Morgunblaðið - 26.08.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.08.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1981 23 Tilbrigði við tómleikann LARS FORSSELL (f. 1928) er meðal sérstæðustu ljóðskálda Svía. Eftir að meistaranna Gunn- ars Ekelöfs og Eriks Lindegrens nýtur ekki lengur við er Lars Forssell einn þeirra fáu sem jafna má kinnroðalaust við þessi skáld, hinir eru Werner Aspenström og Tomas Tranströmer. Með fyrstu bókum sínum: Rytt- aren (1949), Narren (1952) og F.C. Tietjens (1954) skipaði Forssell sér í sveit hinna lærðu og torræðu skálda, módernismi hans var í anda T.S. Eliots og Ezra Pounds. En það kom fljótlega á daginn að Forssell hafði fleiri hliðar. Hann hefur alla tíð hrifist af franskri menningu, ekki síst frönskum chansons, söngvum eins og þeir urðu kunnastir fyrir Leo Ferré og Jacques Prévert. Ræturnar eru auðvitað frá trúbadorunum í Provence. Forssell tók að þýða og stæla franska söngva með góðum ár- angri: Píanó fátæklinganna eftir Ferré og Prévert og Hér stend ég á torginu eftir Boris Vian. Ulla Sjöblom söng. Hann söng meira að segja sjálfur inn á plötu: Lars Forssell sjunger Lars Forssell. Vísur hans birtust í söfnunum Óróleikinn hefur sett svip sinn á flest sem frá Forssell hefur komið og svo er einnig að þessu sinni. Það er komið víða við í Stenar. En hvort sem sviðið er Stokkhólmur eða Shanghai er ekki boðið upp á neinar einfaldar lausnir. 44 Jack Uppskáraren och andra visor tryckta i ár (1966) og Jag stár hár pá ett torg (1979). Barnavísur komu út 1971: Solen lyser pá havet blá. Söngvarnir gerðu Forssell vin- sælan og ekki fór virðuleikinn af honum við vísnagerðina því ekki leið á töngu uns hann var valinn í sænsku akademíuna. Þar situr hann nú meðal gamalla módern- ista sænskrar ljóðlistar og deilir út Nóbelsverðlaunum í bókmennt- um til bræðra sinna í öðrum löndum. Auk ljóðanna hefur Lars Forssell verið afkastamikið leik- + Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför eiginkonu minnar og móöur okkar, KATRÍNAR JÓHANNESDÓTTUR, Kleppsvegi 142. Jón Sigurösson og börn. + Þökkum auðsýnda samúö vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, GUDMUNDAR ÞÓRDAR S1GURÐSSONAR, Álftamýri 36. Geirlaug Benediktsdóttir, Benedikt Guðmundsson, Hjördís Kröyer, Hjördís Guömundsdóttir, Kristinn Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegt þakklæti fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, JÓNS MAGNUSSONAR, Vatnsstíg 10. Ingibjörg Pálsdóttir, synír, tengdadætur og sonarsynir. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður og afa, SNORRA GUOMUNDSSONAR leigubílstjóra, Eiríksdötu 9, Reykjavík. Þórey Eiríksdóttir, Guömundur Snorrason, Eiríkur Snorrason, Sigríöur Snorradóttir, Ragnheiður Snorradóttir, Vilhjálmur H. Waltersson, Þórey H. Vilhjálmsdóttir. + Þökkum auösýnda samúö vegna andláts og útfarar fööur okkar og tengdafööur, JÓNS G.G. PÉTURSSONAR vélstjóra. Olafur Jónsson, Hílde Jónsson, Þórhallur Jónsson, Asrún Ólafsdóttir, Þórdís Jónsdóttir Sandholt, Óskar Sandholt, Sigurbjörg Jónsdóttir, Guömundur Ólafsson, Hrefna Matthíasdóttir. Lars Forssell ritaskáld og umdeildur ritgerða- höfundur, ekki síst lagt stund á hina hvössu og beinskeyttu blaðagrein í því skyni að segja hug sinn þegar mikið lá við. Stenar (1980), útg. Bonniers, er þrettánda ljóðabók Lars Forssells þegar sleppt er úrvölum og vísna- söfnum. Þessi bók. sannar að skáldið er síður en svo útkulnað þótt stórtíðindi geti hún varla talist. Óróleikinn hefur sett svip sinn á flest sem frá Forssell hefur komið og svo er einnig að þessu sinni. Það er komið víða við í Stenar. En hvort sem sviðið er Stokkhólmur eða Shanghai er ekki boðið upp á neinar einfaldar lausnir. Ljóðheimur Forssells er flókinn, skírskotanir hans lang- sóttar svo að varla verður hann talinn við allra hæfi. Líklega höfðar hann fyrst og fremst til fárra. En það kemur okkur ekki á óvart þegar um meiriháttar skáldskap er að ræða. Engu að síður eru léttleiki og Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON tónvísi einkennandi fyrir Forssell. Þótt skoða verði ljóðin í öðru ljósi en vísurnar er eins og músík þeirra ljóða sem óbrotnust eru allra hafi skilið eftir óm í skáld- skap hans og gætt hann yndis- þokka: l>0Kar kvoldar í Shanghai standa olskondur undir Ijoskorum hvort andspa nis odru. I*au horfast i au«u. I>au haldast í hondur OK sotcja alls okki noitt. En sú Shanghai sem Forssell yrkir um er ekki tóm fegurð. Hann yrkir um dauðann í gervi Mujina, þjóðsagnar um andlitslausa stúlku, hræðilegan váboða. Óhugnanleg lífssýn birtist líka í ljóði um þræla fyrri tíma og fórnarlömb styrjalda. Eins og svo oft áður yrkir Forssell um óttann og Dauðann með stórum staf. Ljóð Forssells í Stenar eru listræn tilbrigði við tómleikann, en hugg- un þeirra felst í eftirfarandi orðum: Loiti maóur sjálfs sin þá loitar maóur annars. Maóur loitar oinhvors fyrir utan Isjálfan sík som maúur Kotur fundió innra moó Isjálfum sér. I Ijóðinu sem vitnað var til talar Forssell líka um örvæntingarfulla leit að barni sem er dáið. Ljóð hans gerast í þéttu myrkri, en það er Ijósglæta þegar betur er að gáð. Phantom-þotur í æfíngaflugi: Skaut félaga sína niður í misgripum KKlin-íluKstoAinni. 21. ÚKÚst. AP. BANDARÍSKUR orrustu- flugmaður gerði það glappaskot í æfingaflugi í aprílmánuði. að hann skaut niður félaga sinn í stað ómannaðrar flugvélar, sem þeim var ætlað að granda. Atvikið átti sér stað yfir Mexíkóflóa 15. apríl er tvær orrustuþotur af gerðinni F-4 Phantom voru í æfingaflugi suður af Panamaborg. Flug- maðurinn segist hafa tekið flugvél félaga síns í misgrip- um fyrir skotmarkið, sem var flugvél af gerðinni F-102a, er breytt hafði verið í ómannaða og fjarstýrða flugvél. Prófíll hennar líktist prófíl Phantom-þotu. Flugmennirnir á þotunni, er varð fyrir flugskeytinu, tókst að skjóta sér út úr brennandi flugvélinni og var þeim bjargað úr sjó. ASIMINN KR: 7=^, 22480 IH*rflunbInbiti þúert á beinni llnu til ReykjaviKur einu sinni í viku Með aukinni strandferðaþjónustu býður Eimskip þér beint samband við Reykjavík, Akureyri og ísafjörð einu sinni í viku. Hálfsmánaðarlega er einnig siglt á Siglufjörð og Húsavík og þannig haldið uppi tíðum og öruggum strandferðum. Við flytjum fyrir þig jafnt stóra vöru sem smáa í gámum eða frystigámum sé þess óskað. Eimskip annast aö sjálfsögðu flutning alla leið á áfangastað ef það þykir henta, bæöi hérlendis og erlendis. Reykjavík Aðalskrifstofa Pósthússtræti 2 Simi 27100 - telex 2022 Innanhússimar 230 og 289 ísafjörður Tryggvi Tryggvason Aöalstræti 24 Simi 94-3126 Akureyri Húsavík Eimskip Kaupvangsstræti Kaupfélag Þingeyinga Sími 96-24131 - telex 2279 Sími 96-41444 Siglufjörður Þormóður Eyjólfsson hf. Sími 96-71129 Alla mánudaga frá Reykjavík Á Akureyri alla miðvikudaga Alla leið með EIMSKIP SIMI 27100 *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.