Morgunblaðið - 26.04.1981, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1981
61
. i) -w /-■.
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
!\JT U iáiiv U H
Þessir hringdu . . .
Er kannski
ódýrara að
búa í
Reykjavík?
Jón frá Pálmholti hringdi og
hafði eftirfarandi að segja:
Enn á að auka skatta á alþýðu
Reykjavíkur vegna þess hve dýrt
og erfitt er að búa annars staðar á
landinu. Víst getur verið erfitt víða
á landsbyggðinni, samgöngur dýr-
ar og símakostnaður mikill hjá
þeim sem hringja mikið suður (við
hringjum líka stundum norður).
Bót á þessu virðast dreifbýlismenn
enga sjá aðra en að auka við álögur
hér. Er kannski ódýrara að búa í
Reykjavík? Hefur það verið athug-
að? Hvað með húsnæðiskostnaðinn
til dæmis? Ég veit ekki betur en
húsaleiga sé hærri hér í Reykjavík
en víðast hvar annars staðar, lóðir
dýrari, byggingarkostnaður mun
meiri og söluverð íbúða tvöfalt
hærra. Húsnæðisbraskið stendur
líka hvergi með meiri blóma eða
hefur gert. Má kannski gera ráð
fyrir sams konar Jöfnunaraðgerð-
um“ í húsnæðismálum og nú eru á
döfinni í símamálum eða skulu
allar „jöfnunaraðgerðir" vera á
einn veg?
„Bræðra-
bönd“
I>orsteinn Guðjónsson skrifar:
„Þá er hin fyrirfram fræga bók Ú.
Þormóðssonar blaðamanns um
„Bræðrabönd" (Broederebond) loks
komin út, til sölu í bókabúðum og til
dreifingar meðal almennings. Ékki
þarf að efa að lesendur munu fást,
því forvitnin er jafnan mest gagn-
vart því sem leynd hvílir yfir. En úr
því að þessu er ekki lengur hægt að
leyna, er eins gott að tala um það
heldur en þegja. Ég ætla þó aðeins
að minnast á þrjú atriði, sem ég tel
að þyrftu að hafa verið með ef vel
hefði átt að vera.
1. Hvergi er þarna minnzt á
þjónustu við „almáttugan múrara-
meistara allra heima". En þetta er
nú ekkert smáhugtak eins og nærri
má geta, og víst er að Reglan hefði
án þess aldrei getað orðið slík sem
er.
2. Sagt er frá viðureign kaþólsku
kirkjunnar og Reglunnar, en þó er
ekkert minnzt á „frjáls-kaþólsku
kirkjuna" sem reglan bjó til og alveg
sérstaklega kemur við fyrstu sögu
hreyfingar þessarar hér á landi.
3. Ú.Þ. segir, að einn stórmeistari
reglunnar á íslandi, sá sem náð hafi
„æðsta vizkustigi" (reglubróðir einn
Verður mælirinn
aldrei f ullur?
Húsmóðir skrifar:
„Það hafa fleiri brosað en ég,
þegar sú frétt barst út, að Fram-
sóknarflokkurinn hefði gert vin-
áttusamning við Búlgaríu, eins og
t.d. MÍR. Þetta er kannski gert til
þess að stöðva strokið úr Fram-
sókn til kommúnistanna í Alþýðu-
bandalaginu.
Verðum heimsírægir íyrir
íleira en fornsögurnar
Framsóknarflokkurinn var
stofnaður á sínum tíma bændun-
um til trausts og halds, og bændur
töldust þá til atvinnurekenda.
Annars er komið svo fyrir bænd-
um, að forsjá Framsóknar hefur
verið fyrir þá líkt og þegar Lenín
fann það út, að best væri fyrir
verkalýðinn að taka af honum
verkfallsréttinn, alveg eins og
þegar Ásmundur tölvísi og Guð-
mundur jaki ákváðu að útflutn-
ingsbann á fiskinn væri besta
kjarabót fyrir fólkið í frystiiðnað-
inum og landsmenn alla, nema
kannski þá sem áttu fiskinn. Við
íslendingar verðum heimsfrægir
fyrir fleira en fornsögurnar.
Svona fór fyrir
öllum leppríkjunum
Ég vil þó þakka Framsókn fyrir
það, að útvarpið, aldrei þessu
vant, fræddi mann þó nokkuð um
Búlgaríu núna á dögunum. Sú
lýsing hefði átt að hneyksla hvern
bónda. Þar vitnaði ein, sem gekk í
flokkinn 1943, að aldrei hefði hún
séð grænmeti í búð síðan 1945,
þegar þjóðin var svikin í hendur
Rússum og kommúnistar lögðu
allt undir Rússa, eins og þegar
einokunarverslunin gekk hér í
garð 1602, og var nærri búin að
ganga af þjóðinni dauðri. Orðið
var þó frjálst hér og þjóðin mátti
bölva kúgurum sínum. Svona fór
fyrir öllum leppríkjunum, eins og
Ungverjalands-Hjalti lýsir. Hann
er föðurbróðir Ólafs R. Grímsson-
ar, sem kenna ætti við Helguvík.
Aldrei varð
skyrátið meira
Sem krakki raulaði maður
þetta: „Stebbi stál, stakk sig á nál,
og seldi sína sál fyrir eina skyr-
skál.“ Mikil var fyrirlitningin á
Stebba stál, en núna veit maður
hvers kyns nál þetta var, sem
hann stakk sig á. Hún gerði hann
að kommúnista. Hann seldi líf sitt
og starf heimskommúnismanum.
Sumir gefa sig, en allir með sama
árangri. Þeir eru glataðir föður-
landi sínu, því þeirra hjörtu slá á
Volgubökkum, eins og Steinn
Steinarr sagði. Maður skyldi
halda, að þegar sannleikurinn um
Stalín kom, þá hefðu kommúnist-
ar fengið nóg og látið af áróðrin-
um, en annað varð uppi á teningn-
um. Aldrei varð skyrátið meira, og
Árni Bergmann hafði bestu lyst,
en Arnór Hannibalsson gekk út og
kastaði upp. Bestu matarlystina
hafa þó Kúbuvinirnir hérna. Hér
stendur yfir sýning frá Kúbu, og
þó að allir muni eftir ævintýrinu
við sendiráð Perú, þegar nærri
hálf milljón Kúbumanna vildi allt
til vinna að komast frá Kastró og
lét ekki sjóinn aftra sér, þá eigum
við að taka þátt í því að vegsama
Kastró og morðsveitir hans. Verð-
ur mælirinn aldrei fullur? Shake-
speare hefði haft nokkra sjó-
drauga á sýningunni."
Úlfar Þormóðsson
og vinur minn sagði mér reyndar að
vizkuleitin væri þarna kák eitt) —
hafi látizt árið 1941. Bornar hafa
verið eindregnar brigður á það
ártal, og það að Ú.Þ. sleppir að geta
þessa máls, gæti bent til þess að
hann sé hvorki sá kappi, sem hann
vill sýnast með þessari bók, né svo
vísindalegur, sem vera þyrfti. Hon-
um var beinlínis skylt að geta þess,
ef hann vildi láta taka fullt mark á
bók sinni.
Vonandi verður bætt úr þessu í
síðara bindinu.
Prófarkalestur Eysteins Þor-
valdssonar er alls ekki nógu góður,
en vera má að aðstæður hafi verið
erfiðar."
Q3P SIG6A V/ÖGA í A/LVERAM
ERA
saunaklefar
• " - ^ y ■'-• ::■ ■ • ■-■
\ S \ 1 ' í ■ ' ;■
i-v\
Útvegum saunaklefa — Stuttur afgreiðslutími. Ýmsar
stærðir og möguleikar. Biðjið um myndabækling.
bitstáB s.f.
HAMARSHÖFOA 1 - SÍMI 31500