Morgunblaðið - 02.12.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981
39
Frá blaðamannafundinum: f.v. Sverrir Hermansson forstjóri Framkvæmdastofnunar ríkisins, Benedikt Ant-
onsson skrifstofustjóri, Bjarni Einarsson framkvæmdastjóri Byggðadeildar, Helgi Olafsson framkvæmdastjóri
Áætlunardeildar, Gudmundur B. Olafsson framkvæmdastjóri Lánadeildar, Vífill Oddsson verkfræðingur og
Helgi Hjálmarsson arkitekt. Ljósm. Emih*.
Framkvæmdastofnun
ríkisins flutt í nýtt húsnæði
NÝLEGA var lokið við smíði húss
Framkvæmdastofnunar ríkisins að
Rauðarárstíg 25. Húsið er á fjórum
hæðum auk bakhúss og yfir
hyggðrar bflageymslu og er
heildarrúmmál þess 2.742 fermetr
ar. Aðalinngangurinn er frá Rauð-
arárstíg en á 1. hæð er Lánadeild
Framkvæmdastofnunar til húsa.
Sérinngangur er frá Þverholti á 2.
hæð en þar er aðsetur forstjóra,
fundarsalir og kaffistofa. Á 3. hæð
er Byggða- og Áætlanadeild en
Þjóðhagsstofnun leigir 4. hæðina. í
bakhluta 1. hæðar eru tæknirými
og geymslur auk fundarsalar og
þar eru einnig bílageymslur. Á lóð-
inni sem er fullfrágengin eru 45
bflastæði, þar af 12 í bflskýli.
Á blaðamannafundi sem
Framkvæmdastofnun ríkisins
efndi til kom fram að kostnaður
við gerð hússins nemur 18,9
millj. kr. eða um 6.800 kr. á
hvern fermetra. Áherzla er lögð
á þaö við hönnun hússins að þar
yrði vinnuaðstaða sem bezt.
Burðarvirki hússins er steypt,
tveir steinsteyptir kjarnar liggja
upp í gegn um mitt húsið en
einnig eru súlur til styrktar.
Húsið er því mjög sveigjanlegt
gagnvart notkun, þar er auðvelt
er að breyta herbergjaskipan til
samræmis við þá starfsemi sem
þar verður. Húsið er grunnhitað
með ofnum en tvær neðri hæð-
irnar eru lokaðar og búnar góðri
loftræstingu. Lokun hæðanna er
vegna hávaða að utan en það
stendur í bæjarhluta þar sem
töluverður hávaði er frá umferð.
Á blaðamannafundinum kom
fram að einstakir áfangar við
Ljósm. ÓI.K.M.
Hið nýja hús Framkvæmdastofnunar ríkisins við Rauðarárstíg.
byggingu hússins voru boðnir út
og reyndust tilboð í einstökum
tilvikum um 80 prósent lægri en
áætlaður kostnaður. Stærsti
verktakinn við bygginguna var
Byggingarfélagið Reynir sf., en
aðrir verktakar voru Húmus hf.,
Trésmiðjan Grein hf., Tengi sf.,
Guðmundur Karlsson, Kristinn
Auðunsson, Blikksmiðjan hf.,
Einar og Stefán sf. og Guðmund-
ur Gíslason. Sú leið var farin
varðandi loftræstingu hússins að
í stað þess að hafa á því stromp
var Jón Gunnar Árnason mynd-
listarmaður fenginn til að hanna
listaverk sem loftræstingin
tengist. Öll arkitektavinna við
húsið var unnin á Teiknistofunni
Óðinstorgi sf., og einnig burðar-
teikningar og teikningar af
hreinlætislögnum. Hita- og
loftræstiteikningar voru unnar
af Verkfræðistofunni Önn sf., en
rafteikningar af Rafteikningu
hf. Teiknistofa Reynis Vil-
hjálmssonar landslagsarkitekts
vann lóðateikningar.
Þjóðdansafélag Reykjavíkur 30 ára
Þjóðdansafélag Reykjavíkur hefur gengist fyrir mörgum sýningum sl. sumar, svo
sem á Akureyri, í Norræna húsinu, fyrir Sjálfsbjörg, í Árbæjarsafni og víðar.
AÐALFUNDUR þjóðdansafélags
Reykjavíkur var haldinn fimmtudag-
inn 24. september sl., en félagið er 30
ára gamalt, var stofnað 17. júní 1951.
í skýrslu formanns kom m.a. fram
að norrænt þjóðdansamót NORD-
LEK verður haldið í Gautaborg
næsta sumar, en ísland hefur um
langt árabil verið aðili að norrænu
samstarfi um þjóðdansa og þjóðlög.
Einnig kom fram að sýningar hjá
félaginu hafa verið óvenju margar
nú í sumar.
Vetrarstarf Þjóðdansafélagsins er
nú hafið, og er nú sem undanfarið
gengist fyrir almennum dansnám-
skeiðum fyrir börn og fullorðna.
í fréttatilkynningu frá félaginu
kemur fram að enn er möguleiki á
því að bæta við í þá hópa sem fyrir
eru. Kennsla fer fram í Fáksheimil-
inu á mánudögum og miðvikudögum,
barnaflokkar eru mánudaga, frá
16.30 og námskeið í gömlu dönsunum
mánudags- og miðvikudagskvöld frá
kl. 20. Þjóðdansar verða eins og áður
í íþróttasal Vörðuskóla á fimmtu-
dagskvöldum og hefjast 1. október
kl. 20.
Á aðalfundi Þjóðdansafélagsins
var Ingibjörg Bragadóttir endur-
kjörinn formaður félagsins, og
Þorbjörn Jónsson var endurkjörinn
formaður sýningarflokka, en hann
hefur að mestu séð um framkvæmd
sýninga félagsins sl. starfsár.
Knattspyrnudeild
Vals
óskar eftir aö taka á leigu 3ja—4ra herb.
íbúö í Reykjavík. Heitiö er reglusemi og
góðri umgengni. Nánari uppl. veittar í
síma 83008.
GAMALL
KOPAR
Glæsilegir og eftirsóttir koparmunir í fjölbreyttu
úrvali. Sendum í póstkröfu.
verslunin
_ Mamla
Suðurlandsbraut 6, sími 31555
HTH B4Ð-
INNRÉTTING4R
Eigum til á lager HTH ba&innréttingar
úrfuru. Hagstætt veró, stuttur
afgrei&sluiími.
innréttingahúsiö
Háteigsvegi 3 sími 27344