Morgunblaðið - 02.12.1981, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981
57
Mótmæli
gegn Kissinger
+ Henry Kissinger, fyrrum utanríkisráöherra Bandaríkjanna, var
nýlega á fyrirlestrarferö í Brazílíu. Meöal annars heimsótti hann
Brazilíu-háskóla og hélt þar erindi sem fjallaöi alemnnt um alþjóö-
lega samvinnu ríkja, en oftlega heyröist ekki til hans fyrir æstum
múg, sem lét öllum illum látum, kastaöi grjóti aö háskólabygging-
unni, hrópaöi vígorö og brenndi bandaríska fánann. Kissinger lét
sér ekki bregöa og lauk máli sínu, en mátti svo dúsa ásamt áheyr-
endum sinum nálega tvær klukkustundir í háskólanum, meðan lög-
regla stillti til friðar úti fyrír. Um 300 manns hlýddu á Kissinger,
flestir stjórnarerindrekar, og var haft eftir einum þeirra, aö Kissinger
heföi veriö „einstaklega rólegur allan tímann — miklu rólegri en óg
sjálfur sem stóö hreint ekki á sama“. Á eftir gerði svo Kissinger bara
aö gamni sínu, og þegar blaöamenn höföu á oröi aö þessi aöför
heföi hæglega getaö leitt til þess aö hann heföi veriö tekinn sem
gísl, sagöi hann: „Þaö heföi nú veriö svart, piltar, því þaö heföi
engum komiö til hugar aö leggja fram lausnarfé til að frelsa mig,
nema mér sjálfum, og óg er fátækur rnaöur." Kissinger ræddi viö
ráðamenn ýmsa í landinu í þessari ferö sinni, og hrósaöi þá Ronald
Reagan mjög, og hans efnahagsstjórn og utanríkismálastefnu. Hann
varöi stjórnarfyrirkomulagiö í Argentínu og Chile og lofaöi Brazilíu-
menn fyrir aukiö mikilvægi í alþjóöamálum. En mótmæli stúdent-
anna viö háskólann stóöu í tengslum við verkfall prófessora í Braz-
ilíu i landinu, en stjórnvöld þar skera nú niöur fé til menntamála,
eins og víöa annars staöar. „Rektor sagöi ekki peninga til aö ráöa
prófessor á námskeiö í tungumálaþýðingu, en hann getur eytt 15
þúsund dollurum til aö fá til háskólans heimsvaldasinna, sem hefur
látiö myröa milljónir manna,“ sagöi einn mótmælandinn og annar
hrópaöi: „Peninga til kennara — ekki moröingja." En Kissinger lót
sér sem sagt ekki bregöa, hvorki viö svíviröingar né grjótkasti og nú
er hann kominn í örugga höfn heim ...
+ Þetta fólk er þekkt í heimi kvikmynda: Catherine Deneuve
og Francois Truffaut. Catherine er víöfræg leikkona en Truf-
faut er heimskunnur franskur kvikmyndaleikstjóri og framleið-
andi. Myndin þessi var tekin í Hamborg í Vestur-Þýskalandi,
þar sem nýjasta mynd Truffauts var frumsýnd fyrir
skemmstu. „The Last Metro“ heitir hún og þaö er einmitt
Catherine Deneuve sem leikur aðalhlutverkiö í þeirri mynd ...
Snilligáfa Mozarts kom snemma í
Ijós — en hinn ungi Columbíu-
maöur, Leandro Aconcha, á mik-
ið eftir ef hann ætlar að feta í
sporin hans.
eska tónlistarmenn í Lucerne.
Svo lék hann fyrir fullu húsi víöa
um Evrópu næstu árin og þegar
hann var ellefu ára gamall hafði
hann þegar samiö fimm tónverk,
þar á meðal 20 mínútna syn-
fóníu. Þaö árið stjórnaði Le-
andro í fyrsta sinn hljómsveit.
Þaö var i hans eigin heimalandi,
Columbíu, og var óskemmtileg
reynsla fyrir hinn unga snilling.
„Þessir kallar stríddu mér eins
og þeir gátu,“ segir hann, „en til
allrar hamingju létu þeir eins og
menn þegar til kastanna kom.
Tónlistarmönnum er ekki gefiö
um krakka og ég vildi ekki leika
með þeim — en nú hef ég breyst
og þeir hlusta orðið á mig.“ Le-
andro æfir sig sex stundir á degi
hverjum með fööur sínum og
öörum tónlistarmönnum sem
heimsækja þá feðga, og segist
ekki hafa yfir neinu aö kvarta:
„Ég vil miklu heldur gera þaö
sem ég geri núna, heldur en
ganga í venjulegan skóla.“
Nýr snillingur
í tónlistinni?
+ Dean Martin hefur ekki eitt svefnherbergi í
húsi sínu, heldur þrjú — og býr hann þó
einsamall — en eins og maöurinn sagði:
Smekkur kvenna er misjafnl Og Dean Martin
vill geðjast konum sínum og réöi því til sín
menn að innrétta þrjú svefnherbergi, svo
kona neitaði ekki að ganga í hús hans, fyrir
þær sakir aö þar væri ekki svefnherbergi við
sitt hæfi...
+ Leandro Aconcha er fjórtán
ára piltur, fæddur í Columbíu,
sem leikur sér í fótbolta eins og
strákar á hans aldri, les brand-
arabækur og klifrar í trjám. En
Leandro gerir annaö, sem ekki
er daglegt brauö í lífi fjórtán ára
drengja, hann stjórnar synfóníu-
hljómsveitum. „Þegar strákur
var þriggja ára,“ segir faðir
hans, sem er pánóleikari aö at-
vinnu, „varð mór Ijóst aö hann
var gæddur óvenjulegum tón-
listarhæfileikum. Viö áttum
heimili á Spáni í þennan tíma og
strákurinn sat ævinlega hug-
fanginn yfir kynningarlagi sjón-
varpsþátta fyrir börn, sem
nefndist „Vamos a la carna"
(Faröu aö sofa).“ Og eitt kvöldiö
settist Leandro litli á píanóbekk-
inn í staö þess aö fara aö sofa
og gekk fram af foreldrum sínum
með því að leika lagiö með ein-
um fingri. „Þá kenndi óg honum
aö leika þaö meö báöum hönd-
um,“ sagði faðir hans, og píanó-
nám drengsins var hafiö. En þaö
var ekki fyrr en þremur mánuö-
um seinna sem fööur hans var
Ijóst, að drengurinn haföi meira
en óvenjulega músíkgáfu —
hann haföi snilligáfu. Einn dag-
inn æföi faöirinn mjög erfiöan
þátt í einni sónötu Mozarts og
eftir þá þrekraun brá hann sér í
annað herbergi til hvíldar.
Skömmu seinna heyrir hann
.ama þáttinn leikinn á píanóið
og þá var sá stutti á píanó-
bekknum. „Þá ákvaö ég aö ein-
beita mér aö því aö kenna hon-
um,“ sagöi faöirinn. Alþjóölegur
ferill Leandros litla hófst svo
þegar hann var fjögurra ára og
náði ekki ennþá niöur á fótstig-
iö, en þá lék hann fyrir svissn-
Honum líkaði vel
+ Nick Nolte, leikarinn, sem ís-
lendingar minnast úr sjónvarps-
þáttunum „Rich Man, Poor Man“
— Gæfa eöa gjörvileiki í ís-
lenskri þýöingu — átti nýlega
fjörutíu ára afmæli. Vinir hans
fundu upp á því aö gleðja hann í
tilefni dagsins meö maga-
dansmær nokkurri, sem þeir
tóku á leigu allan þann dag og
færöu Nolte. Honum líkaði til-
tækið vel...
& MORALITY
£
by
Orchestral
Manœuvres
InTheDark
á 00^^^ MLJAMOHLD
^KARNABÆR
W laugaveg. 66 — Glæsib* — Austurstræl. >2
r Simi frs shint.boröi 85055
sUÍAOfhf
Hljómsveit OMD er þekktust hér á landi fyrir lagiö Enola Day sem út kom í
fyrra og hafa þeir sent frá sér þriöju plötu sína, „Architecture and Morality“ og
hefur þessi plata aö geyma lögin Souvenir og Joan of Arc. Vinsældir
þessara laga og viröing sú sem OMD nýtur um allan heim ætti aö vera þeim
nægileg hvatning til aö tryggja sér eintak.