Morgunblaðið - 29.08.1981, Page 18

Morgunblaðið - 29.08.1981, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981 |p;S5at^jjpg upphafi, en affarasælast þó aö reyna að lesa markvisst og ætla sér ákveðinn tíma til þess. Og þá er gott að hefja lesturinn í bæn, taka til dæm- is undir orð eins þeirra, sem Biblían segir frá og segja: „Tala þú Drottinn, því að þjónn þinn heyrir." Hvar skal byrja? Reynslan er góður kennari. Flestir reyndir biblíulesendur munu bera að best sé að hefja lesturinn með því að lesa um Jesú Krist. Guðspjöllin segja frá honum, starfi hans og orðum. Og það er gjöfult að lesa eitt guðspjall í heild sinni, frá upphafi til enda. Þau eru fjögur talsins og þeirra elst og styst er Markús- arguðspjall og sú bók er fljót- lesin. Jóhannesarguðspjall er svo yngst guðspjallanna, þó Mig langar til þess að lesa Biblíuna, en satt best að ^ segja gefst ég upp eftir nokkrar síður. Ég hlýt að fara einhvern veginn rangt að. Á ekki að byrja fremst eins og á öðrum bókum? Hvernig á að lesa Biblíuna? Það er ánægjuefni að svara þessari spurningu og spurn- ingum, svo eðlilegar sem þær eru. Það er líka margur, sem elur á áþekkum spurningum, margur þeirra, sem byrjað hafa að lesa Biblíuna „eins og venjulega bók“. Ég geri þó ekki ráð fyrir að s íkar spurn- ingar brenni mjög á þeim, sem taka þá bók sér í hönd í forvitnisskyni eða eins og hvert annað aldið og virt bókmenntaverk, en það er vissulega margur sem les hana þannig og sér til ábata. En hinum, sem ganga á vit þessari bók til að leita þeirrar lífsfyllingar, þeirrar sönnu gleði og eilífu verðmæta sem reynsla kynslóðanna ber að hún búi yfir, leitar Guðs í orðum hennar og fundar við algóðan Guð, sem ótölulegur fjöldi vottar að tali á blöðum hennar, en gefast æ að nýju upp við lesturinn, þeim verða þessar spurningar harla áleitnar. Og því einlægari sem löngunin er til að öðlast lif- andi leiðsögn þess orðs, þann frið og hvíld og líkn sem það orð býr yfir, þeim mun hættar er við að spurningin „Fer ég ekki einhvernveginn rangt að?“ búi yfir broddi annarrar spurningar, sem kann að nísta, einmitt þegar síst skyldi, broddur spurningar- innar: „Er eitthvað rangt við mig? Hvers vegna heyri ég ekki rödd Guðs í þessu orði eins og svo margur annar? Hvers vegna talar Guð ekki við mig?“ Ég vona að þau svör sem ég skal leitast við að gefa við þes^um spurningum megi verða einhverjum til liðs við að höndla þá gjöf, sem Biblían geymir öllum. Á ekki að byrja fremst? "Biblían er safn bóka, enda þýðir orðið Biblía bækur. Bækur hennar eru 66 talsins, afar ólíkar að formi og inni- haldi og raunar aldri, enda segja þær árþúsunda sögu einstaklinga og þjóðar, sam- skipta Guðs og manns, Guðs og ísraels. Þessum bókum er ekki skipað niður eftir aldri, heldur fremur innihaldi og hver bók um sig er næsta sjálfstæð heild þó innri tengsl séu milli þeirra. Þetta á eink- um við um Gamla testament- ið, sem er fyrri og að vöxtum meiri hluti Biblíu kristinna það varðveiti máske sumar frásagnirnar í uppruna- legustu formi. Við lestur þess verður skjótt fundið hvers vegna það reynist slík upp- spretta andlegra og eilífra gæða sem saga kirkjunnar vottar og reynsla þeirra, sem dýpst hafa reynt helgandi og heilgandi návist hins upp- risna. Matteusarguðspjall, sem m.a. geymir Fjallræðuna og önnur orð Jesú, sem oftast er vitnað til, fyllir einnig út þá mynd hans, sem bar sér Þau cru fá löndin þar sem Hihlían er ekki lesin. Hún cr sífellt þýdd á fleiri tungumál og er uft fyrsta bókin sem prentuð er á viðkomandi máli. manna, en síður Nýja testa- mentið, sem er síðustu 27 rit Bibiíunnar, og varð til á fáeinum áratugum eftir krossfestingu og upprisu Jesú Krists. Þetta er vert að hafa í huga og af þessari ástæðu er engin þörf á að hefja lestur á fremstu síðu Biblíunnar og lesa síðan áfram, eins og okkur er tamast þegar aðrar bækur eiga í hlut. Það er auðvitað ekkert rangt við að lesa Biblíuna frá upphafi til enda, en hætt er við að nýir biblíulesendur heykist á slíku. Flestum mun affarasælla að ætla sér minni yfirferð í Að nálgast boðskap Bihlíunn- ar í bæn. það vitni að hann sé orð Guðs holdi klætt kominn til að birta okkur hvernig sá Guð er, sem við eigum, ekki aðeins í orði heldur verki. Og Lúkas, sem var fylgdarmaður Páls post- ula safnar í sína bók vitnis- burði um Jesú og notar bæði skriflegar heimildir og minn- ingar þeirra er nutu návistar hans. Og í guðspjalli hans er að finna sumar þær frásagnir, sem kærastar eru, dæmisögur Jesú um leitina að hinu týnda, t.d. um föðurinn, sem hleypur með opinn faðm mót syninum týnda, dæmi leitar elskandi Guðs að hinum seka og týnda til að leiða hann heim, allt áréttan þess sem Jesús birtir í veru sinni og verki, fyrirgefn- ingu, fórn og sigri. Og Lúkas greinir í annarri bók sinni, Postulasögunni, frá þeim áhrifum, sem sigur Guðs kærleika hafði, segir frá stofnun kirkjunnar . eftir að upprisa Krists hafði birt trú- ar og skilningsvana lærisvein- um hans að Guð staðfesti að allt, sem Jesús sagði um sig var satt, að eilifu satt, að hann er það eilífa orð, sem almáttugur og algóður Guð vill gefa börnum sínum af því að hann ann þeim. Og Post- ulasagan segir frá sigurgöngu fagnaðarboðskaparins um hjálpræði Guðs á fyrstu ára- tugunum eftir upprisu Krists, segir frá postulunum, einkum Páli, sem fyrst ofsótti þá, sem orð hins upprisna Krists hafði höndlað og síðar varð fremst- ur votta þess sama orðs. Og eftir að hafa lesið sögu hans og postulanna hinna, er dýr- mætt að geta lesið vitnisburð þeirra sjálfra, sem þeir hafa skrifað eigin hendi, sendibréf- in til safnaöanna, sem þeir stofnuðu, bréf vitnisburðar sem hvetur, áminnir, styrkir og boðar sigur hins upprisna Drottins. Þau bréf, svo ólík sem þau eru, enda tilefni ritunar þeirra mismunandi og þarfir viðtakendanna af ýms- um toga, geyma okkur marga dýrmæta perlu og ómetan- legan stuðning til að gjafir þess Drottins, sem höfundarn- ir votta og boða hlotnist einnig okkur, sem nú megum lesa þau. Filippíbréfið er dæmi þess. Það hefur verið nefnt bréf gleðinnar, en Páll ritaði það vinum sínum í Filippí frá Róm, þar sem hann sat fangi og beið dóms, sem hann gat vænst að yrði til dauða. Verið ávallt glaðir, segir hann, glaðir í Drottni. Það er inntak þess bréfs, hvatning til gleði sakir þess að Kristur er upprisinn og vill vera hjá okkur nú þegar og til þess að eiga okkur að eilífu. Og með einum eða öðrum hætti er þetta boðskapur bréf- anna hinna, raunar Biblíunn- ar í heild. Því sá Guð, sem skapaði manninn til þess að eiga að eilífu en maðurinn flýr, æ að nýju, hann leitar okkar og gefur son sinn til þess að vera okkur orð um eilífa miskunn og náð sem ekki vill bara benda okkur heldur og bera yfir þá gjá sem milli sköpunarinnr og skapar- ans liggur. Það orð er fagnað- arboð um þann kærleika, sem líður á krossi og sigrar fyrir okkur, og trú okkar á að vera andsvar við þeim kærleika og getur einmitt sakir hans verið þakklát gleði og friður í sæld og í þraut og styrkur í hverju stríði og sigrað þannig í okkur nú og að eilífu. Þetta boðar Nýja testamentið, — nýi sátt- málinn þýðir það orð, boðar sátt og frið milli Guðs og manna, sátt, sem byggir á því hvað Guð, sem gaf soninn sinn eina hefur fyrir okkur gert og vill gera. Og orðið nýi vísar til þess gamla, Gamla testament- isins. Sú bók var Biblia Jesú Krists. Hann lifði í og af þeirri náð, sem sá sáttmáli boðar. Og þó nýi sáttmálinn sé uppfylling fyrirheita hins gamla, er gamli sáttmálinn fjarri því úreltur, því þar talar sami Guð og í hinum nýja. Því skyldum við ekki afrækja það sáttarorð, heldur njóta þeirrar ríkulegu bless- unar, sem það færir. Sá sem les Nýja testamentið sér líka glögglega hve hið gamla er samofið því, bæði í ritum postulanna og ekki síður í guðspjöllunum. Og það er gott að lesa Gamla testamentið við leiðsögn Jesú, lesa t.d. þá bók, sem hann vitnar svo títt til, bók Jesaja spámanns, og siðan sálma Davíðs, sem Jesús sótti styrk og blessun í og túlkaði, til dæmis 23. sálminn, 103. og Séra Árni Bergur Sigur- björnsson er sóknarprestur i Ásprestakalli i Reykjavik. Ilann er stjórnarmaður Ilins islenska Biblfufélags og hefur unnið að hinni nýju útgáfu Biblíunnar. 121. svo aðeins þrír þeirra séu nefndir. Fáar bækur Biblí- unnar munu vera meira not- aðar til uppbyggilegs lestrar en einmitt sálmarnir og þeir ásamt spámannaritunum bjart fordyri að því nægtabúri blessunar, sem Gamla testa- mentið er. Ný biblíuútgáfa og auðveldari til lestrar Ég vona að þessi orð mín svari að einhverju leyti þeim spurningum, sem hér voru fram settar. Við þau vil ég aðeins bæta að þess er ekki að vænta að öll útsýn Biblíunnar opnist neinum í einni sjón- hendingu. En það þori ég að fullyrða að sá sem Ieitar að lindum hennar mun hljóta blessun, því ríkulegri, sem lengur og oftar er lesið. Það er mikið fagnaðarefni að Hið íslenska Biblíufélag hefur nú kynnt nýja útgáfu Biblíunnar sem það hefur hafið dreifingu á, útgáfu, sem er ólíkt aðgengilegri til lestrar en þær biblíuútgáfur, sem völ hefur verið á á íslensku. Þar er að finna nýja þýðingu guöspjall- anna og Postulasögunnar úr frumtextanum og ennfremur hefur málfar og þýðing á bréfum Nýja testamentisins sem og öllum ritum Gamla testamentisins verið vandlega yfirfarin og málfarsleg og þýðingarleg lýti færð til betri vegar. Þar við bætist að bókin er öll sett með öðrum og læsilegri hætti en áður var og millifyrirsagnir settar eftir innihaldi ritanna sem er mikilvæg stoð við lestur. Auk þessa er neðanmáls að finna tilvitnanakerfi með lykilorð- um, sem mun reynast áhuga- sömum lesendum staðgóð leið- beining og holl við að íhuga þann boðskap, sem bókin flyt- ur. Einnig er í þessari nýju Biblíu landabréf yfir sögu- staði hennar og orðaskýringar yfir fjölmörg hugtök sem og skrá yfir mikilvæga ritningar- staði og síðast en ekki síst hefur bókin viðauka, sem flyt- ur stutta en trausta kynningu á öllum ritum Biblíunnar, innihaldi þeirra, markmiði og tilefni ritunar, og allt er þetta ómetanleg leiðbeining bæði nýjum lesendum og öðrum, sem handgengnir eru henni. Er það vissa mín, að þessi útgáfa Biblíunnar og gerð hennar muni opna mörgum nýjum lesendum boðskap hennar og verða mörgum blessun með því að veita birtu eilífra sanninda hennar yfir og inn í líf og stríð eldri sem yngri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.