Morgunblaðið - 02.12.1981, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981
61
Fóstbræður í Skagafirði:
Skagfirðingar þakka
kórnum fvrir komuna
Gunnar Gunnarsson skrifar:
„Það voru góðir gestir, sem
gistu Skagafjörð á dögunum.
Karlakórinn Fóstbræður kom
hingað norður til okkar í fásinnið
föstudaginn 20. nóv., sl. og lék
fyrir okkur með söng sínum og
léttimálum, hélt samsöng í Mið-
garði í Varmahlíð um kvöldið og
dansleik á eftir. Skagfirðingar
kunna vel að meta slíka fram-
takssemi, enda var hvert sæti
skipað í hinum stóra og rúmgóða
samkomusal í Miðgarði, og söngn-
um ágætlega tekið.
Söngur Fóstbræðra var góður,
og ekki spillti fyrir að þeir tóku
skemmtilega „aríu“, vinsæl dæg-
urlög frá ýmsum tíma, lagaperlur,
sem Fjórtán Fóstbræður sungu
inn á hljómplötur fyrir löngu síð-
an, og alltaf verma hlustendur inn
að hjartarótum.
Þá fór vel á því, að hafa örstutt
skemmtimál inni á milli söng-
atriða, og þar átti kynnirinn, Jón
B. Gunnlaugsson, stóran híut í
gríni og gamansemi. Þær eigin-
konur kórmanna áttu þó eigi
minni hlut, framlag þeirra til
skemmtunarinnar var bæði mikið
og gott, og þótti sannast þar hið
fornkveðna, „einn er maðurinn ei
nema hálfur, með öðrum er hann
meiri en hann sjálfur".
Að samsöng loknum var boðið
til veizlu í Varmahlíðarskóla.
Karlakórinn Heimir bauð söng-
bræðrum sínum að sunnan að
þiggja kaffiveitingar. Þar var set-
ið við söng og spjall, og fór vel á.
Síðan dunaði dansinn í Miðgarði,
og þangað lá straumurinn undir
lágnættið. Fóstbræður gistu síðan
í Varmahlíðarskóla um nóttina, en
með morgninum héldu þeir norður
yfir Öxnadalsheiði, til Akureyrar,
að skemmta þar hið næsta kvöld.
Síðan flugu þeir suður, yfir fjöll
og dali, á sunnudeginum.
Karlakórinn Fóstbræður hefur
starfað í Reykjavík um fjölda ára.
Hann var í upphafi stofnaður af
félögum í KFUM, og hét nafni
þess félags fyrstu árin, og hefur
fyrir löngu síðan unnið sér virð-
ingarsess meðal ísl. karlakóra.
Ragnar Björnsson er söngstjóri
Fóstbræðra og undirleikari með
kórnum er Carl Billich. Söngmenn
voru 34, og Skagfirðingar vilja
þakka þeim öllum fyrir komuna,
sönginn og leikinn og öll skemmti-
legheitin, sem hittu vel í mark, og
léttu okkur drungann á þessum
frosthörðu skammdegistímum.
Þessi för þeirra Fóstbræðra er
farin fyrst og fremst sem fjáröfl-
unarferð. Þeir eru að safna fé til
Ameríkufarar á næsta ári. Þá
munu þeir fara vestur um haf, til
Bandaríkja N-Ameríku, og syngja
þar á ýmsum stöðum vestra á veg-
um samnorrænna menningarsam-
taka, „Scandinavia today". Þar
mun forseti íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, koma fram fyrir
hönd allra þjóðhöfðingja Norður-
landa, og Fóstbræður munu
syngja við það tækifæri.
Nú í haust gefa Fóstbræður út
hljómplötu með söng sínum. Á
annarri plötusíðu eru sálmalög, en
á hinni eru barnalög, og ágóða af
sölu plötunnar verður varið til að
mæta kostnaði við Ameríku-
ferðina. Við viljum hvetja Skag-
firðinga, sem aðra, til að styrkja
hinn ísl. karlakór til þessarar far-
ar, með þvi að kaupa þessa Fóst-
bræðraplötu. í sönghléi á skemmt-
un þeirra Fóstbræðra í Miðgarði
gengu kórfélagar um sali og buðu
plötuna til sölu, sem margir
keyptu.
Einnig seldu þeir kórfélagar
happdrættismiða, og í lok
skemmtunarinnar voru dregnir út
þrír vinningar. Hinn 2. des. nk.
verður svo dreginn út aðalvinning-
urinn, sem er sólarlandaferð. Vel
kann svo að fara, að einhver
þeirra, sem voru í Miðgarði þetta
kvöld, hljóti þann góða vinning."
Skilur Njáll Árnýju?
Steinunn Pálsdóttir, Kópavogi,
skrifar:
„Ég vil nú benda á nokkur atriði
í sambandi við grein Njáls Bene-
diktssonar í Velvakanda 25. nóv-
ember, þar sem hann gerir athug-
asemdir við skrif Árnýjar
Björnsdóttur frá 22. október.
Mér finnst óviturlegt hjá Njáli
að leita að sök hjá þessari konu.
Ekki skil ég hvernig hann getur
dæmt um þessa lífsreynslu, nema
af hinni einu sönnu karlmannseig-
ingirni. I stað þess að vera samsek
í óreglunni virðist konan frekar
reyna að losna við vínið út af
heimilinu, sjálfsagt í örvænt-
ingarfullri tilraun til að maðurinn
sjái að sér, þó ekki væri nema
S2P S\G6A V/öGA £ \lLVtmi
Wu y\K0QA-
LQóA^VALWí'
ÓLtíLtfCJNÖVl,
3 lóM
hans sjálfs vegna. Þar að auki
þarf ekki að taka fram hvílíkur
ófögnuður áfengi í óhófi er heim-
ili, einkum þar sem börn eru, Njáll
virðist ekki skilja hvers konar
áhrif það hefur á alla til lang-
frama.
„Vissulega hefur maður samúð
með Árnýju," segir Njáll, en held-
ur virðist hluttekningin rýr og
engu líkara en samúðin beinist
miklu fremur að drykkjumannin-
um. Njáli finnst skiljanlegt að
hann fái sér tvær bokkur í stað
einnar og freistast til að halda að
það geti verið hennar sök. Hús-
bóndinn gagnslausi leitar í ölæð-
inu hefnda og pantar tvær flöskur
í stað einnar. Síðan hvenær hafa
konur nú lag á ofdrykkju manna
sinna?
Getur það verið sjálfselska að
fara ekki frá drykkfelldum eig-
inmanni, leysa upp heimilið og
hugsanlega koma börnunum fyrir
annars staðar, án þess að reyna
leiðir til bjargar fyrst. Þeir, sem
eiga von á pilsaslætti og hurða-
skellúm þegar komið er heim,
stunda sjálfsagt sína drykkju ann-
ars staðar en heima hjá sér, og
það er af tvennu illu skárra en að
vanvirða heimili sitt með drykkju-
látum.
Nú fer fram umræða um að
stofna athvarf fyrir þær konur,
sem verða að flýja heimili sín sök-
um óreglu eða valdbeitingar. Er
óskandi að slík heimili rísi og þar
mæti konum meiri skilningur en
Njáll spanderar á Árnýju."
riýjung: liraðréttir í
hádeginu
mánudaga til föstudaga.
HRADRÉTTASEDILL
HÆSTU VI ^sLa fyl
Súpa fylgú með
öllum réttum
Rjómalögud blómkálssúpa
Buff stroganoff 80.-
Lambasneidar „au gratin“ 85.-
Gufusoðin stórlúða með dillsósui 75.-
Smjörsteiktur karfi í koníaki 79.-
Pönnusteiktur skötuselur í karrýlegi 79.-
Blandaðir síldarréttir 75,—
Chefs special:
Lundabringa í madeirasoði með eplasalati 87.-
Þjónustugjald og söluskattur innifalið
ARHARHÓLL
Hverfisgötu 8—10, sími 18833.
Karlmannaföt kr. 199,00 og 795,00.
Terylenebuxur kr. 165,00 og 178,00.
Gallabuxur kr. 145,00.
Flauelsbuxur, kvensnið kr. 135,00, karlmannasnið kr. 145,00.
Kuldafrakkar kr. 280,00. Peysur frá 74,00. Sokkar kr. 10,00.
Frottesloppar kr. 150,00. Skyrtur, nærföt o.fl. ódýrt.
Opið laugardag til kl. 12.
Andrés,
Skólavörðustíg 22A
Tölvuskólinn
Borgartúni 29
sími 25400
Tölvunámskeið
★ Viltu skapa þér betri stööu á vinnumarkaðnum?
★ Viltu læra að vinna með tölvu?
★ Á námskeiðum okkar lærir þú aö færa þér í nyt
margvíslega möguleika sem smátölvur, (micro-
computers) hafa upp á að bjóða fyrir viöskipta- og
atvinnulífið.
★ Námiö fer að mestu fram með leiösögn tölvu og
námsefnið er aö sjálfsgðu allt á íslensku. Námsefnið
hentar auk þess vel fyrir byrjendur.
★ Á námskeiðunum er kennt forritunarmáliö BASIC, en
það er langalgengasta tölvumálið sem notaö er á
litlar tölvur.
Innritun í síma 25400
m (ftmLVxVm/-
V&WAoW \ víl/Em HL flVS 06'd/WO-
<\A0Ó, 40VÍ/(VáM lLtáó\«m Sft) $
S,
\\mmor
5vmi OÍMWi
ALVSó
LlóólA
•l n