Morgunblaðið - 26.08.1981, Síða 28

Morgunblaðið - 26.08.1981, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1981 mmfmn Húsnæðisvandræðin í höfuðborginni: Ék fa> ekki séð að þú jjetir Kert neitt skynsamlejfra en að hrjótast út! Með morgunkaffinu HÖGNI HREKKVÍSI „Til að ruslaralýðurinn geti sóðað út og eyðilagt“ Til Velvakanda. Að undanförnu hefur Morgun- blaðið fjallað mikið um húsnæð- isskortinn hér í borginni og vandamál þessa fólks sem er að leita sér að þaki yfir höfuðið. Ég hef lesið þessi skrif en furðu lítið hefur verið fjallað um þetta í öðrum blöðum þó þetta virðist nokkuð mikið vandamál hjá all- stórum hópi fólks. I skrifum Morgunblaðsins er víða komið inn á vandamál leigjenda, að þeir fái hvergi leigt eða leiga þess hús- næðis er stendur til boða er svo há að þeir hafa ekki efni á að borga fyrirframgreiðsluna, hvað þá meira. Fólk sem þannig er ástatt um lætur oft á sér skiljast að leigusalar séu hinir verstu okrarar og maurapúkar. En er þá nokkur of sæll af því að vera leigusaii, okrari og maura- púki. Þar sem ég leigði íbúð hér í bænum um nokkurt skeið, veit ég að um tvö vandamál er að ræða en ekki eitt, og held ég að vandamál leigusala sé síður en svo auðveld- ara viðfangs en þeirra sem leigja. Þessu getur hver húseigandi kom- ist að með því að leigja íbúð sína nokkrum leigjendum og sjá hvern- ig gengur. Hætt er við að hver sem leggur út í þetta verði fyrir erfiðri reynslu — sú er nefnilega raunin að nokkur hópur óreglufólks er sífellt að leita fyrir sér á leigu- markaðinum. Þetta fólk heldur ekki neinu húsnæði til lengdar og þarf þess vegna sífellt að vera að leita sér nýrra fórnarlamba meðal leigusala. Fórnarlamba segi ég, og mörg- um finnst það sjálfsagt fast að orði kveðið. En fólk ætti bara að sjá íbúðir sem fólk af þessu tagi hefur búið í um tíma, eftir að loksins er búið að koma því út. Stundum hafa birst myndir af slíku í blöðum en venjan er hins vegar sú að ekkert er gert úr slíkum málum. Fólk af þessu tagi á að jafnað aldrei neina peninga og borgar þvi aldrei fyrir það sem það eyðileggur. Ég þekki sjálfur mýmörg svona dæmi og hef einu sinni lent í því að leigja svona fólki sjálfur. Þeir sem þetta lesa hugsa kannski með sér að það ætti að vera hægt að sjá það á fólki sem maður ætlar að fara að leigja hvort það er almennilegt eða ekki. En þetta er miklu erfiðara viður- eignar en maður gæti ætlað. Slíkt fólk virðist alveg vita hvernig það á að leika fyrirmyndarmanneskj- ur þegar það þarf á því að halda og gerir það hiklaust þegar það sækir um húsnæði. Það kemur ekki í ljós fyrr en seinna hvern mann það hefur að geyma. Flestir leigjendur eru gott og vandað fólk. Það sem manni sárn- ar er að það verður fyrir barðinu á óreglufólkinu ekki síður en leigu- salar og kannski frekar. Húseig- endur reyna nefnilega í lengstu lög að komast hjá því að leigja og ef þeir gera það þora þeir ekki annað en að setja upp háa fyrir- framgreiðslu til að hafa þó ein- hverja peninga í höndunum ef illa fer. Það er ljótt til þess að hugsa að gott og heiðarlegt fólk skuli þurfa að hlýta svo erfiðum kjörum til að ruslaralýðurinn geti sóðað út og eyðilagt. Ekki veit ég hvað hægt væri að gera í þessu máli. Manni dettur helzt í hug að húseigendur ættu að geta tryggt sig gegn svona fólki hjá tryggingafélögum. Sumum finnst kannski sú hugmynd hlægi- leg en þessi mál eru það síður en svo ef grannt er skoðað. Ég er sannfærður um að hér út um alla borg eru íbúðir sem standa tómar, eða eru mjög lítið notaðar, og eru ekki leigðar út vegna þess að eigendurnir leggja ekki í það. Á sama tíma er stór hópur fólks húsnæðislaus eða býr í mjög þröngu og ófullnægjandi húsnæði. Ég vek athygli á þessu hér vegna þess að mér finnst að þetta fái aldrei að koma fram. Sjálfur ætla ég aldrei að fara út í að leigja aftur og þarf enginn að gera neitt í málinu mín vegna. Fyrrverandi leigusali. „Okkar sívinsæla einokimarútvarp“ Okkar sívinsæla einokunarút- varp hefur sjaldan fengið hrós frá hlustendum, enda vart von á slíku meðan efnið sem framborið er, er yfirleitt álíka fýsilegt og súr njjólk. En engum er alls varnað og Ríkisútvarpið átti virkilega góðan sprett þegar tekin var til flutnings afskaplega merkileg saga, nefni- lega Praxis, eftir Fay Weldon. Nú, auðvitað var ekki að sökum að spyrja; „Konur úr Vesturbænum" og fleira gott fólk sem aldrei má heyra neitt nema sveitarómantík og þvíumlíkt bull, geystist fram á ritvöllinn með skömmum og ólát- um í garð útvarpsins. Einhver varð trítilóður útaf því að börnin fengu þetta yfir sig á ferðalagi í bílnum. (Var ekki hægt að slökkva á útvarpinu?) Annar aðili hellti sér yfir Hjört Pálsson og spurði hvort all klámið og viðbjóðurinn væri „vekjandi", eins og hann hafði orðað það, og hvort það væri „vekjandi" að Praxis tók upp á því að stytta kornabarni aldur. Við skulum bara líta á söguna í heild: Það að Praxis kæfði barnið var alls ekki út í hött, miðað við allt sem yfir hana hafði gengið á ævinni. (Barnið var mongólíti.) í framhaldi af því langar mig að minnast á setningu í bókinni: „Children who have been hurt, grow up to hurt.“ (Ég treysti mér hreinlega ekki til að hafa þetta eftir á íslensku.) Pennar sem demba niður orðum og senda bréf til þátta eins og Velvakanda, þyrftu stundum að athuga betur sinn gang áður en þeir pósta ritverk sín, til dæmis að hugleiða aðeins það sem þeir skrifa um. (Ef einhver þeirra sem skammast hefur útaf sögunni hef- ur hug á að kynna sér hana nánar, þá má fá hana víða í enskri útgáfu.) Það er mikið til í orðum Hjartar Pálssonar, að sagan er vekjandi, frábærlega vel skrifuð og vel þýdd. Hafi útvarpið þakkir fyrir og vonandi fer það ekki að hlaupa eftir ruglukollum sem ekkert vilja heyra nema rugl um Óla og Ásu sem fara uppí sveit til afa og ömmu, læra að mjólka beljur, kveða rímur og allt það. Kristján G. Arngrímsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.