Morgunblaðið - 26.08.1981, Side 17

Morgunblaðið - 26.08.1981, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1981 17 vakandi, þjóna gnaðarerindið“ (Ljósin. Sverrir PáÍHHon.) fætt af sér merkilegar stofnanir og starfsþætti. Þar vil ég einkum nefna hjálparstofnunina, sjó- mannastarfið, söngmálastarfið og nú síðast útgáfustarfsemi. — Hver telur þú vera brýnustu verkefni þín á næstunni? — Fyrst og fremst að reyna að halda því starfi gangandi og vakandi, sem þegar hefur verið að unnið. Annars er ekki um annað að ræða en bíða og sjá, hvað framtíðin ber í skauti sér, því að nýir tímar kalla á ný verkefni. Kirkjan þarf alltaf að vera vak- andi, þjóna samtíð sinni og boða fagnaðarerindið, sem er náttúru- lega alltaf hið sama. — Gangið þið hjónin fagnandi til hins nýja kafla í ævisögunni? — Það er náttúrulega alveg rétt, að þetta eru mikil og stór kaflaskipti. Það breytist vitanlega ekki, að við höldum áfram að þjóna sömu stofnun, en verka- hringurinn hlýtur að breytast og víkka. En ég er varla farinn að gera mér grein fyrir því, að við hjónin skulum vera að taka okkur upp og hverfa héðan frá Akureyri. Ég er búinn að vera prestur hér langtum lengur en nokkur annar, eða rösk 34 ár. Ég á afskaplega gott heimili, sem hefur verið mér mikils virði í ströngu starfi. Það er ótrúlega mikils virði að eiga slíkt athvarf. Hér kveðjum við marga vini með söknuði, en allt hefur sinn tíma, einnig að heilsast og kveðjast. — Stundum er talað um trú- fræðilegan ágreining presta. Hvernig segir þér hugur um sam- starfið við þá? — Ég hef nokkra reynslu af samstarfi við presta. Þegar þeir komu í heimsókn á heimili for- eldra minna, var alltaf mikill fögnuður, og þessa sömu gleði hef ég alltaf fundið í samneyti við presta. Því er ekki að neita, að skoðanir í trúfræðilegum efnum er skiptar meðal presta. Það er eðlilegt og óhjákvæmilegt, og svo hefur alltaf verið allt frá dögum postulanna. Það má til dæmis lesa út úr texta Postulasögunnar. Páll minnist á þetta í bréfum sínum og hvetur til einingar. í 2. kafla Filippíbréfsins segir hann: „Ef nokkurs má sín upphvatning í nafni Krists, ef kærleiksávarp, ef samfélag andans má sín nokkurs, þá gerið gleði mína fullkomna með því að vera samhuga og með einni sál, eitt í huga.“ Þarna á Páll eflaust við Krist sjálfan, og það er hann, sem á að sameina okkur, enda segir Páll seinna í sama kafla: „Verið með sama hugarfari og Kristur var.“ — Og nú er nýtt land fyrir stafni. — Ég hygg mjög gott til að taka við hinu nýja starfi, og gott verður að taka við því úr hendi núverandi biskups. Eg geri mér ljóst, að það verður ekki auðvelt. Það verður um að ræða dagleg skrifstofustörf og vísitasíur og heimsóknir víða um landið, einnig prédikunarstarf. — En mikilvæg- astur verður sá þátturinn, sem veit að viðhaldi og viðgangi Guðs kristni í þessu landi. Hann þarf að rækja af alúð. Til þess gefi góður Guð mér og okkur öllum krafta, gæfu og gengi. Sv.P. 62 atkvæði, sr. Pétur Sigur- geirsson, vígslubiskup, Akur- eyri, 36 atkvæði og sr. Arngrím- ur Jónsson, Reykjavík, 23 at- kvæði. Enginn hlaut meirihluta greiddra atkvæða. Samkvæmt 6. gr. laga um biskupskosningu ber því að láta kjósa aftur milli þeirra þriggja er flest atkvæði hlutu. I síðari umferð biskupskjörs eru því eftirtaldir í kjöri: sr. Arngrímur Jónsson sr. Ólafur Skúlason sr. Pétur Sigurgeirsson Til glöggvunar skal eftirfar- andi áréttað: Kosningin skal vera skrifleg og leynileg. Kjósandi skal aðeins rita nafn eins biskupsefnis á kjör- seðilinn. Eigi skal hann undir- rita kjörseðilinn eða auðkenna með öðrum hætti. Að því búnu skal kjósandinn setja kjörseðil- inn í meðfylgjandi umslag, er hann lokar og leggur síðan ásamt yfirlýsingu um að hann hafi kosið í umslag, áritað til kjörstjórnar. Bréf skal senda kjörstjórn í ábyrgðarpósti. Kjörgögn þurfa að hafa bor- izt kjörstjórn fyrir kl. 5 e.h. mánud. 17. ágúst nk. Kjörseðill, sem berst kjör- stjórn eftir tilskilinn frest, verður eigi tekinn með þegar til talningar kemur.“ „ÉG ER mjög þakklátur þcim hclmingi prestastéttarinnar og kjörmönnum sem vcittu mér stuðning í biskupskjörinu. en um lcið bið ég séra Pétri blessunar og íslcnzku kirkj- unni,“ sagði séra ólafur Skúla- son í samtali við Mbl. í gær um niðurstöður í biskupskjöri. „Það er hins vegar svolítið sárt að tapa með eins atkvæðis mun í þessu fjöltefli því vissu- lega sátum við séra Pétur ekki einir að skákinni. Þremenn- ingarnir sem komu næstir á eftir okkur í fyrri umferð, séra Arngrímur Jónsson með 23 at- kvæði, séra Heimir Steinsson með 10 atkvæði og séra Jónas Gíslason með 6 atkvæði, gengu í blóra við lögin og stuðluðu að því að aðeins var kosið á milli okkar Péturs en ekki okkar þriggja sem vorum á listanum í síðari Séra Ólafur Skúlason: „Bið séra Pétri og íslenzku kirkjunni blessunar44 kæra þarf að koma til,“ sagði hann, „en ég skil að mönnum sárni ef formgalli kemur fram sem viðkomandi menn telja ekki réttmætan. Það er leiðinlegt að fá þriðja þáttinn í þessari orra- hríð, þátt lagaflækjunnar, og ég hefði óskað að þessi staða hefði aldrei komið upp. Þetta er óskaplega óyndisleg staða, en ég mun ekki kæra þetta og þykir þessi staða leiðinlegust allra manna. Mér þykir mjög vænt um Pétur og vil sízt gera sigur hans súran.“ umferðinni. Menn verða að gera upp huga sinn hvernig þeir standa að verki og hvað þeir telja kirkjunni fyrir beztu. Að öðru leyti," sagði séra Óiafur, „er það viss léttir að þessu er lokið, því þetta hefur verið langur og strangur tími, á annað ár. Þessi nýju lög þarfn- ast gagngerðrar endurbótar og ég held að allir séu sammála um það.“ Þá var séra Ólafur spurður um þau atkvæði sem ekki voru talin vegna formgalla og atkvæði sem barst of seint í pósti þótt það væri póstlagt á eðlilegum tíma. „Ég veit,“ sagði séra Ölafur, „að tvö af þremur atkvæðunum sem ógilduð voru vegna formgalla voru ætluð mér og mér þykir leitt að fyrir handvömm hafi þau ekki komið til talningar, en ég tel að fjórða atkvæðið sem um ræðir hafi ekki átt að teljast með.“ Séra Ólafur var spurður að því hvaða áhrif hann teldi þessa kæru hafa á íslenzku kirkjuna? „Það er óskaplega leiðinlegt ef Séra Ólafur Skúlason dómpróf- astur Frá talningu atkvæða i biskupskjöri i gærmorgun Feðgar á biskupsstóli FIMM sinnum i fslandssögunni hafa biskupssynir orðið biskup- ar. Séra Sigurgeir Sigurðsson, faðir séra Péturs Sigurgeirs- sonar var hiskup fyrr á öldinni, en hann sigraði séra Bjarna Jónsson dómprófast i bisk- upskjöri með tveimur þriðju úr atkvæði. Á ofanverðri 11. öld, eða 1082, varð Gissur ísleifsson biskup eftir föður sinn. Síðan urðu tveir synir Þorláks Skúlasonar, sem var biskup á 17. öld, biskupar, Þórður í Skálholt-i og Gísli á Hólum, og Gísli biskup Oddsson, Einarssonar í Skálholti, var biskup á 17. öld. Árið 1777 var Hannes Finns- son skipaður biskup, en hann hafði verið vígður aðstoðarbisk- up föður síns, Finns Jónssonar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.