Morgunblaðið - 12.06.1981, Síða 12

Morgunblaðið - 12.06.1981, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ1981 Engum er Helgi líkur: „Og sagði þá fram fyrstu 60 blað- síðurnar í Njálu“ — Það hittist skemmtilega á að þið skuluð hafa áhuga á að fá við mig viðtal núna því nú eru einmitt 60 ár síðan ég kom með kindurnar að norðan, sagði Helgi Ilaraldsson á Ilrafnkelsstoðum er blaðamaður og fréttaritari Morgunblaðsins, sem annaðist ljósmynda- tökuna, voru sestir að góðgerðum en Sigríður systir Helga hafði lagt á borð af mikilli rausn. Helgi er níræður í dag — það þekkja hann allir og óþarfi að kynna hann. — Bændurnir hér í Hruna- mannahreppi kusu mig til að fara norður í Mývatnssveit og átti ég að kynna mér fjárrækt Þingeyinga en í því efni voru þeir taldir öðrum fremri. Mér leist nú ekki á þetta meira en svo en lét þó slag standa. Eg fór norður með Gullfossi í byrjun árs 1921 en þá var ég þrítugur og dvaldi fyrir norðan fram á jónsmessu. Ég braut mikið heilann um með hverjum hætti ég gæti orðið að gagni fyrir bændurna heima — þeir höfðu ekkert tiltekið hvað ég ætti að gera, bara að kynna mér þing- eyska fjárrækt. Það varð útúr að ég ákvað að fara með nokkrar úrvalskindur suður og Mývetn- ingar voru svo elskulegir að þeir leyfðu mér að velja úr bezta fénu. Og suður fór ég í sumarbyrjun með 12 veturgamlar gimbur og 8 hrúta. Ég rak hópinn einsamall inn á Akureyri, þaðan fór ég með skipi til Reykjavíkur og rak kindurnar svo einsamall upp í Hreppa. Þetta var erfið ferð en árangursrík. Síðan þá — í sextíu ár — hafa þingeyskar kindur verið hér í sveitinni. Ég starfaði að sauðfjárkynbótum alla mina búskapartíð og bændur sem fengu hjá mér kynbótahrúta báru allir sem einn að lömbin sem undan þeim kæmu væru þyngri og vænni en undan öðrum hrútum. Tveir hrútar voru fluttir til Grænlands til að kynbæta fjárstofninn þar. Seinna frétti ég svo að féð sem frá þeim var komið hefði fengið gullmedalíu á sauðfjársýningu í Danmörku. Það kom mér alls ekki á óvart en ég hafði gaman af því. Við víkjum talinu að ætt og uppruna Helga. — Ég er fæddur hérna á Hrafnkelsstöðum og hef átt hér heimili alla æfi. Faðir minn keypti jörðina 1880 — þegar hann settist hér að var jörðin 24 hundruð á landsvísu og túnið aðeins 20 dagsláttur. Við systkin- in erum búin að búa hér síðan 1927 en nú búa hér þrír systur- synir mínir í þríbýli og alls er jörðin orðin 200 hektarar. Faðir minn, Haraldur Sigurðs- son, var frá Kópsvatni en móðir mín, Guðlaug Helgadóttir, frá Birtingaholti og foreldrar mínir því bræðrabörn. Ég er kominn út af Magnúsi Andréssyni, þing- manni, í Syðra-Langholti en hann var héðan úr Hreppunum. Þessi ættbogi er kominn frá Bolholti í Rangárvallasýslu og kalla ég hana því Bolholtsætt. Ættfaðirinn, Eiríkur í Bol- holti, átti mörg börn og þau fluttust flest út í Árnessýslu. Elzta dóttir hans giftist Eiríki Vigfússyni á Reykjum og hann var forfaðir minn. Og svo er þetta alltsaman náskylt — Reykjaættin og Skeiðamenn og Hreppamenn — þetta er allt komið frá Eiríki gamla á Reykj- um. Það var hann sem orti vísuna frægu: Sá úk eftir saurtunum sem að koma af fjöllunum ok étnir eru i útlóndum. Og fleiri vísur sem fylgja þessari, til dæmis: LundabagKÍ enicinn er. ekki þetta dámar mér. allt í djoíuls danskinn fcr. Helgi hefur marglesið fornsög- urnar íslenzku og þykir fróður um allt sem að þeim snýr. Hann hefur sínar eigin kenningar um margt sem að þeim lýtur og hefur sett þær fram í blöðum og tímaritum. Það er sagt að hann hafi kunnað Njálu utanað hér áður fyrr — svo mikla stund lagði hann á lestur hennar. Ég spyr Helga hvenær hann hafi byrjað að lesa Islendingasögur. — Strax og ég varð læs. Eða reyndar voru það nú Fornaldar- sögur Norðurlanda sem ég las mest til að byrja með. Mér fannst þær skemmtilegri en Is- lendingasögurnar meðan ég var krakki — þar voru meiri bardag- ar og ennþá meiri kraftur í þeim. Fornsögurnar voru allar til á heimilinu — þær voru allar keyptar á uppboði þegar ég var 7 eða 8 ára. Þá var ég löngu orðinn læs og þetta var eins og hvalreki fyrir mig — en sérstaklega var það Njála sem heillaði mig. Hvers vegna hefur þú svona mikið uppáhald á Njálu? — Hún er svo vel skrifuð og þar er sagt frá afbragðs mönnum — miklum afbragðs mönnum. Og svo komst ég að því að einn bezti Njálumaðurinn er Hreppamaður — Kári Sölmundarson. Það er sá maður sem ég er alhrifnastur af í Njálu. Það vissi ég þó ekki fyrr en ég var orðinn stálpaður. í Landnámu stendur: Þorbjörn jarlakappi, hann keypti land af Má Naddoðarsyni í Hrepphólum og hann var faðir Sviðu-Kára. Kári er aldrei nefndur Sviðu- Kári nema þarna, það er ansvíti snjallt — hann sviðnaði náttúru- lega í Njálsbrennu en hann er aldrei kallaður Brennu-Kári. Það er sagt að þú hafir kunnað Njálu utanað. — Ég hugsa að ég hafi farið nærri því í eina tíð en ekki kunni ég hana nú alveg alla. Þetta kom upp þegar ég var á Hvanneyri, þá tvítugur, og mikið hafði ég nú gaman af því. Þá var Halldór Vilhjálmsson skólastjóri og hann kenndi m.a. í síðasta tíma á laugardögum sem var kallaður „ýmislegt". Þá um veturinn stakk hann upp á því að við færum með Njálu í þessum tíma — læsum hana og segðum hana svo fram. Það fór svo að ég var fyrstur kallaður upp að töflu til að fara með Njálu. Og ég fer að segja Njálu og fæ að standa þarna í klukkutíma og sagði þá fram fyrstu 60 blaðsíðurnar í Njálu. Ég man hve strákarnir litu upp til mín á eftir og skólastjóranum þótti þetta mikilsvert. Og auðvit- að fékk ég ennþá meira dálæti á Njálu eftir þetta. LJósm. SÍKurður SÍKmundsson. Ég hafði að sjálfsögðu lesið Njálu og reyndar allar íslend- ingasögurnar margoft — hjá afa mínum á Króksvatni var Njála alltaf lesin upphátt fyrir fólkið á hverjum vetri og svo var einnig á fleiri heimilum hér í sveitinni. Það er því engin furða þó ég hafi verið gagnkunnugur henni. Þú hefur haldið þvi fram að Snorri Sturluson og Sturia Þórðarson séu höfundar Njálu. — Já, ég hef skrifað um það — það er fjallað um það ítarlega í bókunum mínum en ég ætla ekki að reyna að rökstyðja það hér. Þessir tveir menn voru höfuð- snillingar sinnar aldar þannig að hugmyndin liggur beint við. Það er margt í Njálu sem er eins stílað og í Heimskringlu og Njálu. Snorri hefur þó ekki skrifað hana alla — það er ekki lokið við að rita Njálu fyrr en um 1280 og þá er Snorri úr sögunni fyrir nokkru. En einmitt um þetta leyti kemur Sturla Þórðar- son með lögbókina frá Noregi. Þeir Snorri voru bræðrasynir og ég held að það hafi verið Sturla sem lauk við Njálu. Það er athyglisvert hversu mikið er vitnað í lögbókina í Njálu — og varla hefur nokkur annar íslend- ingur verið svona kunnugur lög- bókinni, sem var nýkomin, annar en Sturla. Þá er augljóst að það er Sturla sem ritar kristnitöku- þáttinn — hann er alveg sams- konar og þátturinn aftan við Landnámu sem vitað er að Sturla ritaði. — Heldur þú að Njála sé sönn? — Ég tel að hún sé sönn í aðalatriðum — annað kemur ekki til mála. Auðvitað hefur höfundurinn lagað efnið til í hendi sér en allir helztu atburð- irnir hafa gerzt — fornleifarann- sóknir hafa þegar staðfest sumt. En hvers vegna snýr Gunnar aftur? — Það er ekki gott að segja — kannski voru það örlögin sem gripu inní. Hesturinn hnýtur og Gunnar lítur til Fljótshlíðarinn- ar og sýnist hún svo falleg að hann vill með engu móti fara. Mér finnst eiginlega Iíklegast að hann hafi ekki viljað láta undan — að honum hafi fundizt að hann yrði minni maður ef hann léti hrekja sig af landi brott. Það er ákaflega undarlegt að Kol- skeggur skuli fara utan en Gunn- ar snúa heim. Kolskeggur segir: „Hvorki skal ek á þessu níðast og engu öðru, því er mér er til trúað." Lifandis ósköp er þetta falleg setning. Og við höldum áfram að tala um Islendingasögur en það yrði alltof langt mál að taka upp hér. Helgi gerþekkir íslendingasög- urnar og talar um sögupersón- urnar eins og nágranna er hann hefur umgengizt langa æfi. Hann hefur ritað mikið um þetta efni og greinarnar verið gefnar út á bókum. — Bækurnar heita „Eng- um er Helgi líkur" og „Skýrt og skorinort". í þeim er líka saga Helga af Huppu á Kluftum — sem sögð er einstætt listaverk í Gagnfræðaskóla Akureyrar slitið: 140 luku grunnskólaprófi Gagnfræðaskóla Akur- eyrar var slitið 27. maí. Skólastjórinn, Sverrir Pálsson, minntist í upp- hafi ræðu sinnar, frú Sig- urjónu Pálsdóttur Frí- mann, eiginkonu Jóhanns Frímann, fyrrv. skóla- stjóra, en hún er nýlátin. Innritaðir nemendur voru alls 654, og voru 194 í 9 deildum framhaldsskólans og 460 í 20 deildum grunnskólans. Kennarar voru alls 67, 39 fastakennarar og 28 stundakennarar. Brautarstjór- ar framhaldsdeilda voru Guðfinna Thorlacius og Margrét Árnadóttir á heilbrigðissviði, Bernharð Har- aldsson á uppeldissviði og Valtýr Hreiðarsson á viðskiptasviði. Yfir- kennari er Ingólfur Ármannsson. Af heilbrigðissviði 3. árs munu að þessu sinni brautskrást 29 sjúkraliðar, en námslok þeirra dreifast á tímabilið janúar— ágúst, eftir því hvenær þeir ljúka hinum verklega námsþætti í sjúkrahúsi. úr 3. bekk viðskiptasviðs luku 9 nemendur verslunarprófi hinu meira, en hæstu meðaleinkunn hlaut Harpa Halldórsdóttir, 9,0. Hæstu einkunn á heilbrigðis- sviði 2. bekkjar hlaut Baldvina Kolbeinsdóttir, 8,1 á uppeldissviði urðu hæstar og jafnar Kristín Kolbeinsdóttir og Vala Ágústs- dóttir með einkunnina, 7,9, og á viðskiptasviði (almennu verslun- arprófi) varð hæst Aðalheiður Pétursdóttir 8,6. Fyrir það fékk hún bókaverðlaun og farandbikar frá Kaupmannafélagi Akureyrar. Einnig hlutu Harpa Halldórs- dóttir, 3. V, og Þóra Vala Haralds- dóttir, Elfar Aðalsteinsson og Magnús Hilmarsson, öll í 9. bekk, bókaverðlaun frá skólanum fyrir ágætan námsárangur, en Þuríður Sigurðardóttir, 2. U, formaður nemendaráðs, Fjölnir Freyr Guð- mundsson, 8.D, og Ingimar Eydal, 8.F, fengu verðlaun fyrir forystu í félagsmálum nemenda. Grunnskólaprófi luku 140 nem- endur, þar af náðu rétti til fram- haldsnáms 112 eða 80%. Meðaltal stiga í einstökum greinum á sam- ræmdu grunnskólaprófi hjá nem- endum skólans var yfirleitt all- langt yfir landsmeðaltali. Við skólaslit talaði Haraldur Óli Valdemarsson fyrir hönd gagn- fræðinga 1951 og afhenti peninga- upphæð frá þeim í bókasjóð skól- ans. Aðalsteinn Júlíusson talaði af hálfu gagnfræðinga 1961, sem gáfu 5000 krónur í listaverkasjóð. Ingimar Eydal kennari stýrði söng við athöfnina og lék undir á hinn nýja og glæsilega flygil skólans. IÍASIMINN ER: 22410 |H«r0nnbIaÍ)it»

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.