Morgunblaðið - 25.04.1981, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981
41
félk í
fréttum
Apríl í París
+ Á morgun, sunnudag, ganga Frakkar að kjörborðinu og kjósa þjóðhöfðingja franska lýðveldisins.
— Þessi mynd er tekin við fraegustu breiðgötu heims, Champs Elysees, í París, fyrir nokkrum
dögum. Unga stúlkan, sem er á leið til vinnu sinnar virðir fyrir sér kosningaspjöld við breiðgötuna
miklu, til stuðnings við núverandi forseta Frakklands, Giscard d’Estaing, sem nú ætlar að reyna að
ná endurkjöri. — Það er fyrri umferð forsetakosninganna, sem fram fer á morgun, en síðari
umferðin fer fram 10. maí næstkomandi.
+ Það mun æði sjaldgæft að
konur sjáist við hin grænu borð
á knattborðsstofum. Elstu
menn eru t.d. sagðir ekki minn-
ast þess að hafa séð mynd af
drottningu leikandi billjard! —
En hér er það engin önnur en
Elizabeth drottningarmóðir af
Bretlandi, sem er við knattborð
með kjuðann og býr sig undir
að skjóta. Myndin er tekin af
henni í félagsheimili breskra
blaðamanna. Hún var gestur
þeirra fyrir nokkru í tilefni af
áttræðisafmæli sínu.
Erfitt um að segja í þvílíku veðri. Ég held
’ann hafi snúið til baka!
Mega „afhjúpa “ sig
+ Andleg yfirvöld í íslamska rík-
inu Saudi-Arabíu hafa komist að
þeirri niðurstöðu að, giftingar-
venjur þar í landi séu í andstöðu
við trúarrit þeirra, Kóraninn. Eins
og menn vafalaust vita er það hefð
að andlit brúðarinnar sé sveipað
slöri þannig að brúðguminn fær
ekki að sjá framan í verðandi konu
sína fyrr en að athöfninni lokinni.
Hópur lærðra kennimanna hefur
nú látið þau boð út ganga, að
verðandi brúður megi bókstaflega
„afhjúpa" sig strax að lokinni
trúlofun. Gamla hefðin hefur
skapað nokkur vandamál. Algengt
hefur verið að brúðguminn sendi
móður sína eða systur til þess að
líta á brúðina og þannig aflað sér
upplýsinga. í slíkum heimsóknum
var það hefð að móðir brúðgumans
tæki með sér hnetur og krefðist
þess að verðandi brúður bryti þær
með tönnunum til þess að komast
að styrkleika tannanna og eins
hvort þær séu örugglega ekki
gervitennur! Aumingja brúðurin
mátti einnig eiga von á svipaðri
tilraun með hár sitt. Gjarnan reif
þá verðandi tengdamóðir hennar í
það til að reyna styrkleika þess og
uppruna! Breytingar þessar hafa
hlotið mismunandi viðtökur. Ungt
fólk er þeim mjög hlynnt en hinir
eldri óttast að aldagömul hefð, og
þar með hluti af menningunni,
leggist af og glatist.
Lofttjakkur
Notar útblástur vélarinnar til aö lyfta bifreiðinni við flest
skilyrði t.d. í snjó, leðju eða sandi. Hentar vel ef þarf að
færa bifreiðina til ef hún hefur lent utan vega. Lyftikraftur
2 tonn. Lyftihraði ca. 30—50 sek. í hægagangi.
Verð kr. 948,00.
Sehdum í póstkröfu um land allt, upplýsingar í símum
92-1190 og 1520.
Heilsugæslustöð
á Fáskrúðsfirði
Heildartilboð óskast í innanhússfrágang á Heilsu-
gæslustöö á Fáskrúösfiröi.
Innifalið í verkinu er t.d. múrhúöun, pípulagnir,
raflagnir, dúkalögn, málun, innréttingasmíöi, auk
lóöarlögunar.
Verkinu skal aö fullu lokiö 1. júlí 1982.
Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Borgar-
túni 7, Reykjavík gegn 1.000.- kr. skilatryggingu.
Tilboö verða opnuö á sama staö þriðjudaginn 12.
maí 1981 kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
MORGUNBLAÐIÐMORG
MORGUNBLAÐIÐMOR
MORGUfý^LAÐIÐMQ5’
MORGU7
MORGl/ýí
//"
Blað-
buróar-
fólk
óskast
Austurbær
Freyjugata frá 28—49
ÐtÐMORGUNBLAÐiU
^QMORGUNBLAÐIÐ
9GUNBLAÐIÐ
LNBLAÐIO
5LAÐIÐ
IBLAÐIÐ
'ALAÐIO
^AÐIÐ
\AO\D
3\ÐIÐ
3ÐIÐ
SBLAÐIÐ
^Í-AOIÐ
IkDID
MORGUNBLAOío
MORGUNBLAÐIOMb
Hringið í síma
35408
*
ÍNBLAÐIÐMC
oumOIO
tBLAÐID
^LAÐIO
ftBLAÐIÐ
/ONBLAÐIÐ
/iUNBLAÐIÐ
feUNBLAOIÐ
IGUNBLAÐIÐ