Morgunblaðið - 26.04.1981, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.04.1981, Qupperneq 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. APRIL 1981 leikhúsinu. Nú, ég var þá byrjað- ur að sýna á skemmtistöðum. t>ær drógu mig þá með sér í Þjóðleikhúsið og upp frá því byrjaði ég að sýna á sviði". IIoí lært að hlakka aldrci til Ég leit upp frá skrifblokkinni og vissi ekki hvort ég ætti að halda áfram. Skildi það vera sárt fyrir hann að rifja upp sitt fyrra frelsi, þegar líkaminn hlýddi honum og hann gat farið og gert hvað sem hann vildi? Mér leið svipað og ég væri að sýna innlæstum fanga myndir af Bláströndinni. En Haraldur naut þess að minnast liðinna tíma. Það var eitt af því fáa sem hann mátti leyfa sér nú orðið. Hann hafði lært að hlakka aldrei til. Svo oft hafði hann rekið sig á að það mætti ekki. En stundum finnur hann fyrir fiðring í maganum, eins og t.d. í gær þegar honum var boðið á La Boheme. Hann vissi ailavega að hann yrði ekki fyrir vonbrigðum, því að leiklist, dans og óperur eru svo stór hluti af lífi hans. Hann hefur opið boð um að koma í Þjóðleikhúsið þegar hann vill, en samt notfær- ir hann sér það sjaldan núorðið. Oft fór hann þangað þegar Guðríður var lifandi, en svo dó hún. Já, best er að binda ekki trúss við neinn hérna, því það má alltaf búast við að þeir deyji á hverri stundu og þá situr maður uppi með söknuð. Nei, betra er að vera einfari. Majíauppskurður leiddi aí sér lömun En Halli er húmoristi. Frá blautu barnsbeini hefur bjart- sýnin ætíð fylgt honum, enda ekki veitt af í gegnum allt erfiðið. Hann sagði mér að hann gæti ekki ímyndað sér að það væri nokkuð gaman að lifa ef tilveran væri dans á rósum. „Þegar dimman skellur yfir, veit maður að einhverntíma birtir til og eiginlega kann ekki sá maður að meta birtuna sem ekki hefur verið í myrkri". En um leið og Haraldur sagði þetta, minntist hann tímans sem hann hafði lifað í myrkrinu. Þá voru það vinir hans sem höfðu haldið lífsneista í honum. Það var fyrst eftir að líkami hans tók upp á því að lamast. Þá gat hann ekki eygt neina birtu. Hann hafði farið í magauppskurð. Læknarnir fjarlægðu 75 prósent af maganum, sem hafði sprung- ið. En eitthvað skeði þá. Kannski einhverjar taugar hafi óvart orðið fyrir hnífnum, eða kannski þetta hafi alltaf verið fyrir hendi og uppskurðurinn orðið til þess að hleypa lömuninni af stað. Veit ekki hver sökudólgurinn er „En veistu þá ekki hvað það er sem fær þig til að lamast smám saman?" Tilhugsunin að vita ekki hver skaðvaldurinn væri fannst mér óhugnanleg. Haraldur dæsti. „Æ, þú veist hvernig læknastéttin er. Þeir mega fela fyrir manni. Þeim er ekki skylt að segja nafn söku- dólgsins. Nei, ég veit ekki hvað hann heitir sjúkdómurinn, ef það er þá sjúkdómur. Yfir mér tala þeir á latínu. Einir sér tala þeir móðurmálið. Einu sinni, þegar ég var í rannsókn, einni af mörgum, heyrði ég þá óvart tala sín á milli og þá minntust þeir eitthvað á að taug hafi farið í sundur. En ef svo er, þá passa þeir auðvitað að segja mér það ekki. Ég ætti kannski að fara að læra latínu. svo ég komist inn- fyrir leyndardóma læknanna", bætti Halli við og hló við minn- ingar af einni rannsókn sem hann hafði verið í. „Hersveitin stóð þá yfir mér, eftir að hafa framkvæmt fjölmargar rann- hjá stjórnunarfélagi Islands, en stuttu seinna fór lömunin upp í raddböndin. Og nú er hún að fara með sjónina. Ég er hættur að geta t.d. lesið. Ekki vorkenna mér En, heyrðu, þú skalt nú ekki fara að vorkenna mér!“ Hann sagði þetta brosandi, en ákveð- inni röddu. „Kannski ég gæti sætt mig við að vera bundinn við hjólastól, svo lengi sem ég fæ að njóta þess að lesa bækur. Ég get ekki að því gert að vorkenna þér, því án bóka gæti ég hreinlega ekki lifað!" „Sjáðu hérna“, sagði hann þá og sýndi mér segulband á skrif- borðinu. „Þegar ég er ekki að gera eitthvað annað, hlusta ég á spólur, ferðasögur, skáldsögur og allt mögulegt. Ég fæ þær sendar af bókasafninu. Þar eru alveg sérlega hjálpsamar mann- eskjur og nóg fyrir mig að hringja til að fá ný eintök send heim“. HANN var að hugga MIG. „Eftir að sjónin fór að skerðast, hefur heyrnin skerpst þeim mun betur". Næst dey ég „En hvað tekur við? Stöðvast lömunin á þessu stigi eða heldur hún áfram?“ „Ég býst við að þetta fari upp í höfuð og ætli ég deyi ekki þá. Hún átti að stöðvast í mjöðmun- um, en þess í stað skríður hún upp allan líkamann. Ég átti að fara núna í rannsóknir út af talinu, en fór hvergi. Ég nenni ekki að vera tilraunadýr lengur og get alveg sagt mér það sjálfur að lömunin fer næst upp í höfuð, og þá, já, þá er ég bara dáinn.“ Hann talaði um dauðann eins og væntanlegan vin. Ég hef alltaf hrifist af því hvernig fólk tekur því eina sem við eigum öruggt í lífinu — dauðanum. Sumir óttast hann, aðrir sjá hann sjálfsagðan. Það var hugg- unarrík tilfinning að þessi 44 ára lífsglaði maður biði nálægð dauðans af slíkri rósemi. Eg vildi skyggnast lengra inní huga hans. Og þá tekur nýtt líí við „Hlakkar þú til að deyja?“ Haraldur hló. „Ég kvíði alla- vega ekki fyrir því. Þetta liggur jú fyrir okkur öllum.“ „Hvað heldurðu að taki við?“ „Ætli það verði ekki bara líf, annað líf, önnur vitund. En sem betur fer skil ég þennan líkama eftir hérna! Og ekki get ég skilið að ég eigi eftir að sakna hans. Ég er búinn að vera hrakfallabálkur svo lengi, að eitthvað annað hlýtur að taka við. Þegar ég byrjaði að nota hjólastólinn datt ég hérna niður stigann. Síðan hef ég verið með andlit eins og á gömlum uppgjafa boxara". Þá tek ég sko danssyrpu! „Trúirðu þá á Guð?“ „Ég veit það nú ekki. Stundum finnst mér óréttlátt það sem hefur komið fyrir mig. Ein- hvernveginn hefur símasam- bandið rofnað. Það er alltaf á tali þegar ég hringi. Ætli það sé ekki bara barnatrúin sem helst í mér. Ég held ég taki þá eina danssyrpu, þegar ég er kominn hinumegin", gantaði hann. „Er það dansinn sem þú sakn- ar rnest?" Sakna mest frelsisins „Ég sé eiginlega mest eftir því að geta ekki farið út þegar mig langar til. Að vera búinn að tapa frelsinu og vera alltaf upp á annan kominn. Stundum fer ég, jú á böll og þá er nóg fyrir mig að hringja í lögguna til að fá far þangað. Þeir eru góðir strákar og keyra mig alltaf á ball þegar ég bið þá um það. Ég hef gaman af því að fara á diskótek. Þá fæ Haraldur og Grétar Sigurðsson í Rómeó og Júlíu í „Sumar í Tyrol" 1954. í „Kátu ekkjunni" sóknir og söng sín á milli á latínu, þessu hrognamáli. Ég sagði þeim að tala á máli sem ég skildi, ellegar fara inná skrif- stofur sínar þar sem þeir gætu talað saman á máli sem þeir sjálfir skildu". Ég er edrú Eftir magauppskurðinn fór Haraldur heim og byrjaði fljót- lega aftur að vinna í Flóru. Hann kenndi sér einskis meins. En svo byrjaði hann að ganga skrikkjótt, en tók ekki eftir því sjálfur. „Búðin var það lítil að ég gekk þar aldrei neinar vega- lengdir, svo þeir sem umgengust mig daglega tóku ekki heldur eftir því. En einn daginn þegar ég skrapp á pósthúsið, mætti ég Lamaður frá fótum og uppí raddbönd „Fyrst fór lömunin upp í fótleggina og síðan í mjaðmirn- ar. Þá var mér sagt að lömunin færi ekki lengra. Ég fór þá að læra keramikmálun hjá Glit. En þá byrjaði ég að lamast í hand- leggjunum. Eg get eitthvað not- að hendurnar núna, en allt það fína er farið úr þeim. Ég get t.d. ekki skrifað eða hneppt tölum". Hvað er það sem gefur mönnum svona mikið lífsþrek og orku til að halda áfram, þrátt fyrir hið allra versta sem fyrir mann getur komið? Ég myndi sennilega vorkenna sjálfri mér allt hvað af tekur, ef eitthvað svipað kæmi fyrir mig. En Har- aldur heldur bara áfram eins og ekkert sé. „Þá lærði ég að sv-'a í síma gamalli vinkonu minni. Hún leit hálf skringilega á mig og spurði hvort ég væri virkilega drukk- inn. Stuttu seinna frétti ég að Halli hefði sést blindfullur og slangrandi niðrí miðbæ klukkan ellefu að morgni. Þá reyndi ég á jafnvægið með því að ganga eftir gangstéttarlínu. Það var þá sem ég uppgötvaði að eitthvað hlyti að vera að. Ég datt alloft í þessum tilraunum". Fór hann þá til læknis og upp frá því hófst fjöldinn allur af rannsóknum, skorinn, svæfður, aftur og aftur og engin svör. „Eftir að hafa staðið í einni þriggja mánaða rannsókn, var eina sem læknirinn hafði að segja mér: Halli, settu bara spjald utan á þig sem segir: „Ég er edrú“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.