Morgunblaðið - 12.06.1981, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ1981
17
Þróunarsýning í málum
heyrnarlausra í 114 ár
OPNUÐ HEFUR verið sýninx á
veKum FélaKs heyrnarlausra að
SkólavörðustÍK 21 er nefnist
„l'roun í málum heyrnarlausra i
114 ár“ «k er hún framiaK félaKs-
ins til ALFA-árs. Verður sýnintfin
opin til 9. júlí frá kl. 14-16.30
alla datja. FélaK heyrnarlausra
rekur. i samstarfi við Foreldra- ok
styrktarfélaK heyrnardaufra,
skrifstofu í FélaKsmiðstöðinni að
SkólavörðustÍK 21 «k er þar veitt
þjónusta við heyrnarlausa eftir
þvi sem ha'Kt er hverju sinni.
Framkvæmdir félaKsins við
endurbætur á húsnæðinu hafa
verið kostnaðarsamar, en fjár-
móKnun byKKÍst að veruleKu leyti
á happdrætti. Er nýleKa hafin sala
á happdrættismiðum til styrktar
þessu verkcfni.
Félag heyrnarlausra var stofnað
11. febrúar 1960 og hefur starfsemi
þess vaxið stöðugt gegn um árin.
Árið 1977 festi það kaup á húsnæði
við Skólavörðustíg 21 á 2. hæð og er
nú verið að standsetja það. Félagið
er aðili að norrænu samstarfi.
Gefin hefur verið út Táknmálsbók
á vegum félagsins með tæplega
1500 táknum. Er verið að skrásetja
fleiri tákn og miðað að því að
standa jafnfætis hinum Norður-
löndunum á þessu sviði.
Þá hefur félagið mikinn áhuga á
að hér á landi verði tiltækir
táknmálstúlkar, þannig að heyrn-
arlaust fólk geti tekið þátt í
fundum og ráðstefnum á jafnrétt-
isgrundvelli á við heyrandi fólk.
Núverandi formaður Félags heyrn-
arlausra er Hervör Guðjónsdóttir.
Flakið dreift um ís,
snjó og auða jörðina
- því ekki að undra þótt leitarflokkar og leitarvélar fyndu ekki
flugvélina, segir í yfirlýsingu Rannsóknarnefndar flugslysa
„SVO SEM fram hefur komið i
fréttum. þá fannst flak TF-ROM
við Þverárvötn á TvidæKru.
Rannsóknarnefndin vill leggja
áherzlu á, að ekki er að undra
þótt leitarflokkar og leitarflug-
vélar finndu ekki flugvélina, þvi
flakið var sundurtætt, dreift um
is, snjó og auða jörð,“ segir m.a. i
yfirlýsingu frá Rannsóknar-
nefnd fluKslysa. sem Mbl. barst i
Kær.
Þá segir: „Öruggt, er að menn-
irnir fjórir hafa látizt samstundis.
Neyðarsendir flugvélarinnar fór
ekki í gang og er hann þess vegna
til rannsóknar á radíóverkstæði
flugmálastjórnar.
Rannsókn slyssins er á byrjun-
arstigi og gagnasöfnun er ekki
lokið. Er því of snemmt að slá
nokkru föstu um orsakir slyssins
Endanleg niðurstaða, ef hún
finnst, er ekki væntanleg fyrr en
eftir nokkrar vikur."
Rannsóknarnefnd flugslysa er
nefnd, sem samgönguráðherra
skipar til að rannsaka dauðaslys í
flugi, en hún vinnur að rannsókn
þessa máls í samstarfi við Loft-
ferðaeftirlitið.
Þverárvötn, þar sem flugvélin
lenti eru um það bil 10 km
suðaustur frá Fornahvammi, sem
er efst í Norðurárdal. Vélin lenti
samkvæmt upplýsingum Mbl., á
einu smærri vatnanna á vatna-
svæðinu, en Þverárvötn eru fjöl-
mörg vötn dreifð um nokkurt
svæði. Flugvélin mun síðan hafa
henzt upp á land, en vatnið var
ísilagt þegar slysið gerðist.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins er talið að flugvélin
hafi verið á norðausturleið, þ.e. á
leið til Akureyrar.
Eins og fram hefur komið var
að þyrla Landhelgisgæzlunnar,
TF-RAN, sem fann flakið í fyrra-
kvöld, en hún var þá á leið frá
Akureyri til Reykjavíkur, eftir
leitarflug á Tröllaskaga. Einn úr
áhöfninni var skilinn eftir við
flakið meðan þyrla fór í bæinn og
sótti Rannsóknarnefnd flugslysa,
fulltrúa Loftferðaeftirlitsins og
kafara til a kafa í vatninu.
Þyrlan flutti síðan lík mann-
anna í Fornahvamm, þar sem þau
voru sett í bíla Flugbjörgunar-
sveitarinnar í Reykjavík, sem
flutti þau til Reykjavíkur.
Með þessu er lokið einhverri
umfangsmestu leit sem fram hef-
ur farið hér á landi að flugvél.
Gífurlegur fjöldi leitarflugvéla
tók þátt í leitinni, auk leitar-
manna á landi, sem skiptu hundr-
uðum.
Flak fluKvélarinnar TF-ROM fannst við Þverárvötn, sem á kortinu
eru merkt með ör og stjörnu. Til glöggvunar eru dökkir hringir
merktir við Fornahvamm, efst i Norðurárdal ok við Stað i Hrútafirði.
FRÁ ORKUÞINGI:
Orkusparnaður:
Ódýrasti kosturinn
Orkusparnaður. bætt nýtinK
orkunnar, samhliða uppbygK-
ingu i orkuiðnaði, er mikið hag-
kvæmnisatriði í þjóðarbúskapn-
um, sagði Björn Friðfinnsson á
Orkuþingi á miðvikudaginn.
Orkusparnaður kemur þjóðinni
að gagni i minni gjaldeyrisnotk-
un ok með hjálp hans veröur
meira fjármagn og vinnuafli til
ráðstöfunar i arðbær verkefni. t
stærra samhcngi hefur orku-
sparnaður áhrif á alþjóðlegan
orkumarkað og hann stuðlar að
betri meðferð jarðarbúa á tak-
mörkuðum auðlindum plánetunn-
ar.
Björn gerð grein fyrir störfum
Orkusparnaðarnefndar, notkun
innflutts eldsneytis, orkusparnaði
í hitun húsa, í iðnaði, í heimilis-
notkun o.fl. „Að sjálfsögðu „er
nauðsynlegt að halda áfram að
efla lífskjaragrundvöll þjóðarinn-
ar með aukinni nýtingu orkulinda
okkar“, sagði hann, „en fjármuna-
lindir okkar mannauður eru tak-
mörkum háðar og því verður
nýting orkunnar að batna samfara
auknu orkuframboði."
Bragi Árnason:
Æ-
Islenzkt eldsneyti
Tæknilega er ekkert því til
fyrirstöðu að framleiða allt
það eldsneyti sem landsmenn
þarfnast hérlendis — úr
vatni, raforku. innfluttum
kolum eða olíum, sagði Bragi
Arnason, próíessor, á Orku-
þingi á miðvikudaginn. Jafn-
framt virðast fyrir hendi ýmsir
möguleikar á að taka upp
eldsneytisgerð, sem eingöngu
byggir á innlendum afgöngum.
Ljóst er hinsvegar, sagði hann,
að framleiðslukostnaður er í
ölium tilfellum hærri en núver-
andi innflutningsverð benzins
og olíu, og í sumum tilfellum
miklu hærri. En ef marka má
spár sérfræðinga um hækkun
olíuverðs og lækkun á fram-
leiðslukostnaði vetnis með
rafgreiningu er liklegt að þessi
munur eigi eftir að minnka
verulega á þeim tíma sem það
tæki íslendinga að byggja upp
eigin eldsneytisiðnað.
Bragi Árnason ræddi einkum
um methanol, sem framleiða
má úr innfluttu kolefni en vel
hugsanlega einnig úr íslenzk-
um mó. Stærstu mómýrar
landsins eru við norðanverðan
Faxaflóa og á Suðurlandsund-
irlendi, sagði hann. Þá fja.lla.0i
hann og um ammoníakfram-
leiðslu, en til hennar þarf
einungis vatna og raforku.
Bragi taldi ammoníak gott
eldsneyti á aflvélar, en einnig
megi brjóta það niður í vetni og
köfnunarefni.
Sjálfsagðasta leið til uppbyggingar:
Efling prkuiðn-
aðar á Islandi
Með vélbátum og botnvörpung-
um i upphafi þessarar aldar hófst
iðnbylting á Islandi, hálfri ann-
arri öld síöar en annarsstaðar í
V-Evrópu, segir i erindi Gylfa Þ.
Gíslasonar á OrkuþinKÍ á mið-
vikudaginn. Þetta var upphafið á
ferð þj<>ðarinnar frá frumstæðu,
einhæfu ok fátæku samfélaKÍ inn
í tæknivætt velferðarþjóðfélaK.
Auðvitað hefur islenzkt þjóðfélaK
Kjörbreytzt frá aldamótum. Þá
bjuKKU 80% þjóðarinnar i sveit-
um en nú búa 85% þeirra i bæjum
ok þorpum. En islenzk tunKa og
menninK beið ekki skipbrot við
umrótið. hcldur hefur hún eflzt
ok styrkzt ok orðið f jölbreyttari.
í sambandi við eflingu orku-
freks iðnaðar á íslandi, sem ég tel
sjálfsögðustu leiðina til áfram-
haldandi uppbyggingar íslenzkra
atvinnuvega, ber ég ekki kvíðboga
fyrir því, að íslenzkri menningu
verði hætta búin né að ekki verði
hægt að standa nægilega traustan
vörð um íslenzkt sjálfstæði, þótt
samstarf verði haft við erlenda
aðila. Um það getur varla verið
ágreiningur, að uppbygging
orkuiðnaðar á íslandi getur ekki
orðið án samvinnu við erlenda
aðila. Spurningin er sú, hversu
mikil sú samvinna þurfi að vera,
ef orkuiðnaðurinn á að vera arð-
bær og afkoma hans örugg.
Ef horft er til baka til upphafs
þróunar í sjávarútvegi, sem varð
þjóðinni heilladrjúg, verður að
minnast þess, að forsenda hennar
var sú, að fyrsti stóri bankinn á
íslandi, íslandsbanki, flutti mikið
erlent fjármagn til landsins. En
hinn nýi sjávarútvegur varð ís-
lenzkur, þótt óttaraddir heyrðust
um annað. Og uppbygging orku-
iðnaðar krefst miklu meiri sam-
vinnu við erlenda aðila en fyrr-
greind uppbygging sjávarútvegs
gerði nauðsynlega. Á hinn bóginn
munu miklu minni breytingar á
búsetu og störfum sigla í kjölfar
aukinnar hlutdeildar orkuiðnaðar
í þjóðarframleiðslunni en sigldu í
kjölfar þeirrar byltingar sem varð
í sjávarútvegi á fyrstu áratugum
aldarinnar.
Oíuhitun húsa:
18% húsnæðis -
50% kostnaðar
Árið 1979 var húshitun á íslandi
að 71,1% með jarðvarma, 10,7%
með rafmagni en 18,2% með olíu.
Þessi hlutföll verða þó allt önnur
ef kostnaðarleg skipting húshitun-
ar milli þessara varmagjafa er
tekin til athugunar. Þau rúmlega
18% húsakosts þjóðarinnar, sem
hituð eru með olíu, taka til sín
50,7% heiidarkostnaðar við hús-
hitun, þau tæplega 11% sem hituð
eru með rafmagni 15,4% kostnað-
ar, en 71% húsakostsins á jarð-
varmasvæðum aðeins tæplega
40% kostnaðarins. Þetta kom
fram í ræðu Jónasar Elíassonar á
Orkuþingi á miðvikudaginn, en
hann flutti erindi um þróun og
horfur í húshitun hér á landi.