Morgunblaðið - 26.08.1981, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 26.08.1981, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1981 Loðnuveiðarnar: Þrjú skip í gær með 2.040 lestir Ljósm. Mhl.: RAX Staðurinn við Vogastapa, þar sem líklegast er talið að hafbeitarstöðin rísi. Tryggingaeftirlitið um skipatryggingar: Vátryggingar erlendis eru háð- ar leyfi íslenskra stjórnvalda ÞRJÚ skip tilkynntu loðnunefnd um afla á síðasta sólarhring, samtals 2.040 leátir og gengur loðnuveiðin ,við Jan Mayen enn treglega. Skipin sem tilkynntu um afla voru Gísli Árni með 630 lestir, Örn, 580, og Pétur Jónsson, 830. Yfirnefnd verðlagsráðs sjávar- útvegsins fundaði um loðnuverð í „Þetta er Ameríka44 LAUGARÁSBÍÓ tekur nú til sýn- ingar „Þetta er Ameríka" eftir Lamont Johnson. I myndinni er brugðið upp mynd af ýmsum furðulegum fyrirbærum í þjóðlífi Bandaríkjanna. Myndin er byggð á bók eftir Robert Ward. Meðal leikara eru Burt Lancaster, John Savage og Rod Steiger. Frumsýning í Háskólabíói IIÁSKÓLABÍÓ frumsýnir í dag myndina „Svik að ieiðarlokum** — The Ilostage Tower. sem byggð er á sogu Alistair McLean. Þessi saga kom út hjá Iðunni i sumar. Meðal leikenda eru Peter Fonda. Maud Adams og Britt Ekland. Myndin fjallar um það er snjall- asti glæpamaður heims ræðst i það að ræna móður Bandaríkja- forseta, þegar hún var á ferð í París og halda henni í gíslingu í Eiffelturni. gær án þess að komast að niður- stöðu og verður næsti fundur hennar í dag. Tónskóli SDK tekur til starfa NÚ ER að hcfjast 18. starfsár Tónskólans. Síðastliðinn vetur var skólinn fullskipaður og voru nemendur á sjötta hundrað á öllum stigum námsskrárinnar. Skólinn hefur frá upphafi tekið á móti nemendum á öllum aldri og nýlega sett á laggir undirbúnings- deild fyrir fullorðna, þar sem byrjendur fá kennslu í nótnalestri og nokkra þjálfun í að hlusta á tónlist. Þessi deild býr nemendur undir nám í hljóðfæraleik eða söng og samsvarar því forskóla- námi yngri nemenda. í skólanum gefst nemendum tækifæri á að vinna saman í samspili, hljómsveitarleik og kór- söng og á vegum Tónskólans eru haldnir fjölmargir tónleikar ár hvert. Skólinn starfar ekki aðeins niður í bæ, við Hellusund, heldur einnig við Norðurfell og undirbýr nú kennslu í hinni nýju félags- miðstöð Árbæinga, Árseli. Innritun og móttaka náms- gjalda verður í skólahúsinu við Hellusund 7, seinnipart dags í þessari viku. Sjá nánar í auglýsingu í blaðinu í dag. FréttatilkynninK Leiðrétting ÞAU MISTÖK urðu í myndatext- um við frásögn Morgunblaðsins í gær af því er þyrla varnarliðsins sótti sjúkan mánn um borð í rússneskan togara að Hannes Hafstein, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins var ranglega nefndur Jakob. Morgunblaðið bið- ur hann velvirðingar á þessum mistökum. Þá lenti skammstöfun Ólafs K. Magnússonar, ljósmyndara Morg- unblaðsins, undir mynd af þyrl- unni yfir togaranum, en þá mynd tók Ólafur ekki. Hún var tekin af Ijósmyndara varnarliðsins og er hann beðinn velvirðingar á þeim mistökum. í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær um Faxaflóakeppnina var sagt að vélin í Frekjunni hafi bilað. Sam- kvæmt upplýsingum, sem Mbl. hefur nú fengið er það ekki rétt, heldur hafði vélin ekki undan ágangi sjávar og þess vegna var ekki hægt að beygja upp í sjógang- inn. Af þessum sökum varð að taka Frekjuna í tog. Þá misritað- ist nafn eins keppnisbátsins. Hann heitir Brabant. MORGIJNBLAÐINU hcfur borist eftirfarandi yfiriýsing frá Trygg- ingacftiriiti ríkisins, vegna frétta. sem birst hafa í hlaðinu undanfarið um skipatryggingar erlendis: „Vegna blaðaskrifa að undan- förnu (sbr. Mbl. 21. og 23. ágúst Afmæli í dag SEXTÍU og fimm ára er í dag, 26. ágúst, Ragnar Sigurmundsson vélstjóri, Eskifirði. Hann er fædd- ur í Svínhólum í Lóni, en fluttist til Eskifjarðar laust eftir 1930 og hefur átt þar heima síðan. Ragnar hefur verið vélstjóri á fiskiskipum yfir 40 ár og er nú vélstjóri á Hólmanesi SU 1. Lexa og Artemis sameinuð í eitt fyrirtæki TVÖ fyrirtæki. Hálsbindagerðin Lexa og Nærfatagerðin Artemis hafa verið sameinuð i eitt fyrir- tæki. Samruni þessara fyrirtækja fór þannig fram, að fram- kvæmdastjóri Lexa, Axei Aspe- lund. keypti Artemis af hjónun- um Kjartani Magnússyni og Sig- ríði Guðmundsdóttur. sem rekið hafa Artemis í 46 ár. Að sögn eiganda fyrirtækisins, Axels Aspelund, verður rekstur fyrirtækjanna mun hagkvæmari við samrunann, því það fellur niður stjórn og söiukostnaður hjá öðru fyrirtækinu og því góð þróun á þessum samkeppnis- og erfið- leikatímum. Hið nýja fyrirtæki er flutt í nýtt og glæsilegt hús að Skeifunni 9, Reykjavík. sl.) um að íslenskir aðilar hyggist vátryggja skip sín erlendis án milligöngu vátryggingarfélags hér á landi, vill Tryggingaeftirlitið vekja athygli á því, að samkvæmt íslenskum lögum eru vátryggingar af þessu tagi háðar leyfi íslenskra stjórnvalda. í 2. mgr. 22. gr. laga nr. 50 16. maí 1978 um vátryggingarstarf- semi segir, að aöilar hér á landi, sem hyggjast tryggja erlendis verðmæti, sem eru eign viðkom- andi að einhverju eða öllu leyti án milligöngu vátryggingarfélags, sem hefur starfsleyfi á íslandi skv. þessum lögum, skuli sækja um leyfi til tryggingamálaráð- herra, sem að fenginni umsögn tryfJKÍnsaeftirlitsins getur veitt slíkt leyfi til eins árs í senn. I sömu lagagrein segir, að aðil- ar, sem fá slíkt leyfi, skuli senda tryggingaeftirlitinu árlega skýrslu um tryggingar sínar svo sem um væri að ræða íslenskt vátryggingarfélag. Þeir eru einnig gjaldskyldir til tryggingaeftirlits- ins á sama hátt og íslensk vá- tryggingarfélög." Heba heldur heilsunni Nýtt námskeið að heíjast Dag- og kvöldtímar tvisvar eóa íjórum sinnum í viku. Megrunarkúrar - Nuddkúrar Leíkíimi - Liós - Megrun - Nudd Hvíld - Kctíli - o.ll. Innritun í síma 42360 - 40935 Heilsurœktin Heba Auðbrekku 53, Kópavogi. Við bygajum Hjúkrunarneimiii aldradra i Kópavogi Formaður Lionsklúhhs Kópavogs, Oddur Helgason, afhendir formanni hyggingarnefndar Hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópa- vogi. Ásgeiri Jóhannessyni. peningagjöf. Lionsklúbbur Kópavogs gefur út sögu Kópavogskaupstaðar: Agóðinn rennur til Hjúkr- unarheimilis aldraðra í TIIÆFNI 20 ára aímælis Lionsklúhbs Kópavogs og vegna 25 ára afmadis Kópa- vogskaupstaðar. heíur Lionsklúhhurinn gengist fyrir útgáfu á sögu Kópavogs og verður verkið í tveim hindum. Fyrra bindið mun koma út í haust og verður borið út til kaupenda, en klúbbfélagar vinna sjálfboðavinnu við sölu og dreif- ingu bókarinnar, segir í frétta- tilkynningu frá Lionsklúbbnum. Allur ágóði bókanna rennur til óyggingar Hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi og hafa klúbbfélagar nú þegar afhent fyrstu upphæðina sem er 35.000.00 krónur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.