Morgunblaðið - 02.12.1981, Side 12
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981
Tryggvi Gunnarsson tapaði stórfé á byggingu brúar yfir Ölfusá.
Saga verktakaiðnaðar
eftir Armann Örn Armannsson,
formann Verktakasambands Islands
Hér fer á eftir erindi, sem Ármann
Örn Ármannsson, formaður Verk-
takasambands íslands, flutti á mál-
þingi Verktakasambandsins í sept-
ember 1981.
8aga Verktakaidnaðar
Eftir Ármann Örn Ármanns-
son, formann Verktakasambands
íslands.
Nú þessa dagana er rætt á
opinberum vettvangi með stolti
um innlendan verktakaiðnað í
sambandi við Borgarfjarðarbrú og
Hrauneyjafossvirkjun.
Þetta hefur ekki alltaf verið svo.
í þeirri kennslubók, sem mest hef-
ur verið notuð um íslenska at-
vinnusögu „Úr þjóðarbúskapnum"
eftir prófessor Olaf Björnsson er
orðið verktakaiðnaður ekki til og
verkiegar framkvæmdar naumast.
Ekki er ég þar að ásaka höfund-
inn, svo ágætur sem hann er, held-
um endurspeglar þetta sennilega
þjóðarvitundina.
Þetta er athyglisvert ekki síst
þegar horft er til nágrannalanda
eins og t.d. Svíþjóðar en þeir héldu
á sl. ári upp á 50 ára afmæli verk-
takasambandsins sænska og ný-
lega héldu evrópusamtök verk-
takaiðnaðar upp á 50 ára afmæli
sitt.
Verklegar framkvæmdir á þess-
ari öld hafa engu að síður verið
mjög snar þáttur í brauðstriti ís-
lendinga og verulegur hluti þjóð-
arframleiðslu farið til þessarar at-
vinnugreinar.
Vitið þið að árleg malarfylling í
íslenska vegi (rúml. 2 millj. rm)
myndi þekja Breiðholtshverfið
með 'A m djúpu lagi af möl? Vitið
þið að rúmtak bygginga á Land-
spítalalóð (160 þús. rm) er nær
jafnt rúmtaki 600 íbúða í fjölbýl-
ishúsum?
Vitið þið að steypumagn í eina
meðalvirkjun eins og Hrauneyja-
fossvirkjun (40.000 rm) er nálægt
steypumagni allra einbýlishúsa,
sem byggð voru á síðasta
kjörtímabili í Reykjavík?
Við veltum yfirleitt ekki fyrir
okkur slíkum samjöfnuði, en verk-
legar framkvæmdir eru stór at-
vinnuvegur á íslandi sem annars
staðar.
Verklegar framkvæmdir eru
sennilega jafn gamlar mannkyn-
inu og flest elstu menningarverð-
mæti, sem varðveist hafa bera
vott um dirfsku og snilld manns-
andans. Við ætlum að verklegar
framkvæmdir nútímans verði arf-
ur okkar til framtíðarinnar.
Verktakaiðnaður hefur verið
skilgreindur sem öll skipuleg
starfsemi í mannvirkjagerð þar sem
bcitt er nútíma aðferðum við fram-
leiðslu og stjórnun. Vissulega bæði
„AHir virdast sammála
um að íslenskir verktak-
ar hafi öðlast dýrmæta
reynslu við síðustu stór-
virkjanir. Eiga verktak-
arnir nú að fara á at-
vinnuleysisstyrk þangað
til ráðamenn geta kom-
ið sér saman um hvar
næst eigi að vinna?“
-r'rf
loðin og teygjanleg skilgreining,
en ég hef ekki aðra haldbetri. Saga
verktakaiðnaðar hér á landi hefur
ekki verið skráð mér vitanlega og
verður ekki rakin hér, nema sem
örstutt ágrip.
Það sætir raunar furðu að
hvorki skuli hafa verið skrifuð
saga verklegra framkvæmda né
heldur sé til nein byggingarlista-
saga á íslenskri tungu. Er hér um
tímabær verkefni að ræða svo
snar þáttur sem byggingarlist og
verklegar framkvæmdir eru í lífi
þjóðarinnar og er hér með komið á
framfæri þeim tilmælum til
sagnfræðinga, hagfræðinga eða
verkfræðinga, að úr þessu verði
bætt. Væri gleðilegt, ef um það
gæti tekist samstarf milli Háskóla
Islands, Verktakasambands og við-
komandi stofnana ríkisins, að tek-
Ármann Örn Ármannsson
in yrði saman saga verklegra
framkvæmda á íslandi á þessari
öld því fjölmargt má eflaust af
henni læra. Það væri okkur öllum
til góðs að hafa fyrir okkur sögu-
legan grunn fyrir þeim miklu
framkvæmdum sem íslendingar
eru vissulega að vinna að nú og í
nánustu framtíð.
Hér verða rakin örfá atriði
verktakaiðnaðar á íslandi á
nokkrum mikilvægum sviðum, en
tímans vegna verður að takmarka
umfjöllun mjög.
Hér er enginn tími til að fjalla
um efni eins og vinnuumhverfi
starfsmanna, áætlanagerð, tækni-
breytingar sem átt hafa sér stað,
né heldur verklegar framkvæmdir
fyrr á öldum. Athyglisvert væri að
velta fyrir sér t.d. hvers kyns
húsakynni Flosi Þórðarson hafði
að heimili sínu að Svínafelli þegar
hann lét sig ekki muna um að
bjóða heim til sín til vetursetu öll-
um brennumönnum, 100 að tölu,
eftir Njálsbrennu.
Hér verður stiklað á stóru um
sögu vega- og brúargerðar, virkj-
anir, íbúðarbyggingar og húsbygg-
ingar hins opinbera, en tímans
vegna sleppt algerlega veigamikl-
um þáttum eins og t.d. hafnar-
gerð, verksmiðjubyggingum og
hitaveituframkvæmdum.
Vega- og brúargerð
Enda þótt frændur okkar Svíar
hafi átt sína 500 m löngu trébrú í
byrjun 18. aldar út í Konguns-
hólmann í Stokkhólmi, fer litlum
sögum af slíkum mannvirkjum á
íslandi fyrr en löngu síðar. Jök-
ulsá á Dal er raunar brúuð fyrst
meiri háttar vatnsfalla á fyrri
hluta 19. aldar, en það er ekki fyrr
en í lok 19. aldarinnar að skriður
kemst á brúargerð, en þá eru
Skjálfandafljót, Ölfusá, Þjórsá og
Elliðaár brúaðar.
Athyglisvert er að huga að
einkaframtaki eins manns,
Tryggva Gunnarssonar, en án
hans framtaks er óvíst hvenær
brú yfir Skjálfanda og Ölfusá
hefðu orðið að raunveruleika.
Þjórsárbrú aftur á móti var byggð
alfarið af bresku verktakafyrir-
tæki og af heimildum um þá fram-
kvæmd þótti landanum sem Bret-
inn hefði sennilega grætt á þeirri
framkvæmd. Þótti það sýnu verra
en það, að Tryggvi Gunnarsson
tapaði stórfé persónulega á bygg-
ingu Ölfusárbrúar. Á sama áratug
(þ.e. síðasta áratug 19. aldar) var
einnig lagður vegur yfir Hellis-
heiði austur í Ölfus. Skriður fer þó
ekki að komast á brúar- og vega-
gerð fyrr en með bílaöld og á ár-
unum 1920—1930 er sennilega
meiri gróska í brúargerð en fyrr
og síðar og er þá hvert stórvatns-
fallið eftir annað brúað og vegir
lagðir. Þá er einnig Vegagerð
ríkisins stofnuð árið 1917 og hefur
hún síðan verið leiðandi í fram-
kvæmdum á þessu sviði. Nokkrar
brýr voru í upphafi boðnar út til
danskra verktakafyrirtækja, sem
voru þó yfirgnæfandi á öðrum
sviðum sérstaklega þ.e. í virkjun-
um og hafnargerð. Frá upphafi
tók ríkisvaldið vegaframkvæmdir
í eigin hendur og síðan brúargerð
og hefur svo haldist að mestu
fram á þennan dag. Allir íslenskir
vegir voru í upphafi malarvegir og
það var ekki fyrr en á fjórða ára-
tugnum að varanlegt slitlag var
sett á veg á Islandi. Lög voru sett
um brúargerð 1919 og vegalög
1924, sem gerðu ráð fyrir um-
fangsmikilli vegagerð á næstu 8
árum eða alls um 2100 km. Stað-
reyndin varð hins vegar sú, að á
þessum tíma voru gerðir yfir 400
km og upphæð til vegagerðar var
árlega nálægt tvöfalt hærri en
áætlað var til hennar á fjárlögum.
Þó framkvæmdir hafi verið miklar
á þessum árum, má þó með sanni
segja að líf hafi hlaupið í tuskurn-
ar við hernám Breta 1940 en þá
margfölduðust vegaframkvæmdir
á einu ár.
Svo fór einnig um umferð því
1939 notuðu Islendingar um 6 þús-
und tonn af bensíni en 1944 yfir 30
þúsund tonn. Á þessum árum
margfaldaðist einnig vélaeign
Vegagerðarinnar. Vegagerðin hef-
ur um fjölda ára haft geysilega
miklu hlutverki að gegna og hefur
að mati þeirra, sem til þekkja,
haft mjög hæfa starfskrafta, bæði
forustumenn, verkstjóra og al-
menna starfsmenn. Spyrja má
hvort þessir starfsmenn hefðu af-
kastað enn meiru og betur ef
fyrirtækið hefði verið óháð ríkis-
valdinu.
íbúdarhúsabyggingar
Án þess að gamalii sögu þessa
e.t.v. mikilvægasta þáttar verk-
legra framkvæmda verði gerð hér
nokkur skil, get ég ekki stillt mig
um að geta um þá reglugerð, sem
að mínum dómi gerir íslenska
kaupstaði mest sér islenska. Það
var um síðustu aldamót að gefin
var út tilskipun í Reykjavík, að öll
hús skyldu klædd báruðu járni eða
öðru jafngóðu til hlífðar gegn eldi.
Fljótlega eftir það fór steinsteyp-
an að ryðja sér til rúms og hefur
Krá framkvæmdum við Hrauneyjafossvirkjun.