Morgunblaðið - 29.08.1981, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981
17
Ævi og störf ...
Kristján Valdimar Björnsson, sonur Gunnars Björnssonar
ritstjóra ok Ingibjargar Ágústinu Ilördal. konu hans, fæddur i
Minneota, Minnesota, 29. ágúst, 1906.
Lærði að setja stil i prentsmiðju föður síns við vikublaðið
Minneota Mascot, byrjaði rúmlega 11 ára. Útskrifaðist úr
gagnfræðaskóla — Minneota High School — 1924. Hann,
Iljálmar og Björn, eldri bræðurnir, gengu á University of
Minnesota eftir röðinni, úr því að einhver þurfti að vera við að
gefa út hlaðið i Minneota, sérstaklega eftir að faðir þeifra var
settur i Skattanefnd rikisins að hausti 1925, er fjölskyldan flutti
að mestu ieyti til Saint Paul og Minneapolis.
Valdimar útskrifaðist úr Minnesota-háskólanum 1930 mcð
Bachelor of Arts-gráðu. summa cum laude, í Political Science —
eða stjórnfræði. Hvarf aftur til Minneota til starfa við blaðið, en
fluttist til „tvibura-borganna“, St. Paul ok Minneapolis, að vori
1935 þegar honum bauðst staða við útvarpsstöðina KSTP sem
„editorial commentator“ og var hann líka látinn flytja þingfrétt-
ir af Minnesota-þingi. Um leið var hann ráðinn við Minneapolis
Journal að semja leiðara og vann þar 1935 og 1936, ok þá tók
hann við af Hjálmari bróður sinum að semja ritstjórnarKreinar
hjá Minnrapolis Tribune, 1937 til 1941, er Hjálmar fór tii
höfuðborKarinnar, WashinKton. Hann gekk i herþjónustu i
ameriska flotann sem offiséri haustið 1942, ok var strax sendur
til íslands vegna þess að hervöldin þar vildu fá blaðamann sem
kynni islenzku til starfa sem Press Liaison Officer —
blaðafulltrúi. Hann var á íslandi nærri fjögur ár, fékk lausn úr
herþjónustunni seint á árinu 1946 og byrjaði þá um áramótin að
scmja ritstjórnarKreinar við St. Paul Pioneer Press og Dispatch
og var um leið i fréttaflutningum og öðrum þáttum við
útvarpsstöðina KSTP.
Valdimar hneigðist snemma að stjórnmálum, þar sem faðir
hans var snemma meðlimur ríkisþingsins i Minnesota og
flokksformaður repúblikana um allt Minnesota-riki 1914. Var
Valdimar formaður í þeim flokki í heimahéraðinu, Lyon County,
1932 til 1934. Hann hætti við blaðamennsku og útvarp 1950 er
hann var kosinn State Treasurer — fjármálaráðherra hefur það
heitið á islenzku. Hann var endurkosinn i tveggja ára kjörtimabil
1952 en gekk inn á það að verða i framboði repúblikana flokksins
á móti Hubert Humphrey, U.S. Senator frá Minnesota, þá að
sækja um endurkosningu í fyrsta skipti. Hann var fyrir ósigri og
tók aftur við ritstjórnarstarfi hjá St. Paul-blöðunum. Hann sótti
um gömlu stöðuna aftur 1956, sigraði keppinautinn, og var
endurkosinn aftur og aftur, fyrst til tveggja ára kjörtimahils og
seinna fjögurra ára, 1958,1960,1962,1966 og 1970. Hann kaus að
draga sig þá i hlé, sótti ekki um endurkosningu 1974, og hefur
verið á eftirlaunum siðan snemma á árinu 1975, upptekinn oftast
nær við skriftir og ræðuhöld. Saga Skandinava og sérstaklega
íslands hefur oft verið ræðuefni hans. Honum var veittur
Stórriddarakross Fálka-orðunnar af íslandi 1947 og Riddara-
kross Sankt Olavs-orðunnar norsku 1949. Hann hefur i nokkur ár
verið i stjórnarnefnd American Scandinavian Foundation. með
miðstöð i New York. Hann hefur haldið áfram útvarpsstarfi öll
árin og flytur fréttir frá Norðurlondum einu sinni i viku i
útvarpsstöð St. Olaf Coliege í Northfield, Minnesota.
Valdimar giftist Guðrúnu Jónsdóttur Hróbjartssonar frá
ísafirði, er séra Sigurgeir Sigurðsson biskup gaf þau saman 1946;
hann fermdi Guðrúnu þegar hann var prestur á ísafirði. Eiga
þau þrjár dætur og tvo syni.
Myndin tekin i ágúst 1946, og þar sést hringur föðursins rétt upp við olboga Helgu, þegar hún var rúmlega
tveggja mánaða.
Valdimar Björnsson með fjölskyldu sinni
sem Dóri Hjálmarsson, hátt sett-
ur í hernum, efndi til þegar hann
var að segja blaðamönnum hvern-
ig ætti að gegna öryggisreglum
hersins. ívar var mættur fyrir
hönd Morgunblaðsins en Jón
Kjartansson, síðar sýslumaður í
Vík, var oft viðstaddur.
Ég man þegar mér var sagt að
nú ætti ég að fara frá íslandi, víst
alfarinn, sumarið 1945, og yfirboð-
arar mínir í Washington voru að
planleggja það að senda mig til
Noregs þar sem ég átti ekki eftir
nema nokkra mánuði í herþjón-
ustu að starfa eitthvað þar, úr því
ég skyldi og talaði norsku. Ég sat í
hálfgerðu iðjuleysi í Washington
og þá kom hann Francis Spalding
einn daginn — aðstoðarmaður
Louis Dreyfus sendiherra í
Reykjavík, og sagði mér að nú ætti
að senda mig aftur til íslands, að
binda mig við ameriska sendiráðið
— ennþá í herbúningnum, að vera
þeim til aðstoðar þar. Bandaríkin
höfðu farið fram á að fá víst 99
ára leigu á þrem herstöðvum —
við Fossvog, í Hvalfirði og í
Keflavík á vellinum sem Banda-
ríkin byggðu á stríðsárunum. Það
var ekki lengi áður en neikvætt
svar kom upp á slíka beiðni, og þá
var hugmyndin að bíða á meðan
tvennar kosningar færu fram —
bæjarstjórnarkosningar og al-
þingiskosningar. Það sem áttu að
verða fimm mánuðir hjá mér urðu
sextán í staðinn, og ekki var ég
erindislaus í þeirri dvöl. Ég var
harðnaður piparsveinn, en giftist
loksins á Islandi.
Það var í febrúar, 1946, sem það
heillaspor var stigið er ég gekk að
eiga Guðrúnu Jónsdóttur, dóttur
Jóns Hróbjartssonar kennara á
ísafirði — sem fór frá Flensborg-
arskólanum, fæddur á Eyvindar-
stöðum á Álftanesi, til Isafjarðar
sem búðarmaður með Skúla Thor-
oddsen. Jón varð kennari á ísa-
firði, teiknaði kortin sem notuð
voru í skólum á íslandi, málaði
margar landslagsmyndir, spilaði í
lúðraflokknum, söng sinn djúpa
bassa, og var virtur af öllum. Ég
kynntist aldrei Rannveigu
Samúelsdóttur frá Naustum,
tengdamóður minni; hún dó í júní,
1944, en systur Rannveigar kynnt-
ist ég vel, Bjarneyju Samúelsdótt-
ur, í svo mörg ár hjúkrunarkona
hjá Líkn, með Sigríði Eiríks,
móður Vigdísar forseta íslands.
Katrín Thoroddsen læknir sem
sinnti Helgu dóttur okkar, ný-
fæddri, var vön að stríða Bjarn-
eyju að hún væri hálfgerð
„tengdamamma Valdimars".
Helga Bjarney fæddist löngu
fyrir tíma í bragga okkar hjóna út
í Camp Knox; var farið með hana í
Pósthússtræti 17 til Bjarneyjar,
og það var snilld hennar og
Herdísar Jónsdóttur, mágkonu
minnar — kona Gunnars Bierings
læknis nú — og ástúð móðurinnar
sjálfrar, sem bjargaði Helgu. Hún
var svo ótrúlega lítil þegar hún
fæddist — innan við tvö pund. Ég
man að Iðunn Eylands, dóttir
Árna og Margitar, sagði við okkur
að hún hafði heyrt um eitt barn
svo lítið að hringurinn af fingur
föðurins hafi komist barninu upp
á handlegg. Við reyndum það.
Hringur minn komst upp á hand-
legg rétt við olnbogann og eigum
við myndir sem sanna það, hún þá
rúmlega tveggja mánaða. Þegar
við fórum frá Islandi í desember
1946, var Helga Bjarney sex mán-
aða, og þyngd hennar þá rétt níu
pund.
Gulla hefur kona mín oftast
verið kölluð og það vegna þess að
þegar hún bættist í hópinn á
Isafirði, voru tvær aðrar Guðrún-
ar, uppi og niðri í húsinu. Hún á
auk Herdísar, systur sem heitir
Sigríður, sem á heima á Grettis-
götu 73, ekkja Ingvars Jónssonar,
sem Torfi Hjartarson lét koma frá
ísafirði að starfa við tollinn. Og
svo er einn bróðir, Páll, sem vann
í fjöldamörg ár hjá Flugfélaginu,
mikið við það að mála og punta
vélarnar.
Því miður veit maður ekki hvar
á að hætta þessari endaleysu, en
lengdin gerir upp við Morgunblað-
ið „greinaleysið" hjá mér upp á
síðkastið. Þess er varla þörf að
lýsa góðvinum fyrir þó nokkrum
árum núna — Ólafi Thors og
Ingbjörgu, konu hans, sem ég varð
sérstaklega vel kunnugur. Ég átti
að vera nokkurs konar „sendi-
sveinn" milli Hugh Cummings og
Ólafs og annarra pólitíkusa þegar
hann, sem yfirmaður Norður-
Evrópudeildar utanríkisráðuneyt-
isins, var á sendiráðinu hjá Dreyf-
us, að semja um Keflavíkurflug-
völlinn eftir stríð. Sumir voru
mikið að ýkja það sem ég á að hafa
gert í sambandi við Keflavíkur-
samninginn 1946, en ég var bara
milligöngumaður; Cumming,
flinkur í utanríkisþjónustunni,
gerði samninginn.
Að maður minnist á fjölskyldu
okkar hjóna, eins og hún hefur
aukist í Minneapolis — og hafa
þau öll komið til íslands, sum
oftar en einu sinni, þá er Helga
Bjarney, sú elsta. Hún giftist
manni sem hún þekkti hér í
Minneapolis í gagnfræðaskóla,
Pieter Visscher, son Maurice
Visscher, læknis, sem verður átt-
ræður eftir nokkra daga og Ger-
trude Pieters, konu hans, af hol-
lenskum uppruna bæði. Maurice
kenndi Physiology við læknadeild
Minnesota-háskólans í rúm 30 ár.
Helga og Pieter eru nú í Tusca-
loosa, Alabama, þar sem Pieter er
kennari i efnafræði og mikið við
rannsóknir líka. Þau hafa gefið
okkur tvö barnabörn — Kristínu
Maríu, hátt upp í það að verða
fimm ára, og Paul Jón, rúmlega
tveggja.
Svo er Kristín Rannveig, sem er
gift manni, sem er norskur að
faðerni, sonur Sigurd Ode, kenn-
ara, sem var rétt fyrir lát hans
fyrir fáeinum árum aðstoðar-
fræðslumálastjóri Minnesota-rík-
is — Deputy Commissioner of
Education. Kristín er hjúkrunar-
kona. Jón Gunnar, er næstur, sem
lærði að ganga á íslandi, tók
fyrstu sporin við Leifsstyttuna
sumarið 1950 í fjölskylduheim-
sókn til íslands. Ég hef stritt
honum um það að hann eigi að
skreppa heim árið 2000, að flytja
ræðu á þúsund ára afmæli Amer-
íkufundar Leifs heppna, við stytt-
una. Valdimar Halldór er næstur.
Jón útskrifaðist frá háskólanum
með gráðu í sögu; Valdi kaus hið
praktíska, lærði að vera logsuðu-
maður, og er við vel launuð störf í
þeim bransa. Hvorugur drengj-
anna er giftur og búa í heimahús-
um. Maria Ingibjörg, kölluð Maja,
er yngst og ógift, verður 26 ára í
september, og hefur stundað ýmis
störf síðan hún var við háskólann,
komið fram í leikritum og jafnvel
í ballettdönsum.
Ég var heimagangur í Freyju-
götu 43 lengi, þar sem „Siggi í
Geysi" bjó. Sigurður Jóhannsson
og Ingibjörg Eyjólfsdóttir, kona
hans, sem dó úr krabba eftir langa
legu, indælis kona. Mér fannst
hún, fárveik, styrkja aðra sem
komu að votta henni samúð þegar
Halldór, sonur þeirra, fórst með
Goðafossi, þegar Þjóðverjar
sökktu skipinu tveggja tíma sigl-
ingu frá Reykjavík 11. nóvember
1944. Ingibjörg var náfrænka Ellu
Kristjánsdóttur Jónassonar, sem
giftist Hjálmari, bróður mínum og
þannig var ég oft innan um
hennar skyldfólk. Hún býr í gamla
heimabænum sínum í Edmonton í
Alberta-fylki í Kanada, og ein-
birni þeirra, Hjálmar Kristján, á
heima í Cincinnati, Ohio, bundinn
við verzlunarkerfi sem á búðir
víða um Bandaríkin; giftur
norskri stúlku frá Albany, Minne-
sota, Gloriu Kittelson, og eru þau
barnlaus. Foreldrar Ellu voru
Kristján Jónasson og Halladóra
Bergþórsdóttir, frá Straumfirði,
Mýrum.
Ella missti alveg nýlega eina
bróðurinn, Jónas, og tóku þau sem
ættarnafn Jónasson, sem var seint
á stríðsárunum með kanadiska
flughernum á íslandi, og kynntist
þá náið mörgu skyldfólki. Jónas
var 81 árs, blindur síðari árin,
lengi kennari og um tímabil
fræðslumálastjóri í stórum hluta
Alberta-fylkis. Um skyldfólk Ellu
las maður nýlega með ánægju um
Reyni Ármannsson og 40 ár hans í
póstþjónustunni í Reykjavík —
byrjaði 1941 þegar „Siggi Bald“
var póstmeistari. Ármann Eyj-
ólfsson, faðir hans, var bróðir
Ingibjargar í Freyjugötunni. Svo
ganga ættliðirnir — Halldór
Reynisson, prestlærður, ágætis
blaðamaður við Vísi, nýlega í
Bandaríkjunum í Indiana að læra
meira um notkun útvarps í kirkju-
störfum. Störf hans verða önnur
— við fréttastofu útvarpsins eftir
komuna til íslands aftur, en nú
nýlega skipaður ritari forsetans,
svo að Vigdís Finnbogadóttir fær
sérstaklega fjölhæfan og marg-
reyndan ungan mann í embættið
hjá sér.
Best er að hætta hverjum leik
þegar hæst fram fer, sagði Hall-
grímur — og skárra væri að gegna
því máltæki núna. Hver veit nema
maður semji stutta grein í Morg-
unblaðið einhvern tíma á næst-
unni?
Sjá ennfremur afmælisgreinar
á bls. 28 og 29.