Morgunblaðið - 02.12.1981, Síða 18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981
50
Aðstæður
á hverjum
stað verða
að ráða
teppavali
FORSTJÓRl og sölustjóri tcppafvrir
tækisins Weston í Danmörku efndu
til kynningarkvölds og umræðna um
teppi nýlega í samvinnu við Sigurjón
Asbjörnsson hjá lcecraft hf., sem er
einkaumboðssali fyrir Weston gólf-
teppi á íslandi. Til umræðnanna var
fulltrúum frá skólum, sjúkrahúsum
og öðrum stofnunum boðið svo og
arkitektum og innkaupafulltrúum.
Rætt var um hvaða teppi hent-
uðu best á ólíkum stöðum og hvort
þau ættu yfirleitt heima alls staðar
eins og t.d. á svefnherbergisgólfum,
í skólum og sjúkrahúsum. Sögðu
Danirnir að mikilvægt væri að
velja teppi með tilliti til aðstæðna
á hverjum stað og bættu við að
Weston framleiddi ýmsar gerðir
teppa með ólík vandamál í huga og
því væri að finna hjá þeim „rétta
teppið á rétta staðinn".
I umræðum um hreingerningar á
teppum kom í ljós að sölustjórinn
telur „teppashampoo" hreinasta
eitur og benti á að best væri að
nota biotex ef vatn væri ekki látið
nægja. Hann sagði að besta ráðið
gegn slæmum blettum þegar t.d.
kaffi eða rauðvín hellist niður væri
að strá á það kartöflumjöli.
Weston-verksmiðjurnar eru f
Hörning í Danmörku. Fyrirtækið
var stofnað 1948 en teppin eru nú
seld í gegnum 12 dótturfyrirtæki
víðsvegar um V-Evrópu. Utsölu-
stöðum Weston-gólfteppa hefur nú
fjölgað á íslandi.
Jóhanna Magnúsdóttir og Gunnar Theodórsson, innanhússarkitekt ríkis-
spítalanna, ræda um teppi á svefnherbergi við forstjóra Weston, Ivan
Högh, Sigurjón Asbjörnsson og sölustjóra Weston, Hardy Grönnebæk.
Frá kynningarkvöldinu.
Falur á íslandi
BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hef-
ur gefið út teiknimyndabókina Falur á
íslandi eftir Hollendingana Toon og
Joop í íslenzkri þýðingu Ólafs Garð-
arssonar. Áður hafa komið út tvær
bækur um Fal, en sem kunnugt er eru
Falsmenn snjallir knattspyrnukappar
og sigursælir mjög.
Þrátt fyrir það hitta Falsmenn
fyrir ofjarla sína á íslandi, en auð-
vitað er það vegna þess að aðstæður
eru Islendingum í hag, auðvitað.
Falur á íslandi er sett og filmuunn-
in á Prentstofu G. Benediktssonar
en prentuð á Italíu.
Bókaútgáfan Örn og Örlygur:
Charles Darwin og
þróunarkenningin
BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur
hefur gefið út bókina Charles Darw-
in og þróunarkenningin eftir John
Chancellor í íslenskri þýðingu
Steindórs Steindórssonar frá Hlöð-
um. Bókin er í bókaflokki um fröm-
uði sögunnar og frömuði landa-
funda, en áður hafa komið út hjá
Erni og Örlygi átta bækur í þeim
flokki. Hver og ein bók er þó sjálf-
stæð.
Bókin um Charles Darwin er
prýdd fjölda mynda, bæði svart-
hvítra og litmynda, sem m.a.
skýra kenningar Darwins, en á
sínum tíma olli hann miklu
fjaðrafoki og reiði er hann setti
fram hina byltingarkenndu kenn-
ingu sína um þróun lífsins í bók-
inni „Uppruni tegundanna". Hafa
fáar bækur sem út hafa komið
valdið öðrum eins deilum, og þótti
mörgum sem Darwin gerði lítið úr
guðshugmyndinni með því að
halda því fram að mennirnir væru
komnir af öpum. Eru í bókinni
nokkrar teikningar sem gerðar
voru af Darwin á sínum tíma, til
þess ætlaðar að gera lítið úr hon-
um og kenningum hans.
(flr rrétutilkynninfpi.)
CharlesDarwin
og þróun&rkenningin
John Ckmelhr
fnmík sa0»i»r
<•»'»•»> fttúkM I a)M
(Ljósm. Emilú).
Nokkrir úr miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga. Fyrir enda borðs-
ins er Pétur Reimarsson, nýkjörinn formaður miðnefndarinnar.
Friðarhreyfingin og
NATO-andstaðan sama eðlis
- segja herstöðvaandstæðingar
PÉTUR Reimarssom hefur verið
kjörinn formaður miðnefndar
Samtaka herstöðvaandstæðinga,
en nefndin var kosin á landsráð-
stefnu samtakanna sem haldin var
í Olfusborgum fyrir nokkru.
í fréttatilkynningunni frá
Samtökum herstöðvaandstæð-
inga í framhaldi af ráðstefnunni
er lögð á það áherzla að samtök-
in telji sig eiga samleið með
þeirri friðarhreyfingu sem hef-
ur í vaxandi mæli látið til sín
taka í ýmsum Evrópulöndum að
undanförnu, um leið og Samtök
herstöðvaandstæðinga telja að
andstaða friðarhreyfingarinnar
við kjarnorkuvopn í Evrópu sé
sama eðlis og baráttan gegn
herstöðvum hér og fyrir úrsögn
íslendinga úr Atlantshafs-
bandalaginu.
Á fundi sem forráðamenn
Samtaka herstöðvaandstæðinga
efndu til kom fram að félaga-
skrá væri engin til á vegum
samtakanna, en hins vegar væri
áætluð tala stuðningsmanna
þeirra milli tvö og þrjú þúsund.
í miðnefnd Samtaka her-
stöðvaandstæðinga sitja þessir:
Árni Hjartarson, Böðvar Guð-
mundsson, Ingólfur Ingólfsson,
Jón Ásgeir Sigurðsson, Keneva
Kunz, Pétur Reimarsson, Reynir
Ingibjartsson, Rósa Stein-
grímsdóttir, Soffía Sigurðar-
dóttir, Stefán Jóhann Stefáns-
son, Þórbergur Þórsson og Þor-
valdur Jón Viktorsson. Vara-
menn eru: Ástráður Haraldsson,
Ástríður Karlsdóttir, Einar
Guðjónsson, Emil Bóasson, Erl-
ing Ólafsson, Garðar Mýrdal,
Guðmundur Georgsson, Kristín
María Ingimarsdóttir, Pétur
Þórarinsson, Sölvi Ólafsson,
Tryggvi Þórhallsson og Þorgeir
Pálsson.
Aðalfundur Tónmenntakennarafélags íslands:
Vilja að kórstjórn og þjálfun
verði viðurkennd sem kennsla
AÐALFUNDUR Tónmenntakenn-
arafélags íslands var haldinn í Voga
skóla í Reykjavík 3. okt. sl. Formað-
ur félagsins, Jón Karl Einarsson,
setti fundinn og lesin var fundargerð
síðasta aðalfundar. Þá var lesin upp
skýrsla formanns og gat Jón Karl
þess m.a. að í starfi félagsins á sl. ári
hefði borið hæst þing NMPU sem
stjórn félagsins ásamt FT og FÍH
gekkst fyrir að haldið var í Reykja-
vík sl. sumar. Einnig minntist for
maður á Landsmót íslenskra barna-
kóra sem haldið var 30. maí í Há-
skólabíói. Á eftir ræðu formanns
voru reikningar félagsins lagðir
fram og samþykktir.
Þá ,fór fram stjórnarkjör en
formaðurinn, Jón Karl Einarsson
frá Akranesi, baðst undan endur-
kjöri og var í hans stað kjörinn
Guðmundur Ómar Óskarsson,
Reykjavík. Tveir meðstjórnendur
voru einnig kosnir, Anna Stef-
ánsdóttir og Pétur Hafþór Jóns-
son. Meðal mála á þinginu var
hugsanlegur mótsstaður undir
Landsmót íslenskra barnakóra úti
á landi og á hvaða tíma það skyldi
haldið. Málinu var vísað frá til
stjórnar. Þá var rætt um væntan-
legt 30 ára afmæli félagsins,
„GÖSTA BEKLINGK saga" eftir
Kelmu Lagerlöf er komin út í annarri
útgáfu í þýðingu Haralds Sigurðssonar.
Á kápusíðu segir m.a.:
„Selma Lagerlöf fæddist árið 1858
og andaðist á sveitasetri sínu.
Márbacka, 1940, rösklega áttræð.
Hún var kennari að menntun, og
^framan af ævi fékkst hún við
kennslustörf, samhliða skáldskap,
sem ekki vakti mikla athygli. Árið
1891 kom Gösta Berlings saga út og
með henni tryggði hún sér bók-
námsútgáfu og gerð og ályktun
þar sem skorað er á Kennarasam-
band Islands að vinna að því í
komandi samningum, að kórstjórn
og kórþjálfun verði viðurkennd
sem kennsla, var samþykkt.
menntasigur og heimsfrægð, sem
hún heldur enn, þó að níutíu ár séu
liðin. Bókin var strax þýdd á fjölda
tungumála og er nú fyrir löngu
klassísk og gefin út í nýjum og nýj-
um útgáfum víða um heim. Gösta
Berlings saga er langfrægust allra
rita Selmu, en annars liggur eftir
hana fjöldi skáldsagna og ævintýra,
og hefur margt af því verið þýtt á
íslensku. Selma Lagerlöf hlaut Nób-
elsverðlaunin árið 1909, fyrst
kvenna.“
Víkurútgáfan gefur bókina út.
„Gösta Berlings saga“
- eftir Selmu Lagerlöf í 2. útgáfu
Ég vil líka lifa:
Bók um þroskasögu
fatlaðs drengs
KOMIN er út bókin „Ég vil líka
lifa“ eftir bandaríska rithöfundinn
Ednu Hong. Sr. Jónas Gíslason
dósent þýddi bókina og er útgef-
andi bókaútgáfan Salt.
„Eg vil líka lifa“ er þroskasaga
Gunthers, sem var fæddur fatlað-
ur, segir í frétt útgáfunnar. Hann
var talinn einskis nýtur og látinn
afskiptalaus, en síðar er honum
komið fyrir á heimili fyrir van-
gefna og fatlaða og mætir hann
þar kærleika og umhyggju. Er í
bókinni lýst hvernig hann verður
smám saman nýtur þegn þegar
hann fær verkefni við sitt hæfi. Þá
segir í frétt útgáfunnar að Edna
Hong hafi árið 1977 hlotið heið-
ursdoktorsnafnbót við St. Olav
College í Minnesota. Prentverk
Akraness prentaði bókina og sá
um bókband.