Morgunblaðið - 11.09.1981, Síða 21

Morgunblaðið - 11.09.1981, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1981 21 mestu ágætiskonu. Hún er búsett í Keflavík. Ung að árum, árið 1921, fór Karolína til Kaupmannahafnar til þess að læra iðn sína. Frænka hennar, Júlíana Sveinsdóttir, dvaldi á þeim árum við listnám þar og voru þær frænkurnar því samtíða um árabil. Karolína stundaði fyrst nám í skólanum Dansk kunstlivsforen- ing, sem þá var alþekktur fyrir góða kennslu og fjölhæfa kennara. Þaðan hvarf hún til starfs og náms á vefstofu frk. Siegumfelt, sem þekkt var fyrir vandaðan vefnað sinn og hina kröfuhörðustu viðskiptavini. Var til þess tekið, hve oft hún skipti um vefara, því fáir bjuggu yfir þeirri verkfærni og dugnaði, er þar var krafist. Sem dæmi má nefna, að þar óf Karolína á 20 skafta vefstól, er hafði 5080 þræði á 1 m og talar það sínu máli til þeirra er til þekkja. Á þessum árum sátu vinnugleð- in, námsáhuginn og starfsþrekið í fyrirrúmi langa vinnudaga. Stundir náms og vinnu voru ekki greindar sundur, sem nú vill oft verða. Fullyrða má, að þessi harði skóli, ásamt eigin hæfileikum og viljakrafti, hafi orðið Karolínu það veganesti er dugði henni vel í vandasömu og erfiðu brautryðj- andastarfi hérlendis. Eitt sinn kom hún auga á óvenjulega blúndu í verslunar- glugga í Kaupmannahöfn. Hafði hún strax áhuga á að ná upp munstri blúndunnar. Tók hún það ráð að leggja leið sína að gluggan- um, er hún kom því við, setja sér á minni lítinn hluta blúndunnar hverju sinni, og að lokum hafði hún náð marki sínu. Að gefast upp eða hopa voru óþekkt hugtök í lífi Karolínu Guðmundsdóttur. Árið 1923 kemur Karolína til landsins fullnuma í iðn sinni. Hélt hún fljótlega sýningu á verkum sínum í húsi Listvinafélagsins, og vakti þar verðskuldaða athygli fyrir vandaða og fallega muni, og má jafnvel fullyrða, að hún hafi markað tímamót í íslenskri verk- menningu á sviði yefnaðar. Vefstofuna að Ásvallagötu 10A stofnaði hún síðan árið 1938. Var að henni mikill fengur, þar sem hún var eini staðurinn, sem vann handofna muni eftir óskum og eigin vali viðskiptavinanna. Sér- stök áhersla var iögð á vöruvönd- un og ekkert til sparað endingar voðanna. Með tilkomu nýrra stílbrigða í húsbúnaði komust ofin ullar- áklæði og gluggatjöld almennt meira í notkun, enda fóru þau einkar vel við hinn nýja stíl. Var þá ekki aðeins leitað til Karolínu af einstaklingum, heldur einnig af ýmsum opinberum stofnunum. Vann hún þannig um árabil að ýmsum verkefnum, sem frændi hennar, Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, fól henni. Enn í dag má sjá ofin áklæði og gluggatjöld hennar frá því um 1940 í Háskólanum, Búnaðar- og Landsbankanum, og fleiri stöðum. Á þeim árum, er íslenska ullin þótti tæplega nothæf til fínni handíða, og lítið sem ekkert var unnið úr henni í skólum landsins, hafði Karolína alltaf bjargfasta trú á þessu verðmæti þjóðarinnar og að þeir dagar kæmu að ullar- iðnaöur nyti verðskuldaðrar virð- ingar og styddi þjóðarhag í ríkum mæli. Ullarjafi var stöðugt ofinn á vefstofunni. í efnisleysi stríðsár- anna var oft löng biðröð við vefstofuna. Ekki þarf að eyða orðum að því, hve ullarjafinn jafnþráða og í sínum fallegu litum hefur verið mikilvægur allri handavinnukennslu. Ótaldar eru hendur þeirra nemenda er saumað + Þakka innilega auösýnda samúð og vinarhug við andlát og útför KLÖRU GUÐMUNDSDÓTTUR, Hátúni 10B. Anna Arnadóttir. t Hugheilar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför GUDRUNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Freyjugötu 5. Þorgeir Jónsaon, Bjarni Guómundsson, Ebba Guömundsdóttir, Sverrir Guðmundsson. HEFUR ÞÉR KOMIÐ TIL HUGAR aó fylgjast meó öllu í gegn um sjónvarp Þessi lausn er nokkuð sem fáum hefur dottið i hug að notfæra sér. Þeir halda að það þurfi stórfyrirtæki til að nota svona kerfi. En þegar farið er að skoða hlutina betur, skilja menn hagkvæmni þessa kerfis. Engin hlaup, ekkert óöryggi, þú getur fylgst með öllu úr sætinu þínu, um leið og þú vinnur pappírsvinnuna. Sem dæmi mætti nefna vinnusali, vélasali, skrifstofu, birgðageymslu, vöruafgreiðslu, pökkun, verslun, færiböndum, lestun, útisvæði, og svona mætti lengi telja. Hægt er að senda myndir milli húsa ef á þarf að halda. Mikil hagræðing er í því að geta brugðið upp skjölum og pappírum á skjáinn, og senda á milli ef þörf er á. Einnig er hægt að nota kerfið á næturnar til að fylgjast með óviðkomandi mannaferðum. Möguleikarnir eru fjölmargir, ef þig vantar frekari upplýsingar um nánara notagildi. erum við tilbúinir að kynna þér tækin betur. Qf) Radíóstofan hf. Þórsgötu 14, símar 28377 - 11314 - 14131 hafa sín fyrstu saumspor í jafann frá Karolínu. Á námsárum sínum ytra lærði Karolína éinnig að knipla. Var sú listiðn mikið í tísku og í stíl við fatnað og heimilisskraut þeirra tíma og mjög svo stunduð af konum í tómstundum. Kniplingar Karolínu frá þessum árum eru sérlega margbreytilegir og sýna mjög sérstætt handverk. Eftir heimkomuna kenndi hún knipl um árabil. Vefstofu sína rak Karolína til ársins 1973 með sínum hæfu vefurum, Elínu Björnsdóttur og Huldu Gunnlaugsdóttur, en þá keypti sú fyrrnefnda vefstofuna. Hún er frænka Karolínu, og rekur vefstofuna enn í dag. Vinskapur okkar Karolínu hófst þegar ég var innan við fermingu og hefur varað æ síðan. Báðar höfum við sama áhugann á ís- lensku ullinni og margbreytileika hennar til úrvinnslu, svo að um kynslóðabil okkar í milli var ekki að ræða. Sérstaklega eru minnisstæðar stundir mínar með Karolínu er hún bauð mér að vefa mér til dundurs við hlið sér á vefstofunni. Mér er enn í minni næmleiki og öryggi Karolínu í vali og röðun á heimalituðu jarðlitunum hennar, þegar hún óf og hannaði sína eftirminnilegu borðrenninga. Þegar komið var á vefstofuna snemma á morgnana, stóð hún þar alltaf með rjúkandi kaffið, en hafði þá þegar farið í langa gönguferð hvernig sem viðraði. Hélt hún þeim vana fram á elliár. Karolína vann heimili sínu stöð- ugt fallega hluti til gagns og prýði því hún kunni flestum betur að nota stundirnar er gáfust frá erilsömu starfi. Djúpar samúðarkveðjur flyt ég fjölskyldu Karolínu. Minningin um hana fyllir hug minn þakklæti og hlýiu. Hólmfríður Arnadóttir Enska fyrir börn Beina aöferöin. Börnum er kennd enska á ENSKU. íslenzka er ekki töluð í tímum. LEIKIR — MYNDIR — B/EKUR. Skemmtilegt nám. MÍMIR, Brautarholt 4, 5 Sími 10004 og 11109 (kl. 1—5 e.h.) Sandsprautukönnur Nýkomnar - 2 stærðir umboðs & heildverzlun Atlas hf Grófinni 1. — Sími 26755. Pósthólf 193. Reykjavík. EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al (iLYSINt. A- SIMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.