Morgunblaðið - 12.06.1981, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ1981
Einar stendur sig
vel með Skövde
MeðfylKjandi mynd rakst Mbl.
á í KópavoK'Stíðindum. en þar er
hún eÍKnuð sænsku dagblaði. f
Kreininni sem íyljfir þessari
mynd er sajft frá afrekum Einars
Þórhallssonar á knattspyrnuvell-
inum, en Einar stundar fram-
haldsnám i læknisfræði i smá-
bænum Skðvde i Sviþjóð. Einar,
sem lék áður með UBK, leikur
með 3. deildar liði Skövde.
Einar kom liði sínu til bjargar
eigi alls fyrir löngu, Skövde mætti
þá Heimer, liði sem talið er mun
sterkara en Skövde, en Skövde
tókst engu að síður að krækja í
annað stigið. Mest megnis þó
vegna einstaklingsframtaks Ein-
ars Þórhallssonar, sem skoraði
jöfnunarmark liösins eftir að hafa
brunað upp allan völlinn og spyrnt
föstu skoti á mark Heimer. Á
meðfylgjandi mynd má sjá mark-
vöcð Heimer freista þess að
bjarga með miklum tilþrifum, en á
innfelldu myndinni hampar Einar
einhverra hluta vegna skó sínum.
Markaregn í
bikarkeppni KSI
Stórskotahríð í
Keflavík
ÍBK gersigraði Skallagrím í
bikarkeppni KSÍ í fyrrakvöld,
lokatölur urðu 7—0 eftir að staðan
í hálfleik hafði verið 3—0. Það var
einkum í síðari hálfleik, sem ÍBK
hafði gífurlega yfirburði og þá
hefðu mörkin allt eins getað orðið
10 en ekki fjögur.
Ómar Ingvarsson skoraði fyrsta
markið strax á fimmtu mínútu og
á 37. mínútu bætti hann öðru við,
sérlega glæsilegu. í millitíðinni
hafði Sigurður Björgvinsson
klúðrað víti eftir að Óli Þór hafði
verið felldur innan teigs. En
tveimur mínútum fyrir leikhlé
bætti Einar Ásbjörn Ólafsson við
þriðja markinu með skalla eftir
hornspyrnu.
Síðari hálfleikur var varla byrj-
aður er Gísli Eyjólfsson komst á
blað með góðum skalla og við það
mark má segja að Borgnesingarn-
ir hafi fyrst brotnað. Steinar
Jóhannsson skoraði fimmta mark-
ið með skalla eftir fyrirgjöf Skúla
Rósantssonar á 61. mínútu og
fimm mínútum síðar skoraði Óli
Þór fallega eftir mikinn einleik.
Fimmtán mínútum fyrir leikslok
skoraði síðan Sigurður Björg-
vinsson sjöunda markið úr víti
eftir að Óli Þór hafði verið felldur.
Bestu menn ÍBk voru ómar
Ingvarsson, Sigurður Björgvins-
son og Óskar Færset, einnig óli
Þór, en hann þótti þó heldur
eigingjarn.
ÖrugRt hjá Þrótti
Reykjavíkur-Þróttur sigraði
Reyni frá Sandgerði nokkuð ör-
ugglega í slökum leik. Lokatölur
urðu 3—0 og gerðu tvö mörk á jafn
mörgum mínútum undir lok fyrri
hálfleiks útslagið. Þau skoruðu
Jóhann Hreiðarsson og Baldur
Hannesson. ómar Björnsson átti
besta færi Reynis á 50. mínútu, en
skot hans var vel varið og tíu
mínútum síðar innsiglaði Ásgeir
Elíasson sigur Þróttar, er hann
skoraði með skalla eftir horn-
spyrnu.
Fylkir áfram...
Fylkir sló Snæfell frá Stykkis-
hólmi út úr keppninni er liðið
skoraði tvö mörk gegn engu.
Yfirburðir Fylkis voru miklir, en
markaskorunin hin strembnasta
þraut eins og fyrri daginn hjá
liðinu. Anton Jakobsson og Helgi
Indriðason skoruðu þó fyrir liðið
og það dugði til sigurs.
... einnig Víðir
Víðir sigraði ÍK mjög örugglega
3—0 í Garðinum og þar var
Guðmundur Knútsson hetja liðs-
ins, skoraði tvívegis, en Björgvin
Björgvinsson bætti þriðja mark-
inu við.
Aðalsteinn í formi
Aðalsteinn Valgeirsson var í
essinu sínu, er Huginn frá Seyðis-
firði sigraði Austra örugglega
3—0. Aðalsteinn skoraði tvívegis í
leiknum, en Sveinbjörn Jóhann-
esson skoraði þriðja markið.
óvænt i Hafnarfirði
Lið Grindavikur sigraði Hauka í
Hafnarfirði 3—2. Grindavíkurlið-
ið sýndi góðan leik og barðist
allan leikinn mjög vel.
Mörk liðsins skoruðu Kristinn
Jóhannsson 2, og Jón Sveinsson 1.
Mörk Hauka skoruðu Einar Ein-
arsson og Björn Svavarsson.
Stjörnuhátíð í Laugardal 17. júní:
Margir fraegir atvinnumenn
í knattspyrnu mæta
íslandsmeisturum Vals
• Þeir félagar Atli Eðvaldsson og Magnús Bergs sem leika með
Borussia Dortmund munu mæta og leika i stjörnuliði Ásgeirs
Sigurvinssonar.
Það verður sannkölluð stjörnu-
hátið hjá knattspyrnudeild Vals
á Laugardalsvellinum á 17. júni.
Þetta er framlag deildarinnar á
70 ára afmæli Vals. Hátiðin hefst
kl. 17.30. Þá mun hljómsveitin
Start leika. og hinn landsfrægi
Laddi skemmta og kynna lög af
nýju plötunni sinni. Rúsinan i
pylsuendanum er stjörnuleikur i
knattspyrnu. Leikurinn hefst kl.
18.15. Þá mun fallhlifarstökkvari
svifa niður á aðalleikvanginn
með boltann sem spila á með. Það
verða íslandsmeistarar Vals sem
munu mæta stjörnuliði Ásgeirs
Sigurvinssonar. Eins og kunnugt
er meiddist Ásgeir illa i siðasta
leik sinum á keppnistimabilinu
og getur þvi ekki leikið með. Þess
i stað hefur hann tekið að sér að
stjórna stjörnuliðinu.
Það verða margar stórstjörnur
sem mæta til leiks í liði Ásgeirs.
íslensku leikmennirnir sem hafa
staðið sig mjög vel með hinum
erlendu liðum sínum munu mæta í
leikinn og bjóða með sér einum til
tveimur leikmönnum. Frá liði Ás-
geirs, Standard, koma þrír frægir
kappar. Þeir Tahamata, Dard-
enne, og Edström. Hollendinginn
Simon Tahamata er óþarft að
kynna. Hann er án efa einn allra
besti knattspyrnumaður í Evrópu
í dag. Hann lék með stórliðinu
Ajax áður en hann var keyptur til
Standard. Janus Guðlaugsson
mætir með tvo leikmenn frá For-
tuna Köln. Þá Jupp Pauli sem
leikur í markinu, og danska lands-
liðsmanninn Flemming Nielsen.
Þeir félagar Atli Eðvaldsson og
Magnús Bergs munu mæta frá
Borussia Dortmund ásamt einum
miðvallarleikmanni, Wagner.
Arnór Guðjohnsen kemur frá Lok-
eren, ásamt belgíska unglinga-
landsliðsmanninum Marc Ver-
bruggen. En hann þykir einn
efnilegasti leikmaðurinn i belg-
ísku knattspyrnunni í dag. Þá
mun Teitur Þórðarson, sem hefur
staðið sig svo frábærlega vel í
Svíþjóð að undanförnu, mæta til
leiks. Albert Guðmundsson kemur
gagngert frá Kanada og spilar. Og
jafnframt Karl Þórðarson sem
nýverið gerði samning við 1. deild-
ar lið í Frakklandi. Pétur Péturs-
son mun reyna að mæta til
leiksins, en það var óvíst hvort það
tækist vegna félagaskiptanna sem
hann hefur staðið í, svo og flutn-
inga á milli staða. Hinn kunni
markvörður hér á árum áður
Sigurður Dagsson mun verða
varamarkvörður stjörnuliðsins.
Eins og sjá má á þessari upptaln-
ingu hér að ofan eru stórstjörnur
á ferðinni. Og ekki á hverjum degi
sem knattspyrnuunnendur fá
tækifæri til að sjá slíka leiki. Það
er því rétt að tryggja sér miða á
leikinn tímanlega. Forsala að-
göngumiða hefst í dag kl. 12.00
fyrir framan verslunina Karnabæ
í Austurstræti. Fyrstu tvo klukku-
tímanna verða þeim er miða
kaupa veitt ókeypis Coke hressing.
Það kom fram á blaðamanna-
fundi hjá Val í gærdag, að sölu-
verð þeirra leikmanna sem mæta í
leikinn er á milli þrír til fjórir
milljarðar gkróna. Jafnframt vildi
stjórnin koma á framfæri þakk-
læti til íslensku atvinnumannanna
sem voru boðnir og búnir til að
gera allt sem í þeirra valdi stæði
til þess að leikurinn gæti farið
fram. —ÞR.
• Coe hljóp ótrúlega vel og setti nýtt heimsmet.
Glæsilegt heimsmet
í 800 m hlaupi
• Sebastian Coe setti nýtt og glæsilegt heimsmet í 800 metra hlaupi i
Feneyjum f fyrrakvöld. Sló hann þar met sem hann átti sjálfur.
Illaupið fór fram við bestu hugsanlegar aðstæður og sigraði Coe með
gifurlegum yfirburðum. Tími hans, nýja heimsmetið, var 1:41,72
minútur, en gamla metið var 1:42,40.
Vetrar-OI í
Svíþjóö 1988?
SVÍAR hafa sótt um að halda
Vetrarólympiuleikana 1988, en
skoðanir i landinu eru skiptar,
þvi slíkt fyrirtæki kostar offjár
og koma peningarnir að sjálf-
sögðu úr vösum skattgreiðenda.
En rikisstjórn Svfþjóðar hefur
ákveðið að styðja við bakið á
ólympiunefnd sinni hvað sem
tautar og raular.
Hugmyndir Svía varðandi
leikjahaldið eru nokkuð frá-
brugðnar því sem áður hefur
tíðkast, þ.e.a.s. þeir hafa hug á að
tvískipta leikunum. Megnið af
þeim mun þó fara fram í Falun í
Dölum, svo fremi sem Svíþjóð
verður fyrir valinu. Fleiri borgir
bítast um bitann, Calgari í Kan-
ada og Cortina á Ítalíu. Alþjóða
ólympíunefndin mun koma saman
til fundar í Baden-Baden í Vest-
ur-Þýskalandi í september næst-
komandi og úthluta þá umrædd-
um vetrarleikum.
RM í dag
Reykjavikurmeistaramótið i
frjálsiþróttum verður háð á
Laugardalsvelli i dag og á morg-
un. Keppni hefst kl. 19 i kvöld.