Morgunblaðið - 26.08.1981, Síða 15

Morgunblaðið - 26.08.1981, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGUST 1981 15 Schmidt samþykkur nifteindasprengju IIELMUT Schmidt, kanslari Vestur-býzkalands, sasði í sjón- varpsviðtali á sunnudag. að bjóðverjar myndu taka við nift- eindasprengju Bandarikja- manna. ef þremur skilyrðum verður fullnægt. Hann vill, að NATÓ-aðildarlöndin taki af- stöðu til sprenKjunnar fyrst, að önnur lönd en Vestur-býzka- land í Evrópu samþykki að hafa hana. ok hann vill aðeins taka við henni, ef stórveldin ná ekki samkomulagi um vopnatak- markanir. Ronald Reagan, Bandaríkja- forseti, hefur ekki beðið Evrópu- menn að taka við nifteinda- sprengjunni, sem hann ákvað nýlega að láta framleiða. Schmidt setti Jimmy Carter, fv. forseta, sömu skilyrði 1978, áður en Carter hætti við að láta framleiða sprengjuna. Orð Schmidts í viðtalinu eru í anda ríkisstjórnar hans, en hann kann að sæta mikilli gagnrýni i Sósíaldemókrataflokknum fyrir þessi orð. Margir áhrifamenn í flokknum, eins og Egon Bahr og Hans Koschnick, eru á móti sprengjunni. Hvort það veldur Schmidt vandræðum á næsta landsþingi, sem verður haldið í apríl, er ekki víst, en hann hefur einnig sætt gagnrýni í flokknum fyrir skoðanir sínar á meðal- drægum eldflaugum, sem Bandaríkjamenn vilja koma fyrir í Evrópu. Sendiráð írans tekið Brussel. 25. ágúst. AP. TUTTUGU og átta iranskir námsmcnn lögðu undir sig sondiráð írans í Briisscl í morg- un. cn yfirgáfu bygginguna. Námsmennirnir afhentu sendifulltrúa sendiráðsins bæn- arskjal, þar sem mótmælt er stöðugum aftökum andstæðinga núverandi ríkisstjórnar í íran. Sautján námsmannanna voru handteknir þegar þeir höfðu yfirgefið bygginguna. „Khomeini er morðingi. Bani Sadr mun snúa aftur,“ sagði einn námsmannanna þegar hann var færður burtu. Innrás í Angóla Lissahon. 25. ágúst. AP. TVÆR suður-afrískar skrið- drckasvcitir. alls 32 skriðdrckar, rcðust inn á yfirráðasva'ði Ang- óla í gær og harðir bardagar geisa á tveimur svæðum í Suður- Angóla að sögn angólsku frcttastofunnar í dag. Önnur suður-afríska skrið- drekasveitin lenti í bardögum við herlið Angólamanna skammt frá Xangongo, um 150 km frá landa- mærum Namibíu (Suð-vestur- Afríku). Fréttastofan sagði að Suður-Afríkumenn hefðu einnig gert harðar loftárásir á þetta svæði. Hin skriðdrekasveitin á í hörð- um átökum við stjórnarherlið í nokkurra km fjarlægð frá landa- mærum Namibíu. Landvarnaráðuneyti Angóla segir að skriðdrekasveitirnar séu hluti 45.000 manna herliðs sem Suður-Afríkumenn hafi kallað út til að hertaka hluta Angóla. Ríkisstjórn Angóla hefur beðið framkvæmdastjóra Sb, Dr. Kurt Waldheim, að skerast í leikinn til að binda endi á innrás í Angóla. Talsmaður suður-afríska hers- ins í Pretoria sagði að Suður- Afríkumenn nenntu ekki að svara hverri einustu ásökun Angóla- manna. Hann sagði að Suður- Afríkumenn héldu áfram aðgerð- um gegn skæruliðum Swapo (sam- taka blökkumanna í SV-Afríku, Namibíu), jafnvel þótt það leiddi til þess að sækja yrði inn fyrir landamæri Angóla. Fréttaritari BBC í Luanda sagði að Suður-Afríkumenn hefðu gert loftárásir á tvo bæi, 25 mílum innan landamæra Angóla og jafn- að þá við jörðu. Skriðdrekainnrás hefði fylgt í kjölfarið. Bardagarnir hefðu verið harðir. Jazzistinn Coleman látinn Toulousc. Frakklandi. 25. áKÚst. AI’. BILL Colcman, kunnur amcrísk- ur jazztónlistarmaður, lézt i sjúkrahúsi í Suður Frakklandi i morgun, 77 ára að aldri. Jazztrompetleikarinn Bill Cole- man var fæddur í Paris, Kentucky, og lék með mörgum beztu jazz- hljómsveitum áranna milli 1920 og 1930 og með Fats Waller 1935. Kosið 18. október í Grikklandi Aþ<‘nu. 21. ágúst. AP. CONSTANTIN Caramanlis, for- seti Grikklands, ákvað i dag, að þingkosningar skuli haldnar i Grikklandi 18. októbcr. Lögum samkvæmt hcfðu kosningar átt að vcra haldnar 20. nóvcmbcr, þcgar kjörtímahili stjórnar Gcorgc Rallis, forsætisráðhcrra, lýkur. Yfir sex milljónir Grikkja munu greiða atkvæði um 300 þingsæti. Stjórnarflokkurinn hefur nú 177 sæti á þingi, en Pasok-hreyfingin undir stjórn Andreas Papandr- eous hlaut 25% atkvæða í kosn- ingunum 1977. Kommúnistaflokk- urinn hlaut þá 11% atkvæða. Hann fluttist frá Bandaríkjunum 1948 og bjó eftir það í Frakklandi. „Margir blökkumenn fluttust úr landi til þess að flýja kynþátta- aðgreiningu í Bandaríkjunum," sagði Coleman einu sinni í viðtali. Coleman lék með mörgum frá- bærustu jazz-tónlistarmönnum sögunnar, þeirra á meðal Billie Holliday, Coleman Hawkins og Django Reinhardt. Hann var kunnur fyrir túlkanir sínar á mörgum klassískum jazz-tónverk- um eins og „Down by the River- side“ og „When the Saints". A úr massivu bevkí rurivCl eikog ask Hagstætt verð/góð greiðslukjör Biðjið um mynda/ista ísíma l8430 Timburverzlunin Völundur hf. KLAPPARSTIG 1 S. 18430 Þórsgötu 14, símar 28377 - 11314 - 14131 HEFUR ÞÉR KOMIÐ TIL HUGAR aó fylgjast meó öllu í gegn um sjónvarp Þessi lausn er nokkuð sem fáum hefur dottið í hug að notfæra sér. Þeir halda að það þurfi stórfyrirtæki til að nota svona kerfi. En þegar farið er að skoða hlutina betur, skilja menn hagkvæmni þessa kerfis. Engin hlaup, ekkert óöryggi, þú getur fylgst með öllu úr sætinu þínu, um leið og þú vinnur pappírsvinnuna. Sem dæmi mætti nefna vinnusali, vélasali, skrifstofu, birgðageymslu. vöruafgreiðslu, pökkun, verslun, færiböndum, lestun, útisvæði, og svona mætti lengi telja. Hægt er að senda myndir milli húsa ef á þarf að halda. Mikil hagræðing er i því að geta brugöið upp skjölum og pappírum á skjáinn, og senda á milli ef þörf er á. Einnig er hægt að nota kerfið á næturnar til að fylgjast með óviðkomandi mannaferðum. Möguleikarnir eru fjölmargir, ef þig vantar frekari upplýsingar um nánara notagildi, erum við tilbúinir að kynna þér tækin betur. ()U Radíóstofan h£

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.