Morgunblaðið - 29.08.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981
31
Jón Þ. Árnason: — Lífríki og lífshættir LXVII
Spurningin er: Hvers vegna tregðast
mennirnir með „ismana“ og „hyggjurn-
ar“ við að leiða líkur að, hvernig
6.300.000.000 manna geti satt hungur
sitt við stórrýrð ræktunarskilyrði, þeg-
ar hundruð milljóna svelta við núríkj-
andi aðstæður?
Niðurstöðum sérfræðinga
virtustu rannsóknastofnana ber
býsna vel saman um sennilegast-
an mannfjöida á jörðinni árið
2000, um næstu aldamót, eftir
rösk 18 ár. Hann er talinn muni
nema nálægt 6.300.000.000.
Af þessari mergð álítur The
Center for Integrative Studies
(skv. „World Facts and Trends",
University of Houston 1979) að
um 80%, eða rúmlega 5.000.000.
000, muni freista lífsbaráttunn-
ar í svonefndum þriðja heimi,
þar sem meira en helmingur
íbúanna hefir þjáðst af vannær-
ingu og hungri um áratugi, en
einkum þó síðan honum var
sleppt lausum út í „frelsi og
sjálfstæði".
Risaborgir
í tugatali
Og 8 lönd — Kína, Indland,
Indónesía, Brasilía, Bangladesh,
Pakistan, Nígería og Mexikó —
munu þá njóta þeirra mjög svo
hæpnu hlunninda að geta státað
af að hafa næstum 60%, eða um
3.780.000.000, allra jarðarbúa
innan landamæra sinna. Um-
hugsunarvert hlýtur ennfremur
að sýnast, að þótt nú þegar sé
óumdeilanlegt, að fjöldi borga
hefir brotið af sér nær öll bönd
laga og réttar, aga og velsæmis,
fræða skýrslur, sem lagðar voru
fram við undirbúning alþjóða-
ráðstefnu um „íbúa og framtíð
borga“, er sat á rökstólum í Róm
dagana 1.—4. september 1980,
okkur um, að samþjöppun fólks
muni óðfluga miða í risaborgir,
makropolis. sem fyrirsjáanlega
muni hýsa, ef hýsingu er vogandi
að kalla, manngrúa á við hálfa
núverandi íbúatölu Frakklands
(53.415.000) — og jafnvel meira.
Vanþroskaheimurinn mun að
sjálfsögðu einnig þar skara fram
úr. Nefndar heimildir telja víst,
að af 25 þessara risaborga með
yfir 10.000.000 íbúa hver, muni
20 prýða hann; allt frá Bagdad
með 11.100.000 til Mexico-City
með 31.000.000, en þar hrærast
nú yfir 14.000.000 að því er næst
verður komizt, og er hún því
fjölmennasta borg heims.
Væntanlega er ekkert ofsagt
með að fullyrða, að nálega sér-
hver skynigædd manneskja hafi
heyrt mannfjölgunarsprengj-
unnar getið oftar en einu sinni.
Hátt eða í hljóði munu og flestir
geta fallizt á, að bandarísku
vísindamennirnir, Paul R.
Ehrlich og eiginkona hans, Anne
H. Erlich, skjóti ekki yfir mark
(í bók sinni „Population, Re-
sources, Environment: Issues in
Human Ecology", San Francisco
1970), þegar þau staðhæfa, að
„mannleg kjarnorkusprengja
ógnar reikistjörnu okkar".
Aðvaranir lífverndarfólks við
ógnarlegum afleiðingum þessar-
ar sprengju hafa átt verulegan
þátt í að vekja samvizku hugs-
andi manna til meðvitundar um
ábyrgð sína á eigin tilveru-
grundvelli. Enn hafa þær þó ekki
mátt sín mikils gegn hrópum
hagvaxtartrúaðra og annarra
þeirra, sem leggja mikla áherzlu
á, að einmitt sökum vaxandi
fólksfjölda eigi kröfur þeirra um
sífellt aukinn náttúruránskap og
lífríkisspjöll meiri og betri rétt á
sér, og styðjist því við styrkari
rökstoðir. Hvar slíkri vegferð
hlyti að ljúka, ef farin yrði, láta
þeir hins vegar ógetið, en er þó
ekki ýkjaerfitt að gera sér í
hugarlund.
Hungurdauðinn
bíður milljarða
Til nánari skýringar verður að
teljast ómaksins vert að athuga,
að ef áfram heldur sem hingað
til, mun fjöldi jarðarbúa tvöfald-
ast á tæpum 35 árum í fyrsta
sinn á kunnum ferli sínum. Eins
60% jarð-
arbúa í
8 löndum
og hér að framan er getið, mun
mannkyninu óhjákvæmilega
hafa fjölgað í 6.300.000.000 árið
2000 að áliti flestra mannfjölda-
fræðinga. Ef fjölgunin heldur
áfram með sama ákafa og und-
anfarið, en tvöföldunartíminn,
sem þó til þessa hefir stöðugt
stytzt — úr 1.500 árum í kring-
um árið 8000 f. kr„ í 200 ár frá
árinu 1650 e. Kr„ í 80 ár frá
árinu 1850, í 45 ár frá árinu 1930
og í 35 ár frá árinu 1975,
samkvæmt útreiknun Ehrlich-
hjónanna — til hægri verka
talinn óbreyttur, ætti eftirfar-
andi hryllingur máski að geta
vakið einhverja úr vímu hag-
vaxtarlyfja:
ÁriA 2000 yrftu jarflarbúar fi.300.000.000
Árifl 2070 yrOu jarðarbúar 25.200.000.000
Árið 2175 yrðu jarðarbúar 201.fi00.000.000
Árið 2595 yrðu jarðarhúar 825.753.fi00.000.000
Fáránlegt væri að reikna
dæmið lengra fram í tímann;
skömmu eftir árið 2600 myndi
sérhver manneskja standa upp
við aðrar, enginn gæti lagzt
niður, og fyrir því hefði ég
eiginlega getað látið mér nægja
það, sem áður segir um afar
sennilegan mannfjölda árið
2000. Eða jafnvel árið 1981 því
að þegar er orðið ljóst öllum,
sem á heilafrumur og skiln-
ingarvit reyna, að framfærslu-
byrðin er orðin náttúruríkinu
langt um megn eins og dagleg
hungurdauðatíðindi bera með
sér.
Hungurdauðinn er orðinn
hlutskipti milljóna manna — og
einber óskhyggja væri að
ímynda sér annað en að hann
muni leggja milljarða að velli á
næstu áratugum.
Samlíking svissneska heim-
spekingsins, Denis de Rouge-
mont (sbr. bók hans „L’avenir
est notre affaire", þ. útg. Stutt-
gart 1980), sem ég hefi áður
vitnað í, á vafalítið rétt á sér:
„Krabbamein getur ekki orðið
mikið stærra en líkaminn, sem
það dafnar í og drepur (og sjálft
sig um leið), löngu áður en það
hefir læst sig um hann allan."
Svar við athugasemd sinni, í
Fáránleg
fram-
reiknun
betra lagi kaldhranalegt, segist
de Rougemont hafa hlotið af
vörum ónafngreinds sérfræðings
á sviði matvælaframleiðslu:
„Það verður hægt að fæða alla,
en þeir munu verða að borða
standandi."
Ef þessi fíflska hefði ekki
gengið fram af de Rougemont,
myndi hann ugglaust hafa frætt
tölvubjálfann um, að þótt ný-
ræktarland hafi nokkurn veginn
haldizt í hendur við fólksfjölg-
unina allt til ársins 1950, en
orðið aftur úr árin 1950—1975,
telji framreiknanir yfir síðasta
fjórðung 20. aldar frekari rýrn-
un vísa.
Engar lausnir
í sjónmáli
Vissulega er rétt, að enn eru
fyrir hendi allvíðfeðm svæði,
sem unnt er að nýta til akur-
yrkju, samtímis að önnur eyðast
eða eru tekin til annarra nota.
Þrátt fyrir það stefnir þróunin í
allt annað en hagstæða átt.
Fáeinar tölur varðandi það,
sem við megum vænta (sjá
Lester R. Brown: „The World-
wide Loss of Cropland", Wash-
ington 1978) hefðu og getað
komið sér vel.
Árið 1950 nam kornræktar-
land 0,241 ha að meðaltali á
mann, en ekki meira en 0,184 ha
árið 1975 — hafði því dregizt
saman um 0,057 ha. Framreikn-
anir, sem taldar eru traustar,
bera ennfremur með sér, að árið
2000 muni það ekki nema yfir
0,128 ha, því að mjög vafasamt
er talið, að gjörræktunarráðstaf-
anir fái bætt nokkuð um.
Af þessu og ýmsu fleiru verður
þess vegna ekki hjá komizt að
horfast í augu við, að hinn
sorglegi matvælaskortur mann-
kynsins muni versna um allan
helming. (I þessu samhengi get
ég ekki stillt mig um að gera þá
óvinsælu athugasemd, að verk-
smiðjudraumar (aðrir en þeir,
sem snúast um matvælafram-
leiðslu) íslenzkra „stjórnmála-
Mas og
þras fellir
skóga
manna" og fyrirhugsuða þeirra í
efnahagsmálum, taka sig fyrst
og fremst af þessum sökum afar
skringilega út. Beinlínis hræmu-
legir verða órarnir, þegar þeir
ímynda sér, að erlendir atvinnu-
rekendur, með milljónir at-
vinnuleysingja hímandi við hálf-
nýttar verksmiðjur í hlaðvarpa
yfirfylltra markaða, muni
standa í biðröðum eftir að kaupa
rándýra orku af reikandi stjórn-
völdum, sem hverju sinni sitja af
náð ASI. Að sinni leiði ég hjá
mér þann óhræsisskap, sem birt-
ist í slíkum hugrenningum, í
garð hins litla og viðkvæma
lands.)
Að fróðustu manna yfirsýn
ríkir enginn ágreiningur um, að
vandamál Adamsættar hafa náð
þeim vexti, sem ekki getur talizt
minna en hrikalegur. Engan
málsmetandi lærdómsmann veit
ég treysta sér til að benda á
iausnir betri en að vera í bezta
lagi annaðhvort ákaflega stað-
bundnar eða þröngt tímabundn-
ar. Ymsir ganga m.a.s. svo langt,
t.d. Edward Goldsmith, Robert
Allen og samstarfsmenn þeirra
(í bók sinni „A Blueprint for
Survival", London 1972) að stað-
hæfa: „Hrun heimsmenningar-
innar er þess vegna fyrirsjáan-
legt; og það einhvern tíma á
næsta mannsaldri."
Þessi hópur vísindamanna
treystir sér ekki fremur en aðrir
til annars en að ympra á leiðurn
og úrbótum; naumast að neinu,
sem hefði varanlegt gildi. Næst
munu þeir komast með fyrirvara
sínum um að vera kunni, að
óskilgreindir og hrausthuga úr-
valsgarpar gætu kannski slegið
hruni á frest, en að því tilskildu
þó, að úrræði þeirra yllu meiri-
hluta mannkyns þungum þján-
ingum og harðýðgi.
En ef þannig mætti forða
heimsmenningunni frá hruni,
skýzt spurning Schillers, „Hvað
er meirihlutinn?", ósjálfrátt
fyrir hugskotssjónir mínar, og
svar hans við henni síðar:
„Meirihlutinn
er endileysan“
Fyrir löngu er augljóst orðið,
að Samtök sameinuðu þjóðanna
er eitthvert ömurlegasta og jafn-
framt ógeðfelldasta dæmi sög-
unnar um miðmögnun vanhæfni
og hugsunarleysis. I samanburði
við þau finnst mér eins og
Barrabasar-meirihlutinn, sem
hinn tigni Rómverji, Pontius
Pílatus, komst ekki hjá á sínum
tíma, stöðu sinnar vegna, að
virða viðlits, hafi hlotið að vera
tiltölulega hemjanlegt alþýðu-
bandalag. Alveg sérstaklega hef-
ir þessi staðreynd berháttað sig
eftir að Þórarinn Þórarinsson og
önnur vanþroskaríki, títtnefnd-
ur þriðji heimur, gerðist þar
ótvíræður domus maximus; og
má því augljóst vera, að allar
svörtustu spár hljóta að rætast í
óþekktum veldisvísi.
Hinar fjölmörgu ráðstefnur,
alþjóðlegar jafnt sem svæða- og
sérsviðabundnar, allt frá um-
hverfismálaráðstefnunni í
Stokkhólmi árið 1972, ársþing-
um Evrópuráðsins til orkumála-
ráðstefnunnar í Nairobi 10.—21.
þ.m„ sem hóað hefir' verið upp á
svið, hafa sannarlega verið mat-
aðar á ógrynnum gagnlegra upp-
lýsinga. Útkoman hefir sjaldn-
ast orðið önnur en froðusnakk og
pappírseyðsla, kannski sökum
þess að fróðleikurinn hefir ekki
verið við hæfi barna.
Ekki er þó fyrir það að synja,
að stöku sinnum fái þingarar
skynsemissnert. Þannig reyndi
Richie Ryan, írskur fulltrúi á
síðasta þingi Evrópuráðsins í
Strassbourg, um miðjan maí þ.á.
(líklega undir framsöguræðu
Ólafs R. Grímssonar, sem nú
dvelst í flokki íslenzkra sovét-
vine og bíður tilboða, fyrir
úrræðum sínum á lausn heims-
vandans, er þingið samþykkti og
nefndi „Þróun heimsbyggðar:
Þarfir mannkynsins og auðlindir
jarðarinnar") að gera upp, hvað
kjaftæði kostar:
Miðlungilöng greinargerð upp
á 50 síður verður 350 síður í
þýðingum á hin 7 opinberu
tungumál samkundunnar, upp-
lag afurðarinnar 500—2.250 ein-
tök. Úr henni verða því örsjald-
an minna en 400.000 síður.
Breytingartillögur, sem auðvitað
einnig þarfnast prentmeðferðar,
eru engin einsdæmi, og af því
leiðir að frá fæðingu til full-
burða bólgnar hugverkið upp í
1.000.000 síður.
En af því að snillin felst ekki
aðeins í einni tillögu með grein-
argerð og skýrslum, heldur
haugum, sem settir eru í umslög,
jórtrar sérhvert þing Evrópu-
ráðsins árlega í sig 570 t af
pappír, en til framleiðslu þeirra
verður að fella a.m.k. 700 full-
vaxin tré.
Þannig meltir sérhver hinna
434 háttvirtra 1,6 tré á ári.
Sérhvert ársþing Evrópuráðsins torgar yfir 700 fullvöxnum trjám.
ÓBÆRILEGUR
FRAMFÆRSLUÞUNGI