Morgunblaðið - 25.04.1981, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 25.04.1981, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981 + Móöir mín, SVANHILDUR STEINÞÓRSDÓTTIR, Hjaröarhaga 26, Reykjavík, lést á Borgarspítalanum aö morgni 24. apríl. Hrefna Kristmannadóttir. t Móöir okkar, KRISTÍN FRIDSTEINSDÓTTIR, Bergstaöastræti 12a, andaöist 23. apríl. Ásta Einarsdóttir, Gísli Einarsson. + Eiginmaöur minn og faöir, ÞORSTEINN TÓMAS ÞÓRARINSSON vélfrasóingur, lézt í Nairobi, Kenya, 20. apríl. Þóra G. Einarsdóttir, Ingi Þorsteinsson. + ALISE H. PÁLSSON, Eskihlíö 16, lést 11. apríl sl. Jarðarförin hefur fariö fram. Páll Halldórsson. + Maöurinn minn, ÁRNI MAGNUSSON prentarí, Selfossi, andaöist 1*3 apríl. Eja Magnússon. + Gtför móöur okkar og tengdamóöur, RANNVEIGAR EGGERTSDÓTTTUR, Laugavegi 136, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn, 27. apríl, kl. 10.30. Klara Klssngsdóttir, Gunnar Klængsson, Jóna Sigurgeirsdóttir og aörir aöstandendur. + Móöir okkar, ÓLÍNA B. RASMUSSON, Þingholtsstræti 8, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 27. apríl kl. 3 e.h. Carl Rasmusson, Werner Rasmusson. + Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, SIGRÚN MAGNUSDÓTTIR, Heiövangi 16, Hafnarfirði, veröur jarösungin frá Garöaklrkju, Garðabæ, í dag, laugardaginn 25. apri'l, kl. 14.00. , _ Pétur Stefénsson, bðrn, tengdabörn og barnabðrn. + Innilegar þakkir til allra, sem á margvíslegan hátt heiöruðu minningu móöur minnar, RÓSU DAVÍOSDÓTTUR fré Kroppi. Kærar kveöjur, Valborg Gísladóttir Floderus. Guðbjörg Sigurðardótt- ir - Minningarorð Fædd 1. september 1892. Dáin 13. april 1981. Það fer ekki hjá því að þörf sé á að festa á blað eitthvað úr safni minninganna um þessa merku konu, ömmu mína. Á minningarn- ar um þau fimmtán ár sem við vorum mjög nánir samferðamenn ber ekki skugga. Æskustöðvarnar voru í Önund- arfirði og var hún dóttir Hall- bjargar Jónsdóttur og Sigurðar Guðmundssonar. Hún átti fimm systkini, Amelíu, Jónas, Sólveigu, Sigríði og Kristjönu Guðrúnu, amma var næst yngsta barn þeirra. Mjög ung missir hún móð- ur sína og erfiðir tímar fara í hönd. Sem unglingur kynnist hún harðæri miklu er hún í óvenju erfiðri vist þurfti að ferðast lang- an veg eftir nauðsynjum, berfætt um vetur. Verkin sem henni voru ætluð voru langt umfram getu og líkamsstyrk unglings. Vitneskjan um þetta er komin frá systkinum hennar og vinveittum samsveit- ungum, sem sendu börn sín með brauð í veg fyrir unglinginn svangan og þreyttan. Svo illa er hún á sig komin er fréttir berast til bróður hennar um ástandið að hún getur ekki gengið óstudd burt frá þessum þrautastað. Og víst er um það að ég og þeir sem voru samferða gömlu konunni nutu góðs af, því þessi erfiða reynsla hefur markað og þroskað allt hennar viðhorf til lífsins. Ríkjandi eiginleiki í hennar fari var samkennd og skilningur með þeim sem minna máttu sín. Oft slegið á gáska og leik barnsins að vilja herma eftir þeim sem eitt- hvað skar sig úr og var öðruvísi vegna fötlunar eða kynþáttar. A sinn virðulega hátt benti hún barninu á breiskleika mannanna og beitti oft dæmisögum og spak- mælum fyrir sig. Svo sem „F.kki eru allar ástir í andliti fólgnar". Hin ýmsu verðmæti grópast inn í huga barnsins. Á heimili þar sem alltaf þarf að spara verður birta jólanna áþreifanleg er öll hýbýli eru böðuð birtu rafmagnsljósanna á sjálfa jólanóttina. Um tvítugt flyst amma á ísa- fjörð og hefur átt þar heima síðan. Þau störf sem ungum konum stóðu til boða á þessum árum voru vist og fiskvinna. Hvorutveggja fékk amma að reyna og hafði stundum á orði að hráslagalegt hefði verið við að vaska fisk. 12. apríl 1923 giftist hún eftirlif- andi eiginmanni sínum Birni Jó- hannssyni. Alla sína ævi hefur afi stundað sjóinn, nema allra síðustu árin og því auðsætt að uppeldi barnanna kom mest á ömmu. Þau eignuðust sjö börn, Matthildi Sig- ríði, móður mína, Jóhann, Hall- björn, Torfa, Jónas, Björn og Kristján Friðrik. Fjögur börn tóku þau í fóstur, bræðurnir Jón og Jóhann bætast ungir í barna- hópinn. Nærri má geta að þröng hafi verið á þingi með fjörmikinn hópinn í einu herbergi. Síðan nokkuð mörgum árum seinna bæt- umst við systurnar Guðrún og ég við. Með seiglu lögðu þau grunn- inn að þroska allra sinna barna, hún með festu sinni ást og hlýju, hann með dugnaði sínum. Því fast var sóttur sjórinn og mikið unnið. Ljúf er minningin um mildar móðurhendur sem veittu huggun hvort sem var í smásorgum og hrufli æskunnar eða alvarlegri veikindum. Róin og kyrrðin sem fylgdu gömlu konunni alla tíð, sefaði allan ótta og veitti styrk sem endist enn. Við gluggann út að sjónum sat amma oft, kát og hress á góðviðr- isdögum að fylgjast með knatt- spyrnunni, kvíðin og kyrr, hljóðlát í biðinni eftir ástvinunum á sjón- um. Fyrst ástkærum eiginmanni síðan ungum sonum og fósturson- um. Mér rennur í grun að heitt hafi verið beðist fyrir þarna við þennan útsýnisglugga. Því við gluggann sat amma ef tvísýnt var veður þótt ekki væri von á fleyinu inn fjörðinn heldur bæri það annars staðar að. Allir náðu sjómennirnir hennar landi þótt mjótt hafi verið á mununum á stundum. Amma gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og annarra. Hún var ekki kröfuhörð á þessa heims gæði, en vildi vita af sínu fólki, að það myndi eftir henni og sýndi það með samskiptum, heimsóknum eða notaði símann. Þegar öll börnin voru uppkomin fluttust þau hjónin á Hjallaveg til Torfa sonar síns og Sigríðar Krókness. Af öllum öðrum í fjöl- skyldunni ólöstuðum er þeirra starf ómetanlegt. Þau hjónin og ekki síður börn þeirra, sem nú eru uppkomin, mátu meira að hafa afa og ömmu hjá sér en rýmra hús- næði. Samband þeirra Siggu og ömmu var óvenju gott, byggt upp á gagnkvæmri virðingu og trausti. Vissulega voru gömlu hjónin hlý og elsk að öllum sínum barnabörn- um og mörg þeirra sýndu það í verki með heimsóknum sem öldr- uðum eru svo mikils virði. Hugur minn er fullur þakklætis fyrir samveruna með þessum sóma- hjónum, og til þeirra fjölmörgu sem hafa veitt birtu og yl inn í þeirra tilveru. Eins mun vera með okkur mæðgurnar, aldrei fáum við fullþakkað þau verðmæti sem okkur systrunum veittust, þótt við ættum þyngd okkar í gulli. Niðjar eru nú komnir hátt á sjöunda tuginn. Það má því segja að fullmannað sé fleyið til sigling- ar inn á lognsléttan sæ ævikvölds- ins. Afi þarf nú meira á okkur öllum sínum börnum að halda en nokkru sinni fyrr. Góður Guð styrki þig, elsku afi minn, er þú nú kveður þinn ástvin eftir langa göngu saman hér í heimi. Guðbjörg Grétarsdóttir lags. Það er hið innra landnám, sem við eflum með höndum vor- um, geði, hug og tungu. Þegar rituð eru kveðjuorð er sá vandi oft mestur að draga mark- línu á milli þeirra orða og þess lofs, sem sannreyna má, og oflofs. Ekki veit ég hversu kært Filippusi var lofið, en oflof hefur hann fyrirlitið. — En sannreyna má með einföldum hætti, að rauði þráðurinn i lífi Filippusar var spunninn úr þeirri visku, sem lesa má úr niðurstöðu Sigurðar Nor- dal. Filippus Gunnlaugsson ræktaði þær eigindir, sem best hafa dugað íslenskri þjóð kynslóð eftir kyn- slóð. Hann bar ást til landsins, ástundaði málrækt, hann var traustur og trúr í hverju starfi, sem hann tók sér fyrir hendur, reglusemi og staðfesta og virðing fyrir raungóðum hefðum mótuðu líf hans. Sumir kunna að segja, að hann hafi í framgöngu sinni verið af „gamla skólanum" í jákvæðustu merkingu þeirra orða. Hann var góður sonur íslenskr- ar þjóðar, flutti fræðslu, þekkingu og reynslu frá kynslóð til kynslóð- ar, og mun í þeim verkum lifa áfram meðal okkar. — Hann hrópaði ekki á torgum, — hann var í hópi þeirra þúsunda, sem unnu verk sin í kyrrþey og lagði sitt af mörkum til að móta það þjóðfélag, er við öll njótum. Þegar Filippus var jarðsunginn sl. miðvikudag, síðasta dag vetrar, sungu fuglar vorsins við gröf hans. Upphaf og endir í veraldleg- um skilningi áttu stefnumót. Og upphafið hélt áfram að vera til, hin sífellda endurnýjun, hið lát- lausa ævintýri, sem hvorki á upphaf né endi í afstæðum tíma og rúmi, — aðeins mælt á stiku, sem maðurinn hefur gert til að draga upp eitthvert form, ein- hverja mynd af eigin lífi. Filippus Gunnlaugs- son - Minningarorö Fæddur 17. mai 1905. Dáinn 12. april 1981. Festum uhh í minni hvort ferd vorri skal stefnt kynnlód eftir kynHlód yfir krappan sjó tiraann: til landnáms hiö innra er lifi voru stofnt hondum vorum. «oói oic huK oif tunicu. (Hannes Pétunwon) Filippus Gunnlaugsson fæddist að Hrófbergi í Strandasýslu 17. maí 1905. Foreldrar hans voru Marta Guðrún Magnúsdóttir, (dóttir Magnúsar Einarssonar, prentara i Viðey og bónda á Halakoti í Hraungerðishreppi og konu hans Sesselju Filippusdóttur frá Bjóiu í Árnessýslu) og Gunn- laugur Magnússon, bóndi á Ósi í Strandasýslu (sonur Magnúsar Magnússonar bónda og hrepps- stjóra á Hrófbergi og konu hans Guðrúnar Guðmundsdóttur frá Þiðreksvöllum). Á árabilinu 1921 til 1923 var Filippus við nám í Núpsskóla í Dýrafirði og frá 1925 til 1927 við Samvinnuskólann í Reykjavík. Þaðan lauk hann námsprófi. Fram til ársins 1930 vann Filippus á búi föður síns, stundaði sjóróðra, vega- og símavinnu, en það ár fluttist hann til Reykjavíkur. — Þegar Viðtækjaverslun ríkisins var stofnuð í september 1930 hóf Filippus störf í skrifstofu hennar og vann þar óslitið í 37 ár, eða til áramóta 1967—1968. Um það leyti veiktist hann og var frá vinnu um þriggja ára skeið. Síðan starfaði hann hjá fyrirtæki Friðriks A. Jónssonar um nokkurn tíma, eða meðan heilsa leyfði. Síðustu ævi- árin átti hann við mikil og alvar- leg veikindi að striða, en sú saga verður ekki rakin hér. Þannig var lífshlaupið í grófum dráttum. En upptalning af þessu tagi segir enga sögu, nema kannski þá eina hve vel hann vann þeirri stofnun, er hann réðist til. Slík trúmennska er sjaldnast endurgoldin eða metin að verð- leikum. En þessi trúmennska, hið vandaða orð og æði var rauði þráðurinn í lífi Filippusar Gunn- laugssonar. Fáa menn hefi ég þekkt, sem betur féllu að þeirri skilgreiningu prófessors Sigurðar Nordal á skyldum okkar við sam- félagið, er hann gerði grein fyrir í erindinu „Batnandi manni er best að lifa“. Þar segir hann: „Við eigum að stefna að því, hver á okkar afmarkaða sviði, að bæta það þjóðfélag, sem við lifum í, — hlýða lögum þess eða reyna að fá þeim breytt til betri vegar, ef við unum þeim illa, — valda engum sársauka að þarflausu, en vera til þess búin að efla réttlæti, þar sem við finnum ólæknuð mein, — skilja við hvern þann reit, sem okkur hefur verið trúað fyrir, betur ræktaðan en við tókum við honum, hvort sem þessi reitur er lítil ábúðarjörð, einhver atvinnu- grein, embætti í ríkisins þjónustu, stjórnmálastarfsemi eða menn- ingarstarf og skapandi andleg vinna. Alls þessa þarf þjóðfélagið við, að vel sé unnið." Þessi skilgreining er einföld og hefur ávallt verið mér hugleikin. I fáum orðum er höfðað til hins góða, til þeirrar staðfestu, er skapar grundvöll siðaðs samfé-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.