Morgunblaðið - 25.04.1981, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981
39
Minning:
Eva Kristín
Magnúsdóttir
Eva Kristín Magnúsdóttir, hús-
móðir í Vanabyggð 13, andaðist
þann 15. apríl og verður jarðsett
frá Akureyrarkirkju í dag.
Eva fæddist í Reykjavík þann 5.
júní 1915, dóttir hjónanna Jófríð-
ar Guðmundsdóttur og Magnúsar
Gíslasonar. Hún var næstelst 5
barna þeirra hjóna. Magnús skáld
Gíslason var svo sem kunnugt er
djúpvitur hugsuður og eftir hann
liggja ljóð, sem enn eru á hvers
manns vörum og ennfremur
þekktir sálmar.
Jófríður, móðir Evu, lést er Eva
var barnung og nokkru eftir lát
móðurinnar kom hún að Kalm-
anstjörn í Höfnum til hjónanna
Steinunnar Oddsdóttur og Ólafs
Ketilssonar. Þar ólst hún upp sem
yngsta barn í allstórum systkina-
hópi. Hún ávann sér brátt hylli og
traust fósturforeldra og systkina
fyrir skýrleik og glaðværð og það
er ekki ofsagt, að náið samband
hélst á milli þessara aðila æ siðan.
Er unglingsárin voru að baki,
fór Eva til starfa og náms í
Reykjavík. Hún vann þar að heim-
ilisstörfum, en naut um leið
kennslu í starfsgreinum, er síðar
komu henni að haldi.
í Reykjavík kynntist Eva eftir-
lifandi eiginmanni sínum, Guð-
mundi Frímannssyni kennara.
Þau voru gefin saman í hjónaband
þann 15. júní 1940. Það fylgir
kennarastarfinu að skipta gjarnan
um verustað í samræmi við val
verkefna. Svo var um þau. Þau
hófu búskap í Gaulverjabænum,
síðan var Guðmundur um aillangt
skeið skólastjóri á Hjalteyri í
Eyjafirði og loks fluttu þau hjón
til Akureyrar, þar sem Guðmund-
ur starfaði áfram við kennslu, á
meðan heilsan leyfði.
Eva var þekkt myndar húsmóð-
ir, hún gladdist við gestakomur,
sem voru tíðar á heimili þeirra
hjóna, þar eð þau voru vinmörg og
yfir kynni fyrntist ógjarnan, þótt
flutt væri á milli landsfjórðunga.
Þegar Eva skrapp til Reykjavíkur,
gerði hún sér far um að heim-
sækja sem flesta af gömlu kunn-
ingjunum og skaust þá oft suður í
Hafnir til þess að rifja upp
minningar frá æsku- og unglings-
árunum.
Það var alltaf gaman að heim-
sækja Evu. Hún fylgdist vel með á
flestum sviðum þjóðmála. Eva var
trúrækin og hélt fast á skoðunum
sínum í þeim efnum sem öðrum.
Hún trúði á gildi drauma og
fyrirboða og hafði ánægju af því
að rökræða um merkingu þeirra.
2 börn þeirra Evu og Guðmund-
ar, Gréta og Frímann, eru bæði
uppkomin og búsett i nágrenninu.
Eva féll frá skyndilega og langt
um aldur fram. Missir ástvinanna
er mikill og sár, erfiðast er fyrir
heilsuveilan förunaut að takast á
við svo snögg umskipti eftir langa
og farsæla sambúð. Það er Guð-
mundi þó ómetanleg raunabót að
njóta ástúðar og umhyggju barna
sinna og fjölskyldna þeirra.
Ég vil fyrir hönd fóstursystkina
Evu og fjölskyldna þeirra, þakka
allar ánægjulegu samverustund-
irnar og votta ástvinum innilega
samúð okkar.
Oddur ólafsson
Hinn 15. apríl síðastliðinn and-
aðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri Eva K. Magnúsdóttir til
heimilis að Vanabyggð 13, Akur-
eyri. Dauðastríð Evu var ekki
langt. Fáeinum dögum áður var
hún stálhraust og undirbjó páska-
hátíðina af kappi. En daginn fyrir
pálmasunnudag varð hún fyrir
slysi, sem leiddi til þess, að hún
kvaddi þennan heim.
Fyrstu minningar mínar um
Evu eru frá sumrunum 1954 og
1955. Þá viðraði illa á Suðurlandi,
en afar vel nyrðra. Sumardvölin á
Hjalteyri varð eins og ævintýri
fyrir fölleit sunnlensk börn, sem
sáu lítið annað en rigningu, a.m.k.
sumarið 1955. Heimili þeirra Evu
og Guðmundar á Hjalteyri var
gestkvæmt, enda tekið á móti
öllum með hlýju og höfðingsbrag.
En ég man það vel, að þar var gott
að vera barn. Athafnaþrá bernsk-
unnar fékk óheft að njóta sín við
heyskap, dorg á bryggjum og alls
kyns leiki, en aldrei hafði maður á
tilfinningunni, að nokkuð væri
fyrir manni haft.
Eftir að þau Eva og Guðmundur
fluttu til Akureyrar, var áfram
náið samband á milli fjölskyldn-
anna að Reykjalundi og þeirra.
Það var notalegt að koma við á
Akureyri á ferðalögum. Ávallt var
manni fagnað af innileik og borin
veisluföng á borð, enda þótt oft
væri komið fyrirvaralaust um
hánótt. íslensk gestrisni var Evu í
blóð borin og heimili hennar bar
vott um metnað hennar og natni
sem húsmóður.
Eftir að ég og fjölskylda mín
fluttum til Akureyrar, var tíður
Þennan sama dag fyrir 45 árum
hófst eitt af þessum ævintýrum;
karl og kona tóku ákvörðun um að
stika lífsins völl hlið við hlið. Heit
voru bundin, hún Sigríður Gissur-
ardóttir frá Drangshlíð undir
Eyjafjöllum, hann Filippus Gunn-
laugsson. Líf hafði öðlast nýjan
tilgang, endurnýjun, tryggingu
alls lífs. Heitið varð 45 ára
samvistir, ást, vinátta, skilningur,
samstarf, — gleði, vonbrigði, erf-
iðleikar og sigrar. Þrjú börn. —
Súrt og sætt og þau tilbrigði, sem
fylgja samvistum um langt árabil.
Þau sátu ekki alltaf við rætur
regnbogans, fremur en aðrir.
Og þegar upp er staðið, drögum
við frá, leggjum saman og fáum
útkomu. Sú útkoma kann að verða
afstæð, eins og margt annað, og
hinn eiginlegi fasti púnktur verð-
ur aðeins einn: dauðinn. Lífs-
hlaupið er reiknisdæmið. — Út-
koma í dæmi Filippusar er verð
góðrar einkunnar.
Þessi útkoma varð til eftir 45
ára samstarf karls og konu, Fil-
ippusar og Sigríðar. — Hún hjúkr-
aði honum í röskan áratug, sýndi
ótrúlegt þrek og ósérhlífni. — En
slíkt skynjar enginn nema af
nánum kynnum. Og við spyrjum:
Af hverju, til hvers. Hví leggur
Guð svo mikið á suma? Enginn
svarar slíkri spurningu nema
svona rétt út í hött. Aðrir tímar og
heimar geyma svörin. Því treyst-
um við.
Kynni okkar Filippusar hófust
fyrir nær tveimur áratugum. Á
þau kynni féll aldrei nokkur
skuggi. Sú hlýja, sem ég bar í
brjósti til hans, var vakin af hans
eigin góðleik og umburðarlyndi.
Óverðugur naut ég mannelsku.
Undarleg kveðjuorð kann ein-
hver að hugsa. Þó aðeins vottur af
þakklæti til heilsteypts manns,
sem hvorki hrópaði á torgum né
bar tilfinningar sínar þangað.
Lesandi verður að taka viljann
fyrir verkið, jafnvel að hann verði
að skynja sitt eigið lífshlaup,
draga ályktanir og meta tilgang
og niðurstöðu. Hinni eilífu spurn-
ingu verður ekki svarað, nema
vísa til föðurs alls sem er. — Til
iandnáms hið innra er lífi voru
stefnt.
Góður drengur er farinn. Hans
er saknað, en brottförin var í eðli
sínu gleðiefni. Þjáningin var nán-
ast óbærileg. Af þeirri þjáningu,
af því lífi, hefur sprottið annað líf,
önnur líf.
Filippus Gunnlaugsson er met-
inn að verðleikum. „Lífið er hvorki
gaman né tregi, heldur alvarlegt
hlutverk, sem okkur hefur verið
trúað fyrir og við eigum að leysa
af hendi okkur til sóma.“ (Tocque-
ville.)
Filippus og Sigríður eignuðust
þrjú börn: Hauk, tannlækni,
Hrefnu, ritara og húsfreyju og
Hörð, lífeðlisfræðing. Barnabörn-
in eru fimm. Yfir krappan sjó
tímans hefur verðmætum verið
skilað frá kynslóð til kynslóðar —
Hann lifir. — ÁG
P.s. „Góðum manni getur ekkert
grandað, hvorki lífs né liðnum."
(Sókrates.)
I huga mér býr mynd af bros-
mildum manni sem talaði hlýleg
orð og lagði gott til málanna.
Hann var beinn í baki og ljós
yfirlitum og fasið mótaðist af
gæsku og festu. Öðlingur til orðs
og æðis.
Þessi mynd mun aldrei afmást
þeim sem þekktu Filippus Gunn-
laugsson. Ég var svo lánsöm að
búa tvö sumur með fjölskyldu
minni í kjallaranum hjá Filip og
Sigríði, en þetta er ekkert venju-
legur kjallari. Hið vandaða hús
þeirra hjóna var að miklu leyti
úthugsað af þeim sjálfum. Og úti í
bílskúr var rennibekkur og hefill
þar sem Filip vann að mörgu til
heimilisins. Stóru stofugluggarnir
snúa beint út í grænan, vel hirtan
garðinn þar sem vex grænmeti og
sumarblóm. Eitt sinn kom sonur
min þriggja ára með fullt fangið
af sumarblómum og ætlaði að
gleðja móður sína því hann hafði
tínt þau upp eins og hann sá
Sigríði tína grænmetið. Filip og
Sigríður sögðu að þetta væri allt í
lagi. Sumrin á Hagamel voru
hamingjurík. Afmælisveislurnar í
maí og nóvember og reisnin og
gestrisnin sem þeim fylgdi eru
ógleymanleg. Þau komu alltaf
brosandi til dyra. Þau voru alltaf
heima og heimilið með þeim ís-
lenska menningarbrag, sem nú er
að hverfa úr borgarlífinu. Þessi
heimili, þar sem alltaf er boðið
upp á kaffi og góðgæti, þar sem
setið er við borðið eða í stofunni
og hlutirnir ræddir, þar sem
taugaveiklun lífins fyrir utan nær
ekki inn. Slíkt var og er að koma á
Hagamel 29.
Guð blessi minningu þessa
mæta heimilisföður og manns.
Þóra Benediktsson
samgangur á milli okkar. Eva
sýndi okkur mikla umhyggju og
ræktarsemi, sem hefur verið
okkur mikils virði og við erum
þakklát fyrir. Drengirnir okkar
hafa misst bestu barnfóstruna,
'sem ætíð var reiðubúin að gæta
þeirra og tók á móti þeim með
sinn hlýja og breiða faðm. Við
eigum margar góðar minningar,
sem tengjast Evu, svo sem um 5
ára afmælisdag yngsta sonarins
15. mars sl., þá bauð hann hátíð-
lega tveimur gestum, Evu og
Agnari, dóttursyni hennar. Hitt
fólkið mátti koma með, sagði sá
litli. Þetta var ánægjulegur dagur,
mikið skrafað og hlegið, og sá
síðasti, er við vorum öll saman.
Viku áður en Eva slasaðist, vorum
við með henni við jarðarför. Við
ræddum um lífið og tilveruna og
bar okkur saman um sannleiks-
gildi málsháttanna „Enginn veit
hver annan grefur" og „Gott er að
lifa grandvaralaus".
Gengin er mannkostakona, sem
vann öll sín verk af mikilli snyrti-
mennsku og trúnaði. Okkur sem
nutum gjafa hennar og ástríkis,
þykir skarð fyrir skildi og vottum
eiginmanni og ástvinum hinnar
látnu samúð okkar.
Blessuð sé minning Evu K.
Magnúsdóttur.
Ólafur H. Oddsson,
Kristin Sigfúsdóttir.
t
Þökkum auðsýnda samúö viö andlát og útför systur okkar og
mágkonu,
BRYNDÍSAR ÞORSTEINSDÓTTUR.
Guðrún Þorsteinsdóttir, Haraldur Þorateinsaon,
Margrét Eyrich, Ásta Þorsteinsdóttir,
Steinunn Þorsteinsdóttir
og tengdasystkini.
t
Innilegar þakklr fyrir hlýhugog vináttu sem okkur var auösýnd viö
andlát og útför systur okkar og uppeldissystur,
GUÐRÍÐAR INGVARSDÓTTUR,
sem lézt 30. marz sl. Einnig þökkum viö starfsfólki og læknum á
deild 2A, Landakotsspítala, fyrir frábæra umönnun.
Guö blessi ykkur öll.
Hallbjörg Ingvarsdóttir,
/ Sigurbjörn Ingvarsson,
Margrét Þóröardóttir.
t
Af alhug þökkum viö öllum okkar góöu vínum og velunnurum fyrir
hlýjar kveöjur og ómetanlega hjálp vegna andláts og útfarar
móður okkar, tengdamóöur og ömmu,
ÁSLAUGAR I. ÁSGEIRSDÓTTUR,
Langagerði 2.
Fyrir hönd systkina hennar og fjölskyldna þeirra,
Hafdis Gísladóttir, Gísli Þór Gíslason,
Ingibjörg S. Gísladóttir, Sveinbjörn Óskarsson
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö fráfall og útför
HAROAR GUDMUNDSSONAR,
Freyvangi 14,
Hellu.
Sérstakar þakkir færum viö bifreiöarstjórum í Vörubílstjórafélag-
inu Fylki.
Sigríöur Stefánsdóttir,
Ása Guömundsdóttir og fjölskylda,
Gyöa Guömundsdóttir og fjölskylda.
t
Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns
míns, fööur og tengdafööur,
GUDBJÖRNS JAKOBSSONAR
bónda,
Lindarhvoli, Þverárhlíö.
Cecilia Helgason
Jón G. Guöbjörnsson, Guörún Á. Þorsteinsdóttir,
Sigurbjörg G. Jóhannesdóttir, Þröstur Leifsson,
Óskar Guöbjörnsson, Kristín Ólafsdóttir.
Fjóla Guöbjörnsdóttir,
Hulda Guöbjörnsdóttir.
t
Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför móöur
okkar. tengdamóöur, ömmu og langömmu,
GUDRÚNARJÓNSDÓTTUR
frá Akranesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks og lækna aö Sólvangi, Hafnarfiröi.
Gisli Jónsson,
Maríus Arthursson,
Eyjólfur Arthursson,
Jóna Arthursson,
Geröa Arthursd. Cougan,
Fanney Arthursdóttir,
ísabella Baldursdóttir,
Þórdís Sólmundardóttir,
Svava Þorsteinsdóttir,
Gunnar Guölaugsson,
Harry Cougan,
Ölafur Grímsson
barnabörn og barnabarnabörn.