Morgunblaðið - 02.12.1981, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981
63
Pólýfónkórinn:
Ráðgerir hljómleikaferð
til Spánar á næsta sumri
Nokkrir nemendur Hótel- og veitingaskóla íslands i nuverandi starfsaðstöðu skólans.
Félag matreiðslumanna:
Skorað á ráðherra að bæta úr
málum Hótel- og veitingaskólans
PÓLÝFÓNKÓRINN hélt fyrir
nokkru aðalfund sinn og greindi þar
Friðrik Eiríksson formaður kórsins
frá starfinu, en stjórnandi kórsins
frá upphafi hefur verið Ingólfur Guð-
brandsson. Fram kom á fundinum
að mikil gróska hefur verið í starfi
kórsins á sl. ári.
í byrjun vetrar var haldið radd-
þjálfunarnámskeið fyrir kórfélaga
og kom þá söngkonan Eugenia
Ratti til landsins. Hefðbundnir
hljómleikar kórsins voru haldnir
um páskana og var þá flutt Jó-
Sækir
Stykkishólm-
ur um kaup-
staðarréttindi?
Siykkishólmi, 24. nivember.
Á UNDANFÖRNUM árum
hefir oft komið til tals í
hreppsnefnd Stykkishólms-
hrepps að sækja um kaup-
staðarréttindi, en til þessa hef-
ir lítill skriður verið á því máli.
Nú hefir málið hinsvegar
verið til umræðu undanfarið á
hreppsnefndarfundum og hefir
hreppsnefnd falið hreppsráði
að gera sérstaka athugun á
málinu og leggja síðan niður-
stöður fyrir hreppsnefnd.
Mun þetta mál verða skoðað
gaumgæfilega og höfð hliðsjón
af reynslu annarra sveitarfé-
laga með líka íbúatö’u og
Stykkishólmur, en þar munu
nú vera búsettir um 1250
manns.
Dvalarheimili aldraðra í
Stykkishólmi hefir nú starfað í
3 ár og sú reynsla sem af því
hefir fengist er mjög góð. Þar
eru nú 18 vistpláss og öll full-
nýtt og margir sem eru á bið-
lista og því er nú verið að hefja
stækkun á heimilinu með það
fyrir augum að bæta úr brýn-
ustu þörf. Næsti áfangi er nú í
undirbúningi og byrjun og
munu þá bætast við 5—6 pláss.
I dag eru vistmenn um helm-
ingur víðsvegar úr sýslunni og
helmingur Stykkishólmsbúar.
— Fréttaritari
Könnun á vegum heil-
brigðisráduneytis:
Lækningamátt-
ur jarðsjávar
Átta þingmenn úr fjórum þing-
flokkum hafa lagt fram á Alþingi
tillögu um könnun á lækningamætti
jarðsjávar við Svartsengi, sem heil-
brigðisráðherra hafi forgöngu um.
Leiði könnunin til jákvæðrar niður
stöðu verði þegar unnið að því að
koma upp aðstöðu fyrir sjúklinga
sem að læknisráði er talið rétt að
noti jarðsjóinn til baða. Við könnun
þessa skal hafa samráð við samtök
lækna, samtök psoriasis- og exem-
sjúklinga, svo og samtök annarra
sjúklinga sem not gætu haft af slík-
um böðum.
I greinargerð er annarsvegar
vitnað til frétta og frásagna af
veruiegum bata psoriasissjúkl-
ings, sem talinn var stafa af böð-
um í heitum jarðsjó við Svarts-
engi. Hinsvegar tilkostnaðar
vegna utanferða slíkra sjúklinga,
sem leita sér lækninga erlendis.
Hér er því um athyglisverða til-
raun að ræða, segir og í greinar-
gerðinni, sem gæti gjörbreytt
möguleikum þessara sjúklinga til
þess að fá einhverja bót meina
sinna án þess að fara til annarra
landa.
Fyrsti flutningsmaður er
Matthías A. Mathiesen (S).
hannesarpassía J.S. Bachs. Nú er
hafið 25. starfsár kórsins og segir
í frétt frá kórnum, að félagar
muni leggja sitt af mörkum til að
gera afmælisárið veglegt. Þegar
hefur verið haldið annað radd-
þjálfunarnámskeið og kom Eug-
enia Ratti þá aftur til liðs við kór-
inn.
Hafnar eru æfingar á verki Jóns
Leifs, sem er Oratorían Edda og er
ráðgert að flytja hana á Listahá-
tíð næsta vor. Um páskana hyggst
kórinn halda upp á 25 ára afmæli
sitt með flutningi Mattheusar-
passíunnar, en þá eru liðin tíu ár
frá því kórinn flutti verkið síðast.
Áformuð er hljómleikaferð til
Spánar næsta sumar. Mun kórinn
m.a. taka þátt í listahátíð í Gran-
ada. í kórnum starfa nú 130
manns, en fram kom á fundinum
að þörf er á fleira söngfólki, eink-
um karlaröddum, til að styrkja
kórinn í hinu veigamikla tónverki,
Oratoríunni Eddu eftir Jón Leifs.
Var á aðalfundinum lögð áhersla á
að hvetja söngfólk til að leggja
kórnum lið. í stjórn Pólýfónkórs-
ins eru nú Friðrik Eiríksson for-
maður, Guðmundur Guðbrands-
son gjaldkeri, Ásbjörg ívarsdóttir
ritari og meðstjórnendur eru
Edda Magnúsdóttir, Ólafur Þor-
björnsson, Sigurjón Jónsson og
Steina Einarsdóttir. Varamaður
er Rafn Sigurbjörnsson.
Á ALMENNUM félagsfundi Félags
matreiðslumanna hinn 10. nóv. sl.
var samþykkt tillaga sem hljóðar á
þessa leið: „Félagsfundur í Félagi
matreiðslumanna skorar á mennta-
málaráðherra að bæta úr málum
Hótel- og veitingaskóla fslands taf-
arlaust þar sem hann er nú í hús-
næðishraki og tækjaskortur er í lág-
marki. Félagið vill benda á að Hótel-
ALMENNA bókafélagið hefur sent
frá sér bókina Kristalla, tilvitnanir
og fieyg orð í samantekt séra Gunn-
ars Árnasonar frá Skútustöðum. Er
hér um að ræða aðra útgáfu þessa
verks aukna um rúman þriðjung en
fyrri útgáfan kom út 1956.
í kynningu forlagsins á bókar
kápu segir m.a.:
„Kristallar — tilvitanir og fleyg
orð er safn snjallyrða og frægra
ummæla frá ýmsum tímum og
víðsvegar að úr heiminum. Bókina
munu sumir vilja lesa í einni lotu
og mun skemmtilegur lestur. Aðr-
ir munu vilja nota hana sem upp-
flettirit og er efninu þannig skipað
að hún er hentug til þeirra
Fyrirtækið hefur einnig umboð
fyrir bindivélar, bæði sjálfvirkar og
handbindivélar. Impak sf. reka Eyj-
ólfur Karlsson og Brynjólfur Sig-
urðsson og segjast þeir vera tilbúnir
og veitingaskólinn hefur átt mikinn
þátt í að bæta og efla ferðamanna-
iðnaðinn hér á landi með menntun
fólks til starfa á vinnumarkaðinum
um allt land.“
nota...“
Þá eina teljum við vitra sem
játa vorar eigin skoðanir — Roche-
foucauld. — Skynsamir menn
skipta um skoðun, fíflin aldrei —
T. de-Reiss. — Ég get ekki fallist á
skoðanir yðar, en ég skal leggja líf
mitt að veði til þess að verja rétt
yðar til að halda þeim fram — S.C.
Tallentyre. Fyrri tíðar menn áttu
sannfæringu, vér nútímamenn
■höfum aðeins skoðanir — Heine.
Kristöllum fylgir rækileg skrá
yfir höfunda hinna fleygu orða
bókarinnar ásamt upplýsingum
um þá.
Bókin er 272 bls. að stærð og
unnin í Prentverki Akraness.
að leysa úr margskonar pökkunar-
vandamálum. Þeir hafa tekið við
þjónustu á prentun á plast-varúð-
arborða fyrir rafmagnsveitur, hita-
veitur o.fl.
Mæðginin Lone Herz og Tómas Ströbye.
Hefur vakið mikla athygli erlendis:
TÓMAS
- sannsöguleg kvikmynd
um þroskaheftan dreng
- sýnd í Háskólabíói
HÁSKÓLABÍÓ mun hefja sýningar á nýlegri danskri mynd, sem fjallar
um þroskaheftan dreng, næstkomandi mánudag, og er sýning myndar
innar framlag Háskólabíós til árs fatlaðra. Kvikmynd þessi hefur vakið
mjög mikla athygli þar sem hún hefur verið sýnd, en hún er heimildar
mynd um samskipti dönsku leikkonunnar Lone Herz og Tómasar sem er
14 ára gamall sonur hennar. Ekkert handrit var gert að myndinni þar
sem Tómas á mjög erfitt með að fylgja fyrirmælum, og var myndin tekin
upp á átta dögum meðan mæðginin dvöldu í sumarbústað á Skagen.
Saga Tómasar er í stuttu máli gamall til að vera á meðferðar
sú að hann var fæddur heilbrigð-
ur en hlaut heilasjúkdóm á
fyrsta ári og hefur aldrei náð sér
eftir það. Hann er auk þess mik-
ið tilfinningalega skaddaður og
flogaveikur. Hann dvaldi heima
hjá foreldrum sínum til níu ára
aldurs en var þá settur á með-
ferðarheimili. Tómas talar ekki
og lifir að mestu í eigin heimi. í
myndinni er brugðið upp mörg-
um af þeim fjölmörgu vanda-
málun^ sem fylgja því að annast
þroskaheft barn, og varpað fram
þeirri spurningu hvað um dreng-
mn verði þegar hann verður of
heimilinu.
Þá hefur Háskólabíó komið
fram með nýjungar í sambandi
við kynningu þeirra mýnda sem
sýndar verða næstu þrjá mánuði
í kvikmyndahúsinu. Hingað til
hefur sú kynning farið fram með
veggspjöldum og ljósmyndum í
anddyri hússins, en nú mun
liggja frammi bæklingur fyrir
bíógesti þar sem kynning verður
á helstu myndum sem kvik-
myndahúsið mun taka til sýn-
ingar þrjá mánuði fram í tím-
ann.
Ný bók frá AB:
Kristallar - fleyg
orð og tilvitnanir
Eyjólfur Karlsson og Brynjólfur Sigurðsson með auglýsingalímborða.
Impak sf. setur aug-
lýsingar á límborða
IMPAK sf. er fyrirtæki sem sérhæfir sig í límböndum og prentun á rúllum. Það
hefur nú nýlega fest kaup á afkastamikilli prentvél, sem gerir það kleift að prenta
auglýsingar á pökkunarlímbönd á hagstæðu verði.