Morgunblaðið - 12.06.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.06.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ1981 „ÞFIR FARA ALLTAP l' JNDfAWA- LEIK \ MATARTÍMMiUM!" ... aö lofa þreytt- um aö sofa TM R«g U.S. Pal Off.-aN hghu reservw » 1W1 Loa Angates Timts Syndicalt Hvort er það læknir. eitthvað Eggin eru soðin! sem ég verð að læra að lifa með, eða læra að lifa án? HÖGNI HREKKVÍSI /, HVAA ÉR KLUKKAN ?■ ■ . Þú F€Rf> Firam MlNÚTUR TlL A0 KOMA HfNNI l/PP A VBbO/’ .KÚKÚ.KÓKl)/" Fljúgandi furðuhlutir: Trúin og veruleikirm Guðmundur Magnússon B.A. skrifar: „A hvítasunnudag birti Morg- unblaðið viðtal við menntaskóla- pilt, Ólaf St. Pálsson að nafni, sem nýkominn var af ráðstefnu um „fljúgandi furðuhluti" í Lundún- um og virtist sannfærður um að vitsmunaverur frá öðrum hnött- um heimsæktu jörðina með leynd öðru hverju. Olafi er auðvitað frjálst að taka trú á hvaða vit- leysu sem er, en þegar virt og víðlesið blað, eins og Mbl. á frumkvæði að því að birta frásögn hans athugasemdalaust og gefur þannig til kynna að mark sé á henni takandi er það skylda þeirra, sem telja sig vita betur að mótmæla. Ég held að hér hljóti að hafa verið um mistök að ræða og ritstjórar Mbl. sjái ástæðu til að eftirfarandi athugasemdir fái áberandi rúm í blaðinu við fyrsta tækifæri. Hvernig hirtast „FFH“? í upphafi er rétt að spyrja hvað það er sem fólk þykist sjá og kallar „fljúgandi furðuhlut“ eða „FFH“. (Á ensku er talað um „UFO“ eða unidentified flying object“.) Flestir segjast sjá ókennileg ljósfyrirbrigði á himin- hvolfinu. Margir tala um hluti á flugi sem ekki geti verið venju- legar flugvélar. I þeim hópi er m.a. fólk sem kveðst hafa séð loftför sem örugglega séu frá öðrum hnöttum. Nokkrir staðhæfa að þeir hafi orðið vitni að því að geimskip lentu á jörðinni og sumir segjast hafa farið um borð í slík skip þar sem einkennilegar verur hafi grannskoðað þá áður en þeir voru iátnir lausir. Þeir sem sækja ráðstefnur af því tagi sem viðmælandi Mbl. sat í Lundúnum á dögunum (en slíkar ráðstefnur eru ekki óalgengar) eru yfirleitt sammála um að hin óskýrðu ljósfyrirbrigði á himnin- um stafi frá farartækjum vits- munavera frá öðrum hnöttum. Reynslusögur fólks sem segist hafa komist í náin kynni við slíkar verur styrkja þá sannfæringu. Vísvitandi biekkingar En sannleikurinn er sá að sög- urnar um fljúgandi furðuhluti virðast ekki hafa við minnstu rök að styðjast. Aðrar skýringar — og betri — á loftsýnum manna og reynslu eru fyrir hendi. Blekk- ingar koma fyrst í hugann. Marg- víslegar ástæður geta legið til þess að fólk kýs að hafa blekkingar í frammi: til að skemmta sér, til að beina athygli að sér, til að komast í fjölmiðla eða græða peninga. Vísindarithöfundurinn Philip J. Klass hefur rakið fjöldamörg dæmi um slík svik í bók sinni UFOs Explained (New' York 1976). Hann hefur m.a. afhjúpað sem vísvitandi svik atvik sem formælendur FFH-safnaða hafa talið markverðustu sannanir fyrir heimsókn vitsmunavera frá öðrum hnöttum til jarðarinnar. Skynjunarvillur ok sálsýki Loftsýnir fólks geta líka verið skynjunarvillur, en alkunna er að ofskynjanir einkennast oft af því að menn telja sig sjá sterk ljós. Skynjunarvillur þurfa ekki að vera bundnar við einn einstakling, t.a.m. er oft um sameiginlegar skynvillur að ræða við múgsefjun. Öll höfum við lesið um galdrafár fyrri alda þegar hópar fólks töldu sig sjá nornir og púka. Frægt er einnig dæmið frá New York árið 1938 þegar útvarpsleikrit H.G. Wells í búningi Örsons Welles leiddi til ringulreiðar í borginni og fjöldamargir voru sannfærðir um að þeir hefðu séð Marsbúa spíg- spora um götur. Þá ber að hafa í huga að hörmulega fjölmennur hópur fólks á við ýmis konar sálsýki að stríða og sumu þessu fólki er ekki sjálfrátt. Það verður fyrir marg- víslegri reynslu í hugarheimi sín- um og ruglar henni óafvitandi saman við veruleikann. Alltaf eru þeir einhverjir sem taka mark á uppspuna slíks fólks, oftast vegna þess að ekki er vitað um veikindi þess. Skýrsla bandaríska flughersins Athuganir leiða enn fremur í ljós að „óskýrð ljósfyrirbrigði á himninum" eru oft hversdagsleg náttúrufyrirbrigði, eða á ferðinni eru loftför sem menn hafa smíðað og eru sérkennileg í útliti, s.s. belgir og veðurtungl. Edward U. Condon, sem stjórnaði rannsókn bandaríska flughersins á fljúg- andi furðuhlutum á árunum 1966—1969, greinir frá mörgum slíkum dæmum í Final Report of the Scientific Study of Unidenti- fied Flying Objects (New York 1969). Sérfræðingar flughersins komust að þeirri niðurstöðu að ekkert benti til heimsókna frá öðrum hnöttum eða að einhvers konar yfirnáttúrulegra skýringa væri þörf á sýnum manna. Að sömu niðurstöðu hníga rannsóknir sem frá er greint í bók Thorton Pages og Carl Sagans: UFOs: A Hverjir eiga Val- höll á Þingvöllum? 8759-4475 skrifar: „Mig langar til að beina þeirri spurningu til réttra aðila (Ferðamálaráðs?), hverjir eigi Valhöll á Þingvöllum? Er það ríkið, viðkomandi sveitarfélag, einkaaðilar eða allir þessir aðil- ar í sameiningu? Maður hefur alltaf haft það á tilfinningunni að Valhöll væri svo sjálfsagður viðkomustaður allra á leið um þjóðgarðinn og væri hluti af honum. Þannig finnst mér stað- urinn hafa verið auglýstur upp og ég hugsa að það finnist fleirum; sem sé að greiðasölu- staðurinn Valhöll hafi notið þjóðgarðsins í þessum efnum eins og um bein tengsl væri að ræða þar á milli. 100% hærra verðlag en í Hveragerði En verðlagið á þessum greiða- sölustað gefur manni ekki til- efni til þjóðlegra umþenkinga og tekur raunar út yfir allan þjófa- bálk. Þar kostar molakaffið 17 nýkr. eða 1.700 gkr. Ég kynnti mér verðlag á hótelum hér í borginni og þar var það dýrast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.