Morgunblaðið - 29.08.1981, Síða 43

Morgunblaðið - 29.08.1981, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1981 43 • Páll Pálmason verður elsti • ómar Jóhannsson, lykilmaður- leikmaður vailarins. inn í spili ÍBV. „Stytti nafn mitt verulega“ - sagði Ásgeir sem þurfti að skrifa á 10 þúsund fótbolta „l>að cr ýmisleBt sem við þurí- um að jfera annað en að æfa og leika knattspyrnu fyrir Bayern Munchen. Félagið gerir ýmsa samninga við fyrirtæki og græðir á því mikla peninga. Nú nýverið þurftum við leikmenn liðsins tii dæmis að skrifa nöfn okkar á tíuþúsund fótbolta sem síðan eru seldir. Ég get alveg sagt þér eins og er. Ég stytti nafn mitt veru- lega og þetta tók langan tíma.“ sagði Ásgeir Sigurvinsson. leik- maður hjá Bayern. - ÞR. Badminton: Grænlendingar koma í heimsókn Dagana 26.-27. sept. nk. munu 7 grænlenskir badminton- leikmenn dveljast hér í boði TBR. Þetta er fyrsta heimsókn þeirra hingað, en sl. haust hélt hópur TBR-inga til Grænlands og dvaldi þar í góðu yfirlæti nokkra daga. Ljósm. I»R. • Ásgeir hafði nóg að gera við skriftir. I BMBswnn I Norðurlandamót í Reykjavík Aðalviðburðurinn á badmin- tonvertíðinni að þessu sinni verð- ur Norðurlandamótið í Laugar- dalshöllinni 21.—22. nóvember nk. Þangað munu vonandi mæta margir bestu leikmenn Norður- landa, einkum er vænst sterkra manna frá Sviþjóð og Danmörku. Núverandi Norðurlandameist- arar eru Morten Frost og Lene Koppen frá Danmörku. Ekki er þó alveg Ijóst á þessu stigi hvort þau gera tilraun til að verja titla sína, því Norðurlandamótið er fyrst og fremst áhugamannamót. En kanski fáum við að sjá eitthvað af þessum andlitum hér í haust. Kínverskur þjálfari til BSI Badmintonsamband íslands á von á góðum gesti frá Kina i september. Hann heitir You Zourong, 31 árs gamall og mun starfa við þjálfun á vegum BSÍ næstu sex mánuði. You er mjög góður leikmaður og varð m.a. Kinameistari í tvíliðaleik 1978. Nú sem stendur er hann þjálfari fyrir fylkislið Fujian, en þetta lið er margfaldur Kinameistari i landsmótum. Sennilega er þetta einn besti hadmintongestur sem hingað hefur komið og er stórkostlegt að slikt samstarf hafi tekist milli badmintonsambanda Kina og íslands. „Náum við góðum leik þá vinnum við Fram“ — segir Kjartan Másson þjálfari ÍBV „VIÐ ætlum okkur ekkert annað en sigur í leiknum. en lið Fram er crfiður mótherji. Og sér í lagi cru þeir erfiðir mótherjar í bikarleik. Þeir eru tvimælalaust lið sem leggur mikið upp úr varnarleik og sem slíkir eru þeir sterkir,” sagði þjálfari ÍBV, Kjartan Más- son i spjalli við Mbl. Kjartan sagði að lið IBV myndi ekki spila varlega í leiknum gegn Fram. Það yrði leikinn sóknarleik- ur og reynt að skora mörk. Það gæti allt eins farið svo að leikur liðanna yrði opinn og mörg mörk yrðu skoruð. „Við eigum von á því að margir stuðningsmanna okkar mæti á Laugardalsvellinum á sunnudag- inn. Og vonandi bregðumst við þeim ekki. Ég er sannfærður um að ef við náum góðum leik sigrum við Fram. Það verður fyrst og fremst leikur miðvailarleikmann- anna sem ræður úrslitum í leikn- um. Og ég mun stilla mínu liði upp í samræmi við það,“ sagði Kjart- an. Þórður Hallgrímsson, fyrirliði ÍBV, vildi engu spá um úrslit leiksins, en sagði að leikurinn legðist vel í sig. „Svona leikir geta farið allavega og ógerlegt er að spá um úrslit," sagði Þórður. Eins og skýrt hefur verið frá Á MORGUN sunnudag fer fram úrslitaleikurinn i bikarkeppni KSÍ. Leikurinn hefst kl. 15.30. Liðin sem leika til úrslita eru núverandi bikarmeistarar Fram og ÍBV. í þetta sinn leika Framarar til úrslita í áttunda sinn, þar af í fjórða sinn á sl. 5 árum. hefst leikur liðanna kl. 15.30. Heiðursgestur á leiknum verður Þorsteinn Einarsson, fyrrum íþróttafulltrúi ríkisins. - ÞR. Vestmannaeyingar leika til úr- slita í fimmta sinn. Þessi sömu lið léku til úrslita einnig 1980 og þá sigraði Fram 2—1. Það lið sem oftast hefur leikið til úrslita í bikarkeppni KSÍ er lið íþróttabandalags Akraness, en Akurnesingar hafa ieikið alls níu sinnum og aðeins sigrað einu sinni, árið 1978, er þeir sigruðu Valsmenn 1—0. Bikarúrslitin á morgun: TekstÍBV að leggja Fram? Harðri keppni spáð í Bikarkeppni FRI: Veita KR-ingar ÍR-ingum keppni? Bikarkeppni Frjálsíþróttasam- bands fslands verður háð á Laug- ardalsvelli í dag og á morgun, og þykir víst að baráttan um sigur í keppninni verði bæði harðari og meira spennandi en undanfarin níu ár. ÍR-ingar hafa sigrað undanfarin niu ár, venjulega með talsverðum yfirburðum. En þar sem óvænt fjölgun varð i herbúð- um KR-inga í vetur, er margir landsliðsmenn gengu úr öðrum félögum. er því spáð. að KR-ingar veiti ÍR-ingum harða keppni um hikarinn að þessu sinni. ÍR-ingar munu ákveðnir í að vinna tiunda árið í röð, svo að ekkert verður gefið eftir og hart harizt um hvert einasta stig. Bikarkeppnin fer nú fram i 16. sinn. KR hefur unnið fimm sinnum, Ungmenna- samhand Kjalarnesþings einu sinni og ÍR níu sinnum. Að þessu sinni keppa IR, KR, Á, UMSB, KA og FH í 1. deild. Borgfirðingar eru nýliðar í 1. deild, og trúlegir þykja þeir til að halda sæti í deildinni, en að baráttan um fallið muni standa milli Ármanns, KA og FH. Helzt er að því hallazt, að róðurinn verði hvað erfiðastur hjá KA, þar sem félagið missti tæpan tug landsliðs- manna yfir í önnur félög í vetur. Félagið á þó enn harðsnúnu kvennaliði á að skipa sem vinnur mörg stig. KA varð í öðru sæti í keppninni í fyrra. Flestir beztu frjálsíþróttamenn landsins verða meðal keppenda, og má m.a. nefna Hrein Halldórsson, Erlend Valdimarsson, Óskar Jak- obsson, Odd Sigurðsson, Jón Dið- riksson, Sigurð T. Sigurðsson, Gunnar Pál Jóakimsson, Þorvald Þórsson, Friðrik Þór Óskarsson, Jón Oddsson og Einar Vilhjálms- son. Af kvenfólkinu sem keppir má nefna Þórdísi Gisladóttur, Oddnýju Árnadóttur, Helgu Hall- dórsdóttur, Guðrúnu Ingólfsdótt- ur, íris Grönfeldt, Dýrfinnu Torfadóttur, Bryndísi Hólm, Geir- laugu Geirlaugsdóttur, Sigríði Kjartansdóttur og Ragnheiði Ólafsdóttur. Bikarkeppnin hefst í dag kl. 14 en verður fram haldið kl. 10 í fyrramálið. Keppnin í annarri og þriðju deild fer fram á Blönduósi og á Selfossi á sama tíma. Frá úrslitum I 1500 metra hlaupi kvenna á Evrópumeistaramóti unglinga i frjálsum iþróttum í Hollandi. Nr. 693 er Nina Gorbatjuk frá Rússlandi, en hún varð fjórða. Ragnheiður Ólafsdóttir FH er nr. 475, en Ragnheiður vann það frábæra afrek að verða i fimmta sæti i úrslitahlaupinu. Á eftir henni kemur Charlotte Kaag frá Danmörku sem varð i sjöunda sæti. Ragnheiður keppir i bikarkeppni FRÍ um helgina. B. Jprusalom. W,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.