Morgunblaðið - 11.10.1981, Qupperneq 1
72 SÍÐUR
227. tbl. 68. árg. SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Kista Sadats borin frá bænahúsi Maadi-hersjúkrahússins í Kairó. Framan við líkkistuna er einkalífvörður
Sadats, Nassef (sem var ekki viðstaddur þegar Sadat var myrtur).
Heimsleiðtogar íylgja
Anwar Sadat til grafar
kaíro. 10. okt. AP.
ANWAR SADAT var borinn til
Spá meiri-
háttar mat-
vælakreppu
Washingtun. 10. október. AP.
UPPIJF.ÁSTUR í Bandarikjunum
og víðar kann að valda miklum
matvælaskorti á þessum áratug
ok meiri vanda i heiminum en
olíukreppan á 8. áratugnum, seg-
ir í skýrslu sem Lester Brown yf-
irmaður Worldwatch-stofnunar-
innar hefur scnt frá sér. bar seg-
ir að tvöföidun matvælafram-
leiðslu i hciminum siðan á 6. ára-
tuKnum hafi orðið á kostnað
Króðursællar moldar o« illa hafi
verið farið með land.
Gróðursæld 34% akurlendis í
Bandaríkjunum hefur minnkað
verulega vegna uppblásturs á und-
anförnum árum segir í skýrslunni.
„Uppblástur er kannski alvarleg-
asta hættan sem steðjar að
mannkyninu í dag,“ sagði Brown á
blaðamannafundi í dag. Hundrað
lönd í heiminum flytja korn inn
frá Bandaríkjunum og Kanada í
dag.
Sprenging
í London
London. 10. okt. AP.
BIFREIÐ sprakk í loft upp
hjá Chclsra-hcrhúðunum.
steinsnar frá Buckingham-
höll i dag og milli 30 og 10
slösuðust, þar af sex alvar-
lega. óttazt er að einn maður
hafi beðið hana.
Sprengingin varð í bilskúr
sem er verið að endurnýja við
hliðina á herbúðunum sem eru
bækistöð 1300 manna lífvarð-
arsveitar drottningar.
Fimmtu skák-
inni frestað
Meranó. 10. októbcr. AP.
FIMMTU skák þcirra Viktor
Korchnois og Anatoly Karpovs var
frestað á laugardag fram á mánu-
dag að ósk Korchnois í dag. Karpov
hefur unnið þrjár skákir af fjórum.
en einni lauk með jafntefli kepp-
endanna um heimsmeistaratitilinn
i skák.
grafar i dag nálægt þeim stað
þar sem hann var veginn, á her-
sýningarsva'ði í Nasr. norðaust-
ur-útborg Kairó, og heimsleiðtog-
ar og egypzkir hermenn fylgdu
honum síðasta spölinn.
Víðtækar öryggisráðstafanir
voru gerðar og almenningi var
haldið í hæfilegri fjarlægð. En
hundruð grátandi syrgjenda söfn-
uðust meðfram þjóðveginum til
staðarins. „Við fórnum okkur fyrir
Sadat með blóði okkar og sálum,"
sönglaði einn syrgjendanna, en
svartklæddar konur, sem héldu á
mynd af Sadat, grétu.
Kista Sadats var flutt á hest-
vagni í fylgd lífvarða, fallhlífaliða
og hermanna úr stórskotaliðinu og
öðrum deildum heraflans að graf-
hýsi óþekkta hermannsins þar
sem hann mun hvíla unz lokið er
smíði marmaragrafhýsis. Á
grafsteini hans stendur: „Hetja í
stríði og friði ... sem lézt fyrir
land sitt.“
Eftirmaður Sadats, Hosni Mub-
arak, gekk við hlið sonar forset-
ans, Gamal, næst kistunni. Ekkja
hans, Jihan Sadat, sat á áheyr-
endapalli nálægt staðnum þar sem
hann var veginn, ásamt þremur
dætrum og öðrum konum sem
meg'... tki samkvæmt múham-
eðsku..Vx siðvenjum taka þátt í
jarðarför.
Alexander Haig utanríkisráð-
herra og þrír fyrrverandi forsetar
Bandaríkjanna — Richard Nixon,
Gerald Ford og Jimmy Carter —
gengu í fararbroddi bandarísku
sendinefndarinnar. Menachem
Begin, forsætisráðherra Israels,
gekk alla leiðina frá hóteli sínu
þar sem hann má ekki nota farar-
tæki á hvíldardegi Gyðinga
Karlmenn úr fjölskyldu Sadats
mættu við bænastund fyrir útför-
ina í bænahúsi í Maadj-hersjúkra-
húsinu sunnan við Kaíró þar sem
lík forsetans hefur legið síðan
hann var skotinn til bana á þriðju-
daginn. Síðan var líkið flutt í
þyrlu til Nasr, eða Sigurborgar-
innar.
Sorg almennings hefur ein-
kennzt af stillingu síðan Sadat var
veginn, en í dag voru hengdir
borðar í nokkrum hverfum til að
hylla hinn fallna leiðtoga. „Ganga
Sadats mun halda áfram, tilræðis-
mennirnir stöðva hana aldrei,"
sagði á einum þeirra.
Heitara en
sólin sjálf
Baltimore. 10. októbcr. AP.
VOYAGER II fann mesta
hitasvæðið sem fundist hefur
til þessa í sólkcrfinu á ferð
sinni til Satúrnusar i ágúst.
Visindamenn sögðu í dag að
hitinn á svæðinu væri hundr-
aðþúsund sinnum meiri en á
yfirborði sólar. Hann er á bil-
inu 600 milljón til 1 milljarð-
ur F'ahrenheit en hitinn á yf-
irborði sólar er 10.000 gráður
á Fahrenheit.
Hitasvæðið umlykur Sat-
úrnus í yfir 170.000 mílna hæð.
Vísindamenn kunna ekki skýr-
ingu á hitasvæðinu en tals-
maður þeirra sagði að lausn á
þeirri gátu gæti hjálpað jarð-
arbúum að finna lausn á
orkuvandamálum sínum.
Samsæri um að
myrða Reagan?
Ncw York. 10. októbcr. AP.
FBI og handariska leyniþjónustan rannsaka möguleika á því að
aftökusveitir þjálfaðar af mönnum úr bandarisku Grænhúfusveit-
unum og á mála hjá Moammar Khadafy Libýuleiðtoga hafi gert
með sér samsæri um að myrða Ronald Reagan forseta.
Þetta er ástæðan til þess að
forsetinn og George Bush vara-
forseti fóru ekki til Kaíró til að
vera við útför Anwar Sadats for-
seta að sögn Douglas Kikers,
fréttamanns NBC. I Washington
vísaði talsmaður leyniþjónust-
unnar fréttinni á bug.
„FBI og leyniþjónustan óttuð-
ust að morðsveitirnar myndu
reyna að myrða þá báða þegar
þeir væru þar,“ sagði Kiker í
frétt frá Fort Bragg, Norður-
Karólínu.
Tilkynnt var í Hvíta húsinu á
miðvikudaginn að Reagan og
Bush myndu ekki mæta við út-
förina af öryggisástæðum.
NBC sagði að rannsakaðar
væru fréttir um hvort Khadafy
hefði fengið fyrrverandi her-
menn úr Grænhúfusveitunum til
að þjálfa aftökusveitir og taka
þátt í „samsæri um að myrða
forsetann".
Fréttaritarinn hefur eftir
heimildum í CIA að Khadafy
hafi orðið „svo æfur“ eftir að
bandarískar herþotur grönduðu
tveimur líbýskum þotum í sumar
að „... hann fyrirskipaði bana-
tilræði við Reagan".
Kiker lagði áherzlu á að „að-
eins fyrrverandi meðlimir
Grænhúfusveitanna“, menn sem
hefðu dregið sig í hlé, hætt her-
mennsku af öðrum ástæðum eða
fengið tilboð um „geysimiklar
fjárhæðir", væru taldir viðriðnir
samsærið um að myrða forset-
ann.