Morgunblaðið - 26.04.1981, Page 18
50
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1981
Umsjón: Séra Jóv Dalbú Hróbjartsson
Séra Karl Siyvrbjörnsson
Sigvrövr Pdlsxon
AUDROTTINSDEGI
- FRÉTTAMOLAR -
Ný Biblía í Kína
I Noregi hefur sl. 3 ár verið starfandi nefnd, sem unnið hefur að
fjársöfnun til útgáfu á nýrri Biblíu á kínversku. Þegar nefndin hætti
störfum nú fyrir skömmu höfðu safnast um 1,3 millj. norskra króna.
Nefndin hafði það sem markmið að aðstoða Sameinuðu Biblíufélögin
við að prenta og dreifa Biblíum í Kína. Kínverska Biblíufélagið hefur
nú fengið nýju Biblíuna til dreifingar.
Deilt um
fóstureyðingar
íUSA
Enn á ný hefur orðið tíðrætt
um fóstureyðingar í Bandaríkj-
um Norður-Ameríku. Nú virðast
andstæðingar frjálsra fóstureyð-
inga hafa fengið byr undir báða
vængi, því margir ráðamenn
landsins hafa fylgt flokk þeirra.
Má þar nefna forsetann Ronald
Reagan og heilbrigðisráðherr-
ann Richard Schweiker. Mark-
mið andstæðinga frjálsra fóstur-
eyðinga er að nema úr gildi lögin
frá 1973. Þeir sem vilja halda í
núverandi fyrirkomulag hamra
á því að hinir vilji jafnframt
koma inn lögum um að banna
p-pilluna og lykkjuna.
Ekki alls fyrir löngu tókst
andstæðingum frjálsra fóstur-
eyðinga að safna 50 þús. manns í
fjöldagöngu í Washington til
stuðnings kröfum sínum.
Ástæðan fyrir því að þörfin fyrir Biblíur er svo mikil í Kína er sú
að meðan á menningarbyltingunni stóð voru allar Biblíur og allt
kristilegt lesefni gert upptækt. Á allra síðustu misserum er sala á
Biblíum orðin frjáls og er eftirspurnin gífurleg. Einnig má geta þess
að nú eru kirkjur í Kína ákaflega vel sóttar, enda þorir fólk nú að
kannast við trú sína.
2.700 milljónir manna hafa
ekki heyrt fagnaðarerindið
Enn er það svo að um 2.700 milljónir manna hafa ekki heyrt
fagnaðarerindi kristinnar trúar. Þ.e. yfir % hiutar jarðarbúa.
Stærsti hluti þessa fólks eru hindúar, múhameðstrúarfólk og
Kínverjar, en það eru 75% þeirra sem ekki eru kristnir. Afur á móti
eru 50—70 þúsundir manna sem bætast í hóp kristinna manna á
hverjum einasta degi, sem þó er ekki meira en ’/s af fólksfjölguninni
í heiminum.
Kristilegur grunnskóli
Fyrir 9 árum var stofnsettur kristilegur grunnskpli í Gautaborg.
Fyrsta árið voru aðeins 25 nemendur í skólanum. Nú er svo komið að
yfir 4000 nemendur standa í biðröðum til að láta innrita sig í
skólann. Skóiinn hefur fengið svo góðan stuðning frá kristnu fólki
sem vill að börnin fái kristilegt uppeldi, að næsta haust byrjar fyrsti
bekkur á menntaskólastigi. Það er að segja börnin sem byrjuðu í
skólanum fá nú að halda áfram í sama skóla og fá sína
f ramhaldsmenntun.
Ný hempa
1. apríl sl. fengu norskir prestar leyfi til að klæðast nýrri hempu,
sem sumir prestar hafa reyndar þegar notað um nokkurt skeið til
reynsiu. I nær 20 ár hafa verið uppi ráðagerðir um að breyta
embættisklæðnaði presta. Þótt svo þessi breyting sé gengin yfir geta
menn enn notað gömlu hempuna, ef þeir vilja. Nýi klæðnaðurinn er
gerður úr þykku hvítu efni. Einnig fylgja tvær stólur, sem bera liti
kirkjuársins sitt hvorum megin. Um mittið er bundið þar til gert
belti.
Nýja hempan er gerð í Belgíu, en fyrirtækið þar gerir svipaðar
hempur fyrir flest lönd í Evrópu. Aðeins Danmörk og ísland nota
ennþá „gömlu hempuna. Nýja norska hempan er helmingi ódýrari en
sú gamla.
Kristnir menn
ofsóttir í Albaníu
Flóttafólk sem komist hefur
til Júgóslavíu frá Albaníu segir
frá nýjum ofsóknum á hendur
kristnum mönnum í landinu.
Samkvæmt þessum upplýsingum
er nú verið að reyna að útrýma
síðustu leifum trúarbragða í
landinu. Ofsóknirnar beinast
jafnt gegn kristnum mönnum og
öðrum sem hafa undir höndum
trúarlegar bókmenntir.
Öll trúariðkun hefur verið
bönnuð í landinu frá árinu 1957
og frá 1976 hefur stjórn landsins
staðhæft að Albanía sé fyrsta
land veraldar sem hefur útrýmt
trúarbrögðum.
Næstum allar kirkjur og
moskur landins hafa verið eyði-
lagðar eða breytt i veitingahús
eða vörugeymslur. Fáein kirkju-
hús fá enn að standa sem
listaverk.
Flóttafólkið staðhæfir að
þrátt fyrir ofsóknir og hótanir
séu enn margir sem iðka trú sína
á laun.
Næstum 70 milljón-
ir lútherskra
manna í heiminum
Árið 1980 voru rúmlega 69,6
milljónir lútherskra kristinna
manna í heiminum samkvæmt
tölum frá Lútherska heims-
sambandinu. Heimssambandið
hefur innan sinna samtaka 98
kirkjur með yfir 54 milljónir
manna en utan sambandsins eru
15,6 milljónir. Heildartalan er
svipuð því sem verið hefur und-
anfarin ár. Þótt svo lútherskum
fækki í Evrópu jafnast það upp
með mikilli fjölgun í Afríku og
Asíu. En í báðum þessum heims-
álfum fer kristnum mönnum
mjög ört fjölgandi.
1. sunnudagur eftir páska
Jóh. 20, 19—31
„Drottinn minn
og Guð minn!((
Þetta var játning Tómasar andspænis
hinum upprisna Kristi. Þetta er jafnframt
játning Nýja testamentisins og kirkjunnar,
því aö hún er kölluð til að vitna um þessa
trú og lifa i samfélagi við hinn upprisna
Jesú, sem er Drottinn og Guð.
Upprisa Jesú er forsenda þessarar játn-
ingar. Hún leiðir það i Ijós, að Jesús hafði á
réttu að standa, en ekki andstæðingar hans.
Hann var dæmdur til dauða vegna þess að
hann „gerði sjálfan sig að Guðs syni!“ Hann
hafði sagt það oftar en einu sinni: „Ég og
faðirinn erum eitt.“ „Sá sem hefur séð mig
hefur séð föðurinn.“
Og þegar Jesús spurði lærisveina sína:
„Hvern segið þér mig vera?“ þá svaraði
Pétur: „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda
Guðs!“ Jesús hrósaði honumfyrir það svar,
og sagði, að Guð sjálfur hefði gefið Pétri þá
innsýn, sem það tjáði, og að á þessari
játningu myndi hann byggja samfélag
lærisveina sinna, kirkju sína.
Þetta er líka samdóma vitnisburður Nýja
testamentisins. Jóhannes lýkur guðspjalli
sinu með orðunum: „... en þetta er ritað til
þess að þér skuluð trúa, að Jesús sé Kristur,
Guðs sonurinn, og til þess að þér með þvi að
trúa, öðlist lífið i hans nafni.“ Hvernig
sambandi Jesú og Föðurins er háttað er
siðan lýst með myndum og táknum i Nýja
testamentinu og játningum kirkjunnar.
„Hann er imynd hins ósýnilega Guðs,“ segir
Páll. Og elstu játningar kirkjunnar segja:
Jesús er „Guð af Guði, Ijós af Ijósi, sannur
Guð af Guði sönnum ... samur föðurnum.“
Allt eru þetta tilraunir til að fanga i
mannlegri hugsun þann leyndardóm, sem
er ofar öllum mannlegum skilningi og
tjáningarmöguleikum reyndar. Ekkert af
því er sett sem ófrávikjanleg skilyrði, sem
þú verður að gangast undir. Jesús setti
lærisveinum sínum engin slik skilyrði.
Hann sagði einfaldlega við þá: „Fylg þú
mér!44 og þeir fylgdu honum. Guðspjöllin
sýna okkur siðan torsótta leið þeirra til
þeirrar innsýnar, sem Tómas tjáir með
játningu sinni i guðspjalli dagsins: „Drott-
inn minn og Guð minn!“ Sú innsýn er
dásamleg gjöf það að geta séð og reiknað
með þvi, að i Jesú Kristi mætum við
sjálfum Guði, og í orðum hans heyrum við
likn, miskunnsemi og kærleika Guðs.
Biblíulestur
Vikuna 26. apríl — 2. maí
Sunnudagur 26. apríl
Mánudagur 27. apríl
Þriðjudagur 28. apríl
Miðvikudagur 29. apríl
Fimmtudagur 30. april
Föstudagur 1. mai
Laugardagur 2. mai
Jóh. 20. 19—31
II. Tim. 1:6—10
II. Tim. 2:1—5
I. Pét. 1: 22—25
I. Tím. 1:12—17
I. Pét. 1: 3—9 .
Jónas. 2: 1—11