Morgunblaðið - 11.10.1981, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 11.10.1981, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1981 t GUÐRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR frá Skálum, Vopnafiröi til heimilis aö Hólsgötu 8, Neskaupsstaö, andaöist á fjóröungs- sjúkrahúsinu Neskaupstað, föstudaginn 9. október. Þorbergur Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Hjartkæri eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, STEINGRÍMUR DAVÍDSSON, fyrrv. skólastjórí, lést að Sólvangi, Hafnarfiröi 9. október. Jaröarförin auglýst síöar. Helga Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaöur minn, faöir okkar og sonur, ÞORSTEINN BIRGIR EGILSSON. Búlandi 16, lést aö heimili sínu 9. október. Hanna María ísaks., Elínborg Jónsdóttir, Egill Þorsteinsson, Ellý Alda Þorsteinsdóttir, Sólrún Margrét Þorsteinsdóttir, Egill Þorsteinsson. t KRISTÍN ÁGÚSTA ÁRNADÓTTIR frá Kárastöóum, Akurgerði 22, andaöist í Borgarspitalanum 9. október. Fanney Oddsdóttir, Árni Halldórsson. t Minningarathöfn um SIGHVAT DAVÍOSSON bónda, Brekku ■ Lóni, veröur gerö frá Hafnarkirkju, Hornafiröi þriöjudaginn 13. október og hefst kl. 13.30. Útför hans veröur gerð frá Stafafellskirkju, síöar sama dag. Þeim sem vildu minnast hans, er bent á minningarkort, Stafafellskirkju. Eiginkona, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaöur minn og sonur, ÓLI BJÖRN KÆRNESTED, verður jarösunginn frá Bústaöakirkju mánudaginn 12. október kl. 3 síödegis. F.h. vandamanna, „. ,, „ . . .... . „ „ . , Sigriður Kærnested, Hildur B. Kærnested. t Útför föður okkar og tengdafööur, GUDMUNDUR BJARNASONAR, frá Skaftafelli, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 12 þ.m. kl. 13.30, þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Theódóra Guðmundsdóttir, Ragnar Ólafsson, Ragna Sigrún Guðmundsdóttir, Katrín Guðmundsdóttir, Ragnar Kjartansson. t Eiginmaöur minn, SIGURBJÖRN ÞORKELSSON, Fjölnisvegi 2, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 14. október kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hans er bent á Hallgrímskirkju og bygginarsjóö KFUM og K. F.h. fjölskyldunnar, Unnur Haraldsdóttir. t Systir okkar, SIGRfÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, frá Bíldudal, er lést aö morgni 6. október, verður jarösungin, þriöjudaginn 13. október kl. 10.30 frá Fossvogskirkju. Systkini hinnar látnu. Minning: Guömundur Bjarna- son frá Skaftafelli Þrír bræður, aldamótamenn, voru í húsinu Ljósvallagötu 32, þegar ég fluttist þangað ásamt konu minni og dóttur fyrir níu ár- um. Tveir þeirra bjuggu með kon- um sínum, einn þeirra hafði aldrei kvænst. Þeir höfðu allir verið verkamenn við höfnina hér í Reykjavík, Bjarni hafði áður verið verslunarmaður á Hornafirði, Sveinn og Guðmundur höfðu verið bændur austur í Öræfum. Þeir eru nú allir horfnir yfir móðuna miklu, Guðmundur síðastur, níu- tíu og þriggja ára að aldri, en fyrir nokkrum mánuðum dó Sveinn bróðir hans, þá orðinn hundrað ára. Þeir kvöddu okkur í þeirri röð sem þeir heilsuðu okkur. Fyrstur kom Bjarni og barði upp á, þegar við vorum að koma okkur fyrir á neðri hæðinni í þeim hluta hússins sem liggur meðfram Ljósvallagöt- unni, og hann var klæddur eins og heldri maður með úrkeðju framan á vestinu og hvítt um hálsinn, það hlaut að vera Vesturbæjaraðall- inn, ef hann hafði ekki stigið út úr einhverri sögu Dickens og gerst ís- lenskur, því ísiensku talaði hann ósvikna og af svo miklum krafti að við fórum ósjálfrátt að huga að hurðum og gluggum. Þvínæst kynntumst við Sveini, þar sem hann sat við koffortið sitt í litlu súðarherbergi uppi í risinu, grannleitur og hávaxinn, ekki ólíkur því að geta verið gamall hreppstjóri, hvasseygður nokkuð og snöggur í hreyfingum, þegar hann lauk upp hurðinni til að sjá hver væri að fara inn á þurrkloft- ið, ekki eins framur og Bjarni, en þó fljótur til kynna og gerði vel við þá sem vildu hlusta á tal hans um presta og biskupa, laumaðist þá í koffortið sitt og bauð í lítið staup, talaði einnig hátt, en þó lægra en Bjarni, og engum datt í hug að hlaupa til og loka gluggum, enda var ekki nema einum glugga að loka, og hann opnaðist út til himnaföðurins sem Sveinn átti oft miklar samræður við, þegar hann var einn manna í herbergi sínu. Þriðji bróðirinn, Guðmundur, sem hinir bræðurnir kölluðu Munda, varð seinastur til að heilsa okkur eða við seinust til að heilsa hon- um. Hann var eins og liðlega mið- aldra maður, en var kominn yfir áttrætt. Hann minnti okkur hvorki á enskan lávarð né íslensk- an hreppstjóra frá fyrri tíð, ekki heldur margumtalaðan Vestur- bæjaraðal, ekki heldur beinlínis á bónda, eða bændahöfðingja, og þó ef til vill helst það, því hann var af einhverjum aðli kominn, það gat nú ekki annað verið, allt yfir- bragðið benti til göfgi. Og þegar ég fór að kynnast honum, skildi ég að hann var reyndar af aðalsætt verkamanna og bænda hvar sem er í heiminum og viðhorf hans til manna og málefna svipuð og við- horf foreldra minna, en þó var hugur hans einkum bundinn sveit- inni. Guðmundur var fæddur árið 1888. Hann talaði mál alþýðu- mannsins og lét sér ekki títt um presta og höfðingja, hafði hins- vegar mikla ánægju af frásögnum af afreksmönnum sem unnu eitt hvað til þjóðþrifa eins og Torfi í Ólafsdal, sem innleiddi betri ljái en tíðkast höfðu, og presturinn á Suðurnesjum sem vakti menn til að hyggja að slysavörnum, sökum tíðra sjóslysa hér við land, og lét sér ekki fyrr brjósti brenna að læra læknisfræði á efri árum vest- ur í Ameríku. Guðmundur var alla tíð með hugann við búskap og gróður jarðar, þótt hlutskipti hans yrði að vera verkamaður í Reykja- vík seinni hluta ævinnar. Og hann hafði auga fyrir fegurð náttúrunn- ar, var eiginlega fegurðardýrk- andi, hafði yndi af garðinum framan við húsið og smáfuglunum í trjánum. En auk þess var hann allra manna mestur húmoristi. Kímni hans var ekki neln aula- fyndni eða gróf og ruddaleg götu- fyndni, eins og nú þykir góð og gild meðal menntaðs fólks sem sumt heldur sig sjá þar alþýðuna, heldur miklu fremur í ætt við enska fagurkerann og leikritahöf- undinn Oskar Wilde. Dóttursonur Guðmundar, leikritahöfundurinn Kjartan Ragnarsson, er svo sem kunnugt er þekktur fyrir fyndnina í leikritum sínum, og má segja að hann eigi ekki langt að sækja þann hæfileika. Guðmundur Bjarnason þurfti aldrei að reyna á sig til að vera fyndinn, honum var það eiginlegt, það var honum eins og sjálfsagt krydd í daglegu lífi, og honum stökk varla bros, þótt viðstaddir hlytu að veltast um að hlátri, en augu hans blikuðu þegar hann vissi að fólk skildi kímni hans. Þá kom þessi hlýlegi glampi í augun sem var einkennandi fyrir þennan mann sem elskaði fegurð- ina. Ég sá þennan glampa og hlý- leika síðast fyrir nokkrum dögum á Landakotsspítala, þegar hann var laus við þær þjáningar sem hann var búinn að líða og gat enn talað við mig af kímni, alltaf skýr í hugsuninni, talaði jafnvel um tíðina, hve góð hún væri, gerði sér enn grein fyrir veðrinu, hélt áfram að fylgjast með því eins og hann hafði gert alla tíð frá því hann var bóndi austur í Öræfum, þó nú gæti hann ekki gengið út á - svalirnar á Ljósvallagötu 32, þar sem hann hafði svo oft baðað sig í sólskininu, því síður að hann gæti hlaupið um fjallahlíðarnar austur í Skaftafellssýslu eins og hann hafði gert í æsku sinni og raunar til fullorðins ára, því þar átti hann margt smalasporið. Þegar við hjónin fluttum að Ljósvallagötu 32, lentum við í lukkupotti, lentum í nábýli við fólk sem tók okkur eins og sjálf- sögðum góðkunningjum og vinum, við urðum fljótlega margs vísari um fólkið, ættartengsl og þess- háttar, og okkur varð snemma ljóst að við höfðum kynnst fólki sem Anna Þóhallsdóttir söngkona sagði réttilega við mig á dögunum, að væri „stólpa fólk“, en hún hafði þekkt það frá fornu fari. Guðmundur var sonur Bjarna Jónssonar og Þuríðar Runólfsdótt- ur sem bjuggu að Hofi í Öræfum. Hann missti föður sinn ungur að árum, sömuleiðis stjúpföður sinn, eftir að móðir hans giftist aftur, og hann varð fljótt að fara að vinna, en skólamenntun hlaut hann enga. Seinna varð hann bóndi, lengst af í Skaftafelli og jafnan í félagsbúi með bræðrum sínum, en áður höfðu þeir bræður stundað búskap með móður sinni á Fagurhólsmýri, og þar var Guð- mundur búsettur þegar hann kynntist Sigríði Gísladóttur, ein- stökum kvenkosti, dóttur séra Gísla Kjartansson sem þá hafði verið prestur um skeið austur í Öræfum og var frændi Guðmund- ar. Þau Sigríður og Guðmundur voru gefin saman árið 1920 og bjuggu búi sínu hartnær tvo ára- tugi í Selinu í Skaftafelli. Þau eignuðust fjórar mannvænlegar dætur og er ein þeirra látin, hét Þuríður Elín. Hinar dæturnar búa allar hér í Reykjavík, Katrín, gift Ragnari Kjartanssyni mynd- höggvara, Theódóra, gift Ragnari Ólafssyni fulltrúa, og Ragna Sig- rún sem var gift Bjarna Runólfs- syni stýrimanni, en missti hann fyrir mörgum árum. Allar hafa systurnar þrjár eignast börn sem höfðu mikið samband við Guð- mund og Sigríði, meðan bæði lifðu, en síðan við afa sinn eftir að hann varð ekkjumaður. Sum þess- ara barnabarna Guðmundar hafa fært afa sínum barnabarnabörn og er ekki ýkjalangt síðan ég heyrði hann raula barnagælu við eitt þeirra. Fyrrnefndar þrjár systur hafa allar átt það sam- merkt að sýna foreldrum sínum, þegar bæði lifðu, og föður sínum eftir að móðir þeirra dó, einstaka hlýju og ræktarsemi, hver annarri duglegri og því líkast sem aldrei hvarfli að þeim að þær þurfi að hlífa sjálfum sér. Þar hafa þær óneitanlega svipað lífsviðhorf og faðir þeirra sem ekki mun hafa hlíft sér, þegar hann var að vinna í íbúðinni þeirra hjóna hér í hús- inu eftir að þau settust hér að árið 1940, en hann var hagur á tré og járn, átti jafnvel áhöld til að gera við skó, og seinni árin eldaði hann oft mat til að létta undir með konu sinni sem ekki var heilsuhraust, og fékk ég sjálfur að reyna það, eftir að kona hans dó, hve gott var að koma i eldhúsið til hans, því ef hann vissi að ég hugði á ferð norð- ur í land, en kona mín og dóttir farnar á undan mér, þá barði hann upp á hjá mér snemma morguninn sem ég ætlaði að taka rútuna, sagði þá ofur eðlilega: Ég er búinn að hita te handa þér, en þegar ég kom í eldhúsið til þessa níræða heiðursmanns, þá var þar ekki að- eins tevatn á borðum, heldur brauð og allskyns álegg og að minnsta kosti sex egg í skál. Oft höfum við hjónin setið á tali við Guðmund eftir að hann varð einn og hlýtt á hann rifja upp hvernig lífi var lifað austur í Ör- æfum um aldamótin og á fyrri hluta þessarar aldar, segja frá skipsströndum á söndunum, hest- unum sem voru svo þrekmiklir og öruggir, þegar fara þurfti á þeim yfir skaftfellsku vötnin, sem Guð- mundur kallaði sum ekki annað en sprænur og gerði raunar ekki mik- ið úr síðari tíma hlaupum í Skeið- ará, kvað þau ekkert hjá því sem áður hefði verið, eða hann sagði frá útlendum menntamönnum sem gist höfðu í Skaftafelli sem sýnilega hafði verið eins og óformlegt gistihús á þeim tíma, eða hann sagði frá því hvernig að- ferðir hefðu verið notaðar við geymslu matvæla, hvernig ullin hefði verið þvegin, hvernig verk- færi hefðu verið notuð við þetta og hitt, en hann var stálminnugur á allt þesskonar og sömuleiðis vel fróður um ættir eins og raunar allir bræðurnir þrír, þeri sem við kynntumst. Viðhorf Guðmundar Bjarnason- ar til lífsins var heilbrigð og heil- steypt. Hann gat ekki dáðst að þeirri vinnusemi sem miðaðist við meiri og meiri veraldleg gæði, án þess fólk hefði tíma til að staldra við og rabba saman í næði. Hann hafði gaman af að hlusta á fróð- leiksþætti úr þjóðlífinu í útvarp- inu, þegar hann var orðinn einn, eða lesa þjóðlegar endurminn- ingar, en hann þurfti einnig að blanda geði við fólk og við hjónin og dóttir okkar eigum honum margar ánægjulegar samveru- stundir að þakka, enda hollt að kynnast viðhorfum hans og gott að geta rétt honum hjálparhönd, ef hann þurfti á að halda, eins og hann var sífellt boðinn og búinn okkur til hjálpar, ef því var að skipta. Þau voru fimm í þessu húsi af aldamótakynslóðinni, þrír karlmenn og tvær konur, sem öll hafa safnast til feðra sinna síðan við komum í húsið fyrir níu árum: Fyrstur fór Bjarni, síðan Dagný kona hans, þá Sigríður kona Guð- mundar, þá Sveinn og síðast Guð- mundur. Öll höfðu þau sterk ein- kenni sameiginleg: einbeitni í skoðunum, furðulegan dugnað og óbilandi þrautseigju og lífskraft. Með Guðmundi kveðjum við síð-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.