Morgunblaðið - 18.09.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1981
5
Gunnar E. Kvaran, fréttamaður:
Málið verður ekki skýrt á annan hátt en að
innbrot hafi verið framið á fréttastofu útvarps
Morjíunhlaðinu harst í
gær oftiríarandi yfirlýs-
inK frá Gunnari E. Kvaran
fréttamanni við Ríkisút-
varpið:
MORGUNBLAÐIÐ gerði í gær
skil bókunum sem gerðar voru í
Utvarpsráði dagana 11. og 15.
september sl. um störf frétta-
manna á fréttastofu útvarps. Þar
sem misskilnings gætir í bókunum
þeirra Ellerts B. Schram og Mark-
úsar Arnar Antonssonar um það
mál sem þeir gera að umtalsefni,
tel ég rétt að eftirfarandi komi
fram:
I skýrslu sem ég sendi Herði
Vilhjálmssyni, settum útvarps-
stjóra, vegna fyrri bókunar út-
varpsráðsmanna um meint „trún-
aðarbrot" fréttamanna, skýrði ég
honum frá tildrögum samtals sem
ég átti við Kjartan Jóhannsson,
formann Alþýðuflokksins, þann
30. júlí sl. vegna stöðvunar á
útgáfu Alþýðublaðsins. í þessu
samtali komu fram sjónarmið
Kjartans til svonefndrar Alþýðu-
blaðsdeilu. Hann kaus að gera þau
ekki að umtalsefni í útvarpi að svo
stöddu og var það að sjálfsögðu
virt. Eins og glöggt kemur fram í
skýrslu minni til útvarpsstjóra,
sagði ég Kjartani að ég myndi
bera samtal okkar undir sam-
starfsmenn mína á fréttastofu.
Það getur ekki talist trúnaðarbrot
að bera fréttasamtöl undir sam-
starfsmenn, allra síst þegar við-
mælanda er gerð grein fyrir því í
samtalinu.
Sem fyrr segir átti samtal okkar
Kjartan Jóhannssonar sér stað
þann 30. júlí. Röskri viku síðar er
haft eftir Vilmundi Gylfasyni í
síðdegisblöðunum, að Kjartan Jó-
hannsson formaður Alþýðuflokks-
ins hafi látið svo um mælt í
samtali við fréttamann Ríkisút-
varpsins að Alþýðublaðsdeilan
svonefnda snúist ekki um stjórn-
mál, heldur sé þar um mannlegan
harmleik að ræða.
I framhaldi af þessum ummæl-
um Vilmundar Gylfasonar bóka
fjórir útvarpsráðsmenn síðan eft-
irfarandi á fundi útvarpsráðs
þann 11. september:
„... Ekki er því að neita að þess
hefur orðið vart að trúnaðarbrot
fréttamanna og formleg tengsl
sumra þeirra við ákveðna stjórn-
málaflokka vekja tortryggni og
kalla á pólitískar deilur eins og
dæmin sanna. Við sjáum því ekki
ástæðu til að gefa öllum frétta-
mönnum allsherjar traustsyfirlýs-
ingu, en fordæmum ómerkilegar
dylgjur í þeirra garð.“ (leturbreyt-
ing GEK). Hér er sem sagt ekki
um eitt trúnaðarbrot að ræða
heldur mörg, ef marka má bókun-
ina. Hver eru þessi trúnaðarbrot?
Athyglisvert er, að með bókun
sinni slá útvarpsráðsmennirnir
fjórir því föstu að frásögn Vil-
mundar Gylfasonar af samtali
Kjartans Jóhannssonar og frétta-
manns Ríkisútvarpsins eigi við
rök að styðjast. Svo sterk er
vissan og trúin að ekki er látið svo
lítið að leita staðfestingar á þessu
hjá fréttastofunni. Um leið er
reynt að gera fréttastofuna tor-
tryggilega á grundvelli þess að
nokkrir fréttamenn hafa fært sér í
nyt þau mannréttindi að hafa
pólitískar skoðanir og styðja
stjórnmálaflokka. Ekki er hægt að
skilja þennan hluta bókunarinnar
á annan veg en að fréttamenn á
fréttastofu Ríkisútvarpsins láti
pólitískar skoðanir ráða frétta-
flutningi sínum. Sé þetta rétt hjá
útvarpsráðsmönnunum, af hverju
er það ekki stutt með dæmum?
Getur verið að útvarpsráðsmenn-
irnir sem fordæma dylgjur í garð
fréttamanna hafi fallið í þá gryfju
sjálfir að fara með dylgjur? Þessi
vinnubrögð útvarpsráðsmannanna
vekja vissulega furðu.
Eftir fyrri fund útvarpsráðs um
þessi mál gerist síðan það, að inn
á fréttastofu útvarpsins kemur
Vilmundur Gylfason alþingismað-
ur og segir þar í votta viðurvist að
hann hafi haft undir höndum
segulbandsspólu af samtali mínu
Vilmundur Gylfason:
„ÞAÐ ER ekki rétt eftir mér
haft“ sagði Vilmundur Gylfason
alþingismaður í gær, er Morgun-
blaðið bar undir hann þá fullyrð-
ingu að hann hafi i votta viður-
vist sagst hafa haft undir hönd-
um segulbandsspólu af samtali
við Kjartan Jóhannsson. „Hið
rétta er að ég sagðist hafa heyrt
af segulhandi umrætt samtal“
sagði Vilmundur, „og það er
auðvitað allt annað en að hafa
undir höndum.“
Vilmundur sagði það hins vegar
hárrétt hjá Herði Vilhjálmssyni,
við Kjartan Jóhannsson, þar sem
hin tilvitnuðu ummæli sé að finna.
I framhaldi af þessum ummælum
þingmannsins lét ég þess getið í
skýrslu minni til útvarpsstjóra, að
slíkt verði ekki skýrt á annan hátt
en að átt hafi sér stað innbrot í
fréttastofu útvarpsins. Því gögn
mín um samtalið við Kjartan
Jóhannsson, þar á meðal segul-
bandsupptaka, voru geymd í skrif-
borðsskúffu minni á frétta-
stofunni. Það, hvernig Vilmundur
Gyflason telur sig geta haft vitn-
eskju um samtal okkar Kjartans
Jóhannssonar, hvað þá heldur
segulbandsupptöku af þessu sam-
tali, getur hann einn skýrt. Mér og
öðrum fréttamönnum á frétta-
settum útvarpsstjóra, í Vísi í gær,
að þegar tveir menn ræddust við í
síma mætti hlusta samtal þeirra
beggja vegna línunnar, í þessu
tilviki ekki aðeins fréttastofumeg-
in. Sagði Vilmundur það alls ekki
vera fréttamönnum að kenna, að
hann hafi heyrt umrætt samtal af
segulbandi. Er hann var þá spurð-
ur hvort hann væri að segja að
hann hefði heyrt segulbandsupp-
töku er gerð hefði verið hjá
Kjartani Jóhannssyni, sagði hann
að það segði hann ekkert um.
Vilmundur kvaðst á hinn bóginn
stofu útvarpsins er það hins vegar
með öllu óskiljanlegt.
Hitt er svo annað mál, að
yfirlýsingar Vilmundar Gylfason-
ar alþingismanns vegna þessa
máls gerast nú æ flóknari og
torskildari. Fyrst byrjar alþingis-
maðurinn á því að vitna til
samtals míns við Kjartan Jó-
hannsson, sem hvorugur okkar, né
neinn þeirra fréttamanna sem
vitneskju höfðu um samtalið, hef-
ur staðfest að séu réttar. Það
nýjasta er að nú hefur alþingis-
maðurinn lýst því yfir að „vitn-
eskja hans“ um samtalið við
Kjartan Jóhannsson sé ekkj komin
frá neinum starfsmanni frétta-
stofunnar. Samkvæmt þessu ætti
því ekki að vera um neitt trúnað-
arbrot hjá starfsmönnum frétta-
stofu að ræða. Bókun meirihluta
útvarpsráðs frá 11.9. sl. og ítrekun
þeirra Markúsar Arnar og Ellerts
B. Schram þann 15.9. sl. sem
hyggja á upplýsingum Vilmundar
Gylfasonar eru þannig fallnar um
sjálfar sig að mínu mati.
vilja minna á það, að þessar deilur
um segulbandið væru í rauninni
fáránlegar, Kjartan hefði staðfest
að rétt væri eftir honum haft, og
því þyrfti ekkert að fjölyrða um
það meira. Nær væri að menn
kæmu sér að kjarna málsins og
ræddu aðalatriði en ekki algjör
aukaatriði, líkt „og Eiður Svan-
berg, sem kemur með einhverja
bókun í útvarpsráði. Hvað á hann
með að vera með einhverja bókun
í útvarpsráði um aukaatriði þessa
máls?“ spurði Vilmundur að lok-
um.
Rétt hjá útvarpsstjóra að hægt er
að hlusta símtal á báðum endum