Morgunblaðið - 25.04.1981, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981 3 7
Bragi Kristjónsson:
Spjall um sjón-
varp og útvarp
Um páskahelgina lauk að sinni
spurningaþætti Jónasar Jónasson-
ar, einhverju alvinsælasta efni
hljóðvarps.
Jónas stýrir þáttunum af hýr-
legri röggsemi, spurningarnar hjá
Haraldi Olafssyni eru sniðugar og
hinir tveir ungu menn, sem síðast
stóðu uppi, Baldur Símonarson og
Guðmundur Gunnarsson, sýndu og
sönnuðu, að fjöifræðihneigð er enn
rík meðal fólks.
Það er mikil gæfa fyrir ríkisút-
varpið að luma á manni eins og
Jónasi Jónassyni: þessari fjöl-
lyndu listamannssál, sem gengið
hefur marga stigu og látið sér fátt
óviðkomandi. Hann hefur verið
leikari, söngvari og leikstjóri.
Skrifað grínleiki og dramatísk
leikverk, viðtalsbækur og smásög-
ur. Er auk þess ljóðskáld og
lagasmiður. Jónas er vinsæll út-
varpsmaður. Það er hann sjálfsagt
ekki fyrir þau verk, sem hann
hefur mest í lagt. Og þó. Viðtöl
hans, einkum síðari árin, hafa
verið frábær — mörg hver. Röddin:
dimm og hlý. Od dramatísk alúð og
mannleg nærfærni Jónasar fram-
kalla oft þann tón, sem margir
leita, en fáir finna.
Þetta sannaði hann enn einu
sinni nú um helgina í viðtali við
Þóri dómkirkjuprest Stephensen.
Það er mikill vandi að vinna svo
spurningar fyrir langt viðtal að vel
fari og jafnan nauðsynlegt að geta
skotið inn óvæntum spurningum.
Enda hafa útvarpsmenn oft átt
heldur dapra vist í viðtölum við
prestastétt landsins: margir þeirra
svara spurningum líkt því þeir séu
að tala yfir moldum spyrils, ógn
tregakenndir og beita margir
hverjir hinni fjarrænu eintónun
raddarinnar, sem kennd var í
prestaskólanum fyrir síðustu alda-
mót. Þó ekki hans herradómur,
biskupinn, sem ætíð svarar með
reisn og sann fyrir sinn Herra, hér
meðal vor. Megi hans góða for-
dæmi og innsmeygni trúarhiti
smita sem flesta þjóna hans.
Jónas hóf samtal þeirra dóm-
kirkjuprests á spurningu um,
hvort Islendingar væru feimnir og
lokaðir. Og þótt svar prests væri
fremur þófið, varð þetta samtal
þeirra jafnaldra opið og einlægt;
prestur skýrði bakgrunn sinn og
áhugasvið, gerði væmnislaust
grein fyrir hinni kristilegu boðun
og þjónustu og vaxandi félagslegu
þjónustuhlutverki presta. Það var
líka óvenjulegt að heyra kirkjunn-
Jónas Jónasson
ar þjón fjalla af raunsæi um nánd
dauðans, það himinhrópandi
feimnismál kirkjunnar manna,
sem blessaður dauðinn er þeim og
öðrum sem bíöa hans í grennd. Og
þegar Jónas varpaði fram spurn-
ingu um, hvort bænir prests um
störf löggjafans í næsta húsi bæru
sýnilegan árangur, sýndi svar
prests, að Stephensensættin er
ekki dauð úr öllum æðum.
Það eru viðtöl eins og þetta, sem
lifa lengi með þeim sem hlýða.
Mannleg samskipti, þarsem tjöldin
eru dregin frá af virðulegri alvöru,
skoðanaskipti á jákvæðum jafn-
réttisgrundvelli.
xxx
Það mætti reyndar ætla af
páskadagskrá hljóðvarps, að
dagskrárstjórnin hafi verið í sér-
lega „kaþólsku" skapi, þegar hún
valdi efni til flutnings. Kannski
þessi ágæti atbeini sé kominn frá
hinum pólitísku sendlingum í út-
varpsráðinu?
Afbragðsgóðir þættir Gils Guð-
mundssonar um Jón biskup Ara-
son voru fluttir undir stjórn Gunn-
ars Eyjólfssonar. Sami Gunnar
annaðist einnig þáttinn Páskar að
morgni, hlutar úr klassískum tón-
verkum, sem hann keðjaði saman
af reisn og einlægum trúarhita og
var þetta hið prýðilegasta innlegg í
helgi hátíðarinnar og öllum til
sóma. Og Steingrímur Sigurðsson,
kaþólskur framúrstefnulistamaður
um áratugi, flutti myndrænar
stemmningar sama kvöld.
Auk þess var, einhverra hluta
vegna, Sigurjón prófessor Björns-
son fenginn til að flytja stuttan, en
æði dularfullan fyrirlestur um
efnið Maðurinn og trúin. Og var
það hið mesta vandaverk fyrir
ómenntað fólk að fylgja áttunum í
máli fræðarans.
xxx
Erfðaprinsar/prinsessur og
bómullarbörn eru nokkuð fjöl-
mennur þrýstihópur á löggjafar-
samkundu landsins. Nokkuð sama,
til hvaða flokks er litið. Oft eru
þetta þjóðnýtir menn, en sumir
með Messíasarkennd á erfiðu stigi.
Einn fyrrverandi erfðaprins úr
þessum þrýstihópi, Svavar Gests-
son. sat fyrir svörum um utanrík-
is- og öryggismál landsins í sjón-
varpi nýlega, andspænis þeim
Ólafi Jóhannessyni, Geir Hall-
grímssyni, Kjartani Jóhannssyni
og af einhverjum ástæðum Frið-
jóni Þórðarsyni. Þegar Magnús
Kjartansson varð ráðherra fyrir 10
árum og fór að flytja inn íslenzka
lækna frá Svíþjóð, var Svavar
auðkjörinn eftirmaður hans á
Þjóðviljanum, þá kornungur
sveinn. Að vísu reyndist hempa
forverans æði vel við vöxt fyrir
erfðaprinsinn, en síðan hefur hann
eflzt að burðum og fer möttullinn
nokkuð vel núorðið. Árin hafa liðið
í látlausu kífi, sveininum hefur
skilað vel áleiðis í mannvirðingum
og fyrir rúmu ári myndaði hann
ríkisstjórn fyrir Gunnar Thorodd-
sen.
Við myndun stjórnarinr\ar var
samið um ákveðnar pólitiskar af-
borganir til lykilaðiljanna. Og í vor
er komið að gjalddaga fyrir stjórn-
arþátttöku sósíalista: framhaldin
seta þeirra í stíflugerðarstjórninni
er komin undir því, að hagstæð
höndlun takist um öryggismál
landsins, svo hægt verði að friða
óstýriláta og bláeygða flokksmenn,
sem staðið hafa með öndina í
hálsinum alit tímabilið og eru nú
gersamlega komnir í spreng.
En framsóknarkallarnir í ríkis-
stjórninni, einu réttkölluðu
íhaldsmennirnir í landinu, hafa
bersýnilega gert sér grein fyrir
þeirri undarlegu staðreynd, að kok
bómullarbarna Alþýðubandalags-
ins eru jafnvíö í báðar áttir og
kyngigeta þeirra með ágætum. Það
verður því fróðlegt að sjá, hvernig
Ólafur Jóhannesson og liösmenn
hans leika það tafl til loka, sem nú
er rétt hafið.
Jakob V. Hafstein, lögfr. - Fiskiræktarmál 6:
Laxveiðieftirlitið í landinu
- Netaveiði við ströndina?
- Úthafsveiðin mikla
Lax- og silungsveiðilögin nr.
7fi frá 1970 hafa að geyma
yfirgripsmikil og merk ákvæði
um verndun íslenzka laxastofns-
ins, friðun hans og bann gegn
laxveiði i sjó.
Mörgum þeim, er gerst þekkja
framkvæmd þessara ákvæða lag-
anna, hefur oft þótt þar heldur
slælega á málum haldið af yfir-
völdum lax- og silungsveiðimál-
anna í landinu. Ekki skal þó
fjölyrt um það að sinni.
Langmerkustu ákvæði laganna í
framangreindum efnum er að
finna í 4. kafla þeirra og þá
sérstaklega í 1. málsgrein 14.
greinar, sem hljóðar — stutt og
laggott þannig:
„Eigi má veiða lax í sjó.“
Eftir því, sem bezt verður vitað,
á þetta stórmerka ákvæði íslenzku
lax- og silungsveiðilaganna enga
hliðstæðu í veiðilöggjöf nágranna-
þjóða okkar að austan — og
sunnan — Svíþjóðar, Noregs, Dan-
merkur, Færeyja, Skotlands,
Englands og írlands, né heldur að
vestan í Bandaríkjunum, Norður-
Ameríku eða Kanada. Það er um
leið vitað, að í löndum þessum
hefur sjóveiði á laxi verið stunduð
sem atvinnugrein frá fornu fari.
Er ekki úr vegi að ætla, að íslenzki
laxastofninn hafi af þessum
ástæðum goldið tilfinnanlegt af-
hroð.
Enginn efi er á því talinn
lengur, að sjóveiði á Altnatshafs-
laxinum hjá umræddum þjóðum
er talin hafa mjög skaðleg áhrif á
hinar margvíslegu og auknu fiski-
ræktarframkvæmdir á Atlants-
haflaxinum hjá umræddum þjóð-
um á norðanverðu Atlantshafi,
bæði að austan og vestan hin
síðari árin. Og merkir rithöfundar
og vísindamenn, sem rannsakað
hafa lifnaðarháttu og framgang
Atlantshafslaxins hafa bent á
'þann ótta, að þessi frábæri fiskur
sé ein þeirra dýrategunda, sem
hverfa muni af manna völdum, ef
ekki er duglega tekið í taumana.
Og sem betur fer virðist þróunin
nú stefna í rétta átt.
Rétt þykir, í framhaldi af fram-
ansögðu, að rifja upp og minna á
niðurstöður Alþjóða Hafrann-
sóknarstofnunarinnar á fundi
ráðsins, sem haldinn var í Kaup-
mannahöfn á síðastliðnu hausti,
en þar er eftirfarandi upplýsingar
að finna.
1. Að við Grænland muni árlega
veiðast á línu og í net um 68%
af laxi, sem klakist hefur út í
ám og vötnum eða ræktaður í
Bandaríkjunum, Kanada og ír-
landi — þar af eru 18% talin af
írlandsstofni.
2. Að þau önnur 32% af laxi, sem
árlega er veiddur við Græn-
land, sé að öllum líkindum
mestmegnis af norskum,
sænskum og íslenzkum stofni, í
þeirri röð að magni til, sem hér
er talin, án sérstakrar tilgrein-
ingar.
3. Að nú er vitað að Grænlending-
um hefur verið veitt leyfi til að
veiða á þessu ári 1250 smálestir
af laxi á úthafinu — þ.e. á
Norður-Atlantshafinu.
4. Að fyrir liggja upplýsingar um
það, að Færeyingar veiddu á
síðasta ári hvorki meira né
minna en rúm 690 tonn af laxi á
línu og í net í nágrenni eyjanna
og hyggjast tvöfalda þetta veið-
imagn á þessu ári — nánar
tiltekið að veiða á línu og í net
um 1400 smálestir af Atlants-
hafslaxi.
5. Að Norðmenn fullyrða að yfir
30% af þeim laxi, sem Færey-
ingar veiða þannig á úthafinu,
sé af norskum laxastofni en
40—60% séu af sænska, ís-
lenzka og skozka laxastofnin-
um.
Það virðist því ekki fara á milli
mála lengur, stutt af starfi og
rannsóknum vísindamanna á lifn-
aðarhætti, ferðum og framgangi
Atlantshafslaxins, að þessar
miklu úthafsveiðar hafa hinar
örlagarikustu afleiðingar fyrir
alla fiskiræktarframkvæmdir í
löndunum sem liggja að Atlants-
hafinu og framleiða Atlantshafs-
laxinn í ám sínum og vötnum og
klak- og eldisstöðvum.
En þrátt fyrir þessar staðreynd-
ir og niðurstöður hinna færustu
manna er því haldið fram af
fiskiræktaryfirvöldum okkar og í
ritgerðarsmíð íslenzks hagfræði-
stúdents við Gautaborgarháskóla,
gerðri á vegum Framkvæmda-
stofnunar Islands, að „hafbeit" á
laxi hér á landi — jafnvel að
óbreyttum úthafsveiðum — geti
orðið arðbærari atvinnugrein
heldur en sjóeldi Norðmanna á
laxi sé í dag — en þeim laxi sleppa
Norðmenn aldrei út á afrétt Atl-
antshafsins, þar sem laxinum er
mokað upp í net Færeyinga,
Grænlendinga og annarra þjóða
— heldur nýta hann einir heima
við strendur sínar. Og því er
haldið fram að jafnvel aðeins 3%
endurheimta í hafbeit geti skilað
slíkum og álíkum arði, bara ef
nógu miklu magni er sleppt og
sent út af afrétt Atlantshafsins.
Það er erfitt að trúa slikum
vísindum. Og hér er um mjög
alvarlegt mál að ræða. sem ör-
ugglega þarf endurskoðunar við.
En er þá ekki líka hollt, í
framhaldi af því, sem hér hefur
sagt verið að líta í eigin barm og
spyrja:
Erum við lslendingar sjálfir
saklausir í þessum efnum? Getur
það verið rétt, sem háværar sögu-
sagnir herma á hverju sumri, að
lax sé veiddur í sjó hér við land,
svo að segja í hverri vík, firði og
flóa og sumsstaðar jafnvel í sjón-
máli við lögreglu- og dómsvaldið í
landinu? Og ef þetta er rétt,
jafnvel aðeins fótur fyrir því, er
þá hið merka ákvæði í 1. máls-
grein 14. greinar lax- og silungs-
veiðilaganna nr. 76 frá 1970 nokk-
urs virði, sem hljóðar þannig, eins
og áður er að vikið:
„Eigi má veiða lax í sjó“
Og þá er komið að þeim þætti,
sem greinarstúfur þessi átti ekki
hvað sízt að fjalla um og gera að
umtalsefni:
Laxveiðieftirlitið í landinu
Lax- og silungsveiðilögin mæla
svo fyrir um í 89. og 90. grein
laganna, 13. kafla — að ráðherra
skipar eftirlitsmenn með veiði,
þar sem þurfa þykir.
Þessir eftirlitsmenn — lög-
reglumenn á sína vísu — geta haft
býsna mikið og víðtækt vald sam-
kvæmt lögunum, ef vel er um
hnútana búið af ráðherra. Þó
verður því tæpast neitað, að nokk-
ur hnökri er hér á mála- og
lagatilbúnaði, þar eð ólögfróðum
embættismanni er veittur
íhlutunarréttur um það, hvort og
hvar skuli skipa umrædda eftir-
litsmenn, þó að ráðherra sé að
sjálfsögðu ekki alfarið bundinn
slíkri íhlutun eða tiilögu.
Mönnum hefur hinsvegar alls
ekki dulist það á undanförnum
tugum ára, að þetta þýðingar-
mikla eftirlitsstarf og vald — sem
um leið er beint löggæzlustarf og
vald, hefur oftast nær verið næsta
bágborið.
Eftirlitsmennirnir með laxveið-
inni eiga ekki aðeins að hafa
eftirlit með framkvæmd 1. máls-
greinar 14. greinar lax- og silungs-
veiðilaganna — „Eigi má veiða lax
í sjó“ — Þar kemur miklu víðtæk-
ara starf til greina og má í því
sambandi benda á 15. grein lag-
anna um bann gegn veiði nálægt
árósum (1000 og 2000 metra mörk-
in), 16. gr. um bann gegn ádrætti í
ós o.fl., 17. gr. um frjálsa för fisks
eftir miðju vatni, 18. gr. um
veiðitíma í ám og vötnum, 19. gr.
um ádrátt í ám og vötnum —
takmörkun á netaveiðitíma í ám
— 22. gr. um veiði í klak, 23. gr.
um friðun lax frá 25. sept. til 20.
maí, 25. gr. um silungsveiðibann,
30. gr. um veiðistangafjölda í ám
og vötnum, 31. gr. um girðingar í
straumvötnum, 33. gr. um ádrátt-
arsvæði í straumvötnum, 34. gr.
um takmörkun veiðivélar við %
hluta ár og % hluta ósasvæðis —
um möskvastæðir á lax- og sil-
ungsnetum o.fl., 38. gr. um veiði-
tæki, sem nota má — auk ótal-
margra annarra ákvæða laganna,
sem fela mætti eftirlitsmönnum
að hafa auga með og veitir ekki af.
Hér er meðal annars komið inn
á mjög veigamikið atriði er snert-
ir þá miklu nauðsyn fyrir okkur
fslendinga að greina í löggjöf á
milli veiðilöggjafar annarsvegar
og fiskiræktarlöggjafar hinsveg-
ar eins og aðrar þjóðir hafa
löngu gert.
Af framansögðu mætti það aug-
ljóst vera öllum þeim, sem af alúð
og áhuga hugleiða þessi þýð-
ingarmiklu mál okkar íslendinga,
hve augljóst það virðist vera, að
taka hér vel í taumana, gjörbreyta
og styrkja laxveiðieftirlitið í land-
inu og á sem víðtækastan og
beztan hátt að efla og styrkja þá
starfsemi sem stefnir til stórauk-
innar fiskiræktar og sköpun nýs
atvinnuvegar í landinu.
Þess má svo að lokum geta, að
við síðustu samningsgerð við Fær-
eyinga, í sambandi við fiskveiðar
við strendur landsins, var mjög
mikið rætt um úthafsveiðar Fær-
eyinga á laxi í net og á línu.
Samþykktu þá Færeyingar að
íslendingar gætu hvenær sem
væri skipað eftirlitsmann með
laxveiðum Færeyinga á hafinu
umhverfis eyjarnar og víðar, ef
þurfa þætti. Ráðherra sá. sem fer
með mál þessi. getur því hvenaT
sem er — bæði samkvæmt þessu
samningsákvæði við Færeyinga
svo og einnig samkvæmt niður-
lagi 90. greinar lax og silungs-
veiðilaganna. hrundið umraxldu
eftirliti i framkva md.