Morgunblaðið - 11.09.1981, Page 28

Morgunblaðið - 11.09.1981, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1981 „'Re.Cjrdu cub gískrx bvob kcm -fyrir pesear pylsur cx heimleiáinrw' mmmn • 1981 Univrxil Pnn Syndicota úr jpúbinn t." ást er... ... af> treysta hvort öfrru af heilum huy. TM Reg U S Pat Off — all nghts reserved * 1979 Los Angetes Times Syndicate helta er ekki heldur okkar bíll? Með morgnnkafiinu Fáið mér gleraugun mín, mér sýnist ég vera kominn af leið til lendinjfar? HÖGNI HREKKVÍSI Krúnurakar kvenfólkið karlmenn nú á dögum Hinn 30. ágúst sl. var löng grein í Morgunblaðinu með yfirskrift- inni: „Þið ættuð að tjarga nótabát- inn í haust." Þar segir svo: „Þegar Játvarður Bretakonungur stóð í hinum víðfrægu ástarmálum, sem kostuðu hann krúnuna að lokum, gerði Morgunblaðið sér til dund- urs að kasta fram vísuparti sem síðan var botnaður af lesendum blaðsins, sjálfsagt hundrað sinn- um ef ekki meir. Fyrri parturinn er þannig: Simpson kemur víða við og veldur breyttum högum. Kjarval botnaði: Mogginn kemur ekki út snemma á mánudögum. J.G. skrifar: Ríkisútvarpinu hefur oft verið legið á hálsi fyrir eitt og annað efni sem hlustendum hefur borist á öldum ljósvakans. Sýnist sitt hverjum eins og eðlilegt er, þó hafa óánægjuraddir verið hávær- ari að undanförnu en oft áður, vegna sögu sem margir áttu erfitt með að skilja að til gagns og ágætis væri fyrir hlustendur. Þessvegna tel ég einnig skylt að þakka það sem vel er gert og vil ég koma á framfæri bestu þökkum til Ríkisútvarpsins fyrir lestur Helga Elíassonar úr bók Sr. Feiix Ólafs- sonar kristniboða „Sól yfir Blá- landsbyggðum". Það er stundum haft á orði að í framtíðinni komi kristniboðar til okkar frá Afríku, vegna þess hve andhverf Evrópa er kristindómi og afkristnast í velferð sinni. Kristnir menn í Eþíópíu hafa orðið fyrir áreitni yfirvalda, settir í fangelsi og jafnvel líflátnir, en í þrengingum sannar trúin gildi sitt, eins og einnig kemur í ljós austan járntjalds, því vakti það undrun mína þegar íslenskur kristniboði sagði frá því að rússn- Síðan segir: Ég held að ég fari ekki með neina vitleysu er ég held því fram að þessu botn Kjarvals hafi einn lifað af þessi ár sem liðin eru frá því er íslendingar gerðu það sér til gamans að yrkja um kvennamál Bretasjóla." Ekki mun það saka þó ég setji hér á eftir annan botn við vísuna. Hann var lesinn í útvarpi litlu seinna eftir að það kom til sög- unnar. Botninn er svona: Krúnurakar kvenfólkið karlmenn nú á dögum. Þessi botn hefir lifað góðu lífi allt til dagsins í dag. Vinsamlegast, E.G. ELIiheimiIinu Grund. esku hermennirnir í Eþíópíu keyptu Biblíur og Nýja Testa- mentið til þess að senda heim til Rússland. Hér á íslandi spretta upp félög og stefnur sem boða viðhorf og kenningar, sem á sandi eru byggð- ar og jafnvel má heyra islenska presta, sem hafa heitið því að kenna Guðs heilaga Orð — gefa steina fyrir brauð. Islensk þjóð verður að læra að skilja að Guð er kærleikur, sem hatar syndina, en Hann hefur gefið okkur son sinn Jesúm Krist og Jesús elskar hvern einasta mann, Jesús segir: „Komið til mín allir". — „Engan sem til mín kemur mun ég burtu reka“. Mitt í velmegun okkar er neyð, sem er orsök og afleiðing þess að við leitum ekki til þess Guðs sem skapaði okkur, heldur reynum að búa til Guði sjálf. Heimurinn þarfnast Jesú Krists og kærleika Hans. Ég endurtek þakklæti mitt til ríkisútvarpsins og gaman væri að heyra meira frá starfi íslenskra kristniboða fyrr og í dag. Svar Svav- ars við bílakaupum Enn er komið út á „þrykk“ örbirgð veslings alþýðunnar. Að hafa slikan hrokagikk hæst á tindi stefnu sinnar. Okkur segir svipurinn, „sjáið“ til hvers Guð mig skapti. Mitt er rikið — mátturinn, munið það — og haldið kjafti. Jónsi. Um söluskatts- niðurfellingu af Biblíunni: Af ótta? Ríkisstjórnin hefir ákveðið að fella niður söluskatt af Biblí- unni, kvað við í fréttamiðlum nýlega. Hvað hefir eiginlega skeð? Ég sem hélt að ríkisklóin myndi aldrei sleppa því, sem einu sinni hefir verið klófest, ég marka það af fenginni reynslu. En hvers vegna verður þeim sem lesa Biblíuna ekki gert að greiða þennan skatt, sem er að drepa bókaútgerð landsmanna og gera rithöfunda að hálfgerð- um ölmusumönnum? Það skyldi þó ekki vera að ríkisstjórnin sé með þessu, að gera örvæntingarfulla tilraun til þess að klóra í bakkann kol- svartan, sem almenningsálitið í landinu er búið að hrinda henni fram á, og á ekki annað eftir en að velta henni framaf, ofaní, já, ofaní, þú skilur lesandi góður. Það erekki óþekkt fyrirbæri hjá trúarsöfnuðum víðsvegar um þennan hrjáða heim, að menn kaupi sér frið í sálinni, borgi fyrir syndir sínar og fái kvittun fyrir. Hitt mun lítt þekkt að hópur manna kaupi þennan sál- arfrið eða syndafyrirgefningu, en láti sauðsvartan almúgann borga brúsann. Vel væri ef þessi brella okkar „félagsmála- pakka“-ríkisstjórnar yrði til þess að aðrir bókamenn sæju sér leik á borði og krefðust jafnrétt- is. Það er nefnilega til háborinn- ar skammar að söluskattur skuli vera á bókum. „Heldur reynum að búa til Guði sjálf“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.