Morgunblaðið - 26.04.1981, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.04.1981, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1981 Utanríkisráð- herra Kuwait í Sovét Moskvu. 24. aprfl. AP. SABAH al-Ahmed Al-Sabah, sjeik, aðstoðarforsætisráðherra og utanríkisráðherra Kuwait kom til Moskvu um helgina og hóf skömmu síðar viðræður við Grom- yko utanríkisráðherra og Ivan Arkhipov, fyrsta aðstoðarforsæt- isráðherra Sovétríkjanna. För Sabah vekur allmikla athygli vegna þess að Kuwait er eina „íhaldsríkið" við Persaflóa sem hefur sendiráð í Moskvu. Sovét- menn hafa upp á síðkastið lagt mikið kapp á að bæta samskiptin við Kuwaita sem hafa verið horn- ótt nokkuð um hríð. Námskeið í ræðumennsku í FRAMHALDI af hugmynd sem fram kom á landsfundi Kvenrétt- indafélags Islands hélt félagið námskeið í ræðumennsku og fund- arsköpum í marsmánuði síðast- liðnum. Var markmiðið með nám- skeiðinu að hvetja fleiri konur til virkari þátttöku í félagsstörfum og almennri umræðu um þjóðfé- lagsmál. Þar sem fullbókað var á nám- skeiðið, sem þótti takast með miklum ágætum, hefur Kvenrétt- indafélag Islands ákveðið að gefa fleiri konum tækifæri til þess að sækja slíkt námskeið, og gengst því fyrir öðru námskeiði, sem hefst 28. apríl nk. Námskeiðið fer fram að Hall- veigarstöðum, Túngötu 15, stend- ur yfir í fjögur kvöld og hefst eins og áður segir, þriðjudaginn 28. apríl, kl. 20.30. Verður aðallega fjallað um ræðumennsku, fundar- sköp og fundarstjórn. Leiðbein- andi verður Fríða Proppé, blaða- maður. Þátttökugjald er kr. 150. Námskeiðið er öllum opið og eru félagsmenn sérstaklega hvattir til að mæta. Handtökur í Tyrklandi Istanhul. 24. april. AP. TYRKNESKA lögreglan greindi frá þvi í dag að handteknir hefðu verið sextán vinstrisinnaðir skæruliðar sem eru grunaðir um að minnsta kosti fjögur morð, þar á meðal á einum hægrisinn- uðum dálkahöfundi og lögreglu- stjóra nokkrum. Ekki var sagt hvar hinir grunuðu hefðu verið gripnir. Þeir hafa játað morðin en segjast hafa framið þau að skipun frá æðstu ráðamönnum i Byltingarsambandinu sem hefur tengsl við Tyrknesku þjóðfrelsis- fylkinguna. Þá segir í fréttum frá Istanbul að herdómstóll hafi í dag dæmt ritstjóra æskulýðsmálgagns sem þótti einkar vinstrisinnað til níu ára og fimm mánaða fangelsis. Ritið var eitt af 20 marxískum viku- eða mánaðarritum sem út- gáfa var stöðvuð á eftir valdatöku herforingjanna í Tyrklandi í sept. sl. Fyrirlestur um röntgenfræði BRESKUR vísindamaður, dr. B.S. Worthington, fyrirlesari í röntg- enfræðum við háskólann í Nott- ingham í Englandi flytur erindi á vegum læknadeildar nk. þriðjudag 28. apríl, kl. 11 f.h., í kennslustofu Landspítalans í Geðdeildarhúsinu. Erindið fjallar um Nuclear Magnetic Resonance Imaging. EINN AF fiðlukennurum Tón- listarskólans i Reykjavík er Guð- ný Guðmundsdóttir, en aðalstarf hennar er sem kunnugt er fyrsti konsertmeistari i Sinfóniu- hijómsveit íslands. Guðný var í 11 ár nemandi skólans og kenndi hcnni Björn Ólafsson, sem þá var konsertmeistari Sinfóniuhljóm- sveitarinnar. Mbl. ræddi við Guð- nýju á dögunum, þegar stund gafst milli stríða er hún var að undirhúa tónleika, sem hún hefur haldið með erlendum tónlistar- mönnum. Hún var i upphafi spurð hvort henni gæfust oft tækifæri til að spila á öðrum vcttvangi en með hljómsveitinni: — Þau eru kannski ekki mörg tækifærin, en í samningi mínum við hljómsveitina er gert ráð fyrir að ég fái 30 daga á hverjum vetri til að sinna annars konar tónleika- haldi og þetta hef ég reynt að gera þau 7 ár sem ég hefi starfað við Sinfóníuhljómsveitina. Mér finnst mjög mikils virði að fá slíkt tækifæri, því það er nauðsynlegt að koma fram á öðrum tóníeikum, spila fyrir aðra áheyrendur en þá sem sækja tónleika Sinfóníuhljómsveitarinn- ar, spila sem einleikari, í kamm- ersveit eða í tríói, kvartett eða kvintett. Hérlendis eru tækifærin ekki mörg og þess vegna er það kærkomið að geta komist t.d. til útlanda og tekið þátt í tónleika- haldi þar. Jafnvel þótt viðfangs- efni í sinfóníuhljómsveit séu mis- Guðný til Bandaríkjanna og stundaði þar nám í Eastman- tónlistarskólanum, sem er deild í háskólanum í Rochester, New York og síðar í Juilliard, sem er háskóli allra lista á sviði, þ.e. leiklistar, dans o.s.frv. Eftir fjög- urra ára nám við Eastman-skól- ann lauk hún einleikaraprófi, síð- an dvaldi hún eitt ár í Bretlandi, sem skiptinemi frá Bandaríkjun- um: — Ég taldist mjög heppin að verða fyrir valinu þar, því að venjan er sú að velja ekki útlend- ing. En þar sem Bretar vildií helst fá fiðlunemanda átti ég möguleika og dvaldi ég hjá þeim í góðu yfirlæti í heilt ár. Ekki var um neina tímasóknarskyldu að ræða, en ég sótti alla þá tónleika sem ég hafði áhuga á og æfði mig og hélt jafnframt mína fyrstu einleiks- tónleika í London. Það var mikill munur að dvelja þarna og þurfa ekki að hafa áhyggjur af fjármál- um, en á þessum árum voru námslán ekki eins algeng og nú er hjá þeim sem stunduðu hljóðfæra- nám. Varstu alltaf ákveðin í því að gerast hljóðfæraleikari? — Ég held ég hafi ákveðið það kannski nokkuð snemma að fara út á þessa braut, en hins vegar tók ég námið hérna heima aldrei nógu alvarlega. Björn Ólafsson átti sinn þátt í því að ég lagði fiðlunámið ákveðið fyrir mig. En það var ekki fyrr en ég var komin út að ég tók Tónlistarskólans í Reykjavík Tónlistarskólinn í Reykjavík minnist á þessum vetri 50 ára aímælis síns og hafa m.a. af því tilefni verið haldnir ýmiss konar tónleikar. Hér er rætt við Árna Kristjánsson fyrrum skólastjóra Tónlist- arskólans og Guðnýju Guðmundsdóttur, einn kennaranna, en hún er jafnframt konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar íslands. „Tók námið ekki alvarlega fyrr en í skóla Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari. Með henni á myndinni er Jón Sen, sem er varakonsertmeistari Sinfóníuhljómsveitarinnar. erlendis“ Auk starfa sinna með Sinfóniuhljómsveitinni og i Tónlistarskólanum hefur Guðný m.a. leikið með Reykjavik Ensemble. munandi geta þau verið einhæf til lengdar. Erlendis er það oftast, svo að sinfóníuhljómsveitir hafa tvo eða fleiri konsertmeistara, sem skiptast á að sinna því starfi og einn fær þá að sinna sjálfstæðu tónleikahaldi á meðan. En við getum ekki borið okkur saman við stærstu hljómsveitir erlendis. Guðný Guðmundsdóttir rekur næst í nokkrum orðum námsferil sinn og segist hún hafa í upphafi byrjað í einkatímum í Tónlist- arskóla Hafnarfjarðar, en hún var 6 ára þegar fiðlunámið hófst. Atta ára var hún komin í Tónlistarskól- ann i Reykjavík og var þar í 11 ár hjá Birni Olafssyni, sem áður er getið: — Björn Ólafsson er mikilhæfur tónlistarmaður og honum var mjög lagið í kennslu sinni að laða fram það besta í hverjum nem- anda. Honum tókst að ná því besta hjá hverjum og einum, en mér finnst það einmitt aðalsmerki góðs kennara að þekkja þannig hljóðfæri sitt, að geta útskýrt starfsemi þess, ef svo má að orði komast, þannig að hver og einn skilji og geti meðhöndlað það eins og best verður á kosið. Björn Ólafsson hafði lag á þessu þegar hann starfaði sem kennari við Tónlistarskólann auk þess sem hann var konsertmeistari. Eftir námið hér heima hvarf mig alvarlega sem hljóðfæranem- anda og þar á ég t.d. við það að leggja áherslu á æfingar að sumarlagi. Ég reyni að benda nemendum mínum á þetta atriði, því það segir sig sjálft, að ætli einhver að stunda hljóðfæranám dugar ekki að leggja niður allar æfingar í nokkra mánuði á sumr- in. Érlendis eru sumarfrí mun styttri og til að bæta nemendum upp það, sem tapast kann í löngu fríi hér heima, reyni ég að notfæra mér sambönd erlendis og koma nemendum á námskeið á sumrin. Þeir sem ég hef haft samband við í því skyni eru t.d. fyrrverandi kennarar mínir í skólunum í Bandaríkjunum. Þetta skilja nem- endur og eru áhugasamir, en allt kostar það peninga og þar sem t.d. margir á sama heimili eru í tónlistarnámi getur orðið erfitt að koma þessu við. En nú kennir þú líka, er það af nauðsyn eða finnst þér þú verða að kenna auk hljóðfæraleiksins? — Ég held ég vildi ekki vera án kennslunnar, enda hef ég af henni ánægju. Hins vegar ætlaði ég ekki að gera það fyrst, en flestir kenna með starfi sínu í Sinfóníuhljóm- sveitinni. Það starf er heidur ekki eins yfirgripsmikið og starf við erlendar hljómsveitir, svo það er vissulega tækifæri fyrir menn til að sinna öðrum störfum meðfram. Hafa orðið miklar breytingar á námi og starfi hljóðfæraleikara á þessum síðustu árum? — Mér finnst hafa orðið gífur- legar breytingar síðustu árin og er það eiginlega .á öllum sviðum. Kröfurnar eru orðnar miklu meiri bæði í námi og við umsóknir um starf og það hefur t.d. orðið svo hjá Sinfóníuhljómsveitinni. Þar fara kröfurnar vaxandi ár frá ári má segja. Hljóðfæraleikarar ná ekki langt nema með gífurlegri vinnu og það eru aðeins fáir sem geta lifað af því einu að vera einleikarar. Sé auglýst staða í einhverri af stærri og þekktari sinfóníuhljómsveitunum í heimin- um berast umsóknir í hundraða: tali og sá hæfasti er valinn. í þessu er kannski fólgin nokkur heppni líka, en til þess að komast áfram sem einleikari verða menn líka að hafa peninga og ekki spillir fyrir að þekkja þá menn, aðila, sem geta veitt mönnum tækifæri og komið þeim á framfæri. Fá íslenskir tónlistarmenn nóg af þessum tækifærum? — Samband okkar við menn erlendis er sjálfsagt undir okkur hverju og einu komið, flest þekkj- um við einhverja og fáum okkar tækifæri. Hins vegar held ég að hér þurfi að koma upp sérstökum umboðsmanni, sem hefur það að aðalstarfi að sjá um tónleikahald wmmmmmammmmmmmMmm islenskra tónlistarmanna heima og heiman. Þessi umboðsmaður ætti að taka ákveðið gjald fyrir þjónustu sína og þannig ætti stárfsemi hans að geta staðið undir sér, en hér þyrfti samt sem áður að koma eitthvert frumkvæði frá ráðuneyti og hann ætti að starfa í tengslum við það. Það vantar þennan aðila, sem hefur yfirsýn yfir tónleikahald og getur skipulagt það fyrir okkur, sam- ræmt það þannig að tónleikar séu ekki settir á sömu kvöldin o.s.frv. Nú fer hópur tónlistarmanna sífellt stækkandi, en fá þeir allir atvinnu? — Ennþá fá áreiðanlega allir, sem hæfileika hafa og vilja starfa heima, atvinnu hér, flestir við sitt hæfi, en víst hlýtur að koma að því að markaðurinn verður mettur. Við viljum gjarnan stækka Sin- fóníuhljómsveitina, því með þeirri strengjastærð, sem hljómsveitin á við að búa í dag er hún varla meira en stór kammersveit. Ekki er útilokað að hugsa sér að stofnuð verði í framtíðinni önnur hljómsveit ef ráðamenn vilja veita til þess fjármagni, því að efnivið- urinn er fyrir hendi. En áður en það verður er lágmark að við eignumst hljómsveit, sem getur borið nafnið Sinfóníuhljómsveit Islands með réttu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.