Morgunblaðið - 11.10.1981, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1981
37
VinsæUa-
listarnir
ENGLAND
Stórar plötur
1. ( 1) ABACAB — Genesis
2. ( 5) SUPER HITS 1&2 - Ýmsir
3. ( 2) DEAD RINGER - Meat Loaf
4. ( 6) WIRED FOR SOUND -
Cliff Richard
5. ( 7) HOOKED ON CLASSICS —
Royal Philharmonic Orchestra
6. ( 3) TATTOO YOU -
Rolling Stones
7. ( 8) SHAKY — Shakin Stevens
8. ( 4) RAGE IN EDEN - Ultravox
9. (-) DEMIN & LEATHER - Saxon
10. (10) WALK UNDER THE LADDERS
— Joan Armatrading
Litlar plötur
1. ( 1) PRINCE CHARMING -
Adam and The Ants
2. ( 9) INVISIBLE SUN — Police
3. ( 3) HANDS UP - Ottawan
4. ( 5) PRETEND — Alvin Stardust
5. ( 4) SOUVENIR — Orch Man in
the Dark
6. (11) UNDER YOUR THUMB —
Godley & Creme
7. ( 8) BIRDIE SONG - Tweets
8. ( 2) TAINTED LOVE - Soft Cell
9. ( 7) ENDLESS LOVE — Diana Ross
10. (22) SHUT UP - Madness
BANDARÍKIN
Stórar plötur
1. ( 1) TATTOO YOU — Rolling Stones
2. ( 2) FOUR — Foreigner
3. ( 4) BELLA DONNA — Stevie Nicks
4. ( 3) ESCAPE — Journey
5. ( 6) NINE TONIGHT — Bob Sweger
6. ( 7) THEINNOCENT AGE —
Dan Fogelberg
7. ( 5) PIRATES — Rickie Lee Jones
8. ( 6) PRECIOUS TIME -
Pat Benatar
9. (10) BREAKIN' AWAY - Al Jarreau
10. (22) SONGS IN THE ATTIC -
Billy Joel
Litlar plötur
1. ( 1) ENDLESS LOVE -
Diana Ross og Lionel Richie
2. ( 2) ARTHUR'S THEME -
Christopher Cross
3. ( 3) STOP DRAGGIN’
MYHEARTAROUND -
Stevie Nicks og Tom Petty
4. ( 4) WHO’S CRYING NOW -
Journey
5. (11) FOR YOUR EYES ONLY —
Sheena Easton
6. ( 7) STEP BY STEP -
Eddie Rabbitt
7. ( 9) START ME UP -
Rolling Stones
8. (13) PRIVATE EYES -
Daryl Hall & John Oates
9. ( 8) URGENT - Foreigner
10. (10) HOLD ON TIGHT - ELO
Listi ensku .independent" sjáltstæðu
útgáfufyrirtækjanna.
1. ( 3) WISE AND FOOLISH - Misty
2. ( 1) RED MECCA -
Cabaret Voltaire.
3. ( 6) IN CONCERT - T Rex.
4. ( 9) COVER PLUS -
Hazel O'Connor
5. ( 2) PRESENT ARMS — UB-40
Litlar plötur:
1. ( 7) JUST CAN'T GET ENOUGH —
Depeche Mode
2. ( 2) ALL OUT ATTACH EP - Blitz
3. ( 3) ONE IN TEN - UB-40
4. ( 1) RELEASE THE BATS —
Birthday Party
5. (12) YOU SCARE ME TO DEATH -
Marc Bolan
Listinn er fenginn að láni úr NME.
Hann er miðaöur viö sölu í verslunum
viöa um Bretland sem sérhæfa sig i
nýrri tónlist.
þessu asnalega orði er samt ekki
átt við Stockhausen og þá, verður
að þekkja og kunna hefðbundna
tónlist. Fyrst er að læra að spila
hreint fyrr en hægt er að gera tón-
ana falska, eða réttara sagt, prófa
sig áfram við nýja tóna.
Nútímatónlist býður upp á allt.
Öll hljóð standa manni til boða og
þá er að nýta þau. Ég hef trú á
einni hljómsveit hér á landi til að
gera það. Þrír ungir Garðbæingar
sem vita hvað er að gerast í hljóm-
listinni. Jhone-Jhone kalla þeir sig.
Þeir eru sko með í lífinu eða músík-
inni. Líf er músík, músík er líf. -
Það er hinsvegar sorglegt hversu
margir eru haldnir þeirri firru að
halda að nýbylgjan þýði algert frí.
Að hver sem er geti keypt sér
gamlan gítar og byrjað að berja
strengi, íklæddur plastfötum eða
leðurfötum og þóst vera að spila
músík. Eins og það sé nóg að vera
pönkfrík. Það eru til alltof mörg
grey sem halda að þau geti spilað
en hafa samt aldrei lært neitt.
Fyrst verður að kunna til verka áð-
ur en hægt er að hefjast handa um
breytingar, samanber að klessu-
málari getur aldrei gert góð klessu-
málverk nema hann hafi fyrst náð
valdi á landslaginu. Líkt og ljóð-
skáld getur ekki leyft sér að yrkja
formlaust fyrr en hann hefur form-
ið á valdi sínu.
Hlustaó á fóninn
Miðvikudagskvöld, úti er norðan-
garri, inni er hlýtt og kaffið rýkur
úr bollunum. Á fóninum snýst
plata Þeys, Iður til fóta. Tveir úr
hljómsveitinni, þeir Hilmar Örn
Agnarsson og Guðlaugur Óttars-
son, hlusta á plötuna með Poka-
horninu og svara nokkrum spurn-
ingum í leiðinni.
Sp.: Hvort kemur á undan þeg-
ar verk er samið, textinn cða lag-
ið?
Sv.: Góður texti skapar oftast
gott lag, lög gera texta.
Sp.: Hvort er auðveldara?
Sv.: Hvorugt, ljóð er stemmning,
hughrif. Á nýju plötunni sem við
erum með í smíðum notum við ljóð
sem aðalhvata við lagasmíðina en
samt er textinn ekki sunginn; eins
konar instrumental hugleiðing um
ljóð.
Sp.: Lagið Hás 12?
Sv.: Textinn er óskýr, það er alls
ekki ætlunin að fela neitt með því,
söngurinn er sérkennilegur en við
viljum ekki segja hvernig hann er
gerður svona. Sumir halda að
pressan hafi gallast á plötunni,
skurðurinn sé of djúpur og söngur-
inn hafi bjagast. En söngurinn á að
vera svona. Textinn er um þennan
eilífa bás sem okkur er skipað á.
Þér og okkur. Básasystemið sem
þjóðfélagið okkar býr við kemur í
veg fyrir að fólk þurfi að ómaka sig
við að hugsa sjálft eða skilgreina,
allt er sett upp í litla handhæga
kassa.
Okkar takmark er samt ekki það
að predika. Engar yfirlýsingar, lát-
um aðra um þær. Og þó, kannski
erum við með ómeðvitaðan boðskap
í tónlistinni.
Sp.: Aríareggae? Er þetta ein-
hver nýfasismi úr ykkur?
Sv.: Alls ekki, við vitum varla
hvað fasismi er. Annars er dálítið
fyndið hvernig margir gagnrýn-
endur hafa brugðist við þessu lagi.
Sagt að það væri alls ekki neitt
reggae-legt. Sá sem lét þau um-
mæli sér um munn fara hefur alls
ekki lesið nafn lagsins nógu vel.
Það heitir Aríareggae, ekki Babyl-
on- eða Jamaicareggae. Aría, það
er málið og þess vegna í þannig
anda. Stíft, þótt eiginlega sé það
heldur of mjúkt hjá okkur.
Sp.: Lagið er skrifað á hljóm-
sveitina alla. Hvernig geta svona
margir verið semjendur að einu
lagi? Varð þetta kannski til upp
úr djammi?
Sv.: Djamm er eitthvað frá
hippatímanum. Við notum ekki
þannig vinnubrögð, við göngum
hreint til verks. Það er megn hass-
fýla af þessu orði, djamm. Þessir
hippar gátu bara ekki spilað það
sem þeir áttu að spila, þeir hafa
aliir verið útúrskakkir í spila-
mennskunni, þess vegna kölluðu
þeir óskapnaðinn sinn djamm. Við
erum alltaf klárir í kollinum þegar
við spilum, þurfum ekki að reykja
hass, te er okkar fíkn.
Sp.: Samanber lagið Tedrukk-
inn?
Sv.: Ja, það er auðvitað viss víma,
og ekki verður maður timbraður af
því.
Sp.: Ég hélt að þið væruð að
gera grin að ákveðnum hópi sem
þykist til vinstri? Nú ekki? Jæja,
þið voruð að tala um gagnrýnend-
ur áðan, hvernig finnst ykkur að
eigi að dæma plötur?
Sv.: Menn verða að gerast per-
sónulegir, koma með sitt álit, ann-
að er ekki hægt. Menn misskilja oft
hlutverk sitt í þessum efnum.
Halda að þeir séu tónlistarmenn
þótt þeir geti hlustað á plötur.
Halda þá að þeir séu færir um að
dæma. Eina sem þessir menn geta
sagt, er hvort þeim sjálfum hafi
líkað við plötuna eða ekki.
Þeir sem dæma í blöðunum hér á
landi vita oftast ekki hvað um er að
vera í hljómlistinni, að minnsta
kosti hvað poppgagnrýni viðkemur.
Enda eru umsagnir í blöðum oft
bara fréttatilkynningar frá útgáfu-
fyrirtækjunum. Enda eru þeir sem
um pennann halda iðulega á mála
hjá þessum útgáfufyrirtækjum. Og
svo lætur alþýðan plata sig upp úr
skónum, trúir umsögnunum þeirra
eins og þær séu marktækar.
Sp.: Vikjum að hættuminni mál-
efnum. Ilvað voruð þið lengi að
vinna „Iður til fóta“?
Sv.: 50 stúdíótíma. En lögin höf-
um við spilað á hljómleikum síð-
ustu tvo mánuði fyrir upptökur. En
auðvitað höfðu þau breyst í með-
förum, þroskast með okkur, ef svo
má segja. Núna erum við að byrja á
nýrri 14 laga plötu. Helming þess-
ara laga höfum við flutt á hljóm-
leikum, hin eru ný. Fluttum tvö
þeirra á hljómleikunum i Þjóð-
leikhúskjallaranum á mánudaginn.
Það er góður staður, kjallarinn.
Eiginlega sá besti sem hugsast get-
ur. Hljómburðurinn góður,
stemmningin eins og í breskum
klúbbi.
Já, á næstu plötu okkar hugsum
við meira um textana. Förum eig-
inlega nýjar leiðir í átt til nútíma-
tónlistar enda hefur Hilmar verið
að læra þau fræði í Tónlistarskól-
anum síðustu þrjú árin.
Sp.: Vel á minnst, þið eruð flest-
ir með tónlistarmenntun að baki?
Sv.: Jú, Guðlaugur hefur mikið
verið að grúska í æðri músík, þá er
ekki átt við þá tónlist sem kennd er
í Tónlistarskólanum. Hilmar er á
kafi í gamalli kirkjumúsík. En við
erum ekki að monta okkur af skóla-
göngunni. Tónlistarskólinn er alls
ekki það góður skóli þótt ýmsir
kennarar séu þar ágætir.
En þetta er samt málið. Til að
geta spilað í dag, ekki segja ný-
bylgju, segðu nútímatónlist, með
Sp.: Takk fyrir, en eigum við að
skoða umslagið? Þið eruð með
latneskar tilvitnanir i Bibliuna á
bakhliðinni. Þarna er ein úr
opinbcrun Jóhannesar. önnur úr
Genesis, syndaflóðinu. Á framhlið-
inni grasserar svo heilagur andi i
dúfnalíki og fleiru.
Sv.: Það kemur kannski spánskt
fyrir sjónir. Segjum bara að við sé-
um að votta kirkjunni virðingu
okkar. Við lukum við plötuna um
líkt leyti og nýi biskupinn var kos-
inn. Þetta er okkar homage, með
glott á vör, nota bene. Annars er
best að fara ekki út í þessa sálma.
Sp.: Nú, eruð þið ekki i dóma-
dagshugleiðingum?
Sv.: Nei, við látum Bubba um
þær. Okkar þankar eru á öðrum
sviðum. Allt frá Wilhelm Reich til
leynifélagsskaparins Illuminati.
Frá skýjabyssum til alheimssam-
særis! Svo má ekki gleyma honum
Helga Pjeturs, hann er okkar mað-
ur.
Þessar pælingar eru meðal ann-
ars hvatinn að nýju 14 laga plöt-
unni. Með henni erum við eiginlega
að stíga skrefið til fulls. Ætli það
taki almenning ekki tíu ár að með-
taka hana.
Sp.: Að lokum. Hvert er ykkar
álit á plötunni ykkar. Iður til
fóta?
Sv.:Við getum ekki sagt að hún sé
slæm, þá væri hún ekki á fóninum,
ekki satt? Þetta er góður fílingur.
Með plötunni setjum við fram þær
tilfinningar sem við hrærðumst í
síðasta sumar. Það er bara að vita
hvort fólk almennt skynjar það
sama og við, en auðvitað hefur hver
sinn skilning samt sem áður.
Tónlist er aðeins hægt að flokka
í tvær áttir. Annaðhvort er hún góð
eða slæm. Þetta er eina raunhæfa
viðmiðunin og sú viðmiðun hlýtur
alltaf að vera háð smekk og þroska
þess sem á hlýðir. Þó ætti tónlist
að vera notuð til þess að lyfta fólki
upp, tónlist á skilyrðislaust að vera
gleðigjafi en ekki hrinda mönnum í
dýpi þunglyndisins. Segjum að
tónlist sé góð ef hún er uppspretta
gleðinnar.
Endir.
Hlióml eikar vikunnar
Sunnud. 11/10 Kvintett Viöars Alfreös. Stúdentakj.
Mánud. 12/10 Spilafífl. Fjölbraut/Breiöholti.
Þridjud. 13/10 Nýja Kompaníið. Bústaðir.
Fimmtud. 15/10 Kvintett Viðars Alfreös. Djúpiö. Spilafífl. Borgin.
Föstud. 16/10 Bodies. NEFS.
Laugard. 17/10 Nýja kompaníið. Djúpiö. Fræbbblarnir, Grenj. NEFS.