Morgunblaðið - 26.08.1981, Side 16

Morgunblaðið - 26.08.1981, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1981 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 80 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. 2% og Þjóðviljinn K jartan Ólafsson ritstjóri Þjóðviljans og varaformaður Alþýðu- bandalagsins hefur sett fram stefnu sína varðandi kjarasamn- ingana í haust. Hann komst að þeirri niðurstöðu í forystugrein í blaði sínu á föstudaginn, að líkindi væru fyrir því, að þjóðartekjur á mann ykjust um 2% á þessu ári og gaf jafnframt til kynna, að sú aukning ætti að renna til að hækka grunnkaup launþega. Þar með boðar Þjóðviljaritstjórinn um 2% grunnkaupshækkun á þessu ári, en eins og kunnugt er renna samningar almennra launþega út fyrir 1. nóvember og fyrir dyrum standa kjaraviðræður forystumanna verkalýðsins og vinnuveitenda. Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins sagði álit sitt á kenningu Kjartans Ólafssonar um 2% svigrúmið í Morgunblaðinu á sunnudaginn. Sjaldan hefur forystumaður úr hópi vinnuveitenda verið jafn sammála ritstjóra Þjóðviljans og liðsodda Alþýðubandalagsins og Þorsteinn Pálsson í ummælum sínum um Kjartan Ólafsson og viðhorf hans í kjaramálum. Að vísu er Þorsteinn ekki eins bjartsýnn og Kjartan um vöxt þjóðartekna á mann. Að mati Þorsteins verður svigrúmið minna en Kjartan gefur til kynna. í því sambandi er og vert að hafa í huga, að af hálfu Þjóðhagsstofnunar er talið, að þjóðarframleiðsla muni standa í stað á árinu. Hins vegar megi búast við 1% hækkun þjóðartekna í heild, sem þýði, að þjóðartekjur á mann versni ekki heldur standi í stað. Þótt þá Þorstein Pálsson og Kjartan ólafsson greini á um vöxt þjóðartekna á mann, markar hitt tímamót, að framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins og varaformaður Alþýðubandalagsins skuli sammála um meginviðmiðunina í komandi kjarasamningum. Til dæmis eru þeir Kjartan og Þorsteinn sammála um, að það sé út í hött taka nú á árinu 1981 mið af því svigrúmi, sem var til launahækkana á árinu 1977. I því efni mótmæla þeir kröfum ýmissa forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar. Þá munu þeir Kjartan og Þorsteinn einnig sammála um það, að óþarft sé að draga upp of svarta mynd af þróun kaupmáttar síðustu þrjú ár. Og að lokum lýsir Þorsteinn Pálsson eindregnum stuðningi við þau skrif Kjartans ólafssonar, að kjarasamn- inga verði að gera í fullu samræmi við verðbólgumarkmið ríkisstjórnar- innar. Ýmsir hafa spáð því, að mikil harka verði í komandi kjarasamningum. Þeir spádómar eru varla á rökum reistir, þegar samhljómur er milli framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins og ritstjóra Þjóðviljans, sem þar að auki er varaformaður Alþýðubandalagsins. En tök Alþýðubandalagsins á verkalýðshreyfingunni eru einmitt lykill þess að stjórnarráðinu. „Rússagrýlan“ í kjarnorkueldflaug Þjóðviljinn kvartar sáran undan því í gær, að hér í blaðinu skuli hafa verið vakið máls á því (í Reykjavíkurbréfi sl. sunnudag), að svonefndir friðarsinnar verði að sæta því, að sjónarmið þeirra séu mæld með stiku almennrar skynsemi. Gerir blaðið kröfu um, að skynseminni verði hafnað í umræðum um kjarnorkuvopn, á þeirri forsendu, að Bandaríkjamenn „vilji" nú koma fyrir nýjum kjarnorkuvopnum í Vestur-Evrópu og kenningar séu fram komnar um „takmarkað kjarnorkustríð" er „myndi þýða gjöreyðingu Mið-Evrópu“, svo að vitnað sé til orða Þjóðviljans. Hin tilvitnuðu orð sýna, hve almenn skynsemi og þekking er fjarlæg Þjóðviljamönnum, þegar þeir fjalla um kjarnorku- málin. í fyrsta lagi samþykktu Atlantshafsbandalagsríkin öll í desember 1979 að svara SS-20 kjarnorkueldflaugum Sovétmanna með því að koma á fót eigin kjarnorkueldflaugakerfi í Vestur-Evrópu. Forsenda þeirrar ráðstöfunar er trygging öryggis innan ramma kenningarinnar um ógnarjafnvægið, sem Þjóðviljinn sýnist sætta sig við. I öðru lagi eru það aðeins áróðursmeistarar Kremlverja og talkór þeirra í lýðsræðislöndunum, sem telja, að fyrir dyrum standi . „takmarkað kjarnorkustríð", aðrir vita, að í ákvörðun Bandaríkjastjórn- ar frá síðasta sumri um skotmörk langdrægra kjarnorkueldflauga Bandaríkjanna fólst, að eldflaugunum skuli fremur miða á hernaðarlega mikilvæga staði í Sovétríkjunum en borgir og þéttbýli. Bandaríkjamenn telja, að þessi ákvörðun sé til styrktar kenningunni um ógnarjafnvægið, sem almenningur getur sætt sig við að mati Þjóðviljans. Það eru Sovétmenn, sem halda því fram, að ákvörðunin þýði „gjöreyðingu Mið-Evrópu“ — auðvitað er Þjóðviljinn sammála því, enda er „rússagrýlan" komin um borð í kjarnorkueldflaug á síðum Þjóðviljans og eins og jafnan áður vill blaðið, að strax sé gefist upp fyrir þeirri grýlu. Lög um kæligeymslu? Hvað er orðið um framtak og sjálfstæði einstaklinga hér á landi, ef grásleppuhrognaframleiðendur geta ekki reist kæligeymslu nema Alþingi samþykki lög um framkvæmdina? Samtal við sr. Pétur Sigurgeirsson: „Kirkjan þarf að vera1 samtíð siirni og boða fa Séra Pétur Sigurgeirsson og frú Sólveig Ásgeirsdóttir. — Fyrsta tilíinningin var hirta og hlýja, en einnig vitundin um þá miklu ábyrgð, sem bisk- upsstarfinu fylgir, — sagði séra Pétur Sigurgeirsson vígslubisk- up, þegar fréttamaður Mbl. ræddi við hann í dag á heimili hans og konu hans, frú Sólveigar Ásgeirsdóttur. — Þegar Olafur Walter hringdi til mín í morgun og tilkynnti mér úrslit kosningarinnar, kom það á daginn, sem mig hafði grunað, að við sr. Ólafur yrðum mjög jafnir að atkvæðum í þessari seinni kosningu. Á hvorn veginn munur- inn yrði, gat enginn vitað, en þó hef ég nú verið að búa mig undir það, að þetta færi á þennan veg. — Ég er afar þakklátur fyrir það traust, sem prestar og leik- menn hafa sýnt mér, og slíkt hrærir mann til auðmýktar og gleði í senn. En jafnframt kalla þessi úrslit til mikillar ábyrgðar, því að starf biskups er vandasamt og ábyrgðarmikið. — Verður þér ekki hugsað til þeirra manna, sem áður hafa verið í embætti biskups? — Ég hef lært mikið af for- dæmi þeirra, sem gegnt hafa embætti áður. Ég man þrjá for- vera núverandi biskups, þá Jón Helgason, Ásmund Guðmundsson, og svo auðvitað föður minn, Sigur- geir Sigurðsson. Mér er minnis- stætt, þegar faðir minn var kosinn biskup árið 1938 með mjög naum- um meirihluta, — eins atkvæðis mun eins og ég nú. Kosning hans hafði mikil áhrif á mig, og um svipað leyti tók ég þá ákvörðun að fara í guðfræðideild. Hann hafði alltaf mikil áhrif á mig, allt frá því að ég var lítill drengur í heimahúsum á ísafirði. Hann var afar sterkur persónuleiki. — Þeir tveir, sem á eftir honum komu, voru svo kennarar mínir í guð- fræðideild. — Verður ekki vandi að taka við embætti af herra Sigurbirni Einarssyni? — Hann vígði mig til embættis vígslubiskups í Hóladómkirkju í ágústmánuði 1969, og upp frá því má segja, að ég hafi fengið tækifæri til að kynnast starfi hans í þessu embætti, bæði með því að sitja á kirkjuþingi og vera í kirkjuráði. Það er óhætt að segja, að hann er afar mikilhæfur mað- ur, og það er Iærdómsríkt að sjá, hverjum tökum hann tekur þau viðfangsefni, sem við er að glíma, bæði af viturleik og framsýni. Hvað mig sjálfan snertir, þá hefur uppörvun hans í preststarfi mínu haft mikið gildi fyrir mig. Það er heldur engum blöðum um það að fletta, að hann hefur haldið áfram að vera kennari minn, þótt í öðrum „háskóla" sé. — Nú taka leikmenn í fyrsta sinn þátt í biskupskosningu. — Mér þykir vænt um, að sú nýbreytni gat komist á, að þeir yrðu til þess kvaddir, því að ég er þeirrar skoðunar, að það sé mjög heillavænlegt fyrir kirkjuna að fela leikmönnum störf og kalla þá til meiri þjónustu og ábyrgðar en hingað til hefur tíðkast. Að því miðar m.a. leikmannaskólinn, sem við höfum komið á fót á Hólum og starfar í námskeiðsformi. — Nú ert þú frumkvöðull að æskulýðsstarfsemi í nýju formi innan kirkjunnar. Muntu ekki hlynna að því starfi eftir föngum hér eftir sem hingað til? — Jú, það er nú eitt af mínum hjartans málum. Ég ákvað þegar við upphaf prestskapar míns að vinna allt það sem ég gæti til þess að laða börn og unglinga inn í kirkjuna, svo að þau fengju ung það veganesti, sem entist þeim til heilla til leiðarloka ævibrautar. — En auk æskulýðsstarfs hefur kirkjan á síðustu áratugum tekið sér ýmis verkefni fyrir hendur og Bréf kjörstjórnar vegna biskupskjörs l»EIM. sem höfðu atkvæðisrétt við biskupskjör, var 20. júlí sent eftirfarandi bréf frá kjör- stjórn og er það undirritað af Baldri Möller, ráðuneytis- stjóra í dómsmálaráðuneytinu. I>að sem kjörnefnd hafði við þrjá kjörseðla að athuga, var formgalli, þar sem ckki fylgdi með kjörseðlunum yfiriýsing kjósanda samkvamt því sem segir í kjörregium. I>á hafði eitt atkvæði horizt of seint að mati kjörstjórnar til ráðuneyt- isins, en það var póstlagt i áhyrgð og hraðpósti nokkrum dögum áður en frestur kjör- stjórnar rann út. Hér fer á eftir hréf kjör- stjórnar um fyrirkomulag hiskupskjörs, sem kjóscndum var sent: „Yður, sem hafið kosningar- rétt við biskupskjör, sendast vegna kosningar í síðari umferð biskupskjörs eftirfarandi kjör- gögn: 1. Kjörseðill. 2. Umslag sem kjörseðill legg- ist í. 3. Eyðublað (yfirlýsing kjós- anda). 4. Umslag áritað til kjörstjórn- ar. 5. Lög um biskupskosningu nr. 96/1980. Um framkvæmd kosningar- innar vísast til meðfylgjandi laga um biskupskosningu, svo og áðursendrar reglugerðar um sama efni. í fyrri umferð bisk- upskjörs hlutu þrír eftirtaldir flest atkvæði: sr. Ólafur Skúla- son, dómprófastur, Reykjavík,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.