokkra liði, ok hófst með setninKU Sverris Bernhöfts fyrsta varaformanns SUS en að þvi loknu flutti Dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra er- indi um stjórnarskrárbreytinKar. Kom það m.a. fram i máli Gunn- ars. að stjórnarskrárnefnd, sú sem hann er formaður fyrir, hafi nú starfað i tvö ár að heildarend- urskoðun á stjórnarskránni ok hafi fram að þessu skilað tveimur skýrslum til alþinKÍs, annarri um kjördæmamál en hinni um aðrar breytinKar á stjórnarskránni. SaKði Gunnar að þegar i upphafi hefði nefndin sett sér þau mark- mið með endurskoðun kjördæma- málanna. að i fyrsta laKÍ fenKju stjórnmálaflokkarnir þinKsati i samræmi við kjósendafjölda, i öðru laKÍ yrði komið á auknum jöfnuði á milli byKKðarlaKa ok i þriðja laKÍ yrði stefnt að auknu valfrelsi kjósenda. Það kom ennfremur fram i máli Gunnars að nefndin stefndi að þvi að skila heildartillöKum til AlþinKÍs fyrir lok þessa kjörtimabils. Næsti liður á dagskrá ráðstefn- unnar voru breytingar á kosn- ingafyrirkomulaginu, kjördæma- skipan og kosningareglum og höfðu þeir Matthías Á. Mathiesen alþingismaður og Jón Magnússon formaður SUS framsögu um það efni. Matthías lýsti m.a. þeim breytingum sem orðið hafa á kjördæmamálinu frá 1857 til 1959. Matthías gerði að umtalsefni þann mikla ójöfnuð sem nú ríkti í atkvæðavægi milli landshluta, og sagði að annaðhvort yrði að gjör- breyta núverandi kjördæma- skipan eða leiðrétta misvægið innan núverandi kerfis, og þá helst þannig að svipað hlutfall yrði á milli byggðarlaga og varð eftir breytinguna 1959. Matthías taldi líklegt, að seinni lausnin yrði valin, en trúlega yrði það ekki gert nema á þann hátt að fjölga þingmönnum. Að lokum sagði Matthías að það væri meginsjón- armið Sjálfstæðismanna að sams- konar reglur giltu um kosningu þingmanna hvarvetna á landinu. Jón Magnússon tók mjög í sama streng og sagði, að grundvallar- skilyrði lýðræðis væri að hver einstaklingur hefði sömu mögu- leika og sama rétt til að velja stjórnendur þjóðfélagsins. Sér- réttindi í þeim efnum væru frávik' frá Lýðræðishugmyndum. Jón nefndi mismunandi valkosti við því, að svipað hlutfall næðist á milli landshluta og fékkst með kjördæmabreytingunni 1959. Allir lögðu þeir áherslu á, að nokkra leiðir væru færar við tæknilega lausn málsins, en fyrsta skrefið væri að koma sér saman um grundvallaratriðin. Það kom einn- ig fram að liklega væri óhugsandi að finna pólitíska lausn án þess að fjölga þingmönnum. Þá var greinilegur áhugi hjá öllum fram- Á myndinni sést hluti ráðstefnugesta. lausn þessara mála, en lagði jafnframt áherslu á að núverandi misvægi krefðist breyttrar skip- unar. Jón taldi ennfremur að breytingarnar yrðu ekki gerðar nema innan ramma núverandi kerfis og þar af leiddi að fjölgun þingmanna væri óhjákvæmileg. Þriðji liður ráðstefnunnar fjall- aði um viðhorf annarra stjórn- málaflokka til breytinga á kosningafyrirkomulaginu en þar fluttu erindi Ólafur Ragnar Grímsson frá Alþýðubandalaginu, Vilmundur Gylfason frá Alþýðu- flokknum og Hákon Sigurgríms- son frá Framsóknarflokknum. í máli þeirra allra kom fram, að flokkarnir væru þegar búnir, eða væru í þann veginn að móta afstöðu til grundvallaratriða þessa máls, eins og að jafna atkvæðavægi milli landshluta, tryggja rétt þingmannahlutfall miðað við kjósendafjölda, hafa persónubundnara kjör. Þá kom fram eindreginn vilji ræðumanna til að leysa kjördæmamálið fyrir lok þessa kjörtímabils og vildu framsögumenn almennt stefna að Flokksstjóm Alþýðuflokks átelur yfírgang stórveldanna MORGUNBLAÐINU hefur borizt fréttatilkynnmg frá flokksstjórn Alþýðuflokksins þar sem segir meðal annars: Flokksstjórn Alþýðuflokksins lýs- ir miklum áhyggjum vegna sífellt aukinna afskipta risaveldanna, Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, af málefnum ’smáþjóða. Framkoma þeirra er ógnun við lýðræðið og heimsfriðinn, og hefur á síðustu misserum aukið þá hættu, sem af „köldu stríði" stafar. Flokksstjórnin fordæmir hernað- arlega íhlutun Sovétríkjanna í Afg- anistan. Nú, 16 mánuðum eftir innrás þeirra í landið, hefur sovésk- um hermönnum verið fjölgað þar. Flokksstjórnin vill einnig benda á þróun mála í Póllandi, þar sem frjáls verkalýðshreyfing reynir að efla lýðræði og auka mannréttindi. Stöðugar hótanir Sovétríkjanna og annarra kommúnistaríkja um af- skipti af innanlandsmálum Pól- verja, eru með öllu óþolandi. Bein afskipti Sovétríkjanna af málefnum þar í landi með hernaðaríhlutun, yrði ógnun við heimsfriðinn. Af svipuðum toga eru spunnin afskipti Bandaríkjamanna af átök- unum í E1 Salvador. Þar styður stjórn Bandaríkjanna ráðamenn hersins, sem reyna nú að berja niður frelsishreyfingu verkamanna og bænda. Flokksstjórnin gerir kröfu til þess, að Bandankjastjórn styðji þær tillögur, sem nú eru komnar fram um friðarviðræður stríðandi afla í E1 Salvador, og Alþjóðasamband jafuaðarmanna er reiðubúið að hafa milligöngu um. Sú krafa er gerð, að stöðvaðar verði þær ógnir og skelf- ing, sem er daglegt brauð saklauss fólks í E1 Salvador. Ábyrgð Banda- ríkjamanna í því máli er mikil. Flokksstjórn Alþýöuflokksins tel- ur, að allt friðartal risveldanna sé aðeins orðin tóm á meðan þau á þennan hátt hlutast til um málefni smáþjóða. sögumönnum að lækka kosninga- aldur í 18 ár. Fjórði liður á dagskrá ráðstefn- unnar voru stjórnarskrárbreyt- ingar og starfshættir Alþingis, en undir þeim lið töluðu þeir Birgir ísleifur Gunnarsson alþingismað- ur og Haraldur Blöndal lögmaður. Komu fram nokkuð skiptar skoð- anir hjá þeim Birgi og Haraldi og vildi Birgir t.a.m. lengja starfs- tíma Alþingis, en Haraldur stytta. Birgir vildi einnig takmarka þau tilvik sem leyfilegt er að setja bráðabirgðalög og hann taldi eðli- legt að þingrofsrétturinn yrði fluttur frá ríkisstjórn til Alþingis. Þá kom fram í máli Birgis að hann væri andvígur því að gera Alþingi að einni málstofu. í máli Haralds kom helst fram að hann vildi að Alþingi setti færri lög en nú tíðkaðist, en það myndi veita almenningi kost á meira sjálfræði í eigin málum. Þá taldi Haraldur eðlilegt að þjóð- höfðinginn hefði meira frumkvæði t.d. varðandi stjórnarmyndanir en nú er. Að loknum kvöldverði var ráð- stefnunni haldið áfram, með því að þátttakendum var skipt upp í starfshópa og eftir að álit þeirra hafði verið kynnt hófust almennar umræður. Komu þar fram skoðan- ir bæði dreifbýlis- og þéttbýlis, en almenn niðurstaða varð sú, að leiðrétta yrði það misvægi sem skapast hefði í vægi atkvæða frá 1959. Þá kom einnig fram áhugi á því að í stjórnarskrána yrðu sett mun strangari ákvæði en nú eru til t.d. varðandi vöxt ríkisgeirans og skattbyrði, á þá leið að binda stærð ríkisins við ákveðið hlutfall. Að umræðunum loknum var síðan ráðstefnunni slitið. Þeir skilja eðli málsins Melgerði 7 í Kópavogi er einbýlishús, sem lætur lítið yfir sér. Þroskahjálp keypti húsið fyrir rúmu ári og rekur þar gistiheimili fyrir börn og for- eldra þeirra utan af landi sem koma til borgarinnar vegna sér- fræðilegrar þjónustu við börnin — gegn daggjöldum, sem greidd eru af opinberum aðilum. Slíkt verkefpi var eitt af brautryðjandastörfum Foreldra- samtaka barna með sérþarfir er það félag tók á leigu húsnæði í Brautarholti 4 fyrir 7 árum og rak þar gistiheimili að miklum hluta með eigin framtaki. Þegar Foreldrasamtökin gerð- ust aðilar að Landssamtökunum Þroskahjálp varð rekstur gisti- heimilisins sameiginlegur og nýtur að hluta styrks frá ríkinu. Kvöld nokkurt í endaðan mars lagði ég leið mína að Melgerði 7. Stjórn hússins tók á móti mér þar sem hún vissi um komu mína. En í henni eru: Arnfríður Ingvarsdóttir, Baldur Jónasson og Þór Ástþórsson. Húsvörður er Jóhanna Jóhannesdóttir hjúkr- unarkona. Svo einkennilega vill til að þau eru öll úr Foreldra- samtökum barna með sérþarfir. Aðspurð töldu þau það tals- verðan létti að þau þekktust öll áður, kunnu vel að vinna saman og samræma sjónarmið sín í því sem best mætti fara hverju sinni. Húsið Melgerði 7 er á einni hæð. Stofan er mikil og rúmgóð, hátt til lofts og vítt til veggja. Eldhúsið er ekki stórt, en þægi- legt. Á innra gangi eru 3 svefn- herbergi og bað. Auk þess er geymsla. Bílskúr er tvöfaldur og unnið er að því að innrétta hann sem fundarsal. Stór garður er sunnan við húsið. Þar verður rúmgóður sólpallur og partur garðsins er ætlaður í leiksvæði handa börn- um, sem í húsinu dvelja. Strax sést að mikið er búið að vinna innan dyra til þess að gera húsið sem aögengilegast og vist- legast — þó hvergi nærri sé því verkilokið. Flest eru þau verk unnin af hússtjórninni og öðrum í Félags- samtökunum. Þó hússtjórnin vilji sem minnst um þá sjálfboðaliðsvinnu ræða, verður það Ijósara eftir því sem lengra er skyggnst að þarna er unnið mikið og fórnfúst starf af sérstakri samheldni og gleði. Allt húsið er talandi vott- ur þess. Húsbúnaður er látlaus og hlý- legur. Húsgögn eru í furðu miklu samræmi, þótt það upplýsist að þau eru víða að komin — sem sagt gjafir frá félagsfólkinu — vinum þess og velunnurum sem fundið hafa að þeir áttu aflögu heima til að bæta og prýða á þessu sérstæða fjölskylduheim- ili. Þarna voru ung hjón austan af fjörðum með son sinn 7 ára. Þau lýstu vel hve ótrúlegur léttir og öryggi væri í því við komuna suður, að fá húslykla í hendur frá henni Jóhönnu húsverði, geta síðan dvalið þarna eins og heima hjá sér meðan þau þyrftu að vera með barn sitt hjá sérfræð- ingi. Auk þess að hafa þarna öll heimilisþægindi væru strætis- vagnaferðir til Reykjavíkur mjög hagstæðar. Að það gætu verið tvær fjölskyldur í húsinu í einu töldu þau fremur kost. Fólkið kynntist, ræddi sameig- inleg áhugamál, drykki gjarnan saman kaffisopa á kvöldin, horfðu saman á sjónvarpið og fleira. Hússtjórnin áréttaði það að sá þáttur, að þarna væru tvær fjölskyldur í einu, hefði ekki valdið óþægindum. Fólk virtist fremur hafa gaman af nærveru hver annars. Það er viss lífsreynsla að dvelja kvöldstund með hópi af fólki sem hefur sannarlega axlað stórar byrðar í lífinu af kjarki og festu — horfir beint fram og á nóg af skilningi og vilja til hjálpar öðrum er við sömu aðstæður búa — og lætur þar ekki sitt eftir liggja. Ef í slíkum hópum er ekki að finna þann kjarna sem af vex betra líf til handa þeim, sem mætt hafa örlögum sem enginn vill mæta — þá finnst sá kjarni hvergi. Þessir hópar eru margir, en þeir eru hljóðir af því að þeir skilja eðli málsins og vinna samkvæmt því. Þeir sem tala af vanþekkingu — en löngun til að hjálpa, ásamt löngunarleysi til þess að kynnast og taka virkan þátt í bættum kjörum fyrir þá vanmáttugu í samfélaginu, ættu að gefa sér tíma til að leita á vit þessara hópa. Það hlýtur að kveikja í brjóstum þann sannleik að við eigum öll þessa veröld saman og við erum á sömu vegferð og verðum að haga okkur sam- kvæmt því. - J.J. Svo skulum viö til gleöinnar gá Umsjónarmaður Jenna Jensdóttir rithöfundur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.