Morgunblaðið - 12.06.1981, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.06.1981, Qupperneq 1
40SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 129. tbl. 68. árg. FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Njósna um nýjan kafbát Waxhington, 11. júni. AP. SOVÉZKT njósnaskip he£- ur tekið sér stöðu út af austurströnd Bandaríkj- anna til að fylgjast með ferðum fyrsta bandariska kjarnorkukafbátsins af Trident-gerð, sem hefur reynslusiglingar í næstu viku samkvæmt leyniþjón- ustuheimildum í dag. Trident-kafbátarnir eru þeir stærstu, sem Banda- ríkjamenn hafa byggt. Æf- ingar með sovézka kjarn- orkukafbáta, sem kallaðir eru Typhoon, hófust á norðurslóðum fyrr í vik- unni. 1500 fórust í jarðskjálfta Boirut. 11. júni. AP. MIKILL jarðskjálfti varð í Suður-íran í gær. Milli 1500 og 3000 manns létu lífið og miklar skemmdir urðu. Jarðskjálftinn mældist 6,9 á Richter-kvarða Björgunarstarf er hafið og í kvöld unnu hjálpar- sveitir að því að draga fórnarlömb úr rústum bygginga. Manna- skipti í Tekkó- slóvakíu Pr»K. 11. júni. AP. JOSEF Kempny var rekinn úr stöðu ritara miðstjórnar tékkneska kommúnista- flokksins í dag að sögn tékknesku fréttastofunnar. Hann missti einnig sæti sitt í framkvæmdastjórn flokks- ins, en heldur sæti i flokks- stjórninni. Kempny var kjörinn ritari miðstjórnar 16. nóvember 1968 tæpum þremur mánuð- um eftir að Rússar réðust inn í Tékkóslóvakíu. Franti- sek Pitra tekur við stöðu Kempnys og mun sjá um landbúnaðarmál. Búast má við frekari mannaskiptum í stjórn landsins á næstunni. Fundur miðstjórnarinnar var kallaður saman til að ræða niðurstöður þingkosn- inga, sem haldnar voru um síðustu helgi. Anwar Sadat Egyptalandsforseti hlýðir á sendiherra ísraels i Kaíró, Moshe Sasson, sem afhenti forsetanum orðsendingu frá Begin forsætisráðherra um árásina á kjarnorkustöðina i Bagdad. Refsiadgerða Araba gegn Israel krafizt BaKdad. NicoKÍa. London. Jcrúsalrm. 4. júni. AP. FULLTRÚAR allra Arabalandanna nema Egyptalands fóru fram á efnahagslegar refsiaðgerðir gegn ísrael á fundi í Bagdad í dag vegna árásar ísraclsmanna á kjarnorkuverið í írak. Khadafi, leiðtogi Líbýu, skoraði á Arabalöndin í ræðu á útifundi i Tripoli, að eyðileggja kjarnorkuver ísraela i Dimona i hefndarskyni. Ronald Reagan Bandarikjaforseti hitti fimm sendiherra Araba- landa í Washington og sagði að Philip Habib sáttamaður hans í Miðausturlöndum myndi hefja sáttaviðræður að nýju innan skamms. Dagblöð í Arabalöndunum hafa gagnrýnt árás ísraelsmanna harð- lega og ráðist á Bandaríkjamenn fyrir að hafa selt ísraelsmönnum þotur til árásarinnar. Jórdanska blaðið Ad-Dastour skoraði á Arabaríkin að slíta sambandi við stjórn Reagans og setja á olíuút- flutningsbann. Sex sendiherrar Arabalanda í London skoruðu á stjórnvöld þar að styðja tillögur hjá Sameinuðu þjóðunum og annars staðar sem stefnt er gegn ísrael. En ýmislegt bendir til, að árás ísraelsmanna hafi ekki valdið öllum Vestrænum þjóðum og Arabaþjóðum von- brigðum. Menachem Begin, forsætisráð- herra Israel, sagði að hann væri ekki mjög áhyggjufullur vegna ákvörðunar Bandaríkjastjórnar um að hætta við sölu fjögurra stríðsþota til ísraels vegna árás- arinnar. Hann lét ófögur orð falla um Caspar Weinberger varnar- málaráðherra Bandaríkjanna og sagði hann hafa viljað hætta allri aðstoð við ísrael. Hann kvaðst viss um að ísraelsmenn fengju vélarn- ar á endanum. Begin kvað jafnvel sterkar að orði í kosningaræðu og spurði hvers konar siðgæði Weinberger aðhylltist. „írakar ætluðu að kasta atómsprengjum á börn ísraels," hrópaði Begin. „Vissirðu ekki að einni og hálfri milljón Gyðinga- barna var fleygt í gasofnana? Hverjum ertu að reyna að refsa herra ráðherra?" Spennan í Líbanon jókst í dag eftir árás ísraelsmanna á þorp á gæzlusvæði SÞ. Tvennt féll í árásinni og fimm biðu bana og 40 særðust af völdum bílasprengju í Tyros. Assad Sýrlandsforseti hótaði jafnframt að granda ísraelskum flugvélum, ef þær réðust á sýr- lenzkar loftvarnaflaugar, en hélt opnum möguleika á lausn deilunn- ar fyrir milligöngu Bandaríkja- manna. Vandasöm jafnvaegislist bíður Kania í Póllandi Varsjú. Muskvu. 11. júni. AP. PÓLSKI kommúnistaleiðtoginn Stanislaw Kania virðist hafa unnið mikinn sigur i valdabaráttunni í kommúnistaflokknum í Póllandi en stendur nú frammi fyrir því að efna loforð um frekari umbætur i landinu og koma á lögum og reglu eins og hann hefur lofað Sovétmönnum. Rússar birtu í dag bréfið sem varð til þess að miðstjórn pólska kommúnistaflokksins var kölluð saman til fundar og hefur að geyma viðvaranir vegna þróunarinnar í Póllandi er ógni öllum kommúnistaríkj- um. Langar biðraðir mynduðust við blaðsöluturna í dag í Pól- landi vegna áhuga fólks á að kynna sér efni bréfsins í blöð- um. Verkalýðshreyfingin Sam- staða sagði í dag að hún myndi halda áfram að vinna með pólsku stjórninni en myndi ekki láta utanaðkomandi afskipti af innanríkismálum Póllands við- gangast. í Búlgaríu var tilkynnt að ferðamönnum frá Póllandi yrði ekki leyft að koma til landsins. Kania sagði í ræðu sem var birt í dag að tími væri kominn til að hefjast handa. Síðdegis höfðu engar tilkynningar verið birtar um niðurstöður fundar- ins eða ályktanir sem voru samþykktar á honum. Kania sagði að ástæða væri til að gagnrýna fjölmiðla sem Rússar sögðu í bréfinu að væru í höndum óvina þjóðarinnar. Hann hvatti til varkárni í vali fulltrúa á flokksþingið og lagði áherzlu á þörf á hörðum við- brögðum við brotum á al- mannalögum og reglum. Nýjar efnahagstillögur verða lagðar fyrir þingið á morgun, föstudag, að sögn Kania.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.