Morgunblaðið - 11.10.1981, Síða 26

Morgunblaðið - 11.10.1981, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1981 Amsterdam Hilton 8 dagar. Brottför alla fimmtu- daga. Verö frá kr. 3.400,-. Hægt að velja um dvöl á einum glæsi- legustu lúxushótelum Evrópu, Hilton eöa Marriott, eöa hlýlegu fjölskylduhóteli. Amsterdam er heillandi borg, „Feneyjar Norður-Evrópu". Fjöl- breytt skemmtanalíf, heimsfræg- ir listamenn á leiksviöum, í óper- um og konserthöllum. Verslunar- og viöskiptasýningar. Hundruð víöfrægra matar- og veitinga- staöa. Listasöfn og sýningar. Fjölbreyttar skemmti- og skoö- unarferðir. Kvöldsiglingar viö kertaljós á borgarskuröunum. Og síðast en ekki síst: glæsi- legar verslunargötur, hlaðnar varningi á betra veröi en víöast í Evrópu. Stærsta og ódýrasta flughafnarverslun Evrópu. París / Amsterdam 8 dagar. Brottför alla fimmtu- daga. Þið kynnist tveimur gjörólikum glæsiborgum í einni og sömu ferðinni. Fjugferöir Airtour Icéfcujcf Miöb»jarmarkaðinum 2h. Aöalstraati 9. Sími 10661. Staöur: Lækjarbrekka í Beniliöttstorfu ______Stund:_____ 9.október kl.lt _________Stell:________ Bell, frá Gustavsberg Veitingastaðurinn Lækjarbrekka í Bernhöftstorfunni opnaði á föstudaginn var. Til hamingju! Glæsilegur staður í fallegu umhverfi. Auðvitað hefur undirbúningurinn verið tímafrekur. Allt skal vera vandað, stílhreint og falla vel við umhverfið. En valið á matar- og kaffistelli var auðvelt: Knútur Jeppesen arkitekt valdi auðvitað ,,Bell“ frá Kosta Boda í Bankastræti. Frábærlega falleg gæðavara úr eldföstum steinleir. Þaulhugsað notagildi. Kosta Boda býður fjölbreytt úrval af fallegum matar- og kaffistellum. m Einnig allskonar gjafvörur, skálar, bakka, kertastjaka og borðbúnað. Allt vönduð merki frá víðfrægum sænskum og þýskum framleiðendum. Komið við í Kosta Boda. Fallegar vörur í fyrirrúmi. Ljosapemr 25w-100wf ^KAUPFEIAGH) i iJuM ^ -j Ij 1 1 1J 1 _ ísafjörður; Þið munið hann Jónas Isafirði. 9. október. KYNNING Litla leikklúbbsins á verkum Jónasar Árnasonar, sem fram fór i Félagsheimilinu Hnifsdai í kvöld, föstudag, átti greinilega miklum vinsældum að fagna. Fimmtán mínútum áður en kynningin átti að hefjast varð að loka húsinu og vísa fólki frá, þar sem hvert sæti var þá setið. Jón Baldvin Hannesson kennari setti hátíðina, en síðan átti Finn- bogi Hermannsson blaðamaður viðtal við Jónas. Sýndir voru dans- ar og lesið upp úr leikritinu Táp og fjör, lesið var úr sögunni Tíðinda- laust í kirkjugarðinum, sem nú er til í leikgerð, og leikið úr Skjald- hömrurn. Að lokum stjórnaði Jón- as Árnason fjöldasöng, og frum- flutti texta eftir sig, sem heitir Langi-Mangi, við írska lagið Ris- ing of Moon. Á milli atriða söng tríó ljóð Jónasar, og lék undir á gítara. Á þriðja hundrað manns sótti sýninguna og þökkuðu gestir með langvinnu lófataki í lokiri. Leikritið Hallelúja eftir Jónas Árnason verður frumflutt í vest- firskri útgáfu hér um mánaðamót- in. Verkið var upphaflega frum- flutt á Húsavík á sl. vetri, og var það skrifað sérstaklega fyrir Hús- víkinga. Jónas sagði fréttaritara Morg- unblaðsins að mikill munur væri á Vestfirðingum og Þingeyingum. Hann hefði kynnst Vestfirðingum lítillega á kosningaferðalagi fyrir mörgum árum, nú hefði hann rifj- að upp kynnin við grásleppuveiðar á Barðaströnd á sl. vori. - Úlfar Gott útlit með línuafla í haust AFLI var yfirleitt heldur rýr hjá þeim vestfjarðatogurum, sem voru að veiðum í september, en margir þeirra voru frá veiðum lcngri eða skemmri tima i mán- uðinum vegna viðhalds og við- gerða. Aftur á móti var óvenju- lega góður afli hjá þeim línubát- um í fjórðungnum, sem voru byrjaðir róðra og lítur vel út með afla á línu i haust, ef ógæftir hamla ekki róðrum. Nokkrir bát- ar frá Djúpi voru á netum og togveiðum og fengu dágóðan afla. en færabátar hættu flestir fljótlega eftir mánaðamótin og var afli þeirra þvi óverulegur. I september stunduðu 12 togar- ar og 68 bátar botnfiskveiðar frá Vestjörðum, voru 46 með færi, 15 með línu, 4 net og 3 með botn- vörpu. Rækjubátarnir voru allir hættir veiðum nema Steingríms- fjarðarbátarnir, sem voru ennþá að veiðum. Botnfiskaflinn í mánuðinum var 4.670 lestir, en var 6.261 lest í sept- ember í fyrra. Er botnfiskaflinn frá áramótum þá orðinn 72.897 lestir, en var 74.179 lestir á sama tíma í fyrra. ______ Margeir á mót í Grikklandi MARGEIR Péturssyni hefur nú verið boðin þátttaka á nokkuð sterku alþjóðlegu skákmóti i Sal- oniki á Grikklandi. Mótið hefst þann 14. þessa mánaðar og eru 4 stórmeistarar og nokkrir alþjóð- legir meistarar meðal keppenda, sem cru 14. Stórmeistararnir eru Westerin- en frá Finnlandi, Ciocaltea frá Rúmeníu, Lengyel frá Ungverja- landi auk eins Búlgara, en um nafn hans er ekki kunnugt enn. Af alþjóðlegu meisturunum má nefna Federovicz frá Bandaríkjunum, Kindrermann frá Vestur-Þýzka- landi og Nicolic frá Júgóslavíu. Þá munu beztu skákmenn Grikkja einnig tefla á þessu móti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.