Morgunblaðið - 29.08.1981, Page 32
HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA?
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981
LJÓÐLIST
Ljóðadagskrá í
Norrœna húsinu
GESTUR Norræna hússins um
þessar mundir er sænska ljóðskáld-
ið og rithöfundurinn Jan Márten-
son ok laugardaginn 29. ágúst kl.
17.00 les hann upp eigin ljóð í
Norræna húsinu. Einar Bragi og
Þorsteinn frá Hamri koma einnig
fram og lesa úr Ijóðabókum sínum.
Jan Mártenson er fæddur 1944 í
Tidaholm í Svíþjóð. Hann er þekkt-
astur sem Ijóðskáld og kom fyrsta
ljóðabók hans Dikter nu út 1968.
Síðan komu tvær ljóðabækur en
segja má að hann yrði fyrst þekktur
er Ijóðabókin Jag erövrar várlden
tillsammans med Karl och bröd-
erna Marx kom út árið 1973. Úrval
úr þessum fyrstu ljóðabókum kom
út 1975 undir heitinu Mellan Tida-
holm och várlden. Nýjasta ljóðabók
Jan Mártensons Genvágar till gal-
enskapen kom út 1979.
Auk Ijóðagerðar hefur hann feng-
ist við skáldsagnagerð og nú er
væntanleg 10. bók hans, Skilda, og
fjallar hún um uppvaxtarárin á 6.
áratugnum. Er hún fyrsti hluti af
þrileik (trilogi). I bókum sínum og
ljóðum lýsir Jan Mártenson oft
þeim heimi smábæjarins, sem hann
óx upp í. Hann skrifar um utan-
garðsmenn þjóðfélagsins, en þeim
hefur hann kynnst og hefur samúð
með.
Jan Mártenson hefur starfað sem
blaðamaður frá 1%1 og skrifar nú
fyrir dagblaðið Arbetet í Malmö.
Einnig skrifar hann greinar um
menningarmál í ýmis tímarit.
Jan Mártenson hefur tvívegis gist
Norræna húsið, 1973 er hann las
upp úr Ijóðum sínum og 1977, en þá
talaði hann um sænskar bókmennt-
ir.
MYNDLIST
Sýnir d A Mokk a
KAREN Cross sýnir 27 myndir á
Mokka og er það önnur sýning
hennar hér á landi og á sama stað
og sú fyrri, en á þeirri sýningu
keypti Sólarfilm fjórar vatnslita-
myndir Karenar og gaf þær út á
jólakortum.
Á þessari sýningu eru bæði acryl-
og vatnslitamyndir. Karen Cross
fæddist 1950 í Jackson í Bandaríkj-
unum. Hún útskrifaðist frá Jackson
Community Collage, með vísindi
sem valgrein, hún stundaði síðan í
eitt ár nám í arkitektur við The
Lawrence Institute of Technology,
samhliða náminu vann hún á arki-
tektaskrifstofu. Að því námi loknu
stundaði hún nám við Wayne State
University um tveggja ára skeið og
útskrifaðist með BA-próf í listum.
Karen settist að á Islandi 1978 og
stundaði nám við Myndlistaskólann
í Reykjavík í eitt ár.
AKUREYRI
Sýning og upplestur
Rauða
húsinu
Kristín Jónsdóttir við eitt
verka sinna.
Jón óskar
SÝNINGU Kristínar Jónsdóttur frá
Munkaþverá í Rauða húsinu á Akur-
eyri lýkur á sunnudag og á sunnu-
dagskvöld les Jón Óskar skáld upp
úr verkum sínum i Rauða húsinu.
Á sýningu Kristínar eru 30 verk,
gerð úr ýmiskonar efni, svo sem ull,
hör, hrosshári, pappír o.fl.
Þéfta er'fýrsta einkasýnirig Krist-
ínar, en hún hefur áður tekið þátt í
samsýningum heima og erlendis.
Kristín stundaði nám í Handíða-
og myndlistaskólanum í Reykjavík
og Kunsthándværkerskolen í Kaup-
mannahöfn. Auk þess var hún um
skeið við nám í Frakklandi og á
ítaliu.
Siðasta helgi Flugminjasýningarinnar, sem staðið hefur yfir i Árbæjarsafni i sumar, er nú um helgina,
en þar hefur verið komið fyrir flugvélum og munum úr islenzkri flugsögu, m.a. gamalli flugvél og
svifflugu. Safnið er opið kl. 13.30—18.00 og strætisvagnaleið 10 gengur þangað. Hér á myndinni er likan
af fyrstu flugvélinni, sem hér hafði viðkomu. Fleiri sýningar eru i Arbæjarsafni.
Tískusýn-
ing í mið-
bœnum
Ef veður leyfir munu sýn-
ingarsamtökin Karon efna til
tískusýningar við útitaflið
klukkan 18.30, laugardaginn 29.
ágúst. Sýnd verða föt frá versl-
uninni Sonju á Laugavegi.
Kynnt verður ný ullarfatalína
frá Danmörku og verður hér um
að ræða komandi haust- og
vetrartísku.
Sumargleð-
in skemmtir
Sumargleðin mun koma til með
að haida uppi fjörinu á unglinga-
hátíð sem haldin verður í Tónabæ
á sunnudagskvöldið. Hefst hátíðin
á slaginu kl. 21.
Sumargleðin verður svo á Hótel
Sögu á iaugardagskvöldið en á
sunnudaginn, klukkan 15.30 held-
ur hún fjölskyldúskemmtun í
íþróttahúsinu í Keflavík. Góða
skemmtun.
TÓNLIST
Síðustu síðdegistón-
leikamir í Dómkirkjunni
SÍÐUSTU síðdegistónleikar
sumarsins í Dómkirkjunni að þessu
sinni verða næstkomandi sunnudag
kl. 18. Á þessum tónleikum verður
eingöngu flutt tónlist eftir Gunnar
Reyni Sveinsson.
Á efnisskránni verða eftirtalin
verk: Hugleiðing um sálmalagið
Jesú mín morgunstjarna, Miserere
og Toccata. Þessi verk eru samin
fyrir orgel. Einnig verða fluttar 4
Postludiur fyrir baritonrödd og
orgel við ljóð eftir Bólu-Hjálmar,
Matthías Jochumsson og Stefán frá
Hvítadal. Þessar Postludiur til-
einkar höfundurinn biskupnum yf-
ir íslandi, Hr. Sigurbirni Einars-
syni.
Flytjendur á þessum tónleikum
verða Gústaf Jóhannesson og Hall-
dór Vilhelmsson.
Gunnar Reynir stundaði nám í
tónsmíðum hjá Jóni Þórarinssyni
tónskáldi við Tónlistarskólann í
Reykjavík 1955—61. Burtfarar-
prófsverkefni hans var Messa fyrir
blandaðan kór og einsöngvara.
Framhaldsnám stundaði Gunnar
við Tónlistarháskólann í Amster-
dam 1964—67 og síðar í boði
hollenskra stjórnvalda í eitt ár við
LEIKLIST
Nemendaleikhúsið
sýnir í Lindarbœ
FJÓRÐI bekkur Leiklistarskóla íslands, Nemendaleikhús, hefur nú
starfsemi sína með því að hafa nokkrar sýningar fyrir almenning á
lokaverkefni síðasta árs, barnaleikritinu „Sorglaus konungsson" eftir
Suzanne Osten og Per Lysander, byggt á sögu eftir Evu Wigström.
Leikstjóri er Þórunn Sigurðardóttir.
Sýningar verða á
sunnudögum og
fyrsta sýning verður
á sunnudaginn kem-
ur kl. 15.00 í Lindar-
bæ.
Æfingar eru nú að
hefjast á fyrsta verk-
efni Nemendaleik-
hússins, leikriti um
Jóhönnu af örk, eftir
önnu Seghers. Leik-
stjóri verður María
Kristjánsdóttir, en
um leikmynd og bún-
inga sér Guðrún
Svava Svavarsdóttir.
Gunnar Reynir Sveinsson
Ríkisháskólann í Utrecht. Gunnar
Reynir hefur samið fjölda tón-
smíða af ýmsum gerðum þ.á m.
fyrir leikhús og kvikmyndatónlist.
Á sunnudagstónleikum Dómkirkj-
unnar verða flest tónverkin frum-
flutt. Öllum er heimill ókeypis
aðgangur.