Morgunblaðið - 25.04.1981, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981
Glæsilegur árangur körfuknattleikslandsliðsinsí Sviss
- Einar Matthíasson skrifar hugleiðingu um keppnina, aðbúnað o.fl.
Á fimmtudaK í sl. viku, skírdan. lauk i borjfinni Sion i Sviss keppni i
C-hluta Evrópukeppninnar i körfuknattleik. Þar kepptu fimm þjóðir
um réttinn til þess að ieika i B-keppninni sem fram fer i Izmir i
Tyrklandi i næsta mánuði. Þau lönd sem léku voru auk íslands: Alsír,
PortÚKal, Skotland ok heimamenn Svisslendingar. LuxemborK átti
sæti i þessari keppni einnÍK, en af ókunnum ástæóum mættu þeir ekki
til leiks. Sá sem þetta ritar átti þess kost að fylxjast með keppninni i
Sviss að nokkru leyti or verður hér á eftir sa»t frá þvi sem fyrir auKU
bar, og farið nokkrum orðum um undirbúning og árangur islenska
liðsins.
Leist ekki á blikuna
Eins o(í áður var sagt fór
keppnin fram í borj;inni Sion, sem
er lítil borK við rætur svissnesku
alpanna, um tveKKja tíma akstur í
austur frá Genf. Keppt var í nýju
KlæsileKu íþróttahúsi Sion-há-
skóla þar sem um eitt þúsund
áhorfendur gátu fylgst með leikj-
unum tíu. Aðhúnaður keppenda
var að söiín misjafn og leizt
íslenska hópnum ekki á blikuna
þeuar þeim var vísað inn á hótel
Elite þar sem þeim var ætluð
KÍstinK o(í fæði. En þegar á reyndi
var atlæti starfsfólksins o« ei(?-
anda hótelsins slíkt að það meira
en vó upp skort á þægindum á
hótelinu. Allt var (jert til þess að
hópnum liði eins vel <>k nokkur
kostur var, o(j huuurinn svo mikill
með íslenzka liðinu að þegar
hrinKt var að heiman til þess að
afla frétta af einum sigurleik
ÍslendinKa svaraði hótelstýran að
allir væru farnir að sofa ok ekki
mætti vekja neinn. Þá var spurt
um úrslit leiksins og svaraði hún
þá: „We won“, við unnum. Hverjir
eru þessir við? Nú auðvitað ísland.
— I heild verður að telja að
aðbúnaður hafi verið gður, nýtt og
glæsilegt íþróttahús til keppninn-
ar, og annar aðbúnaður fullnægj-
andi vegna frábærrar frammi-
stöðu hinnar síungu og geysivin-
sælu Bertnu, eiganda Elite hótels-
ins.
Mikil vinna
hefur skilað sér
Islenzka landsliðið var mjög vel
undir þessa keppni búið. Æfingar
höfðu staðið í samfellt sex vikur
fyrir keppnina og á þeim tíma
leiknir sjö vináttulandsleikir auk
stöðugra tækni- og úthaldsæfinga.
En undirbúningur hófst í raun
fyrir tæpum tveimur árum þegar
Einar Bollason var ráðinn lands-
liðsþjálfari og stefnan sett á
þátttöku í þessari Evrópukeppni.
Stór hópur beztu leikmanna okkar
hefur síðan tekið þátt í viðamikilli
æfingaáætlun og lagt á sig óhemju
erfiði, fjöldi landsleikja við ýmsar
þjóðir hefur jafnframt þjónað sem
liður í undirbúningi fyrir þetta
mót. Arangur þessarar miklu
vinnu hefur greinilega skiiað sér í
vetur, og nægir að nefna sigra
liðsins gegn Frökkum, Finnum,
Walesbúum og Norðmönnum og
mjög góða frammistöðu í hníf-
jöfnum leikjum við Finna og
Belgíumenn. Þegar hinum form-
lega undirbúningi lauk hinn 10.
apríl eftir landsleik og æfingar í
Belgíu var ljóst að íslenska liðið
var í mjög góðri líkamlegri þjálf-
un, það gat sigrað sterk iandslið í
vináttuleikjum, það hafði á að
skipa yfirburðamiðherja og sam-
heldni og leikgleði voru ríkjandi í
hópnum. En hversu myndu þessi
atriði duga þegar út í alvöru
harðrar Evrópukeppni væri komið
þar sem hvert stig gæti skipt
sköpum og ráðið úrslitum um
endanlega röð í riðlinum?
Reynsla handknattleiksmanna
frá B-keppninni var, mönnum
ofarlega í huga; þátttaka í vin-
áttuleikjum var annað en hin
grimma barátta um efstu sæti í
stórmótum.
Um styrkleika andstæðinganna
var e.t.v. ekki nóg vitað. Skotar
höfðu sigrað í þessari keppni tvö
skiptin á undan. Portúgalir voru
léttir andstæðingar þegar þeir
komu i keppnisferð til Islands
fyrir nokkrum árum, en lítið til
þeirra frétzt síðan. Luxemborg
átti að vera viðráðanlegur and-
stæðingur. Alsírbúar voru álitnir
fremur slakir, og Svisslendingar
taldir vera sterkir. Þetta álit
manna kom heim og saman við
skoðanir Svisslendinga sjálfra,
sem töldu sig hafa alla möguleika
á sigri í mótinu og Skotar yrði
þeirra erfiðustu andstæðingar.
Nákvæmar fréttir af getu liðanna
voru hinsvegar ekki tiltækar, það-
an af síður myndir frá leikjum
þeirra.
Þeir sem raunsæjastir töldust
vera spámenn fyrir keppnina álitu
að ísland ætti að ná 3. sæti, en
með toppleikjum við Skota og
Svisslendinga væri möguleiki á
sigri í mótinu. En hvernig fór svo?
Gangur keppninnar
Þegar til Sviss var komið kom í
Ijós að Luxemborg hafði dregið sig
út úr keppninni og upphafleg
niðurröðun leikja var þar með úr
gildi fallin. Fyrsti leikur tslands
var skv. nýrri niðurröðun á móti
Skotum, sem sagt eldraun í fyrsta
leik. Daginn eftir voru Portúgalir
á dagskrá, og með því að þeir sátu
yfir fyrsta daginn myndi ekki vera
kostur á að sjá þá leika, þeir aftur
á móti gátu stúderað leik íslands
við Skota. Þetta átti eftir að verða
afdrifaríkt og e.t.v. ráða úrslitum
á mótinu. Þriðju í röðinni voru
Alsírmenn og síðasti leikurinn, sá
fjórði á jafnmörgum dögum, átti
að vera gegn Sviss.
Skotar reyndust harðir í horn
að taka eins og við hafði verið
búist. Fyrri hálfleikur var geysi-
spennandi, hnífjafn og hart leik-
inn á báða bóga. Taugar íslenzku
leikmannanna voru greinilega
þandar til hins ýtrasta og mikil-
vægi leiksins var næstum skrifað í
andlistdrætti manna. Staðan í
leikhléi var 37—36 fyrir ísland,
myndu taugarnar halda í síðari
hálfleik? Myndi úthaldið duga í
sömu grimmdarvörnina út allan
leikinn? í síðari hálfleik komu
sömu íslenzku leikmennirnir inn á
völlinn, í sömu búningunum — en
þetta var allt annað lið, tauga-
veiklunin var horfin, sóknarleik-
urinn gekk upp, varnarleikurinn
var áfram frábær og Skotar áttu
ekki möguleika. Munurinn komst í
átján stig mest, og lokatölur urðu
82—69, öruggur og verðskuldaður
íslenzkur sigur. Liðið sýndi þarna
mjög góðan leik, góða vörn, yfir-
vegaða sókn og yfirspiluðu það lið
sem talið var erfiðasti andstæð-
ingurinn. Glæsileg byrjun.
I síðari leiknum þetta pálma-
sunnudagskvöld sigraði Sviss Als-
ír með yfirburðum, en ljóst var þó
að hinir eldsnöggu og skotvissu
Alsírbúar gætu reynst erfiðir and-
stæðingar.
Mánudagskvöldið 13. april
klukkan 20.30 var flautað til leiks
í viðureign Islands og Portúgals.
Fljótt kom í ljós að Portúgalir
yrðu ekki auðsigraðir, lið þeirra
var mjög sterkt, vel leikandi með
margar góðar skyttur og höfðu
framfarir þeirra orðið ótrúlega
miklar frá því þessi lönd léku
saman síðast. Snemma komst
burðarás íslenzka liðsins, Pétur
Guðmundsson, í villuvandræði.
Portúgalir höfðu greinilega rann-
sakað vel leik Islands við Skota og
beittu ákveðinni varnaraðferð sem
miðaði að því að þrengja að Pétri
og reyna að fiska á hann villur,
með látbragðsleik ef ekki vildi
betur. Þessi herkænska bar góðan
árangur og varð að taka Pétur
útaf í fyrri hálfleik til þess að
spara síðustu tvær villurnar þar
til síðar í leiknum. Þrátt fyrir
þessi áföll tókst íslendingum að
ná yfirhöndinni fyrir hlé og var þá
staðan 44—38. í síðari hálfleik var
leikurinn í járnum og hart barist
á báða bóga, bezti maður Portú-
gala, Santos, varð að víkja af velli
með fimm villur þegar nokkrar
mínútur voru til ieiksloka og
virtist þá nokkur möguleiki á að
merja sigur. Þegar innan við ein
mínúta var til leiksloka hafði
Island tveggjastiga forystu og var
í sókn. Ef sú sókn hefði nýzt til
hins ýtrasta, boltanum haldið eins
og mögulegt var og reynt að skapa
færi fyrir Pétur nálægt körfunni
er ekki ólíklegt að sigurinn hefði
lent réttu megin. En því miður,
skot var reynt á röngu augnabliki
og Portúgalir komnir í sókn á
augabragði og skora. íslendingar
hefja sókn en tekst ekki að skora,
Portúgalir í sókn og Pétur fórnar
sinni fimmtu villu þegar hann
reynir að stöðva skot undir körf-
unni. Þrjú skot til þess að gera tvö
stig fyrir Portúgal, Portúgalinn
bregst ekki og staðan allt í einu
orðin 84—82 fyrir Portúgal.
Nokkrar sekúndur til leiksloka,
Jón Sigurðsson rekur knöttinn
upp völlinn, út á kant, upp að
endalínu, brýst uppað körfunni og
skorar af miklu harðfylgi, flautan
gellur um leið og staðan jöfn
84—84. Þrátt fyrir hetjulega bar-
áttu í framlcngingunni tókst
Péturslausum íslendingum ekki
að knýja fram sigur og urðu að
sætta sig við þriggja stiga ósigur,
91—94. Geysihörðum leik var
lokið, íslenzka liðið gekk vonsvikið
af velli; Jónas orðið fyrir meiðsl-
um; sannkallaður blóðtökuleikur. í
hugann flaug hugsun, er þetta
vendipunkturinn? Brotnar liðið af
mótlætinu?
í leiknum við Alsír á þriðju-
dagskvöldinu sátu þreyta og von-
brigði greinilega í íslenska liðinu.
Ekki bætti úr skák að í fyrri leik
kvöldsins hafði Portúgal unnið
Sviss örugglega þannig að vonir
Islands um sigur í mótinu voru
orðnar harla litlar. En í erfiðum
leik gegn eldhressu Alsírliði, sem
var í sigurham eftir að hafa sigrað
Skota kvöldið áður, tókst íslenzka
liðinu að sigra með tveimur stig-
um, 72—70. Sigur þessi var afar
þýðingarmikill og prófsteinn á
móralskan styrk liðsins.
Síðasti leikur íslands í mótinu
var gegn Svisslendingum.
Skemmst er frá því að segja að
íslenzka liðið sýndi stórleik bæði í
sókn og vörn. Sérstaklega var
upphaf síðari hálfleiks glæsilegt
þegar stöðunni var snúið úr fimm
stigum undir í fimm stig yfir á
nokkrum mínútum. í leiknum
sýndi liðið allar sínar beztu hliðar
og yfirspilaði algjörlega heima-
menn sem sýndu einnig mjög
góðan leik, dyggilega studdir af
fullu húsi áhorfenda.
I fyrri leik kvöldsins sigraði
Portúgal Skotland örugglega og
tryggði sér þar með sigur í
riðlinum.
Síðustu leikir mótsins voru
leiknir á skírdag, þá mörðu Sviss-
lendingar sigur gegn Skotum í
framlengdum leik, og Portúgalir
fullkomnuðu sigur sinn í riðlinum
með því að gjörsigra Alsír. Loka-
staðan í mótinu varð:
1. Portúgal, 8 stig i 4 leikjum.
2. ísland, 6 stig i 4 leikjum.
3. Sviss, 4 stig i 4 leikjum.
4. Alsír, 2 stig i 4 leikjum.
5. Skotland, 0 stig i 4 leikjum.
Sterkasta lands-
lið okkar í körfu
Árangur íslenzka liðsins í þess-
ari keppni í Sviss verður að teljast
mjög glæsilegur, þrír sigrar og
eitt naumt tap fyrir sigurliði
keppninnar talar þar skýru máli.
Að mati undirritaðs átti ísland
bezta lið mótsins og með örlítilli
heppni hefði náðst sigur gegn
Portúgal. Einnig má telja líklegt
að það hefði skipt sköpum ef
tækifæri hefði gefist til þess að
sjá Portúgalina leika áður en
ísland mætti þeim. En hefði sigur
náðst gegn Portúgal koma líka
önnur atriði til álita. Hefðu Portú-
galir sigrað Sviss ef þeir hefðu
ekki verið í ham eftir sigurinn yfir
íslandi? Hefði Sviss sigrað Portú-
gal og leikur íslands og Sviss hefði
verið hreinn úrslitaleikur, myndu
taugar okkar manna hafa þolað þá
pressu fyrir fullu húsi áhorfenda
sem allir (nema 10) voru á bandi
andstæðinganna? Engri af þessum
spurningum er hægt að svara,
þeim er einungis varpað fram til
þess að slá á þá tilhneigingu að
sagt sé, bara ef við hefðu unnið
Portúgal þá hefðum við unnið
mótið. Svo einfalt er málið ekki í
flókinni sálfræði keppnisíþrótta.
Svissnesk blöð skrifuðu mikið
um keppnina og töldu að Island
hefði mun meiri möguleika í
framhaldskeppni, B-keppninni í
Tyrklandi, heldur en Portúgal.
íslenska liðið væri heilsteypt, með
geysisterkan miðherja og mjög
snjalla leikmenn sem léku glæsi-
legan körfuknattleik. Jafnframt
var haft orð á því að íslenzka liðið
væri ungt að árum og framtíðin
blasti við þessum geðþekku leik-
mönnum úr norðrinu, sem unnu
sér álit og virðingu áhorfenda.
Islenzka landsliðið sem lék í
Sviss er án nokkurs efa sterkasta
körfuknattleikslandslið sem við
höfum teflt fram. Koma þar nokk-
ur atriði til; betri undirbúningur
en nokkru sinni fyrr, sterkari og
samhæfðari varnarleikur en áður
hefur náðst hjá landsliði okkar og
síðast en ekki sízt Pétur Guð-
mundsson. Að öðrum leikmönnum
ólöstuðum er Pétur tvímælalaust
burðarás íslenska landsliðsins, án
hans þyrftum við tæpast að vænta
stórafreka af landsliði okkar. Eins
og áður hefur verið getið var
Pétur kjörinn maður mótsins í
atkvæðagreiðslu fréttamanna í
mótslok, segir það kannske betur
en mörg lýsingarorð hversu sterk-
ur leikmaður hann er orðinn.
Fleira mætti vafalaust nefna
sem á þátt í þeim styrk sem liðið
hefur sýnt að undanförnu, s.s.
góður hópandi, góð tök þjálfarans
á liðinu o.s.frv., en þau þrjú atriði
sem áður var getið verða að teljast
grundvöllurinn undir velgengni
liðsins. Ef tína ætti til veiku
hliðar liðsins, þá má benda á að
svæðisvörn ætti að vera til sem
taktískt varavopn, einnig væri
æskilegt að liðið hitti betur utan
af velli, það losar um miðjuna og
skapar enn meiri færi fyrir mið-
herjann.
Lokaorð
Með árangri landsliðsins í Sviss
er e.t.v. ekki brotið blað í sögu
körfuknattleiksins á Islandi, en
frammistaðan þar sýnir að með
markvissum undirbúningi og
þjálfun er hægt að skapa sterkt
landslið, sem att getur kappi við
landslið stórþjóða með boðlegum
árangri, og stundum glæsilegum.
Ef alíir þeir hæfileikar, sem aug-
ljóslega búa í hinum stóra hópi
ungra körfuknattleiksmanna í
yngri flokkum og á þröskuldi
meistaraflokks, koma til skila í
landsliðshópum framtíðarinnar er
víst að geta landsliðsins nú er
einungis forsmekkurinn að því
sem komið getur ef vel er á haldið.
Til þess að svo megi verða þarf
æðsta stjórn körfuknattleiks-
íþróttarinnar að móta stefnu sem
jöfnum höndum heldur uppi öfl-
ugri starfsemi fyrir landsliðið og
hlúir að þeim ungu drengjum og
mönnum sem skipa munu landslið
komandi ára. í því tilliti er vert að
velta fyrir sér hvort allir þeir
óhemjufjármunir sem farið hafa í
greiðslur og kostnað vegna er-
lendra leikmanna og þjálfara hafa
skilað því sem upphaflega var til
ætlast. Væri þeim fjármunum
betur varið á annan hátt?
Einar Matthíasson
Drengjahlaup
Ármanns
DRENGJAHLAUP Ármanns fer
fram i Laugardalnum á morgun
og hefst það klukkan 14.00.
Keppendur mæti við aðalleik-
vanginn.