Morgunblaðið - 11.10.1981, Page 34

Morgunblaðið - 11.10.1981, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1981 Fundur um fiskverð í byrjun vikunnar * eftir 10 daga hlé ENGIR fundir voru haldnir um fiskvorð í vikunni saífði Ólaf- ur Davíðsson, forstjóri bj<)ð- hajjsstofnunar, að mikið af tím- anum hefði farið í verðlaitniniíu á síld framan af vikunni o>? að- stæður hefðu ekki verið til að halda fund um fiskverðið í yfir- nefndinni. Hann saKðist myndu hoða til fundar fljótleita eftir hel>?i. Aðspurður um þá gagnrýni, sem fram hefur komið á útreikninga Þjóðhagsstofnunar um afkomu vinnslugreinanna, sagði Ólafur, að hún hefði einkum byggzt á því að varðandi söitun og herzlu væri ekki miðað við framleiðslu á þess- um árstíma heldur allt árið í heild, þar sem vertíðin skipti mestu máli og mánuðirnir þar á eftir. Venjan væri sú að reikna þetta á þennan hátt og þeim, sem um málin fjölluðu, væri öllum ljóst við hvað væri miðað, auk þess sem ítarlega væri gerð grein fyrir því í forsendum útreikn- inganna. Ólafur sagði ennfremur að öllum væri ljóst að óvissa væri framundan í sölumálum og einnig það kæmi fram í forsendunum. Bankamenn boða til verkfalls ef ekkert miðar á næstu dögum FUNDUR verður væntanlega haldinn hjá sáttasemjara fljót- lega eftir helgi i deilu banka- manna og bankanna, en undan- farið hafa aðilar ra?ðst við án af- skipta rikissáttasemjara. Lítið hefur þokað í átt til sam- komulags og sagði Vilhelm G. Kristinsson, formaður Lands- sambands bankamanna, í gær, að ef ekkert gerðist á næstunni yrði efnt til verkfalls fljótlega með 15 daga fyrirvara, en síðan getur sáttasemjari frestað verkfallinu um viku. Samningar bankamanna hafa verið lausir frá 1. september. Kaupkrafa bankamanna er um 14,5% launahækkun, en það er sami kaupmáttur og var 1978—79 að sögn Vilhelms. Hann sagði, að einkum varðandi kaupliðinn hefðu viðræður gengið stirðlega undan- farið. Hinn slasaði hífður upp úr lest Esjunnar. Mynd Mbi. Emiiía. Vinnuslys um borð í Esjunni NETARÚLLA féll niður i lest m/s Esju þegar verið var að lesta skipið i Reykjavíkurhöfn og varð 53 ára gamall maður undir henni. Slysið átti sér stað skömmu fyrir klukkan þrjú á föstudaginn. Maðurinn var fluttur á slysadeild Borgarspitalans og var gerð aðgerð á honum. Hann var sagður alvarlega slasaður en ekki lifshættulega. Seyðisfjörður: Leitarmenn veðurtepptir SeyðÍKÍirði, 9. október. ÉG FÓR upp á Hérað i gær og var mest hissa hvað það var mik- ill munur á veðri. Hér á Seyðis- firði var hægviðri en þar var hvassviðri. Hafsteinn Sigurjónsson fjall- skilastjóri og fleiri Seyðfirðingar höfðu þá verið uppfrá í 3 daga veð- urtepptir. Blindað var á uppeftir- leiðinni. Bæjargöturnar á Seyðis- firði voru illar umferðar en nú er búið að moka þær. Daglega kemur fé af Héraði og eru bændur að safna því saman. Sennilega drepst ekki mjög margt fjárins, því alltaf hefur verið hæg- viðri. Aðeins einn dag hefur verið hægt að smala vegna veðurs, hinn 27. september. Það þurfti mikla karlmennsku til þess því veðrið var svo vont enda vantar enn margt fé. Sumarið í sumar var ágætt einn mánuð en vorið var mjög kalt. Svo kom einn ágætur mánuður en september mjög rign- ingasamur. Sveinn Hvort sem litið er á þvottahæfni, efnisgæði, handbragð eða hönnun, er Völund í sérflokki, enda fyrsta flokks dönsk framleiðsla, gerð til að uppfylla ströngustu kröfur vandlátustu markaða veraldar. Voiund danskar þvottavélar í hæsta gæðaflokki. F<"jálst val hitastigs með hvaða kerfi sem er veitir fleiri mögu- leika en almennt eru notaðir, en þannig er komið til móts við séróskir og hugsanlegar kröfur framtíðarinnar. Hæg kæling hreinþvottarvatns og forvinding í stigmögnuðum lotum koma í veg fyrir krumpur og leyfa vindingu á straufríu taui. En valið er þó frjálst: flotstöðvun, væg eða kröftug vinding. Trefjasían er í sjálfu vatnskerinu. Þar er hún virkari og handhægari, varin fyrir barnafikti og sápusparandi svo um munar. Traust fellilok, sem lokað er til prýði, en opið myndar bakka úr ryðfríu stáli til þæginda við fyllingu og losun. Sparnaðarstilling tryggir góðan þvott á litlu magni og sparar tíma, sápu og rafmagn. Fjaðurmagnaðir demparar í stað gormaupphengju tryggja þýðan gang. Fullkominn öryggisbúnaður hindrar skyssur og óhöpp. T' bAb. 3ja hólfa sápuskúffa 2-^ og alsjálfvirk sápu- og skolefnisgjöf. Fjórir litir: hvítt, gulbrúnt, grænt, brúnt. Tromla og vatnsker úr ekta 18/8 króm- nikkelstáli, því besta sem völ er á. Lúgan er á sjálfu vatnskerinu, fylgir því hreyfingum þess og hefur varanlega pakkningu. Lúguramminn er úr ryðfríum málmi og rúðan úr hertu pyrex- gleri. Annað eftir því. Strax við fyrstu sýn vekur glæsileiki Völund athygli þína. En skoðaðu betur og berðu saman, lið fyrir lið, stillingar, möguleika, hönnun, handbragð og efnisgæði, og þá skilurðu hvers vegna sala á vönduðum vélum hefur á ný stóraukist í nágrannalöndunum. Reynslunni ríkari huga nú æ fleiri að raunverulegu framleiðslulandi og verðleikum fremur en verði og gera sér Ijóst, að gæðin borga sig: strax vegna meira notagildis, síðar vegna færri bilana, loks vegna lengri endingar. Volund þvottavélar-þurrkarar-strauvélar FYRSTA FLOKKS FRÁ Traust þjónusta Afborgunarskilmálar I /rúnix HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420 Bjóöum alls konar mannfagnaö velkominn. Vistleg salarkynni fyrir stór og smá samkvæmi. Veisluföng og veitingar aö yðar ósk. Hafið samband tímanlega. HQTEL LOFTLEIÐIR Sími 22322

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.