Morgunblaðið - 26.08.1981, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 26.08.1981, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1981 25 félk í fréttum + Hvað sem Jimmy Carter, fyrrverandi forseta Bandaríkj- anna, kann að finnast um stjórn Ronald Reagans, forseta, þá er Billy Carter, bróðir hans þeirrar skoðunar að Reagan sé hæfur forseti og hafi unnið gott starf. „Þingið styður hann og hann á traust fólksins. Jimmy átti í stöðugum erfiðleikum með hvort tveggja," segir Billy. A minni myndinni má sjá Billy, bróður fyrrv. forseta, en hin myndin var tekin af Reag- an þegar hann skrifaði undir mestu skattalækkun, sem um getur í sögu Bandaríkjanna. Reagan góður forseti Um tvennt að velja + Leikarinn Orson Welles hefur átt við offitu að stríða árum saman og látið sér það í léttu rúmi liggja. Nú hefur hann hins vegar snúið við blað- inu og samkvæmt fyrir- skipun lækna tekið upp strangan megrunarkúr. Sögðu læknarnir honum, að ef hann grennti sig ekki verúlega lægi ekkert annað fyrir honum en skjótur og öruggur dauði. Orson Welles lét sér segj- ast, enda er hann farinn að taka meira mark á læknum en kokkum í seinni tíð. „Vestræn menningaráhrif4 + Jane Fonda, sem tekið hefur upp baráttu fyrir mörgu þjóðþrifamálinu, varð fyrir vonbrigðum nýlega þegar ekki fékkst sýningarleyfi í Singa- pore fyrir myndina „9 til 5“, sem hún leikur í. í einu atriði kvikmyndar- innar fara fram hass- reykingar og vildu yfir- völd í Singapore losna við „vestræn menning- aráhrif" af þessu tagi. Nýr fylgisveinn + Kristína Onassis hefur átt í miklum erfiðleikum með að velja sér réttan maka. Hún er aðeins 31 árs gömul, en á að baki þrjú misheppnuð hjóna- bönd. Síðast þegar fréttist af henni, var hún í fylgd með 19 ára gömlum Grikkja, Costas Mavreleon. Hann virðist taka samband þeirra alvarlega og hefur lagt á hilluna hagfræði- nám til þess að geta verið hjá Kristínu öllum stund- um. Fullkomin hljómgæði + Olivia Newton-John, Grease-söngkonan fræga, vill hafa full- komin tóngæði í bíln- um sínum, og hún hef- ur efni á því. Nýlega lét hún koma fyrir'sextán hátölurum í Porsche- sportbílnum sínum, sem hún hafði þá ný- lega keypt. Þetta kostaði 150 milljónir króna. ZEBOP Platan Zebop með Santana hefur gengiö mjög vel víðast hvar í helminum, enda naut lagið I’ Winning geysilegra vinsælda lengi vel. Nu er lagið The Sensitive Kind á hraöri leiö upp bandaríska vinsældalistann. Zebop er ein besta plata Santana í seinni tíð. Heildsöludreifing flslncirhf Símar 85742 og 85055.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.