Morgunblaðið - 29.08.1981, Page 37

Morgunblaðið - 29.08.1981, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981 37 félk í fréttum Sumarfrí + Karl Gústaí SvíakonunKur ok Silvía íóru nýloKa i ferða- lajj út á land með bornin, Viktoríu og Karl Fiiippus. Konungurinn veiddi fisk í nála'Ku vatni ok aflinn var svo steiktur yfir eldi ok snæddur í grasinu. Mikiar annir hafa verið hjá Karli Gústafi að undanfórnu og þótti honum tilvaiið að taka nokkra daga frí með fjöi- skyldunni. Viktoría prinsessa veit ekki enn að hún verður næsti þjóðhöfðinKÍ Svíþjóðar, enda skiptir það litlu máli þegar maður er bara fjögurra ára i sandkassaleik. Karl Filippus, tveggja ára, situr hér alsæll og rólar sér, í peysu sem hann fékk lánaða hjá systur sinni. Skömmu eftir þetta fór öll fjölskyldan í siglinKU á snekkju meðfram strönd Svi- þjéklar og kom við hjá vinum ok kunninKjum á leiðinni. Myndirnar tók Karl Gústaf. Lord David + Hinn nítján ára gamli sonur Margrétar prinsessu, Lord Dav- id, er orðinn að umtalsefni vegna ástarmála, líkt og móðir hans hefur verið síðastliðin 30 ár. Hann er hrifinn af bekkjarsyst- ur sinni, Sally Fellows, sem er átján ára, og nýlega fóru þau í leikhús saman. Sally þessi út- skrifaðist með hæstu einkunn á stúdentsprófi og ætlar að leggja stund á rússnesku í haust. Þegar högg er hátt of reitt, hættir því við að geiga Eftir Ásgerði Jónsdóttur Þegar ég, fyrir skömmu síðan, kom heim úr sumarleyfi, lá fjallhá hrúga af Mogganum mínum fyrir dyrum inni. Eg pældi samvisku- samlega gegnum beðjuna, las allt sem máli skipti meðal annars um súrálsmálið, sem mér hefur þótt mjög athyglisvert frá upphafi. Það varð langur lestur og ógeð- felldur, því fátt eða ekkert veldur mér jafn mikilli ógleði og að sjá réttlætinu misboðið og það jafn heiftarlega eins og í þessum súr- álsskrifum Morgunblaðsins í síð- astliðnum júlímánuði. Maður er nefndur Hjörleifur Guttormsson og er iðnaðarráð- herra á Islandi þessa stundina. Hann hefur gerst svo djarfur að sýna árvekni og skyldurækni í starfi. Hann hefur gerst svo djarf- ur að rasa ekki um ráð fram í orkumálum, heldur kveða menn til ráðuneytis, umræðu og undirbún- ings um sem flesta hugsanlega þætti mála áður en ráðist er í framkvæmdir og firra þær þannig alkunnum eftirmálum eftir föng- um. Hann hefur gerst svo djarfur að amast við því að útlent auðfélag hlunnfari Islendinga og gangi á gerða samninga við þá. Hann hefur gerst svo djarfur að geipa ekki um það mál í tíma og ótíma, þrátt fyrir hóflausan ágang fréttamanna, heldur leita kunn- áttu um allt er varðar þetta tiltekna málefni nálega um allan heim og aldrei látið af hendi rakna aðrar upplýsingar en þær, sem fengnar eru af staðreyndum. Hann hefur gerst svo djarfur að sýna hinu erlenda auðfélagi til- litssemi í hvívetna. Hann til dæmis sakfelldi það ekki að órannsökuðu máli heldur talaði um „meinta" sök („meinta hækkun í hafi“) að minnsta kosti þangað til skýrsla Lybrands & Co. leiddi staðreyndir í ljós og taldi sjálfsagt að taka tillit til leyndarmála þess hvernig sem íslenskir fréttamenn hömuðust af því tilefni. Hann hefur gerst svo djarfur að ræða súrálsmálið hlutdrægnislaust og ópersónulega og af þeirri kurteisi og háttvísi, að enginn einstakling- ur hefur hlotið svo mikið sem skeinu af hans völdum. Fyrir þessar „sakir“ hafa súr- álsskriffinnar Morgunblaðsins, nafngreindir og ónafngreindir, keppst við að reita æruna af Hjörleifi Guttormssyni. Fyrir þær skal hann vera óalandi og óferj- andi og því hvergi hafandi nærri, þar sem rætt er við erlenda súrálsherra. Mér virðast þeir vera gengnir svo mjög úr vitrænum ham að þeir séu farnir að vega að sjálfum sér. Það hefur ekki hingað til þótt Ijóður á ráði manns að gera skyldu sína við ríki og þjóð, — að mæla ekki fleira en hann veit með vissu, — að sýna öðrum, án undirlægju- háttar, sömu háttsemi í orði og verki, sem hann æskir sjálfum sér til handa. hin ef þessi atriði teljast nú mannorðslýti þá veit ég ékki lengur hvað gott mannorð er og lýsi eftir merkingu þess hjá pennaglöðum skriffinnum Morg- unblaðsins. 15. ág. 1981 ÁsKcrður Jónsdóttir. ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU H m hi [catI mm H H [PLUSj H H H Notaðar H H H H H H H H H H H jaróýtur D7 F ps. U-tönn Ripper árg. 74 180 hö. D6 C ps. A-tönn Ripper árg. ’67 120 hö. D6 B dd. A-tönn Ripper árg. ’63 93 hö. D4 D dd. A-tönn árg. ’65 65 hö meö 16 diska 20” Rome herfi. Upplýsingar veitir véladeild. rnj CATERPILLAR L □ ÖALA G. t=UÓNUSTA Caterpillar, Cat ogŒeru skrásett vörumerki H H H H H H H H H HEKLAHF Laugavegi 170-172 Sími 21240 H Ih1Ih1[h1[h1íh1Ih1Ih1 H

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.