Morgunblaðið - 11.09.1981, Side 19

Morgunblaðið - 11.09.1981, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1981 19 Minning: Bjarni Sigbjörnsson menntaskólakennari Fæddur 13. júní 1938 Dáinn 1. septemher 1981 Kvedja frá Menntaskólanum i Reykjavík Fátt er skólum meira virði en vel menntaðir, dugmiklir og fórn- fúsir kennarar, sem helga sig starfi sínu án alls víls. Fátt er skólum meira virði en kennarar, sem eru brennandi í andanum, gefast aldrei upp fyrir áhugaleysi, en hafa hæfileika til að vekja áhuga og hrífa nemendur með sér. Fátt er skólum meira virði en kennari, sem lítur á starf sitt sem köllun, en ekki sem hverja aðra vinnu. Slíkan kennara hefur Mennta- skólinn í Reykjavík misst, þarsem er Bjarni heitinn Sigbjörnsson, er varð bráðkvaddur tveim dögum fyrir skólasetningu í miðjum und- irbúningnum undir starf vetrar- ins. Skólanum er það mikið tjón að sjá á bak dugmiklum kennara, kennara, sem virtist eiga langa starfsævi fyrir höndum, samkenn- urum hans og nemendum er það mikið áfall að sjá á bak raungóð- um og skemmtilegum manni, en mestur er þó harmur eiginkonu hans og sonar að sjá á bak góðum manni og föður. Þeim sendir skólinn sínar innilegustu samúð- arkveðjur og biður þau að reyna að ylja sér við vissu þess, að ævistarf Bjarna, þótt styttra væri en vonazt var eftir, var árangurs- ríkt og vel metið af öllum. Guðni Guðmundsson. Memento mori. Svo kenndu fornir spekingar, og enn í dag erum við dauðlegir menn sífellt minntir á, að maðurinn með ljáinn er förunautur okkar allra frá vöggu til grafar. Þó er það svo þrátt fyrir þessa mestu staðreynd lífsins, að skyndilegt fráfall fólks, sem okkur er á einhvern hátt nákomið, dynur yfir okkur sem reiðarslag, og það því fremur, ef um er að ræða fólk í blóma lífsins og fullu starfi. Svo hlýtur öllum að hafa farið, sem þekktu Bjarna Sigbjörnsson menntaskólakennara, er þeim barst hin hörmulega fregn um skyndilegt andlát hans 1. sept. síðastliðinn. Hann hafði daginn áður verið í skóla sínum, Mennta- skólanum í Reykjavík, að venju hress í máli og hvatur í spori, — næsta dag liðinn nár. Svo ótrúlega skammt getur verið milli lífs og dauða. Kynni okkar Bjarna heitins hófust fyrir rúmum áratug, er hann réðst til kennslu í MR eftir framhaldsnám í Danmörku. Kenndi hann dönsku hinn fyrsta vetur, 1969—70, en íslenzku æ síðan. Hygg ég ,að það hafi þegar í upphafi orðið auðsætt öllum, bæði kennurum og nemendum, að þar gekk enginn miðlungsmaður að verki, heldur einbeittur eljumað- ur, sem vissi, hvað hann vildi. Sjálfur hafði hann verið frábær námsmaður í Menntaskólanum á Akureyri og ævinlega gert til sín strangar kröfur. Komu nú þessir eiginleikar fram í kennslu hans engu síður en námi áður. Góð regla og agi einkenndu kennslu- stundir hans. En þar kom þó fleira til. Skýr rödd og skipuleg fram- setning vöktu ósjálfrátt og glæddu áhuga flestra nemenda á náms- efninu. Þá var hann slíkur snilld- arskrifari að hver maður mátti vel Hvítabandinu verð- ur breytt í sjúkra- deild fyrir aldraða Hvítahandshúsinu við Skóla- vörðustíg verður breytt í hjúkr- unarheimili fyrir aldraða. A tveimur efri hæðunum verður sjúkradeild fyrir 19 aldraða sjúkl- inga, sem hafa fótavist en eru með geðrænan siúkdóm af vmsum ^>JOZJWIjOF Háþrýstislöngur og tengi. Atlas hf Grófinni !. — Sími 267ö5. Pósthólf 193. Reykjavík. orsökum, en á neðstu hæð verður áfram göngudeild geðdeildar fyrir 10 aldraða sjúklinga í dagvistun. Samtais fá því 29 aldraðir þar aðhlynningu. Fjárveiting til nauð- synlegra breytinga og búnaðar var samþykkt með 14 atkvæðum í borgarstjórn Reykjavíkur í sl. viku. A báðum efri hæðunum verður borðstofa, og öll aöstaða, en horfið var frá því að setja lyftu í húsið. Ýmsar smærri breytingar þarf samt að gera á húsnæðinu, og setja upp býtibúr, baðherbergi o.fl. til að geta veitt þjónustu og hjúkrun. Aætlaður kostnaður við breytingarnar er 214 þús. kr. En húsbúnaður og hjúkrunargögn eru talin kosta um 830 þúsund krónur. „Saman í kærleika“ _SAMAN í KÆRLEIKA- nefnist Ix'tk sem kaþólska kirkjan á Islandi hefur gefið út. Er það þriðja bókin í ritröðinni um byrjendafræðslu í kristnum fræðum fyrir börn, sem kirkjan gefur út, og er þssi bók ætluð fyrir börn á aidrinum 8—9 ára. Fyrri bækurnar hétu: Guð kallar mig, og Guð kemur til fundar við okkur. Allar eru þessar bækur prýddar fjölda mynda. Bækurnar eru kanadískar að uppruna og gefnar út samhliða á Norðurlöndunum. Þessi bók er 80 blaðsíður og hefur Torfi Ólafsson snúið henni á íslensku. Hún er prentuð í Pader- born í V-Þýskalandi. greina allt, sem hann reit á skólatöflur. Þar fór ekkert milli mála. Var oft aðdáaniegt að sjá, hve virkir jafnvel fjölmennustu bekkir voru undir handleiðslu hans og það þótt um væri að ræða fyrstu kennslustund kl. átta að morgni í svartasta skammdeginu eða hina síðustu kl. sjö að kvöldi. Bjarni Sigbjörnsson var maður harðgreindur, nákvæmur í hugsun og rökvís. Öll loðmulla var honum fjarri og hvers konar subbuskapur eitur í beinum hans. En hann var réttlátur, að svo miklu leyti sem slíkt er á færi okkar, ófullkominna manna. Það þurfti mikið til að fá hjá honum háa I. einkunn. Hvað þá ágætiseinkunn. En þeir nem- endur sem það hlotnaðist, höfðu um það fulla vissu, að þeir hefðu neytt námshæfileika sinna og dugnaðar og náð miklum árangri. Það varð aldrei neitt „gengisfall" í einkunnum Bjarna Sigbjörnsson- ar. Það var í fullu samræmi við alla skapgerð og gáfnafar Bjarna heit- ins, að hann var hinn mesti málvöndunarmaður og eindreginn fylgismaður hreintungustefnunn- ar. Gegndi furðu, hve vel honum tókst a ð hrífa ýmsa unga nem- endur þar með sér, svo að þeir fóru að hugsa um þessi mál, jafnvel skrifa um þau í blöð. Það er víst löngu orðinn gamall sann- leikur, að staðgóð dönskukunnátta sé nauðsynleg þeim, sem tala vill og rita ómengaða íslenzku. Þetta sannaði Bjarni Sigbjörnsson. Frábær þekking hans í danskri tungu eftir alllanga dvöl í Dan- mörku gerði honum ávallt kleift að greina milli upprunalegrar. óspilltrar íslenzku og hinna glömlu dansk-þýzku áhrifa frá fyrri öldum, sem að jafnaði leyn- ast mönnum meira en enskuslett- ur nútímans, er flestir ættu að geta forðazt, ef vilja. En þar að auki var hann það, sem almennt er kallað smekkmaður á mál, enda víðlesinn með fádæmum, svo að iðulega undruðumst við samkenn- arar hans, er bækur og höfunda bar á góma, hvenær honum hefði gefizt tóm til svo yfirgripsmikils lestrar, bæði í fornum ritum ög nýjum. Er það mikið happ hverri menntastofnun að njóta áhuga og þekkingar kennara sem Bjarna heitins. Mættu slíkir ávallt verða sem flestir. Við samstarfsmenn Bjarna Sig- björnssonar söknum hans og þykir nú skarð fyrir skildi. Mestur er þó harmur kveðinn að eiginkonu hans og ungum syni. Huggunarorð á ég engin þeim til handa, en einlæga samúð okkar vottum við kennarar MR þeim og öðrum vandamönnum hans í djúpri sorg þeirra. Jón S. Guðmundsson • yfir i-ið þegar „grilV’-matur er annars vegar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.