Morgunblaðið - 29.08.1981, Side 3

Morgunblaðið - 29.08.1981, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981 3 Farþcgar fara upp i þotuna á Reykjavikurflugvelli. Varð að lenda á Reykjavíkurflugvelli BOEING 737-þota, sem var í leiguflugi fyrir Iscargo hf., «at ekki lent á Keflavíkurflugvelli vegna þoku í gær og varð að lenda á Reykjavíkurílugvelli. Voru farþegar, sem fara áttu með henni úr landi mættir á Flugstöðina á Keflavíkurflug- velli og urðu þeir að aka til Reykjavíkur aftur. Farþegarnir sem komu með vélinni misstu hins vegar af verzlun í Fríhöfn- inni og þótti það mörgum súrt í broti. Boeing 737-þotan lcndir á Keflavikurflugvelli í gær. Magnús Torfi deilir á Cargolux „ÞAÐ IIEFUR sýnt sig að islenskir aðilar áttu tvimælalaust hlut að máli, þegar hergagnaflutningar hófust með leynd frá ísrael til íran,“ segir Magnús Torfi ólafsson hlaðafulltrúi rikisstjórnarinnar i grein í Ilelgarpóstinum í gær, sem hann nefnir: Hergagnaflutningur Cargolux kemur vopnasöluorði á tsland. Magnús Torfi fjallar um við- skiptabann Bandaríkjanna á íran meðan gísladeilan stóð yfir og leiðir írana til þess að ná í hergögn og varahluti í þau. Magnús Torfi segir m.a. í grein sinni: „Auk hjólbarðanna á bandarísku herflugyélarnar, sem upprunnir voru í ísrael, átti íranska stjórnin von á hergagnavarahlutum víðar að. Þar var sérstaklega um að ræða hreyfla í Scorpion-skriðdreka frá Bretlandi, sem keyptir voru af breskum vopnamiðlara. Niðurstaða varð að hjólbörðunum frá ísrael og skriðdrekahreyflunum bresku var safnað saman í frönsku borginni Nimes. Þar voru farmskjöl fölsuð með aðstoð franskra embætt- ismanna og hergögnin siðan send til írans með vöruflutningaflugvél frá Cargolux. Cargolux er sem kunnugt er að hluta í íslenskri eigu, en úti í heimi er gjarnan litið á það sem íslenskt fyrirbæri, bæði vegna þess að ís- lenski eignaraðilinn ber þekkt nafn í flugheiminum og af því að íslenskir menn sjá að miklu leyti um rekstur- inn. Þarf því ekki lengur að leita skýringar á því, hvers vegna Raf- sanjani þingforseti greip til þess að nefna ísland, þegar hann taldi sig þurfa að benda á annað uppruna- land hergagnasendinga en ísrael. Eftir að nafn Cargolux bar á góma, hafa íslenskir fréttamenn leitað umsagnar Einars Ólafssonar, framkvæmdastjóra Cargolux. Hann staðfestir flugferðina frá Nimes til Teheran í október í fyrra, en heldur sig við það sem sagði í fölsuðu, frönsku farmskjölunum, að um hafi verið að ræða allt aðra hluti en hergögn, sem sé hreyfla í Jaguar- bíla og hjólbarða á loftpressur,“ segir m.a. í grein blaðafulltrúans. Gerir Iðunn samning við Tékka? Skóverksmiðjan Iðunn á Ak- ureyri hefur nú til athugunar að gera samning við tékkneskt skógerðarfyrirtæki um að full- vinna hér á landi ákveðna skótegund frá Tékkunum. sem síðan verður flutt út til Banda- ríkjanna. Ef af þessum samn- ingum verður mun þetta vera mikið verk og gæti numið tugþúsundum para. Að sögn Hjartar Eiríkssonar, framkvæmdastjóra iðnaðar- deildar Sambandsins eru samn- ingar aðeins á byrjunarstigi og ef að af þessu verður, verður tæplega gengið frá samningum fyrr en á næsta ári. Tækjakost- ur yrði nægur fyrir hendi til að vinna þetta verk og nú eru að koma eitt til tvö þúsund pör af skóm til skoðunar og athugunar og verður málið þá kannað nánar þegar skórnir verða komnir. Um 13 þúsund böm og unglingar hef ja nám 4. september Nýja hótelið á ísafirði. Unnið var að frágangi á lóðinni fyrir framan um sl. helgi, þegar þessi mynd var tekin. Ljósm. E.Pá. Hótel ísaf jörður tekur í notk- un nýtt og glæsilegt húsnæði ALLIR grunnskólar og flestir framhaldsskólar landsins hefja starfsemi sina núna 1. septem- ber að venju eftir sumarið. Að sögn Ragnars Georgssonar. skólafulltrúa, eru það 23 grunnskólar sem hefja störf nú í Reykjavík og munu hátt í 13000 börn og unglingar sækja Jóhann og Short gerðu jafntefli JÓIIANN Iljartarson gerði jafntefli við Englendinginn Nigel Short í 9. umfcrð á heimsmeistaramóti unglinga i Mexikó. „Jóhann fékk nokkuð erfiða stöðu í byrjuninni en náði síðan undirtökunum. Þeg- ar þcir sömdu um jafntefli átti Jóhann þokkalega vinnings- mögulcika en kom ekki auga á vinningsleið,“ sagði Ingi R. Jóhannsson, aðstoðarmaður Jó- hanns, i samtali við Mbl. Sovétmaðurinn Ehlvert vann landa sinn Shalov í langri skák. Júgóslavinn Cvitan vann Mot- wani, Skotlandi, eftir að sá síðarnefndi hafði yfirspilað Júgóslavann en lék slysalega af sér og tapaði. Ehlvert er efstur með 7,5 vinninga, Cvitan er í öð ru sæti með 7 vinninga, síðan kemur Short með 6,5 vinninga og þá þeir Shalov og Jóhann með 6 vinninga. Að sögn Inga R. er staðan nokkuð óljós vegna fjölda biðskáka. í 10. umferð teflir Jóhann við Ehlvert. þá ef með er talinn forskóli sex ára barna. Það kom fram hjá Ragnari að síðustu árin hefur nemendum farið fækkandi í grunnskólum borgarinnar en þessi fækkun hefur nú minnkað að mun og telur Ragnar það vera fyrst og fremst vegna þess að árgang- arnir hafa jafnast. Áður fóru mun fleiri úr skóla en komu í hann. Elsti bekkurinn var alltaf sá stærsti og nú er þetta að jafnast. Skólastarfið í grunnskólunum hefst á kennarafundi í hverjum skóla kl. 9 árdegis. Þá eru skólarnir settir en fyrstu þrír dagarnir fara í starfsfundi og undirbúning á skólastarfinu en 4. september eiga nemendur að koma í skólann í fyrsta sinn. Mun það verða auglýst nánar. NÚ UM helgina tekur Hótel ísafjörður i notkun gistiálmu í hinu nýja glæsilega hóteli, sem verið hefur í byggingu, og munu þátttakendur á SUS- þingi verða fyrstu gestirnir, sem þar gista. í sumar hefur Hótel ísafjörð- ur verið rekið í heimavist Menntaskólans rétt hjá og verð- ur áfram til mánaðarloka og væntanlega á sumrin í sam- bandi við hótelið í framtíðinni. Hótelstjóri er Sigurður Stef- ánsson en nýja hótelið er hluta- félag. í nýja hótelinu eru 33 tveggja manna herbergi, matsalur, NIÐURGREIÐSLUR á ull til verksmiðjanna hafa verið fundarsalur o.fl. Nú um helgina eru tekin í notkun 11 herbergi á 2 neðri hæðum, en bráðlega verður opnaður veitingastaður á jarðhæð. ra-ddar í ríkisstjórninni. sem hugsanlegur þáttur í þvi að bæta hag ullarverksmiðja i landinu. En ullariðnaðurinn er nú rckinn með miklu tapi. Iðnaðarráðherra, Hjörleifur Guttormsson, sagði að ríkis- stjórnin hefði á undanförnum dögum oftar en einu sinni rætt þann vanda sem steðjaði að ullariðnaðinum og efnahagsmál almennt og hefðu þar ýmis atriði verið rædd. Menn hefðu verið að átta sig á stöðunni og hugsanlegum aðgerðum til úr- bóta. Fram hefðu komið hug- myndir um að greiða ullina meira niður en nú er gert til verksmiðjanna, en engar ákvarðanir verið teknar enn. Hjörleifur sagði ennfremur að auknar niðurgreiðslur myndu vissulega laga stöðu ullariðnað- arins, en fleiri atriði væru til athugunar, en spurning væri um það hve fljótvirk þau eru. Nýtt sjónvarpsleikrit Davíðs Oddssonar: Sýningar ákveðnar í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð ÁKVEÐIÐ hefur verið að sýna nýtt sjónvarpsleikrit eftir Davíð Oddsson í Sjónvarpinu í desem- her næstkomandi, og er ekki ósennilcgt að það verði á dagskrá sjónvarps um jólin. Það verður þó ekki cndanlega ákveð- ið fyrr en útvarpsráð hefur endanlega gengið frá og sam- þykkt vetrardagskrána. Ilið nýja leikrit Davíðs nefnist „Kusk á hvitflibhann“, og er frumsýning Sjónvarpsins jafn- framt frumsýningu verksins. Á fundi leiklistarstjóra nor- rænu sjónvarpsstöðvanna, sem haldinn var í Reykjavík dagana 25. til 27. ágúst síðastliðinn, var leikrit Davíðs sýnt af hálfu Lista- og skemmtideildar Sjónvarpsins. Leikritið líkaði það vel að óskað hefur verið eftir að fá það til sýningar á öllum hinum Norður- löndunum, í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Að sögn Hinriks Bjarnasonar forstöðumanns Lista- og skemmtideildar Sjónvarpsins, tekur sýning leikritsins tæpa klukkustund. Um efni þess sagð- ist hann ekki vilja fjölyrða, það talaði fyllilega fyrir sig sjálft þegar þar að kæmi. Hann sagðist þó geta sagt að verkið gerðist í nútímanum, og sögusviðið væri íslenskt þjóðfélag. „Þetta er nú- tímaverk úr okkar samfélagi," sagði Hinrik. Aðalhlutverkið í leikritinu er í höndum Árna Ibsen, en stjórn upptökunnar var í höndum Andrésar Indriðasonar. Leikritið var tekið upp í júní nú í sumar. Verða niðurgreiðsl- ur á ull auknar?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.