Morgunblaðið - 12.06.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.06.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1981 Læknadeilan: Nýr samningafundur um samkomulagsdrög Samningafundur full- trúa lækna og ríkisins og Reykjavíkurborgar hefst í dag kl. 14, en í gær kynntu Norrænir jarðskjálftafræðingar þinga hér „ÞAÐ VAR rætt um þróun tækni varðandi sjálfvirka úrvinnslu jarðskjálftagagna á þinginu í dag,“ sagði Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur í samtali við Morgunblaðið í gær, en nú stendur yfir i Reykjavík þing jarðskjálftafræðinga frá Norður- löndum og eru hingað komnir 26 þátttakendur frá Norðurlöndum. „Þá var einnig rætt um upp- byggingu jarðskorpunnar víðsveg- ar í Norður-Evrópu og þá sérstak- lega i Skandinavíu," sagði Ragnar. I fréttatilkynningu frá Veður- stofunni þar sem fjallað er um þingið kemur fram að íslendingar séu nú meðal þátttakenda í fyrsta sinn og sjái jarðeðlisfræðideild Veðurstofunnar um ráðstefnuna. Þá segir að samstarf norrænna jarðskjálftafræðinga hafi hafist árið 1969 og hafi í fyrstu aðallega beinst að því að þróa aðferðir til að greina á milli kjarnorkuspreng- inga og jarðskjálfta, en síðan hefði samstarfið þróast yfir í það að vera um jarðskjálftafræði al- mennt. A þinginu verður sérstaklega fjallað um ísland og undirstöðu þess, en þingi þessu lýkur í dag. „Pólitísk veiting, en þó alveg lögleg" - segir Friðjón Þórðarson dómsmála- ráðherra um skipan forstjóra Brunabótafélags íslands „Já, en það er ekki hægt að loka augunum fyrir því að hún er alveg lögleg,“ sagði Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra og aðalfulltrúi i framkvæmdastjórn Brunabótafélags íslands, er hann var spurður hvort hann teldi ákvörðun Svavars Gestssonar heilbrigðis- og tryggingaráðherra um að skipa Inga R. Helgason hæstaréttarlög- mann forstjóra Brunab<'»tafélagsins frá l.Júlí nk., þrátt fyrir beiðni stjórnarinnar um að núverandi forstjóri, Ásgeir Ólafsson, sæti áfram til ársloka 1982. af pólitískum toga spunna. um fyrir löngu, því í raun og veru ætti framkvæmdastjórnin ásamt fulltrúaráðinu að ráða þennan mann og ráðherra ekki að koma nærri, nema þá kannske til að staðfesta ráðninguna. „Að ég tala nú ekki um,“ sagði Friðjón „að mér finnst sjálfsagt af ráðherra að leita umsagnar. — Það er algjört lágmark." Ráðgefandi fyrir ríkisvaldið MORGUNBLAÐIÐ innti Steingrím Hermannsson sam- gönguráðherra eftir því í gær hvort hann hefði skipað nefnd til að kanna innihald hinnar erlendu skýrslu um rekstur flugs á Atlantshafsleiðinni á vegum Flugleiða. Steingrimur kvað varla hægt að tala um nefnd. en sagðist hafa falið flugmálastjóra. Agnari Ko- foed-Hansen, fulltrúum ríkis- ins í stjórn Flugleiða, Kára Einarssyni og Rúnari B. Jó- hannssyni, Birgi Guðjónssyni í samgönguráðuneytinu og Martin Petersen starfsmanni Iscargo að kanna skýrsluna fyrir islensk stjórnvöld og veita umsögn um hana. Blaðamaður spurði Stein- grím hvort það væri eðlilegt að rekstrarstjóri Iscargo væri á vegum opinberra aðila að kanna rekstur hjá Flugleiðum, en Steingrímur kvaðst ekki telja Martin starfsmann Is- cargo, en hins vegar væri hann þaulkunnugur þessum rekstri. Kvað Steingrímur stefnt að því að fá niðurstöðu í málinu fyrir lok júlí. fulltrúar lækna ályktun fundar Læknafélags ís- lands og Læknafélags Reykjavíkur um að halda beri áfram viðfæðum um samningsdröR. Skiptar skoðanir voru meðal lækna um drögin, en þau hafa í för með sér nokkuð misjafnar kjarabætur hinna ýmsu hópa. Fulltrúar samninganefnda lækna og ríkisvaldsins vildu sem minnst segja um samkomulags- drögin, en samkvæmt heimildum Mbl. felst m.a. í þeim tilboð um bílastyrk, sem iæknar hafa til þessa ekki notið, breytingar á námsfríum, breytingar á launa- flokkum og að laun fastra starfs- manna verði fyrirframgreidd. Þá var einnig fjallað um lífeyris- sjóðamál og hljóðaði tilboð til lækna um 5% Hfeyrisgreiðslu á fastavinnu og yfirvinnu, en hún er nú 6% á föst laun og engin á yfirvinnu. Meira er um yfirvinnu hjá yngri læknum en þeim eldri og munu hinir eldri telja réttindi sín heldur lakari með hinu nýja til- boði. Sem fyrr segir hefur fundur verið boðaður í dag kl. 14 og sagði Þorsteinn Geirsson settur ráðu- neytisstjóri að þar yrði áfram fjallað um drögin, enda væri litið á viðbrögð lækna sem stuðning við þá sameiginlegu yfirlýsingu ráðu- neytisins og lækna, sem viðræð- urnar hafa grundvallast á. Friðjón tók sérstaklega fram, að vegna starfa sinna sem ráðherra hefði varamaður hans í stjórninni að mestu gegnt störfum hans þar, en hann sagðist þó vera „aðili að hinni hógværu tilkynningu", eins og hann orðaði það, sem fram- kvæmdastjórnin hefði sent frá sér vegna þessa máls. Þá sagði Friðjón: „Miðað við það, að Ásgeir Ólafsson er búinn að vinna þarna síðan 1944, eða allt okkar lýðveldistímabil, og sem forstjóri frá 1957 og er að mínum dómi búinn að byggja þetta félag upp og gera það að því stórveldi sem það er, þá fannst mér nátt- úrulega ekki nema sjálfsagt að fara þess ákveðið á leit við hann að hann gegndi starfinu til sex- tugs, en hann verður ekki sextug- ur fyrr en í desember 1982. Hann hafði sjálfur hugann við það, að hann væri kominn á 95 ára regluna svokölluðu og ég fagnaði því þegar hann sló til og féllst á að vera til sextugs." — Svavar Gestsson segir í við- tali við Mbl., að hann hafi staðið við öll loforð sem hann hefur gefið stjórninni? „Já, ég tala nú um það við Svavar sjálfan, en auðvitað stóð stjórnarformaður, Magnús H. Magnússon, aðallega í þessu, eins og komið hefur fram og það er vitað hvað honum finnst um þetta." Þá sagði Friðjón einnig, að hann teldi mjög óeðlilegt að ráðherra hefði þetta skipunarvald, miðað við uppbyggingu Brunabótafélags- ins, og sagði furðulegt að ekki skyldi vera búið að breyta lögun- Magnús H. Magnússon stjórnarformaður BÍ: Öll svör Svavars út Hann er bara að reyna að klóra í hött bakkann „MÉR FINNST þetta vera út i hött á öllum sviðum. sem Svavar svarar ykkur. Ilann st<»ð ckki við nein þau vilyrði sem hann gaf okkur og hafði alls ekkert sam- hand við okkur,“ sagði Magnús H. Magnússon formaður fram- kvamdast jórnar Brunabótafé- lagsins um ummæli Svavars Gestssonar heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra í Mbl. í gær i tilefni af skipun Inga R. Helgasonar ha>staréttarlögmanns í starf for- stjóra félagsins. Bayern hefuj* gert lokatilboð í Asgeir í DAG fæst úr því skorið hvort Ásgeir Sigurvinsson gerist leikmaður þýzka meist- araliðsins Bayern Múnchen eða ckki. Ásgeir fór til Múnchen í gær, þar sem sérfræðingar litu á meiðsli hans. Ásgeir kom aftur til Liege í gærkvöldi og var þá með lokatilboð Bayern til Standard. „Mér sýnist þetta vera mjög sanngjarnt tilboð og ég er bjartsýnn á að Standard fallist á það. Ef Petit framkvæmda- stjóri Standard fellst hins veg- ar ekki á tilboðið er Bayern þar með úr myndinni. Þá er ekkert annað fyrir mig að gera en flytja heim til Islands og bíða eftir öðru tilboði. Eg er búinn að gera upp hug minn í þessu máli og mun ekki undir neinum kringumstæðum leika áfram hjá Standard," sagði Ásgeir í gærkvöldi. Sérfræðingar Bayern skoð- uðu Ásgeir í gær, en sem kunnugt er meiddist hann á hné í leik á sunnudaginn. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að liðbönd höfðu tognað og slitnað að hluta. Þeir ákváðu að taka Ásgeir úr gifsi, sem hann var í og vefja hnéð vel. Telja þeir að hann muni ná sér á 5—6 vikum. Ef samningar takast milli Bay- ern og Standard fer Ásgeir til Múnchen 19. júní og verður þar undir eftirliti lækna. Hann mun því ekki koma í frí heim til íslands eins og hann hafði áformað. „Yfirleitt voru öll svör hans út í hött og á það bæði við um að hann hafi staðið við gefin vilyrði við okkur og eins um samkomulag við Ásgeir Ólafsson. Hann er bara að reyna að klóra í bakkann." — Telur þú að pólitík sé á bak við þetta, eins og haldið er fram? „Já, það er náttúrulega alveg greinilegt að málið snýst um það.“ Magnús sagði í lokin: „Ég tel að þrátt fyrir þetta verði bæði stjórnin og nýr forstjóri að taka höndum saman um að vinna vel fyrir félagið og eigendur þess, sveitarfélögin. Við verðum að leit- ast við að halda áfram eftir beztu getu að þjóna sveitarfélögunum eins og félagið hefur gert. En ég sé afskaplega mikið eftir Ásgeiri úr starfi. Hann hefur verið afburða- maður og þessar óskir okkar voru fyrst og fremst um það að fá að njóta starfskrafta hans lengur. Ég satt að segja vonaðist til þess, að þó talað væri um að hann yrði til ársloka 1982 þá gæti það kannske orðið eitthvað lengur, þegar að því kæmi.“ „Ég vil ekki vera að tala um mál sem snertir mann sem er ekki heima við, mér -finnst að það sé verið að vega aftan að fólki með því að gera það,“ sagði Ásgeir Ólafsson fráfarandi forstjóri Brunabótafélagsins í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann var spurður álits á ummælum Svavars Gestssonar heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra í Morgunblaðinu í gær, en Svavar er staddur erlend- is. Að öðru leyti vildi Ásgeir ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Ekki rannsókn í blöðunum „RANNSÓKNIN fer ekki fram I blöðunum og ég svara engu um þctta,“ sagði Benedikt Blöndal hæstaréttarlögmaður i samtali við Morgunblaðið í gær, en hann var spurður úm gang rannsóknar sem Ingólfur Guðbrandsson óskaði eftir að fram færi, vegna fréttar frá landlækni um svonefnda Spánar- veiki. Spurningu Morgunblaðsins um hvort einhverrar niðurstöðu væri að vænta á næstunni svaraði Benedikt þannig: „Ég svara heldur engu um það, ég er bara að skoða þetta ákveðna mál og tala ekki um það á meðan ég er að því.“ Fundir á Seyðisfirði og Egilsstöðum Sjálfstæðisflokkurinn efnir til almennra stjórnmálafunda á Seyðisfirði í kvöld og Egilsstöðum eftir hádegi á morgun, iaugardag. Ræðumenn á þessum fundum verða Egill Jónsson, alþm. og Styrmir Gunnarsson, ritstjóri. A Seyðisfirði hefst fundurinn kl. 20.30 en á Egilsstöðum kl. 14.00 á laugardag. Fundirnir eru öllum opnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.