Morgunblaðið - 26.04.1981, Síða 12
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1981
| raðauglýsingar — raðauglýsingar — radauglýsingar
Bátur til sölu
Siglunesiö SH 22 er til sölu. Báturinn er 101
brúttólest, smíöaður 1970 á Akranesi með
425 ha. Caterpillar aöalvél. Semja ber viö
undirritaða sem gefa allar nánari upplýs-
ingar, Hjálmar Gunnarsson, Hamrahlíö 1,
Grundarfiröi, sími 93-8629 og Jóhann H.
Nielsson hrl., Lágmúla 5, Reykjavík, sími
82566.
kenns/a
Sumarnámskeiö í þýzku í
Suður-Þýskalandi
Hér býöst skólafólki jafnt sem fullorönum gott tækifærl til aö sameina
nám og sumarfrí í mjög fögru umhverfi f sumarskóla, Sonnenhof í
Obereggenen.
Námskeiö í júní, júlí og égúst. 15 kennslustundir á vlku. Sérstök
áherzla lögð á talþjálfun. Vikulegar skoðunarferöir. Fæöi og húsnæöi
á staönum. Sundlaug. stór garöur, sólsvalir, borötennis.
Flogiö til Luxemborgar, móttaka á flugveliinum. Upplýsingar á islandl
í síma 91-53438.
Frá Mýrarhúsaskóla
Innritun 6 ára barna fer fram mánudaginn 27.
apríl og þriðjudaginn 28. apríl, á sama tíma
þarf aö gera grein fyrir börnum sem flytja á
Seltjarnarnes úr öörum skólahverfum.
Skólastjóri.
Félagsmálanámskeið
KRFI
Kvenréttindafélag íslands heldur félagsmála-
námskeiö að Hallveigarstöðum, Túngötu 14,
sem hefst 28. apríl nk. kl. 20.30 og stendur
yfir í fjögur kvöld.
Á námskeiðinu verður fjallaö um:
1. Ræðumennsku,
2. fundarsköp,
3. fundarstjórn.
Leiðbeinandi er Fríða Proppé, blaðamaður.
Þátttökugjöld kr. 150. Upplýsingar og innrit-
un í síma 14406 og 21294.
Námskeiðiö er öllum opiö og eru félagsmenn
sérstaklega hvattir til að mæta.
Stjórnin.
T résmíðaverkstæði
til sölu
Lítið trésmíðaverkstæði í ódýru leiguhúsnæði
til sölu, er í fullum rekstri með vissa
framleiðslu. Áhugasamir sendi nöfn og síma-
númer á auglýsingadeild Mbl. merkt:
„Trésmiöur — 9550.“
Sjálfvirk kantlímingavél
til sölu, Holtzer model 365. Ný upptekin. Góð
greiöslukjör. Uppl. gefur Trésmiöja Þorvaldar
Olafssonar, sími 92-3220 og 92-2412.
Einstakt tækifæri —
Land í Grímsnesi
Til sölu rúmlega 2 ha af vel grónu og
einstaklega skemmtilegu sumarbústaðalandi
í landi Vaðness í Grímsnesi. Verðhugmynd
250—350 þús. Þeir sem áhuga hafa vinsam-
lega leggi nöfn sín inn á augld. Mbl. merkt:
„Einstakt tækifæri — 9552“.
Félag
járniðnaðarmanna
Félagsfundur
verður haldinn miðvikudaginn 29. apríl 1981 í
Domus Medica v/Egilsgötu.
Dagskrá:
1. Félagsmál.
2. Um fyrirkomulag við næstu samningagerð.
3. Um lánakjör lífeyrissjóða, Hrafn Magnússon
framkvæmdastjóri SAL flytur.
4. Önnur mál.
Mætið vel og stundvíslega.
Stjórn Félags járniðnaðarmanna.
Þuríöur Guðmunds-
dóttir — Minning
Fædd 26. desember 1893.
Dáin 14. apríl 1981.
„É* kveð j)ix, elsku amma mln.
o% óaka heitt, er sólin akin.
þig englar leiði ljúfri hönd
á IjosHÍns föKru sólarströnd.**
(Á.N.)
Þuríður var fædd og uppalin að
Núpi í Fljótshlíð, en Fljótshlíðin
er talin ein fegursta sveit lands-
ins. Hún var dóttir hjónanna
Þuríðar Sigurðardóttur og Guð-
mundar Magnússonar. Systkinin
voru alls þrettán og náðu þau öll
háum aldri nema tvö, sem létust í
æsku, annað nýfædd stúlka og hitt
tvítugur piltur. Eftirlifandi eru nú
systkinin Steinunn, Elín og Helgi.
Ég hef orðið þeirrar gæfu að-
njótandi á lífsleiðinni, að umgang-
ast og kynnast mjög náið mörgum
af þessum systkinum og þeirra
miklu og góðu kostum. Sameigin-
lega er hægt að segja um þau, og
það með sanni, að þau voru
einstaklega dugleg, hjálpsöm,
fórnfús, lítillát, ósérhlífin, gestris-
in og þægileg í viðmóti og hafa
viljað virðingu og veg annarra
sem mestan og bestan, án þess að
hugsa um eigin hag eða heilsu.
Þuríður fluttist til Reykjavíkur
og giftist Guðjóni Jónssyni úrsmið
árið 1922. Guðjón var mikill hag-
leiksmaður, en hann var fæddur
að Ey í Landeyjum. Þau Þuríður
og Guðjón eignuðust þrjár dætur,
Verkamannafélagið
Dagsbrún
Orðsending
Tekiö veröur á móti umsóknum um
dvöl í orlofshúsum félagsins í sumar
frá og meö 27. apríl 1981 á skrifstofu
félagsins aö Lindargötu 9.
Þeir sem ekki hafa dvalið í húsunum
sl. 3 ár ganga fyrir til og meö 29. apríl.
Húsin eru:
5 hús í Ölfusborgum,
1 hús í Svignaskarði,
1 hús f Vatnsfirði,
1 hús, Hofsárkot í Svarfaðardal,
2 hús á lllugastööum.
Vikuleigan er kr. 400, sem greiðist viö
pöntun.
Stjórnin.
Hús til flutnings
Til sölu 21 ferm.
timburhús til flutn-
ings, sem staðsett
er að Hringbraut
14, Hafnarfirði.
Tilboð sendist:
Ragnari Hafliða-
syni, Breiövangi 23,
Hafnarfirði, sími
53378.
Garðyrkjubændur
Til sölu eftirtaldar vélar:
1. Kartöfluupptökuvél, Grimme (super).
2. Sjálfvirk niðursetningavél.
3. Fjokkunarvél meö burstavél.
4. Úðunardæla til eyöingar illgresi.
Vélarnar eru keyptar á árinu 1980 og því
ársgamlar og eru sem nýjar. Ennfremur er til sölu
ýmiss konar búnaður til kartöfluræktunar.
Væntanlegir kaupendur leggi nafn og símanúmer
inn á augld. Mbl. fyrir 7. maí merkt: „K — 9553“.
Guðmundu, Jónheiði og Guðjónu.
Þuríður missti mann sinn skyndi-
lega þann 10. desember 1927 frá
þessum þrem dætrum, sem voru
þá aðeins eins, tveggja og þriggja
ára. Fóru nú í hönd mjög erfiðir
tímar hjá Þuríði, enda tíðarandi
allur annar í þá daga, svo ekki sé
minnst á atvinnumöguleika. Á
þessum erfiðu tímum naut Þuríð-
ur mikillar aðstoðar systkina
sinna, þeirra Guðrúnar, Steinunn-
ar og Magnúsar.
Þuríður giftist aftur 15. júlí
1933, Jóni V. Guðvarðssyni. Þau
eignuðust einn son, er Walter
heitir. Af miklum dugnaði komust
þau Þuríður og Jón í allgóð efni, er
árin liðu. Barnabörn og barna-
barnabörn Þuríðar eru nú 32
talsins.
Þrátt fyrir mikla vinnu allt
fram á síðustu ár og mikið heilsu-
leysi í seinni tíð, heyrðist Þuríður
aldrei kvarta, heldur var hugur
hennar ætíð bundinn við heimilið
og velfarnað annarra.
Fyrir síðustu áramót kom í ljós
að Þuríður þjáðist af ólæknandi
sjúkdómi, og dvaldist hún að
mestu á sjúkrahúsi eftir það, eða
þar til hún lést 14. apríl síðastlið-
inn, þá 87 ára að aldri. Engu að
síður erum við dauðlegir menn
óviðbúnir, þegar kallið kemur.
Um leið og ég votta eiginmanni,
ættingjum og ástvinum Þuríðar
ömmu minnar samúð mína vegna
fráfalls hennar, vil ég minna á, að
þó að fenni í spor, mun minning
um góða konu lifa.
Kristinn Bergsson