Morgunblaðið - 11.10.1981, Side 38
3 8 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1981
Fundur Starfsmannafélags Flugleiða o.fl. að Hótel Loftleiðum:
Harðar umræður um fyrirhugað
leyfi Arnarflugs til áætlunarflugs
StarfsmannafélaK FluKleiAa
efndi til fundar að Hótel Loftleið-
um sl. fimmtudaKskvöld ásamt
mörKum öðrum verkalýðsfélög-
um. Gestir fundarins voru
Steinnrímur Ilermannsson sam-
KönKumálaráðherra. Ilalldór E.
SÍRurðsson fyrrv. samKönKU-
málaráðherra, Hannihal Valdi-
marsson fyrrv. samKöngumála-
ráðherra. flu^ráð ok fluKmála-
stjóri. Fundinn s<'>ttu á fimmta
hundrað manns ok þar var eftir-
farandi ályktun samþykkt.
„Fjölmennur fundur starfs-
manna Flugleiða, auk annarra
áhugamanna um flugmál, haldinn
að Hótel Loftleiðum 8. okt. 1981,
skorar á stjórnvöld að halda vöku
sinni í flugmálum íslendinga.
Mat stjórnvalda við sameiningu
flugfélaganna var að millilanda-
áætlunarflug væri ekki til skipt-
anna. Reynslan hefur sýnt að mat
þetta var á rökum reist.
Skipting áætlunarflugs í milli-
landaflugi leiðir til fjöldaupp-
sagna starfsmanna Flugleiða og
kippir stoðum undan afkomu fjöl-
margra heimila.
Samkeppni í millilandaflugi er
bezt mætt með einu styrku inn-
lendu flugfélagi en ekki mörgum
veikburða og smáum."
A fundinum urðu miklar um-
ræður um fyrirhugaða leyfisveit-
ingu Arnarflugi til handa um að
hefja áætlunarflug til Þýzkalands
og Sviss, en Flugleiðir hafa haft
einkaleyfi á áætlunarflugi til
þessara landa hingað til. I ræðu
sem Erling Aspelund fram-
kvæmd.stj. Stjórnunardeildar
Flugleiða flutti á fundinum benti
hann á að hollt væri að horfa til
baka ef menn vildu gera sér grein
fyrir þessu máli. Samkeppnin, sem
á sínum tíma hefði verið á milli
Flugfélags Islands og Loftleiða,
hefði verið óhagkvæm fyrir bæði
fyrirtækin — skefjalaus sam-
keppni t.d. í Skandinavíuflugi
hefði leitt til stórskaða fyrir bæði
félögin. Öllum hafi verið ljóst að
kakan væri of lítil til skiptanna en
þó hafi tekið áratugi að komast að
samkomulagi um sameiningu fé-
laganna.
Tíminn hefði leitt í ljós að sam-
einingin ætti fullan rétt á sér og
væri Air Viking gott dæmi um
hvað samkeppni í utanlandsflugi
gæti leitt af sér. Skömmu eftir að
Air Viking hefði verið úr sögunni
hefði Arnarflug, sem stofnað var á
rúst.um þess, hafið samkeppni við
Flugleiðir en í ljós komið sem fyrr
að ekki væri pláss á markaðinum
fyrir nema eitt flugfélag. Stjórn-
völd hefðu því þrýst á um að
Flugleiðir keyptu Arnarflug og
fengju því leiguverkefni en nú
hefðu þessi sömu stjórnvöld kraf-
ist þess að Flugleiðir seldu meiri-
hluta sinn i Arnarflugi.
Það er engin stefna til í þessum
málum hjá stjórnvöldum, sagði
Erling, aðeins hringlandi. Nú á að
færa Arnarflugi áætlunarflugið
til Þýzkalands og Sviss á silfur-
bakka en um er að ræða mark-
aðssvæði sem Flugleiðir hefur
haft ærinn kostnað af að ná upp.
Afieiðingin yrði skefjalaus sam-
keppni og útkoman tvö veil flugfé-
lög. Væri greinilegt að stjórnvöld
hefðu lítið lært.
Varðandi þá ríkisaðstoð sem
Flugleiðum hefur verið veitt benti
Erling á að hún væri hvergi nærri
jafn mikil og þær tekjur sem ríkið
hefði haft af rekstri flugfélagsins
undanfarin ár. Ef Arnarflug fengi
leyfi til áætlunarflugs á umrædd-
um flugleiðum þýddi það nýjar
fjöldauppsagnir starfsfólks Flug-
leiða einmitt þegar fyrirtækið
væri að ná sér upp úr öldudal
vegna harðnandi samkeppni er-
lendis. Virtist sér að sá áhugi sem
samgöngumálaráðherra hefði sýnt
á málefnum Flugleiða væri sýnd-
armennska ein þar sem hann ætl-
aði nú að beita sér fyrir aðgerðum -
til að veikja flugfélagið. Sterkar
og vel reknar flugleiðir væru bezti
kosturinn í flugmálum íslendinga.
Einar Helgason forstöðumaður
hjá Flugleiðum benti á að Flug-
leiðir hefðu um árabil verið
neyddar til að greiða halla af inn-
anlandsflugi með því að hækkun-
arbeiðnir á flugfargjöldum hefðu
verið afgreiddar seint og gjarnan
skornar niður hjá Verðlagsráði.
Sú aðstoð sem ríkið veitti nú fyrir-
tækinu væri ekki annað en endur-
greiðsla á þessu fé. Þá benti Einar
á að samkeppni ætti því aðeins
rétt á sér að hún leiddi til varan-
legs lægra verðs eða bættrar þjón-
ustu — eða aldrei hefði sýnt sig að
önnur flugfélög gerðu betur en
Flugleiðir. Forsendur samein-
ingarinnar stæðu óhaggaðar og
bæri stjórnvöldum að taka tillit til
þess.
Ingibjörg Nordal flugfreyja
benti á að Félag íslenskra flug-
freyja hefði á undanförnum árum
háð harða baráttu fyrir starfsör-
yggi meðlima sinna. Ef áform
samgöngumálaráðherra yrðu að
raunveruleika væri fyrirsjáanlegt
að fjölda flugfreyja yrði sagt upp
og starfsreynslu þeirra, sem væri
vissulega dýrmæt fyrir milli-
landaflugið, kastað fyrir róða.
Með þessu væri sá ótvíræði árang-
ur er náðist við sameininguna,
sem vissulega hefði kostað mikla
erfiðleika, eyðilagður.
Þorgeir Magnússon flugmaður
benti á að markaðurinn þyldi ekki
nema eitt flugfélag. Er flugfélögin
hefðu verið sameinuð á sínum
tíma hefði verið lagt til grundvall-
ar að Flugleiðir hefðu einkaleyfi á
áætlunarflugi til útlanda. Þessar
forsendur stæðu áhaggaðar, en
ætlun samgönguráðherra væri sú
að færa Arnarflugi hluta af mark-
aðssvæði Flugleiða á silfurbakka,
veikja þannig stöðu þess og brjóta
niður þann árangur er náðst hefði
við sameininguna.
Geir Hauksson flugvirki las upp
ályktun frá stjórn og trúnaðarráði
Flugvirkjafélags íslands þar sem
bent var á að þjóðhagslega hag-
kvæmt væri að viðhald flugvéla
færi sem mest fram hér á landi.
Flugvirkjum hefði fjölgað hér
meðan starfsfólki Flugleiða fækk-
aði, en þó Arnarflug hefði 3 flug-
vélar á sínum vegum væri ekkert
viðhald á þess vegum hérlendis. í
ályktuninni segir að forsendur
sameiningarinnar séu óbreyttar
og sé markaðurinn ekki frekar til
skiptanna nú en er hún var gerð.
í ræðu sinni sagði Steingrímur
Hermannsson samgöngumálaráð-
herra m.a. að hann hafi aldrei tal-
ið sameiningu flugfélaganna rétta
úrræðið — fremur hefði átt að
skipta leiðum. Það væri óæskilegt
frá sjónarmiði neytandans að eng-
in samkeppni væri og skapaði það
mikla tortryggni. Flugleiðasam-
steypan hefði eignast mikið hótel-
rými, bílaleigu o.fl. og hefði mjög
sterk tök á ferðaskrifstofunum.
Ferðaskrifstofurnar una ekki
lengur þessari einokun, og einok-
un á engan rétt á sér nema hún sé
algerlega óhjákvæmileg, sagði
Steingrímur. Hann benti á að
varla teldu margir heppilegt að
Eimskip hefði einokun á sigling-
um, þar virtist nóg rými fyrir
samkeppni og myndi það gilda og
um flugmálin.
Steingrímur sagðist hafa haft
efasemdir um hvort veita ætti
Flugleiðum ríkisaðstoð þegar sem
verst gekk í Atlantshafsfluginu og
hefði hann á þeim tíma heyrt
ýmsar sögur er vöktu tortryggni
um að stjórnun félagsins væri
allskostar eins og hún ætti að
vera. Sagðist hann ekki leggja mat
á hvort þessar sögusagnir væru
allar sannar en hins vegar sett
það skilyrði fyrir aðstoð að
grundvöllur yrði fyrir annað flug-
félag að starfa hér á landi. Taldi
hann það hæpið orðalag að Arnar-
flug fengi áætlunarflug til Þýzka-
lands og Sviss á silfurbakka —
væri undarlegt ef þetta litla flug-
félag yrði risanum að falli. Flugfé-
lögin gætu haft með sér samstarf
t.d. um viðhald á flugvélum og
flugafgreiðslu.
Hér væri um beinlínis nauðsyn-
lega ráðstöfun að ræða, sagði
Steingrímur. Ef ekkert yrði að
gert myndi reka að því að íslenzk-
ar ferðaskrifstofur notfærðu sér
rétt sinn til að leita til erlendra
flugfélaga og væri þá illa farið.
Lausn málsins væri í hans augum
sú að lítið flugfélag sem veitti að-
hald tæki til starfa, annaðist fyrst
og fremst leiguflug, en hefði styrk
af takmörkuðu áætlunarflugi.
Sagðist Steingrímur ætla að vísa
málinu til Flugráðs en taka end-
anlega ákvörðun er álit þess lægi
fyrir.
A fundinum tóku 16 menn til
máls. Tölverðar umræður urðu um
flugmál innanlands og hvernig bú-
ið væri að innanlandsflugi. Þá var
rætt um flugskýlið á Keflavíkur-
flugvelli og það vítt að stjórnvöld
hefðu ekki ráðist í að byggja þar
nýtt flugskýii.
Lögreglumenn sækja hjólið við vakarbrúnina. Á innfelldu mvndinni
er (roskmaður að leita á botni Tjarnarinnar.
Leitað í
Tjörninni
SKÖMMU fyrir kl. 13 á föstudag
var lögrcglunni í Reykjavík til-
kynnt . að hjól lægi við vakar-
brún á Tjörninni, skammt frá
Tjarnarbrúnni. Var jafnvei talið
að barn hcfði fallið i vökina og
voru þegar gerðar ráðstafanir til
leitar í Tjörninni.
Froskmaður leitaði á botni
Tjarnarinnar og lögreglumenn
fóru út á gúmmíbáti. Þá var
sjúkrabill hafður til taks, en sem
hetur fer reyndist óttinn ástæðu-
laus. í Ijós kom, að hjólinu, sem lá
við vakarbrúnina. hafði verið
stolið í fyrrinótt. Leitað í Tjörninni
„Framtíð einkarekstrar44
yfirskrift Viðskiptaþings
NÆSTKOMANDI fimmtudag.
15. október, hefst fjórða ViÁ
skiptaþing Verzlunarráðs ís-
lands að Ilótel Loftleiðum. Verð-
ur þingið sett í Kristalssal hótels-
ins klukkan 10.15 árdegis með
ræðu formanns Verzlunarráðs-
ins. Hjalta Geirs Kristjánssonar.
Viðfangsefni þingsins að þessu
sinni verður umræða um stöðu og
framtíð einkarekstrar á íslandi.
Fyrir hádegi verður fjallað um
stöðu einkarekstrar í atvinnulíf-
inu, en í hádeginu og eftir hádegið
verður fjallað um hlutverk einka-
framtaksins í atvinnulífinu á
komandi árum. Síðan taka við al-
mennar umræður um efni þings-
ins.
Ætlunin er, að Viðskiptaþing-
inu ljúki með hópumræðum um og
afgreiðslu á endurskoðaðri stefnu
Verzlunarráðsins, en að undan-
förnu hefur nefnd á vegum ráðsins
unnið að endurskoðun á stefnu
þess í efnahags- og atvinnumál-
um. Eftir Viðskiptaþingið er síðan
ráðgert að gefa stefnuna út að
nýju í sérstakri útgáfu með mynd-
efni og línuritum, sem útskýra
frekar einstaka þætti stefnunnar.
Viðskiptaþingið verður sem fyrr
opið öllum áhugamönnum um
máiefni þess meðan húsrúm leyfir.
Þátttöku þarf að tilkynna á
skrifstofu ráðsins og verða þing-
gögn afhent á skrifstofunni frá
mánudeginum 12. október. Þátt-
tökugjald á Viðskiptaþinginu
verður að þessu sinni 300 krónur
og er hádegisverður, kaffiveit-
ingar og þinggögn innifalin í því.
Fyrsti fundur Blóögjafafélags íslands:
Kvikmyndasýningog saga blóðgjaf a
FYRSTI almenni fundur
Blóðgjafafélags íslands verður
haldinn í fundarsal Kauða
kross íslands að Nóatúni 21
annað kvöld, mánudaginn 12.
okt., og hefst hann kí. 21.00.
World". Þá flytur Þórarinn
Guðnason, læknir, erindi og
fjallar um sögu blóðgjafa til
lækninga. Einnig verður flutt
skýrsla um starf félagsins, þá
verða einnig almennar umræður
og sýndar tillögur að merki fé-
lagsins.
Fundurinn er öllum opinn og
eru félagsmenn hvattir til að
taka með sér gesti og nýja fé-
laga.
Vinningar í happdrætti IOGT
Bloðgjafafélagið var stofnað
16. júli sl. og er markmið þess
fræðslustarf o.fl. varðandi
hlóðgjafir.
Á dagskrá fundarins verður
kvikmyndasýning sem ber heitið
„Blood is Red All Over the
Vinningar í happdrætti IOGT til
eflingar barnastarfi komu á eft-
irtalda miða:
1. Utanlandsferð f. 2 (verðm.
14.000 kr.): nr. 9748. 2.-18. reið-
hjól: 2-4: nr. 1734, 5343, 8398;
5—7: nr. 5619, 428, 8020; 8—10: nr.
6502, 878, 4566; 11-12: nr. 6873,
5988; 13-14: nr. 4444, 8142;
15-16: nr. 656, 8054; 17-18: nr.
4707, 1072.
(Birt án ábyrgðar)