Morgunblaðið - 29.08.1981, Síða 5

Morgunblaðið - 29.08.1981, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981 5 Alþjóðlega flutningaverkamaimasambandið þingar á Islandi: „Yfirmenn á fiskiskipum kunna ekki á atvinnutækin66 Rætt við Áke Selander aðstoðarframkvæmdastjóra sambandsins ÁRLEGA heldur IFT eða Alþjóð- lega flutningaverkamannasam- bandið ráðstefnu þar sem f jallað er um hagsmunamál aðildarfé- laga, en innan sambandsins eru ótal starfsgreinar, þar á meðal sjómenn á far- og fiskiskipum. Að þessu sinni var ráðstefnan haldin á íslandi dagana 26.-28. ágúst og f jallaði hún um sjómenn á fiskiskipum. þyrfti sömu kröfur til þeirra og yfirmanna á farskipum, hvaö varðar þekkingu á þeim tækjum, sem eru um borð í skipunum. Sagði Selander að það brynni oft við að yfirmenn á fiskiskipum þekktu alls ekki nógu vel sín eigin atvinnutæki. Þá var rætt um þjálfun sjómanna á öryggistækjum um borð. í því sambandi var nefnt, að nauðsynlegt væri að um borð í hverju fiskiskipi væru bæði björgunarvesti og björg- Til hægri er Áke Selander aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóða flutninga- verkamannasambandsins, honum á vinstri hönd er Ole Jakobsen fulltrúi Færeyinga á ráðstefnunni. I viðtali við Morgunblaðið sagði Áke Selander, sem er aðstoðar- framkvæmdastjóri Alþjóða flutn- ingaverkamannasambandsins, með- al annars að rætt hefði verið rætt um það, hvernig ætti að framfylgja ályktunum ILO, eða Alþjóða verka- mannasambandsins, hvað varðar í fyrsta lagi lengd vinnutíma, manna- ráðningar og hvernig hægt sé að tryggja örugga atvinnu og tekjur. í öðru lagi var rætt hvernig hægt sé að haga heilbrigðisþjónustu á hafi úti. í þriðja lagi var rætt um þjálfun sjómanna, þ^ einokun yfirmanna á fiskiskipum t>g ályktað, að gera WNKflSTWK-------- unarbátur, og á skipum á alþjóðleg- um siglingaleiðum þyrfti að vera neyðarsendir. Sagði Áke Selander að ennfremur hefði verið rætt um hvalveiðar, og sagt að miðað við að nýjustu vísinda- athuganir á hvalastofninum sýndu að honum væri að fjölga, teldi Alþjóða flutningaverkamannasam- bandið að halda ætti áfram að leyfa hvalveiðar, svo hvalveiðisjómenn misstu ekki atvinnu sína, auk þess sem afurðir af hvalnum væru í mörgum löndum mikilvægt lífsvið- urværi. Sagði Selander að flutninga- verkamannasambandið áliti, að hvalavernd ætti að vera rekin á vísindalegum grundvelli og teldi að Alþjóðlega hvalveiðiráðið ætti að ákveða veiðikvóta fyrir næstu hval- vertíð, til þess að viðhalda og tryggja hvalveiðistofninn. Rætt var ura kjör og réttindi farmanna á skipum, sem sigla undir fánum frá löndum eins og Panama, Singapore og Liberíu þar eð skattar og skyldur af slíkum skipum eru hagstæðari þar en í öðrum löndum og kjör sjómanna þaðan léleg og ótrygg. Sagði Selander, að það væri nauðsynlegt að tryggja þessum sjó- mönnum sömu eða svipuð réttindi og sjómönnum á skipum frá öðrum löndum og væri flutningaverka- mannasambandið að leggja drög að því máli. Aðspurður, hvar íslendingar stæðu hvað varðar kjör og réttindi sjómanna, sagðist Selander ekkert geta sagt að svo komnu. Verið væri að kanna kjör sjómanna innan sambandsins og þegar þeirri könnun væri lokið og niðurstöður ljósar væri hægt að gera sér grein fyrir hvar íslenskir sjómenn stæðu í saman- burði við starfsbræður sína annars staðar. Sagði Selander að ráðstefnan Hót- el Loftleiðum hefði heppnast prýði- lega en hana sóttu um 15 manns frá aðildarfélögum í Japan, Færeyjum, Spáni, Bretlandi auk íslendinga. Framkvæmdastjóra- skipti hjá Arnarflugi í DAG, 28. ágúst, lætur Magnús Gunnarsson. framkvæmd- astjóri, af störfum hjá Arnar- flugi og við tekur Gunnar Þorvaldsson, flugstjóri. Magnús hefur verið fram- kvæmdastjóri félagsins frá stofnun þess fyrir rúmum 5 árum, en lætur nú af störfum að eigin ósk. Á stjórnarfundi nýlega voru Magnúsi færðar þákkir fyrir frábært starf í þágu félagsins og árnað heilla á nýjum vettvangi. Gunnar Þorvaldsson er einn af stofnendum Arnarflugs og hóf störf þar sem flugmaður, en varð síðan flugstjóri, flugrekstrar- stjóri og nú siðast aðstoðar- framkvæmdastjóri, áður en hann tók við starfi fram- kvæmdastjóra. éíÍÍIMSb1 u..: WKI5T vrm HVRP þ»J EFTT HP HUGSB, HFKRR"

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.